Morgunblaðið - 15.11.1935, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.11.1935, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 15. nóv. 1935. ■i—8———■iifnr Frá óeirðum í Kairo 1930, þegar stjórnarskráin var numin úr gildi og Bretar sendu „high commis- soner“ til Bgyftalands. [Egyftar gera uppreisn gegn Bretum. Framhald af 2. síðu. Á fundinum talaði foringi Wafdista, Naha F'asha, og rjeð- ist hatramlega á Breta og stjórn þeirra í Egyfhalandi. Kvatti hann egyftsku þjóð- ina til að gera uppreisn gegn kúgunarstjórn Breta. „Níutíu af hverjum hundrað Egyftum krefjast þess að Eg- yftaland verði gert að fullkom- lega sjálfstasðu ríki“, hrópaði Naha Pasha yfir mannf jöldann. í lok fundarins var gerð eft- irfarandi samþykt í þrem lið- um: 1. Samvinnu Breta og Egyfta verði slitið. 2. Egyftska stjórnin segi tafarlaust af sjer, þar sem hún sje ekkert nema verkfæri í hönd- um Breta. 3. Egyftar virði að vettugi hverja þá stjórn, sem taki upp samvinnu við Breta. Stúdentar gengu lengst fram í æsingunum gegn Bretum í Kairo. Hafa þeir um langt skeið verið sterkasta uppistaðan í sjálfstæðisbaráttu Egyfta. Wafdistar reið- ir Sir ^aimiel Hoare. * ........... Óeirðir þessar eiga rót sína að rekja til inngróinmar óá- nægju með stjórn Breta í Eg- yftalandi. Ýmsar orsakir liggja hins- vegar til þess, að hatrið á Bret- um hefir blossað upp einmitt nú. Hefir ræða sem. Sir Samuel Hoare hjelt í Guildhall í Lon- don fyrir skömmu vakið mikía gremju í EgyftaLandi. í ræðu þessari' varaði utan- ríkismálaráðherra Breta við því að taka upp aftur stjórnar- skrána, sem samþykt var 1923, en feld úr gildi aftur 1939. Samkvæmt stjórnarskrá þessari skal vera þingræðis- stjóm í Egyftalandi. . Bretar óttast, að Wafdistar muní komast til valda, ef gamla stjórnarskipulagið verði tekið upp að nýju. Egyptar óltast víg- búnað Breta í Egyptalancli. Enn fremur hefir vígbúnað- ur Breta í Egyftalandi vegna Abyssiníudeilunnar orðið til þess að vekja æsingar í Egyfta- landi. Hefir Sir Samuel Hoare þó lýst yfir því, að Bretar muni ekki neyta aukins herafla síns til þess að styrkja aðstöðu sína í Egyftalandi. Loks hefir óhróður ítalskra blaða gegn Bretum verið eins og olía á eld Bretahaturs þjóð- ernissinna í Egyftalandi. Bretnr eru úbygilfufuliir. Bretar eru mjög áhyggju- íullir út af atburðum þessum í Egyftalandi. Hafa Wafdistar notið hent- ugt augnablik til að hef ja bar- áitu gegn Bretum, þar sem Bretar eiga annríkt vegna deilu ítala og Abyssiníumanna. Páll. K ötverðlagsneínd og kjötsölulögin. Framhald af 3. síðu. P. Zóph. fer með ósannindi um sum~ arslátrunina. Því rnæst sneri P. 0. sjer að sumarslátruninni og sýndi fram á hve skýrsla P. Zóph. um þetta atriði hefði verið gersamlega röng og villandi. I stað þess að P. Zóph. hefði skýrt svo frá, að ekki hefði verið slátrað nema 1000 dilkum færra hjer í Reykjavík í ágústmán., en venjuleg slátrun í þeim mánuði væri 2—3000 kindur, þá hefði hjá SláturL Suðurl. einu árið 1934 verið slátrað 3412 kindum, en í sumar ekki nema 1037. Heildar- sumarslátrun hjá Sf. Sl. hefði verið 1934 5998, en í sumar 2975, og munaði því 3000 eða fullum helm- ing, sem færra var slátrað í sum- ar. Bftir upplýsingum, sem hann hefði aflað sjer væri munurinn svipaður hjá Kf. Borgfirðinga, og mundi sama um aðra að segja, sem sumarslátrun hefðu með hönd um. Þessi eyðilegging á sumarmark- aðinum stafaði af því, að Kjöt- verðlagsnefndin hefði látið mark- aðinn í Reykjavík yfirfyllast af kjöti víðsvegar að, síðastliðinn vet- ur, svo að nú hefði sumarslátrun- in ekki getað byrjað fyr en löngu seinna en venja hefði verið og auk þess fyrst framan af slátrun gamlar birgðir að þvælast fyrir sölunni á nýja kjötinu. Bn 1934 þegar sumarslátrun hófst miklu fyr, voru engar hirgð- ir fyrirliggjandi og því strax hægt að selja með fullum krafti. Alt þangað til í snmar hefðu sunnlenskir bændur að mestu leyti setið einir að sumarmarkaðinum og þannig hefði S. í. S. á undan- förnum árum keypt af Sf. Sl. kjöt í búðir sínar hjer í Reykja- vík yfir sumarið. En nú hefði brugðið svo við,- þegar kjötverð- lagsnefndin var komin á laggirn- ar, að S. í. S. hefði hætt ölluin slíkum viðskiftum við Sf. S1 og flutt alt það kjöt sem það gat selt hjer í sumar, af öðrum ve'rð- lagssvæðum. Skakkar 100 tonn- um. Þá sneri P.O. sjer að saman- burði Páls á kjötbirgðunum ’34 og 1935. Hefði Páll haldið því fram að nú væru kjötbirgðirnar 50 smál. minni en á samra tíma í fyrra. Hjer færi Páll ekki síð- ur á hundavaði, en um hið fyrra atriðið. Hefði P. Z. hald- ið því fram að birgðimrar hjá Sf. SI. hefðu verið haustið 1934 254 smál. en í haust 260. Sann- leikurinn er sá, sagði P. O., að af því kjöti, sem hjer kemur til greina, átti Sf- Sl. 1934 ekki nema 180 smál. og 8 smál. sem flutt var til Rvíkur frá frysti- húsinu á Akranesi, eða samtals 188 smálestir. En nú í haust væru birgðir Sf. Sl. 260 smál. í R'vík og Hafnarfirði, en þar við mætti bæta 30 smál., sem vitað væri um að hingað yrðu fluttar af birgðum fjelagsins á Akranesi. Eru því birgðir fjel. nú 102 smál. meiri en í fyrra, en þenn- an mismun taldi Páll ekki nema 6 smálestir. Sjeu nú aðrar skýrslur Páls um kjötmagnið í Rvík teknar gildar — sem mjög mætti þó draga í efa samkv. þessu — þá væri þó útkoman sú, að kjöt- birgðirnar hefðu aukist um ca. 50 tonn, í stað þess að Páll hefði fullyrt að þær hefðu minkað um 50 tonn. Minsta skekkja á þessum eina lið væri því um 100 tonn. Eins og sýnt hefði verið, 'væri hreint ekkert á tölum Páls að byggja. — Og væri því full- komin ástæða til að ætla, að sama gilti um aðrar tölur ann- ars staðar að af landinu, sem hann hefði farið með í þessu sambandi. Frysti- og geymslu- kostnaður. Þá sneri Pjetur sjer að fram- komu kjötverðlagsnefnd-ar við Sf. Sl. og Kaupfjel.. Borgfirð- inga og aðra þá, sem versluðu með fryst kjöt hjer á Reykja- víkurmarkaði. Auk þess sem bændur hjer hefðu orðið að greiða hátt verð- jöfnu.uarg jald fyrir verndun markaðarins, sem ekki væri þó merkilegri en lýst hefði verið, þá hefði Sf. SL, Kaupfjelag Borgfirðinga og öðrum, sem frysta kjöt til sölu í Reykjavík verið fyrirmunað af kjötverð- lagsnefnd, að leggja nægjan- lega á frysta kjötið, til þess að bera uppi geymslu og frysti- kostnað m. m. Margra ára reynsla væri fyr- ir því hjá Sf. Sl. að meðal kostn aður við geymslu og frystingu næmi 20 aurum á kíló miðað við fyrsta flokks kjöt. Haustið 1934, hefði meirihluti nefndar- innar fyrst 15. okt. leyft að leggja á fyrir þessum kostnaði 7 aura á kíló. Enda hefði full- trúi Sf. Sl. og Kaupfjel. Borg- firðinga Helgi Bergs, verið alveg ofurliði borinn. Um miðj- an jan. er svo bætt við 8 aur. og svo ekki söguna meir. Af þessu leiddi að til 15. okt. hefði fjelögin skaðast um20au. á kg. á frysti og geymslukostn- aði. Frá 15.okt.—15.jan. um 13 aúra á kíló og síðan um 5 auna á hvert kíló. Væri þetta vitan- lega stórkostlegt tap fyrir þessa raðila. Þannig hefði Sf. Sl. getað borgað gæruuppbót á þessu ári, sem nam um 28 þús. kr. en tapið á kjötsölunni hefði gleypt alla þessa upphæð. En þó er ótalið tapið á birgð- unum sem eftir voru í haust, þegar slátrun hófst að nýju. Ekki skorti þó að Sf. Sl. og Kaupfjel. Borgfirðinga hefðu ekki haft alla vitleitni, til að Qóður síldarafli í Vest- mannaeyjum þráttfyrir slæmt veður. Vestmamiaeyjum, 14. nóv. FÚ_ Þessir bátar .lögðú síld á land í Vestmannaeyjum í dag: Gull- toppur 45 tunnur, Frygg 40, Óð- inn 40, Ágústa 26, Þorgeir Goði 20, Kristbjörg 11 og Kap 10. Sjóveður var slæmt, svo að aflann má telja góðan. Síldin er mestöll matje’ssöltuð. Tunnugerð í Vestnianna- eyjum. Tunnugerð Haraldar Loftsson- ar smíðar mikið af tunnum þeim, sem saltað er í. Hefir Haraldur fullkomnustu vjelar til tunnu- gerðar og getur fullgert um 300 tunnur á dag. Níu manns vinna við tunnu og’ ltassagerð Haraldar. Bókmentaverðlaun Nobels verða ekki veitt í ár. London 14. nóv. FÚ. Nobelsverðlaunanefndin hef- ir ákveðið, að ekki skuli út- býta Nobelsverðlaunum fyrir bókmentir á þessu ári, heldur skuli peningarnir geymdir til næsta árs. koma í veg fyrir að kjötverð- lagsnefndin dragi ekki niður afurðaverðið með þessum hætti. Nefndinni var margskrifað og menn gerðir út á hennar fund hvað ofan í rannað, bæði frá Sf. Sl. og Kaupfjelagi Borg- firðinga. En engu fjekst um- þokað hjá kjötverðlagsnefnd- inni. Ferðasaga P. Zóph. Loks mintist P. O. á ferða- sögu Páls, um 12 sýslur, þar sem hann hafði að eigin sögn talað við 4. hvern bónda og aðeins fyrirhitt 5 menn, sem hefðu látið í ljós óánægju með framkvæmd kjötlaganna. Ef um einhvern annan væri að ræða en Pál Zóph. gætu menn orðið undrandi yfir svona tali og fullyrðingum. En til þess að gefa mönnum ofurlítið sýnis- horn af áreiðanleik Páls, las P. O. upp tvær tillögur, sem samþyktar voru á aðalfundi Sf- Sl. í vor, þar sem mættir hefðu verið fulltrúar bænda úr 6 sýsl- um. En tillögur þessar voru þess efnis, að víta kjötverð- lagsnefnd fyrir framkvæmd kjötsölulaganna. Að endingu sagði P.O. að eng- in breyting á skipun kjötverð- lagsn. kæmi fram, og hald- ið yrði áfram á sömu braut, um framkvæmd laganna, þá væri sýnt, að gert yrði að engu það gagn, sem leitt hefði getað af kjötlögunum með skynsamlegri framkvæmd. Umræðunni var ekki lokið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.