Morgunblaðið - 03.01.1936, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.01.1936, Blaðsíða 3
Föstudaginn 3. janúar 1936. MORGUNBLAÐIÐ 3 HERMENN MUSSOLINI VARPA SPRENGJUM Á RAUÐAKROSSVAGN. Sænskur læknir særist. Ifalir varpa sprengjum á sjúkrahús. m Ohemju gremja i Stíþjóð. KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. pREGNIR frá Addis . Abeba herma, að ítalskar flugvjelar hafi varpað sprengjum á sænskan Rauðakross- sjúkravagn. Tveir Svíar særðust, 30 abyssinskir sjúkling- ar voru drepnir og fim- tíu abyssinskir sjúkra- verðir særðust. Meðal hinna særðu er sænski læknirinn, dr. Hylander. Árásin var gerð 25 mílum norðan við Dolo í Suður-Abyssiníu. Atburður þessi hefir vakið feikna reiði um allan heim, en einkum í Svíþjóð. Skeyti til United Press herm- ir að sjúkravagninn hafi verið all-langt frá herlínunni og stað- ið einn, þegar árásin var gerð, og Rauðakross merkið hafi ver- ið vel sýnilegt. Italir flugu lágt og á eftir sprengjuregninu hófu þeir harða vjelbyssuskothríð. Lyfjabirgðir og umbúðir eyðilögðust algerlega. Ennfrem- ur öll matvæli og sjúkratjoldin. Svíar reiOir. Sænsk blöð eru mjög harðorð í garð ítala í dag. Segja þau að með árásinni hafi ítalir rofið hlutleysi Rauða- krossins. Árásin sje óafmáanlegur blettur úr herfrægð ítala og baráttuherferð Mussolinis verði að teljast villimannsleg. Lögregluvörður hefir verið hafður um bústað ítalska sendiherrans í Stokkhólmi í dag. Sumar fregnir herma að sendiherrann sje flúinn frá Stokkhólmi. Ilalir felja árásina rjeflmæla. Skeyti frá Róm herma, að opinber tilkynning hafi verið gefin út um árásina á sænska Rauðakross vagninn. Segir í tilkynningunni að árásin hafi verið algerlega rjettmæt. Hún hafi verið gerð í hefndarskyni, þar Framhald & 6. BÍðu. Þegar ítalir gerðu loftárás á Dessie nýlega, vörpuðu þeir sprengjum á amerískt Rauðakross sjúkrahús 1 borginni. Myndin er tekin af sjúkrahúsinu í björtu báli. Enn logar ókyrðin í Egyptalandi. London, 2. jan. FÚ. í* 1WTIKILL fjöldi stúd- enta safnaðist sam- an á götum í Kairo í dag, og lenti flokki stúd- entanna í bardaga við lögregluna. Einn stúdent særðist alvarleg-a, og 6 lögreglu- menn eitthvað minna. I fleiri borgum hafa einn- ig orðið óeirðir í dag milli stúdenta og lög- ^reglunnar. Forstjórlim háskóla hefir ver- ið fyrirskipað að víkja úr skóla öllum stúdentum, sem tekið hafa þátt í uppþotum stúdenta, og ékki viljað rækja nam sitt. Ennfremur, að þeim skuli ekki leyft að ganga undir próf, er ekki vilja rækja nám í skólun- um eftir settum reglum. RoosveU gef ur fordæmið *! Útflutningsbann á olíu til óíriðarþjóDa verður samþykt í dag. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. jDRUMVARP til laga verður lagt fyrir þing * Bandaríkjamanna í dag, sem heimilar Roose- velt að banna olíuútflutning til ófriðarþjóða. Alment er búist við að frumvarpið verði sam- þykt. i Færeyingar efla fiskimarkaði sina. UÆREYINGAR ætla I- að senda Johannes- sen fulltrúa til Spánar og Englands, til þess að greiða fyrir sölu á fær- eyskum fiski. Johannessen hefir feng ið þúsund króna styrk úr sjóði Lauritz Andersen. Johannessen hefir látið þá skoðun í ljósi að saltfiskur Fær- eyinga sje besti fiskur í heimi, miklu betri en fiskur Islendinga og Norðmanna. Páll. Olæði og ólæti ^ . rfltrríiuH á gamlárskvöld. Hópar unglÍDga mcð íkieikjuæði. Múgur manns grýtir lögreglustöðina. Ef frumvarpið verður sam- þykt hefir það stórmikla þýð- ingu. ftalir hafa undanfarið keypt mikið af olíu frá Bandaríkjunum. Verði hins vegar olíubannið samþykt | í Bandaríkjunum, er talið að hjá því geti ekki farið, i að Þjóðabandalagið banni olíuútflutning til Ítalíu, þegar það kemur saman þann 20. þessa mánaðar. j Páll. London, 1. janúar. Atvinnuleysingjum á Bret- landi fækkaði um 60.000 í des- ember og voru atvinnuleysingj- ar 1.865.565 talsins í lok ársins. (United Press. — FB.). | i Oslo, 31. desember. Tala atvinnuleysingja í Nor- egi var í árslok 1935 14.000, eða 1000 fleira en í árslok 1934. (NRP. — FB.). Óvenju mikið var um ölvun á almannafæri og allskonar ó- læti á götunum hjer í bænum á gamlárskvöld. Rjett eftir klukkan 8 um kvöldið byrjuðu menn að safn- ast saman í hópa á aðalgötun- um og bar þar langmest á ung- lingum á aldrinum 12—16 ára. Þó tóku margir fullorðnir þátt í ólátunum. Víða í bænum reyndu ung- lingar að kveikja bál og höfðu safnað saman kassarusli sem uppkveikju. Stærstu kestirnir voru á Austurvelli, hjá Fríkirkj unni og Mentaskólanum. Hvergi tókst mönnum þó að kveikja bál og kom lögreglan í veg fyrir að svo yrði. Lögregluþjónn bjargar dreng frá bruna. Á Austurvelli hafði, eins og fyr er sagt, verið reynt að kveikja bál, og í því skyni var búið að safna saman kössum og öðrum eldiviði. Einnig var reynt að kveikja 1 jólatrje því sem Hjálpræðisherinn hafði á vell- inum í sambandi við jólafjár- söfnun sína. Unglingspiltur var þarna með bensín og hafði eitthvað af því helst í föt hans. Kviknaði eldur í fötum hans. En fyrir snarræði eins lög- regluþjóns, sem þarna var nær- staddur, tókst að bjárga piltin- um frá eldsvoða. Bjargaði lögregluþjönninn dengnum á þann hátt, að hann kastaði honum niður á svellið og kæfði eldinn með því að leggjast ofan á piltinn. Árás á lögreglustöðina. Þegar þessir atburðir skeðu á Austurvelli var klukkan rúm- lega 10 um kvöldið. Fjöldi manns hafði safnast saman á götunum í kring með allskonar ópum og ólátum. Lögreglan tók jólatrjeð sem var á Austurvelli og fór með það á varðstofuna. Múgurinn elti lögregluna og safnaðist saman í hóp fyrir framan stöð- ina. Nokkrir unglingar sóttu steina niður í fjöru og ljetu rigna steinkasti á lögreglustöð- ina. Brotnuðu 6 rúður í húsinu. t Kom nú lögreglan á vettvang og ruddi Pósthússtrætið. Var I síðan settur lögregluvörður á gatnamótum Austurstrætis og Framh. á 6. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.