Morgunblaðið - 03.01.1936, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudaginn 3. janúar 1936.
T 8
J&uifis&ajtuv
Sel gull. Kaupi gull. Sigur-
þór Jónsson, Hafnarstræti 4.
Flautukatlar fást í Breið- j
fjörðsbúð á Laufásvegi 4.
Ullar prjónatuskur allskonar j
og gamall kopar keypt, Vestur-1
götu 22. Sími 3565.
Islenskir körfustólar endast
best. Höfum einnig smáborð
frá 13,00. Körfugerðin.
Annast kaup og sölu verð-
brjefa, veðdeildarbrjefa,
kreppulánasjóðsbrjefa, skulda-
brjefa og fleira. Sími 4825.
Kaupi ísl. frímerki, hæsta
verði. Gísli Sigurbjörnsson,
Lækjartorgi 1 (opið 1—4 síðd.)
Fasteignasalan, Austurstræti
17, annast kaup og sölu fast-
eigna. Viðtalstími 11—12 og 5
—7. Símar 4825 og 4677 heima
Jósef M. Thorlacius.
Veggmyndir og rammar í
fjölbreyttu úrvali á Freyju-
götu 11.
RúgbrauS, franskbrauð og
normalbrauð á 40 aura hvert.
Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð
30 aura. Brauðgerð Kaupfjel.
Reykjavíkur. Sími 4562.
Kjötfars og fiskfars, heima-
tilbúið, fæst daglega á Frí-
kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent
heim.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29,
Úr dagbókarbloðum
Reykvfkings.
Umræðuefni manna þessa
daga er fyrst og fremst brun-
inn hinn mikli í Keflavík. Má
nærri geta að fólk það sem lenti
í þeim lífháska og sjónarvottar
hafa ekki svipað því ennþá jafn
að sig eftir það áfall, þó eigi
hafi orðið fyrir meiðslum eða
sárum söknuði.
*
Svo ægilegt og sviplegt var
slys þetta, að sumt fólk misti
nærri að segja ráð og rænu um
stund, er þarna var.
Til dæmis er sagt frá því, að
kona ein, sem brendist allmik-
ið, gekk frá brunastaðnum,
gegnum þorpið áleiðis út í Garð,
án þess að vita nokkuð hvert
hún var að fara, eða þekkja
nokkurn er hún mætti, uns hún
var leidd inn í hús til aðhlynn-
ingar.
*
Kona ein sem á heim skamt
frá brunastaðnum hafði setið
heima hjá sjer er eldurinn
blossaði upp og hafði dregið
skó af fótum sjer.
Hún þaut út til að hjálpa
hinu nauðstadda fólki. Hún
varð ekki vör við það, fyrri en
komið var langt fram á nótt að
hún var skólaus — og gekk þá
á berum iljum.
*
Telpa ein 13 ára kom heim
til sín af skemtuninni og sagði
Borgarfjarðar-
hangikjöt, cr best.
Kjötbúðin Heröubreið.
Hafnarstræti 18. Sími 1575.
ivið móður sína að hún kærði
sig ekki um að vera þar lengur.
Móðir hennar taldi hana á að
fara þangað aftur. Fór hún þá
j af stað til samkomuhússins. En
! er hún var komin spölkorn á-
leiðis gaus upp eldhafið.
*
Kona ein, sem var á samkom-
unni sagði frá, að hún hefði
verið borin út úr eldinum, tekin
upp af gólfinu. En ekkert vissi
hún hver bjargaði henni.
*
I
Þegar verið var að grafa lík-
in upp úr rústunum á gamlárs-
dag varð manni einum sem þar
vann svo mikið um það sem
hann sá, að hann fekk krampa
og var borinn burtu.
*
Bíll sá sem flytja átti lækn-
ana njeðan til Keflavíkur um
kvöldið bilaði áður en komið
var út úr bænum. Var mjög
skjótlega náð í annan bíl og
óku þeir á klukkustund suður
eftir.
*
Eftir að eystri útgöngudyrn-
ar lokuðust út úr samkomusaln-
um braut kona ein „fyllinga"
á neðri hluta hurðarinnar og
komst þar út með tvö börn sín.
'llinruX'
Húllsaumur
Lokastíg 5.
Vinn^i. Stúlka óskar eftir
kenslu eða skrifstofustörfum.
Óskar einnig eftir herbergi.
Uppl. Hverfisgötu 30, niðri.
Tek að mjer vjelritun. Friede
Pálsdóttir, Tjarnargötu 24. Sími
2250. !
. :
Úrviðgerðir, fljótt afgreidd-
ar, Hafnarstræti 4, Sigurþór. I
Bálfarafjelag Islands.
Innritun nýrra fjelaga í Bókaverslun
Snœbjarnar Jónssonar. Argjald kr. 3.00»
Æfitillag kr. 25.00. — Gerist fjelagar-
Munið Permanent í Venus*
1 Austurstræti 5. Ábyrgð tekin á,
öllu hári.
2303 er símanúmerið í Búr-
inu, Laugaveg 26.
l
Fjölritun
urstræti 17.
vjelritun. Aust-
Sími 4825.
Úraviðgerðir afgreiddar fljótt
og vel af úrvals fagmönnum
hjá Árna B. Björnssyni, Lækj-
artorgi.
Sokkaviðgerðin, Tjarnargötu
10, 2. hæð, gerir við lykkjuföll
í kvensokkum, fljótt, vel og
ódýrt. Sími 3699.
Otto B. Arnar löggiltur út-
varpsvirki, Hafnarsíræti 11. —
Sími 2799. Uppsetning og við-
gerðir á útvarpstækjum og loft-
netum.
í Neðri hæð í villu, til leigus
frá 14. maí eða fyr, 3 stórar,.
sólríkar stofur og stúlkuher-
bergi. Öll nútíma þægindi og;
aðgangur að garði. Upplýsing-
ar í síma 3629.
Slysavarnafjelagið, skrifstofa
Hafnarhúsinu við Geirsgötu.
Seld minningarkort, tekið móti
gjöfum, áheitum,
m. m.
Málara- og teikninámskeið
byrja jeg undirritaður næstu
daga. Áhersla verður lögð á að-
skýra frumatriði allrar mynd-
listar, ásamt listastefnum. Krist-
inn Pjetursson, Vatnsstíg 3-
Heima kl. 5—7.
Kenni smábörnum á aldrin-^
um 4—6 ára. Get bætt við mig
þremur bömum. Guðrún Egils-
son, Laufásveg 50.
Kenni akstur og meðferð bif-
reiða, bæði undir hið minna osr
árstillögum ‘ meira próf. Sími 3805. Zophon-
ías Baldvinsson.
E. Phillips Oppenheim:
Fimm menn um miljón.
FYRSTI KAPÍTULI.
Tveir menn sátu andspænis hvor öðrum við lítið
borð úti í horni í hinni óvistlegu og sóðalegu veit-
ingastofu. Þeir voru einu gestirnir þar inni. Ned
Swayles, sem var yngri, rjetti langa og granna
höndina yfir borðið og leit á úrið sitt, sem hann
hafði losað af úlnlið sínum og lagt á borðið.
„Tuttugu mínútur yfir níu“, tautaði hann. —
„Hann hefir áreiðanlega tafist“.
Fjelagi hans, sem var sýnilega jafn órólegur og
hann sjálfur, var lotinn í herðum, illa til fara og
reiklulegur. Hann nöldraði eitthvað til samþykkis
og hamraði í sífellu á borðið með fingrunum. Þessi
kompa, sem þeir sátu í, var lítið annað en búð,
með lítilli skonsu fyrir innan, sem kölluð var veit-
ingastofa. Engin matsala var þar á daginn, og lítil
á kvöldin.
Á veitingaborðinu stóðu nokkur skörðótt föt og
diskar, með matarleifum, sem skýlt var með
flugnaneti. Að þessu undanskildu var ekkert æti-
legt að sjá. En gömul matarlykt angaði í veitinga-
stofunni og gerði síst vistlegra þar inni.
Eini þjónn stofnunarinnar — grunsamlegur ná-
ungi, hálfgerður ítali og hálfgerður Lundúnabúi,
klæddur kjólfötum, öllum blettóttum, eftir margra
ára dygga þjónustu — stóð úti í dyrum og gerði
sjer von um að geta dregið að sjer, þó ekki væri
nema örlítið, svalandi og hreint loft. En nætur-
svalinn var svo miskunnarlaus að bæra ekki á sjer,
og hitann, eftir sólheitan sumardaginn, virtist enn
leggja upp úr malbikaðri götunni og fylla hið
mollulega loft í veitingastofunni bensíndaun.
Swayles fekk sjer whisky úr flösku, sem stóð
á milli þeirra á borðinu, með svo óstyrkri hendi,
að helmingurinn heltist niður á dúkinn.
Y „Það skal jeg láta yður vita“, sagði hann skræk-
róma, „að hefði jeg vitað hvernig þetta tiltæki
endaði, hefði jeg aldrei látið tilleiðast að taka þátt
í því. Hefðum við verið í New York eða Chicago,
hefði verið öðru máli að gegna. Þar vita þefar-
arnir að jeg hefi ekki snert skotvopn í ellefu ár.
Jeg hefi ekki viljað snerta við neinu „verki“, þar
sem maður ekki hefir átt að hverfa, ef eitthvað
bobb kæmi í bátinn.“
Fjelagi hans strauk kaldan svitann af enni sjer
með óhreinum vasaklút. „Haldið þjer kannske, að
jeg hefði látið mig í þetta, ef jeg hefði vitað
hvernig færi?“, sagði hann önugur. „Jeg er búinn
að þekkja Thomas Ryde í fjórtán ár — hann er
harðger og sniðugur, en hann er rólegasti og mein-
lausasti náungi, sem jeg hefi unnið fyrir. Hann
hefir altaf verið eins og vjel — aldrei hefir hann
komið of seint á fund, aldrei drukkið einum dropa
of mikið. Hann fer ofboðs rólega sínu fram, og
safnar peningum, eins og það sje það eina, sem
hugsandi sje um í þessum heimi. Mjer finst hreint
og beint hlægilegt að hugsa til þess, að hann
kunni svo mikið, sem halda á byssu. — Jeg hefi
aldrei sjeð hann gera nokkrum manni mein“.
Ned Swayles hallaði sjer fram á borðið. „Þegar
jeg tók þetta að mjer“, sagði hann hásum rómi,
„spurði jeg fyrst og fremst að því, hvort maður
ætti ef til kæmi, að forða sjer á brott eða skjóta.
Og það get jeg svarið yður, Huneybell, að jeg hefi
aldrei á æfi minni fengist við að skjóta menn
niður. Sje jeg óheppinn, er jeg við því búinn. Nái
þeir í mig, verður að hafa það. Þegar við alt í
einu heyrðum fótatak í ganginum, sáum dyrnar
opnast og ljósið tendrað, — og gamla manninn
standa þarna og stara á okkur, var jeg í einu vet-
fangi kominn út að glugganum, viðbúinn, til þess
að hverfa á svipstundu. Ryde stóð rjett fyrir aftan
mig. Hann hreyfði sig ekki. Mælti ekki orð. Alt í
einu sje jeg, að hann hefur hendina á loft, sje
blossann — og gamli maðurinn hnígur niður!“
Hrollur fór um Huneybell.
„Hví í skrattanum kemur maðurinn ekki?“,
stundi hann. „Rjettið mjer flöskuna!"
Hann helti í glasið, fylti það með vatni og
þambaði úr því í einum. teig. Stærðar maðkafluga
sveif suðandi um stofuna. Þjónninn gafst upp á þv£
að fá sjer hreint loft í lungun og labbaði letilegæ
inn í veitingastofuna.
„Á jeg að koma með kóteletturnar, herra.
minn?“, spurði hann. „Þriðji gesturinn kemur ef
til vill ekki, og kóteletturnar verða altof mikið'
steiktar“, bætti hann við í viðvörunarrómi.
„Blessaður, komið þjer þá með þær strax“, skip-
aði Ameríkumaðurinn. „Við skulum fara að borða.
Eitthvað verðum við að gera. Þjónn, hafið þjer
nokkuð vín hjerna á þessum auraa stað?“
Þjónninn kom með skrá yfir vínin. Swayles leit
á hana með viðbjóði og benti síðan með snyrtileg-
um vísifingri á eina eyðilega línu, sem stóð í
skránni með yfirskriftinni: „Kampavín“.
„Hvaða tegund er þetta?“, spurði hann.
„Það er kampavín“, var hið hughreystandi svar..
„Jeg man ekki, hvaða tegund“.
„Komið með eina flösku, og farið burtu með
þetta andstyggilega whisky“.
Þegar þjónninn var farinn, hjelt hann áfram:
„Sá gamli hefir kannske hlaupið á burt. Jeg er
ekki viss um, að hann hafi upphaflega ætlað sjer
að drepa þessa tvo menn. En ef hann er nú horf-
inn, og þeir ná í okkur, geta þeir ekki vitað hver
skaut. Hinsvegar geri jeg ráð fyrir, að hjer gildl
sömu lög og hjá okkur, að ef um flokk óaldar-
manna er að ræða, og einn þeirra er tekinn fastur,,
verði allir að bera ábyrgðina“.
Huneybell fekk sjer drjúgan sopa af whiskyr
og hallaði sjer aftur á bak í stólnum. Áfengið var
farið að hrífa, og hann bar sig nú mannalegar. —
„Þjer eruð taugaóstyrkur Chicagoræningi",
sagði hann hæðnislega. „Mjer er ástandið jafn
hvimleitt og yður, en jeg hefi ekki áhyggjur út af
Thomas Ryde. Hann er stefnufastur maður. Það,
sem hann segir, stendur heima, eins og stafur á
bók, hafið það í huga. Og það get jeg fullvissað
yður um, að alt var fyrir fram ákveðið, og gekk
eins og í sögu, að undanskildum þessum skotum.
Fyrst tíu mílur í einum vagni, átta mílur í öðrum,.
sitt í hvoru lagi í austur-, vestur-, suður og norð-
urátt. Breytt um númer á vögnunum í hvert skiftí