Morgunblaðið - 20.11.1935, Page 6

Morgunblaðið - 20.11.1935, Page 6
 MORGUNBbAÐÍÐ ítalir kvattir til að skifta ekki við refsiaðgerða- löndin. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. ítalir ljetu óspart í ljósi gremju sína í gær, er refsiaðgerðirnar komu til framkvæmda. Einkum bitnar gremja þeirra á Bretum. Sýningar í kvikmyndahúsum enda á því, að menn eru kvatt- ir til þess að hafa engin skifti við refsiaðgerðalöndin. Páll. Þjóðverjar selja ítölum kol í skjóli refsiaðgerðanna. Óslo, 19. nóvember. Samkvæmt símskeytum til Sjöfartstidende var meiri inn- flutningur en nokkru sinni til Ítalíu á fyrsta degi refsiaðgerð- anna, gegnum St. Gotthardt- jarðgöngin. Voru flutt um jarðgöngin í gær 35.000 smálestir af vörum, aðallega kol frá Þýskalandi. — (NRP. — FB.). Stríðið í Austur-Asíó. Framhald af 2. síðu. ina, hóta Japanir að ráðast inn í Norður-Kína. Það er alment vi^urkent, að norðurfylkin eigi ekki annars kost, en að lýsa yfir sjálfstæði sínu, til að þóknast Japönum. Ætlar Nankingstjórnin ekkert að aðhafast? Ennfremur er gert ráð fyrir, að Nankingstjórnin láti það af- skiftalaust, ekki síst þar sem hún hefir fjrrir nokkru skuld- bundið sig til þess, að stofna ekki til innbyrðis styrjaldar í Kína, til þess að sameina alt Kínaveldi undir eina stjórn, nema að kommúnistar eigi hlut að máli. En Nankingstjórnin hefir sett fylkjunum það í sjálfsvald, hvort þau vildi hafa sjálfstæða borgaralega stjórn. Verslunarþingið. Framhald af 5. síðu. ingu verði tekið og hún upp- rætt. En sje þessu svo farið, er hitt jafn víst, að hagsmunir alls al- mennings í landinu, sem vill vinna að öryggi þessara mála, rekast á hagsmuni klíku þeirr- ar, sem að Nýja Dagblaðinu stendur. Þegar svo er komið, má engum blandast hugur um, hvor málsstaðurinn á að sigra. Oddur Guðjónsson. I lioði irk. Tliorlacius i Oddfellowhölliimi. ísl. hádegisverður. tsl. furlarjeltir. Það er óþarfi að skýra nánar f.rá, hver frk. Helga Thorlacius sje — hún er löngu þekt orðin fyrir áhuga sinn og dugnað í því, að kenna konum að mat- búa íslenskar ætijurtir. Hefir hún í því skyni haldið fjölda námskeiða, bæði hjer í bænum og úti á landi. Það er hennar mesta áhugamál, að almenn notkun íslenskra ætijurta og mjölmatar komist á. Kl. 12 í gær efndi frk. Helga Thorlacius til hádegisverðar í Oddfellowhöllinni. Sátu þar boð hjá henni ráðherrar, þing- menn, Búnaðarfjelagsstj., sendi- herra Dana, Grev Knuth sendi- herraritari og frjettaritarar frá dagblöðum og útvarpi — als um 40 manns. Matinn bjó frk. Helga Thorla cius sjálf til, og aðstoðuðu hans átta ,,sjálfboðaIiðar“ við fram- reiðsluna, þeirra fremst í flokki frú Rakel Þorleifsson. Á borð voru aðallega bornir jurtarjettir og grænmeti með kjöt- og fiskrjettum, enda var tilgangurinn sá, að kynína mönn um, í hversu ríkum mæli mætti notfæra sjer íslenskar jurtir, ræktaðar og óræktaðar. Af rjettunum mætti nefna Hvannasúpa, með eggjum. Nokkur nýjung var og að því að smakka karfa, er var fram- reiddur með kartöflum og ,,Mussoline“-sósu. Auk kjöt- rjettarins, sem var lambshrygg- ur, með alskonar íslensku græn- meti, var millirjettur úr jurt- um, svo sem grænkáli, jarðepl- um, tómötum, lauk o. fl., og þótti fyrirtak. Nýjabrum var líka í því að fá rúgstengur >— þær voru lystugar — og úr ís- lepskum rúgi frá Klemensi á Sámsstöðum. Eftirmaturinn var ís- —> ágæt- is Fjallagrasaís. Eins Og nttfnið béndir til, bar. hann töluvefðán. keitn af fjallágrösum, en var auk þéss kryddaðúrJtfækibérja- hlaupi. Að síðustu kom kaffið — með liquer ófr körtf’ekt úr fjallagrösum. — Það var ekki laust við, að sumir rækju upp stór augu — ætlaði ungfrú T'horlacius að veita hjer vín — en liquerinn reyndist sakleysis- drykkur, búinn til úr fjalla- grösum, salvin og blóðbergi, með smávegiskryddi eins og negul og sítrónuberki. Það voru hreint ekki svo fáir rjettir, sem ungfrú Thorlacius ljet bera á borð, af sinni vana- legu rausn og prýði, og tók það sinn tíma. Enda ljet einn þing- manna þau orð falla, að krásir ungfrú Thorlacius hefðu freist- ag þingmanna til klukkutíma óstund'vísi! Var setið yfir borðum til klukkan að ganja þrjú, en að máltíð lokinni stóð uþp forseti Ed., Einar Árnason frá Eyrar- landi, og þakkaði frk. Thorla- cius fyrir góðan beina. Ljet hann hið besta yfir ágæti rjett- anna og taldi víst, að allir gest- irnir væru sjer þar um sam- mála að maturinn hefði smakk- ast vel. Lauk hann máli sínu með því að óska að frk. Helga Thorlacius mætti áfram vinna með sama áhuga að því þarfa starfi, að kenna mönnum að neyta íslenskrar jurtafæðu. Tvær bjargráða- nefndir bænda i heimsúkn hjá Alþingi ng rfkis- stjórn. Á mánudag komu á fund land- búnaðarnefndar ndðri deildar tvær nefndir utan af landi. Önnur var úr G-ullbringu- og Kjósarsýslu, og hana skipuðu: Ólafur Bjarnason, bóndi í Braut- arholti; Bjöm Birnir, bóndi, Grafarholti og Jóhannes Reyk- dal, bóndi, Þórsbergi. Hin var úr Mýrasýslu og hana skipuðu: Guðbrandur Sigurðsson, bóndi, Ilrafnkelsstöðum; Friðjón Jónsson, bóndi, Hofstöðum, og Sigurður Einarsson, bóndi í Vogi. Erindi nefndanna var að bera upp vandræði bænda í þessum hjeruðum. Sögðu þessir fulltrúar bænda, að búskapurinn væri rekinn með tapi og að bændur mvndu al- ment flosna upp af jörðum sín- um, ef ekki yrði rjettur hlutur þeirra. Bentu þessir fulltrúar bænda á ýmislegt, er gera mætti bændum til hjálpar. Nefndir þessar hafa einnig far- ið á fund landbúnaðarráðherra og borið þar fram vandræði bænda. Ekki hefir heyrst neitt um það, hvaða undírtektir þessir fulltrú- ár bænda hafa fengið hjá Alþingi og ríkisstjórn. En eftirtektarvert er það, að samtímis því, sem bændur neyð- ast til að senda slíkar bjargráða- nefndir á fund valdhafanna, sitja fulltrúar ríkisstjórnarinnar í mjólkursölunefnd á ráðstefnu og neita bændum um riál. 3 aura verðhækkun á hvern mjólkurlít- er, af ótta við, að flokkssjóður sósíalista muni við það missa álit- lega fúlgu! Nýtt reykhús. Hafnarstjórn hef- ir samþykt að Friðrik Þorsteins- svni verði leyft að byggja réyk- liús, áfast við vestustu verbúð hafnarinnar, enda sje reykhúsið fullgert, fyrir I. júní 1936. Sálarrannsóknaf jelagið heldur fund í kvöld kl. Sþý í Varðarhús- inu. Ónefndur ræðumaður flytur þar erindi um nokkur atriði úr dulrænni reynslu sinni. Miðvikudaginn 20. nóv. 1935. BretarogFrakkar svara orðsend- ingu ftala. London, 19. nóvember. Bretar og Frakkar munu sam tímis senda svar við mótmæla- orðsendingu ítölsku ríkisstjórn- arinnar út af refsiaðgerðaráð- stöfununumr- — —- — Verða svar-orðsendingar Breta og Frakka afhentar í Rómaborg á morgun, að því er United Press hefir fregnað. Orðsendingarnar verða með svipuðu orðalagi, og í þeim sagt, að ekki sje hægt að taka mót- mæli Itala til greina, og því haldið fram að sameiginlegar refsiaðgreðir sjeu nauðsynlegar og í þágu friðarins. — (United Press. — FB.). Haflle Selassle lianplr flugvf el- ar i Englandl. Abyssiníukeisari hefir pantað í Englandi fjórar flugvjelar. Þær eiga þó ekki að vera sjer- staklega gerðar til hernaðar, en eru eins-hreyfils þriggja manna vjelar, sem eiga að geta flogið rúmlgea 1050 kílómetra án þess að bæta við sig benzíni, og geta ferðast með 272 kílómetra hraða á klukkustund. Þetta eru samskonar flug- vjelar og Miss Jean Batten not- aði í flugi sínu yfir Suður-Atl- antshaf, hjer á dögunum. Hinir viltu höfðingjar Danakilshjeraðsganga Itöluml^ald. Fregn frá Rómaborg hermir, að höfðingar Danakilhjeraðs hafi gengið ítölum á hönd, og þar með sje í gildi genginn samningur sem gerður var milli þeirra og ítala fyrir 30 árum, en aldrei kom til framkvæmda, og hlutu ítalir þá aðeins tiltölu- lega mjóa strandlengju, en það er suðurhluti Eritreu, og liggur að franska Somalilandi. Klukkuduflið á Akureýjarrifi við innsiglinguna til Reykjavíkur, hefir verið flutt til norðausturs og er nú á 12 metra dýpi. Leikhúsið. Aðsókn að sunnu- dagssýningu Leikf jelagsins á Skuggasveini, var svo mikil, að heita mátti að allir miðar seldust upp daginn áður. — Er það mesta aðsókn sem ennþá hefir verið á þessum leik. Næsta sýn- mg á Skugga-Sveini verður á föstudagskvöldið. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn á morgun í Kaupþings- salnum. Þar verða lagðir fram til úrskurðar reikníngar bæjar- sjóðs fyrir árið 1934, kosning í niðurjöfnunarnefnd, kosning tveggja manna í sáttanefnd og kosning 8 manna í áfengisvarna- nefncL Furðufregnir Alþýðu- blaðsins um fundabók Mjólkursamsolunnar sem Eyjólfur Jó- hannsson átti og sókti. Sr. Svelnbjðro Högnason alfaf sama filllð. Laugardaginn 16. þ ,m. er for- ustugrein í Alþýðublaðinu, þar sem uppistaðan er, að jeg sótti stjórnarfundagerðabók Mjólku r- samsölunnar, í þeim tilgangi áð leggja hana fyrir fund í Mjólkur- bandalagi Suðurlands. Fyrirsögn greinarinnar er á þessa leið: „Að- eins nýir glæpir og svik geta nú bjargað málstað íhaldsins og forð- að Mjólkurfjelaginu frá gjald- þroti. Eyjólfur Jóhannsson lædd- ist í gær eins og þjófur inn á einkaskrifstofu forstjóra Samsöl- unnar, fór þar í lokaðan skáp og hafði á burt með sjer fundar- gerðabók Samsölunnar". Yfirleitt er greinin samsett af álíka kjarn- yrðum. Mjer fanst greinin svo ómerki- leg — eins og jeg mun sýna fram á, að jeg ætlaði ekki að svara henni með öðru en málshöfðun, en vegna fyrirspurna knnningja minna um þessa „dularfullu" fundargerðabók, vil jeg með góð- vilja blaðsins svara þeim öllum í einu. Viðvíkjandi svívirðingum um mig og aðdróttunum um yfirvof- andi gjaldþrot M. R., sem Al- þýðublaðið skrifar um, má segja að „svo mæla börn sem vilja". Jeg ætla eklri að eltast, við það hjer, en hefi gert ráðstafanir til að það verði gert upp á rjettum stað. Hvaða bók var það sem jeg sótti? Bókin var fundargerðabók Mjólkursamsölunnar (oltkar Egils Thorarensen). Aðeins við tveir höfðum rjett á bók þessari, en jeg þó að sjálfsögðu meiri, þar sem jeg er formaður í Mjólkur- bandalagi Suðurlands og stjóm- Mjólkursamsölunnar, er kosinn af bandalaginu og ber að sjálfsögðu. ábyrgð gagnvart því. Hvorki framkvæmdastjóri Samsölunnar, Halldór Eiríksson, nje formaður mjólkursölunefndar, síra Svein- björn Högnason, hafa nokkum rjett á bókinni, sá fyrnefndi af því að hann var stjómandi sam- sölunnar undir stjórn okkar E. Th., bafði aðeins leyfi til að lesa bókina til að geta framkvæmt þær fyrirskipanir, sem fyrir hanxi voru lagðar með fundarsamþykt- um, og sá síðarnefndi af því að honum koma ekkert við störf stjórnar Mjólkursamsölunnar. Hvert sótti jeg bók^ ina? Bókina sótti jeg í skáp í vinnuherbergi (fundaherbergi) okkar E. Th., sem jafuframt er fundaherbergi mjólkursölunefnd-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.