Morgunblaðið - 14.12.1935, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.12.1935, Blaðsíða 7
14. áes. ÍMS. Litur fyrir bendi. xá ýlenduTÖravecsl. Jas Zlmsen. það besta fáanlega. Saltkjöt, svið og margt fleira Jóhannes Jóhannsson, Grundarstíg 2. — Sími 4131. Eden biður um að sáttatillögunum verði hafnað. Framhald af 2. síðu. legri baráttu með öðrum þjóð- um gegn ítölum, en ekki sjer- baráttu Breta einna án stuðn- ings Frakka. í»að sje þess vegna ekki Baldwjn sem hafi brugðist, heldur Laval. Ekkert sýnir betur klípu þá, sem Bretar eru komnir í vegna baktjaldamakks Lavals og Sir Samuels, en fregnir þær sem berast frá Genf um það, að Anthony Eden hafi lýst yfir því, í einkasamtali við fulltrúa þjóðanna á Þjóðabandalaginu, að ekkert myndi gléðja Breta meir, en það, að Þjóðabanda- 'lagsráðið hafnaði sáttatillögun- um. Annars vekur það mikla at- hygli að hvorki 18 manna- nefndin nje fimm manna nefnd- in treystust til að taka á sig þá ábyrgð að sam^ykkja eða bafna sáttatillögunum. Yarð því að kalla saman Þjóðabandalagsráðið og kemur það saman næstkomandi mið- viku'dag. Þar til Þjóðabanda- lagsráðið er búið að taka afstöðu til friðartil- laganna, verður engin á- kvörðun tekin um út- flutningsbannið á olíu. Halie Selassie beitir herbragði. Genf 13. des. Haile Selassie Abyssiníukeis- ari hefir símað Þjóðabandalag- inu, vegna tillaga þeirra Hoare og Lavals, og farið fram é. það, að þing Þjóðabandalags- ins verði kallað saman til þess að ræða friðartillögurnar. Segir keisari, að samkvæmt tillögunuqp eigi að skifta Ab- yssiníu milli ítala og Þjóða- bandalagsins, og spyr, hvort ráðstöfun þessi sje samkvæmt anda þjóðabandalags sáttmál- ans. (UP—FB). flanB iraft. , Hann ke’mur. Hann spilar og hann sjer húsfylli af hlustandi (ekki hóstandi) fólki. En skrifað stendur: „Tónleikarnir verða ekki endurteknir", því að hann ætlar á samri stundu — eða daginn, eft- ir — að forða sjer burtu úr bæn- um, svo að þetta geti ekki komið fyrir aftur í bráð. Undiritað S. G., sem e'kki hefir þó hundsvit á músik — aðeins þennan svokallaða „smekk“, þarf ekki að láta Pjetur eða Pál segja sjer það, að þetta var músik. Mætti jeg fá meira að heyra! Svo hugsuðu víst flestir sem eyru hafa að heyra og jafnvel líka hinir, er sækja konserta, af því það kvað vera. fínt (skrjáf í papp- ír og brak í stólum á konsertum, þykir aftur á móti alls ekki fínt). Nei. Honum er sama um þetta fína públíkum og eins hitt, sem ekkert heyrði. Hann spjarar sig og siglir norður fyrir land. Og lík- ast væri það honum Árna Kristj- ánssyni að láta ekkert til sín heyra fyr en um önnur jól. Það er hversdagslág upplyfting að gæða sjer á bolla af rótarkaffi og ,,refrain“-söng eða þokulúðra- jassi til bragðbætis. Þarna opnast okkur í fásinninu lieill músikheimur, sein árum sam- an var harðlokaður með einhverj- um IieinxskulQgmu slagbrandi, — Og nú er liengilásinn aftur kom- inn í kenginn. „Tónleikarnir verða ekki 'end- urteknií". Þú lætnr sjaldan Ijósið þitt skína, Árni minn. En líkle'ga veistu það ekki, hvað þjer er gef- ið (ög er það þó sjaldgæft um tónlistarmenn). Og þá eru þeir syndir þínar fyrirgefnar í bráð. 12. des. 1935. S. G. Fríkirkjusöfnu0urinn_ H Reykjavík tilkynnir: Að undangenginni umsókn, hefir háttvirt bæjarstjórn Reykjavíkur góðfúslega látið Fríkirkjusöfnuðinum í tje lóð- ina nr. 36 við Garðastræti, til fullrar eignar og umráða, með því skilyrði, að innan ákveðins tíma reisi söfnuðurinn þar hús handa þjónandi prestum sínum til íbúðar á hverjum tíma. Hús- ið verður því prestssetur og eign safnaðarins í framtíðinni. Fyrir þessa örlátu gjöf og góðan og eindreginn skilning á málinu, vill stjórnin hjer með fyrir safnaðarins hönd, votta bæjarstjórninni sínar alúðar- fylstu þakkir. Þar sem þessu máli er nú þannig komið, og fyrir sjerlega góðar undirtektir einstakra manna og fjelaga innan safn- aðarins, bæði um peningafram- lög og gefna vinnu, þá hefir stjórn Fríkirkjusafnaðarins á- kveðið að hefjast handa og láta nú þegar byrja á byggingu húss- ins. — Vill stjórnin láta þess getið hjer, þeim meðlimum safnaðar- ins til frekari upplýsingar, sem eru málinu ekki nægilega kunn- ugir, að leitast verður við að koma húsinu upp að mestu og MORGUNBLABII Bfflifill iim helst að öllu leyti með frjálsum samskotum, en als ekki með því að íþyngja söfnuðinum ipeð neinum ákveðnum gjöldum. Þeir, sem styrkja vilj'a þetta fyrirtæki, með peningum eða vinnu, í smærri eða stærri stíl, eru vinsamlega beðnir að snjáa sjer til: Frú Ingibjargar ísaksdóttur, Vesturvallagötu 6. Frú Lilju Kristjánsdóttur, Laugaveg 37. Frú Jóhönnu Egilsdóttur, Ingólfsstræti 10. Jóns Árnasonar, Hverfisgötll 104 A. Sigurðar Halldórssortar, Þing holtsstræti 7 og formann^ákfn aðarins. Safnaðarst jórnin. Dagbók. iei IfWíili ii~Wit|W WHWI 'íúi1 r " ' ■ ............ i Kærar þakkir fyrir anðsýnda vináttu á fimtugsafmæli mínu 12. þ. m. G. W. Sörensen, vjelstjóri,^ ^ e.s. „Brúarfoss“. VERÐ 1 KRÓNA Jafnir fyrir lögunum spennandi og bráðskemtileg Astarsaga eftir C. Spielmann er komln ét. — Aðalpersónurnar eru: Don Pédro konungur. — Don Sancho sveitabóndl, sem varð borgarstjóri i Sevilla og forseti 24 manna rððslns. — Adela dóttir hans, Ijómandi fögur, en skapmikil og hugrðkk. Júanitó, pilturinn hugprúði, sem þorði að kæra konunginn fyrir morð og bjargaði með pVrtm Öón Sánchó. En hann hlaut fika verðlaunin bestu að taunum. Það er heitt í þeim blóðlð, þeim spænsku! Bókin faest » afgreiðslu Morgunblaðsins. Dugleg sölubörn geta fengið að selja bókina. Notið tækifærið. Há sölulaun. Veðrið í gær: Við SV-strönd landsins er lægð, -sem er komin suðaustan áf hafi ög reldnr A-SA- átt og tálkverðri rigningu súnnan- lands. Á N- og A-landi er veður kyrt og þurt og víða bjart. Hiti er víðast 0—3 st. Lægðin hreýfist NA-eftir og kemst líklega austur fyrir land á morgun. Mun NA- og N-átt. ná sjer hjer á landi í nótt og á morgun. Veðurútlit í Rvílc í dag: Stinn- ingskaldi á N. Urkomulaust að mest-u. Messur á morgun: I Fríkirkjunni , kl. 5, síra Árni Sigurðsson. Barnaguðsþjónusta í fríkirkj- unni í Hafnarfirði kl. 4 (Jólin); Síra Jón Auðuns, í dómkirkjunni, kl. 11. cand theol. S. Á. Gíslason. Kl. 2 Barna- guðsþjónusta (cand. theol. S. Á. Gíslason). Kl. 5 síra Bjarni Jóns- son. Jólafjársöfnun Morgunblaðsins. Frá E. S. 10 kr., Á. 5 kr., Beisa litla’5 kr., systrum 5 kr., K. 20 kr., S. X. 5 kr„ R. 5 kr., J. F. E. 10 kr. Slökkviliðið var kvatt á Óðins- götu 24 í gærdag á sjöunda tím- anum. Hafði kviknað þar í flíkum seúi verið var að þurka á ofnröri. Búið var að slökkva þegar slökkvi liðið kom á vettvang. Vilhelm Finsen, yfirpóstritari;, bróðir hins fræga ljóslæknis Nielfe Finsen, andaðist í Kaupmanna- höfn í dag. Hann -var íslandsvin- ur mikill og hafði gefið út margar bækur um ísland. (FÚ). 70 ára er í dag ekkjan IngibjÖrg Sigurgeirsdóttir, Bjarnarstíg 10. Talsvert snjóaði á Heliisheiði í gær og ef sama veðurfar helst þar efra má búast við sæmilegu slcíða- færi um helgina. Skíðafje'lagið fer í skíðaför á morgun, ef veður leyfir, kl. 9 f. h. Áskriftai listi liggur frammi lijá L. H. Muller, kaupmanni í Austurstræti. Eimskip. Gullfoss kom til Vest- mannaeyja kl. 9 í moigun. Goða- foss er í Hamborg. Brúarfoss fer til útlanda um Iiádegi í dag. Dettifoss fór vestur og norðjir í gærkvöldi kl. 10. Lagarfoss er á leið til Kristiansand frá Leitli. Selfoss er í Reykjavík. .•(ijíl iö mÖT sœtar og safamiklar, stórar og smáar. Verð frá 12^stk. á 1 krónu. Vfnber, Epli^og Bananar ”hvergipefra en I Versluninni Loftskeyti frá Jólasveini Edinborgar. Kem á morgun börnin góð með eitthvað nýtt i pokahorninu. Kœr kveðja Jólasveinn Edinborgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.