Morgunblaðið - 04.01.1936, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.01.1936, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 4. jan. 1936. m »". mn—WTWgBggS- - Nýársboðskapu f o rsæti s ráð h e r ra. Það hefir skapast sú venja hje'r á landi hin síðari ár, að forsætis- rá&herra landsins ávarjiar þjóðina í útvarpinu á nýársdag. Þetta er vel við eigandi, þótt stimdum hafi lítið verið að græða á þessum ný- árshoðskap ráðherra. Þeir, sem hlustuðu á nýársboð- skap Hermanns Jónassonar að þessu sinni, fanst lítið til hans koma, enda munu þeir ekki ýkja margir, sem mikils hafa vænst þaðan. Nú hefir forsæfisráðherrann birt boðskapinn í dagblaðssnepli sín- um og þaðan mun hann eiga að fara yfir í dálka Tímans og send- ast þannig út til þjóðarinnar. Morgunblaðið mundi ekki hafa farið að gera þenna nýársboðskap að umtalsefni, ef ekki væru þar markaðar talsvert ákveðnar stefnur í veigamiklum málum. Að vísir segist ráðherrann tala alger- lega á eigin ábyrgð, en hvorki á ábyrgð meðráðherra sinna nje stuðningsflokka. En þar sem hjer á í hlut forsætisráðherra landsins, verður að ætla að hann hafi hug á að ébma þeim málurp í fram- kvæmd, sem hann talar um í ný- ársboðskapnum. Þess vegna þyk- ir rjett að athuga nokkur atriði í boðskap hans. Grundvöllur frels- isins. Forsætisráðherrann segir: „Grundvöllur hins sanna frels- is, eins og lýðræðisþjóðirnar neita þess, er málfrelsi og ritfrelsi, almennúr kosningarrjettur, þing- stjórn------- og ríkisvald“. Þe'tta er liverju orði sannara. En þar sem forsætisráðherra kemst að þessari niðurstöðu mætti ætla, að hann legði fyrst og fremst á- herslu á,. að varðveita þenna grund völl frelsisins. En það er öðru nær. Allar hugleiðingar forsætisráð- herra í sambandi við þetta miða að því, að takmarka þetta frelsi. Forsætisráðherann vill tak- marka ritfrelsið og hann vill tak- marka málfrelsið á Alþingi! Þetta hvorttveggja telur ráðherrann nú mest aðkallandi í okkar þjóð- fjelagi til þess að styrkja lýð- ræðið !! Misnotkun prent- frelsis. 1 stjórnarskrá allra lýðfrjálsra landa eru ákvæði um verndun rit- og prentfrelsis, enda er þetta einn af hyrningarsteinum lýðræðisins. í okkar stjórnarskrá (67. gr.) er þessi vernd svohljóðandi: „Hver maður á rjett á að láta í ljósi hugsanir sínar á prenti; þó verður hann að ábyrjast þær fyrir dómi. Sitskoðun og aðrar tálm- anir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða“. Forsætisráðhe'rrann segir það nú ekki berum orðum í nýársboð- skap sínum, að liann vilji afnema þetta ákvæði stjórnarskrárinnar og lögleiða ritskoðun, að hætti einræðisherranna. Hitt er eftirtektarvert, að for- sætisráðherran sjer ekki misnotk- un preUtfrelsisins annarsstaðar en þar, sem „trúnaðarmenn" þjóð- arinnar eru ranglega bornir æru- leysissökum. Hann virðist ekkert hafa við liitt að athuga, þótt stjómarblöðin sjálf beri lygar og óhróður á andstæðinga stjórnar- innar. Það er tvímælalaust rjett, að meiðyrðalöggjöfinni er hjer í ýmsu ábótavant. En lagfæring hennar fæst ekki með því, að gerð- ur sje þar greinarmunur á rjetti stjórnarflokka og andstæðinga, „trúnaðarmanna" og ekki trún- aðarmanna. Þar eiga allir að vera .jafn rjettháir. Forsætisráðherra talar mikið um, að „öfga- og óaldarflokkar“ sverti og svívirði „trúnaðarmenn“ þjóðarinnar, beri þeim á, brýn „mútur, eiðrof, föðurlandssvik, alve'g út í bláinn“ og það sje hart, að þessir menn sleppi við rjett- mæta refsingu. Morgunblaðið getur tekið undir þetta. En það eru ekki „öfga“- flokkarnir svonefndu einir, sem hjer liafa ve'rið að verki í okkar þjoðfjelagi. Þeir hafa að vísu ver- ið þar að verki, sbr. skrif þeirra um norsku og þýsku viðskifta- samningana. En hvernig er það með skrif formanns Framsóknar- flokksins í sambandi við Spánar- samninginn ? Forsætisráðherra segir: „Það er ekki óalgengt í lýðræð- islöndum, að siðlausir öfgamenn fái að sitja í fangelsi nokkra mánuði fyrir að Ijúga vísvitandi upp á trúnaðarmenn þjóðarinnar, að þeir sjeu föðurlandssvikarar og mútuþegar". Ef þessi orð stæðu ekki í dag- blaði 1 imamanna, myndu þeir sem þau læsu telja, að þeim væri beint til Jónasar Jónssonar. Svo nákvæm og rjett er lýsingin á at- liæfi Jónasar. Og ]>að skyldi ekki vera, að ráðherrann eigi hjer við Jónas? kkki skal við þvi amast- hjer, ])ótt, Hermann Jónasson fái því til leiðar komið, að það verði í lög tekið hjer á landi, að þeim monnum skuli varpað í fangelsi sem haga sjer í skrifum um opin- ber mál, eins og forsprakkar kom- múnista og Jónas frá Hriflu hafa gert að undanfömu. „Málþófið“ á Al- bingi. Það er nú svo komið í okkar landi, að stjórnarandstæðingar á Alþingi eiga aðeins einn rjett nú nokkurnveginn , óskertan og það er málfrelsið. Núverandi st.jórnarflokkar liafa tekið upp þann sið a Alþingi, að hafa málstað , stjórnarandstæð- inga að engu. í nefndum eru þeirra rök ekki heyrð, og á þing- fundum eru þeir ekki virtir svars. Þetta flokkseinræði þekkist hvergi í lýðfrjálsu landi og það hefir ekki þekst hjer fyr en nú, eftir að núverandi stjórnarflokk- ar settust við stýrið. Þeir, sem fylgst hafa með störf- um á þingum nágrannaþjóða vorra, í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, hafa vafalaust veitt því eftirtekt, að stjórnarflokkarnir reyna í lengstu lög að hafa sam- vinnu við andstæðingana um lausn vandamálanna. Hje’r hefir þetta einnig tíðkast — með fáeinum .undantekningum að vísu — þangað til núverandi stjórnar- flokkar komu til valda. Þeir hafa beinlínis lýst yfir því, bæði utan þings og innan, að þeir vildu enga samleið hafa með stjórnarand- stæðingum. Og eftir þeirri lífs- reglu hafa stjórnarflokkarnir starfað dyggilega. Þar sem svona er ástatt, hafa stjórnarandstæðingar aðeins eina leið að fara, til þess að gera þjóð- inni kunna sína stefnu í málunum og hún er: Að gera skoðun sína heyrum kunna á Alþingi. Nú vilja stjórnarflokkarnir taka þe'nna eina rjett af stjórnar- andstæðingum. Þeir vilja tak- marka mjög málfrelsi á Alþingi. Og forsætisráðherrann telur þetta hina mestu nauðsyn í nýársboð- skap sínum — it.il þess að vernda lýðræðið!! Þessi rjettur stjórnarandstæð- inga, að láta i ljósi skoðanir sín- ar á Alþingi, heitir „málþóf“ á máli ríkisstjórnarinnar. Með þessu e'r verið að reyna að koma því inn hjá þjóðinni, að stjórnarand- stæðingar sjeu að tefja þingstörf- in með óþarfa málþófi. Með þessu á að rjettlæta hið langa og dýra þing, sem nú h.efir nýlega lokið störfum. Sannleikurinn er þó sá — og það er liægt að sanna úr gerða- bókum þingsins — að umræður bafa sjaldan verið eins litlar á Al- þÍHgi og á, þessu síðasta þingi. Á fyrri hluta þingsins og langt fram eftir þessu vorú alls engar umræður dag eftir dag og viku eftir vikm Fundir stóðu yfir að- eins örfáar mínútur. Hilt er rjett, að þegar dró að þinglokum fóru umræður að leng.j- ast. En það er stjórnin, en e'kki stjórnarandstæðingar, sem á sök á því. Stjórnin dengdi inn í þingið hverju stórmálinu af öðrn, málum, sem hún hafði „afgreitt“ á leynifundum með stuðnings- flokkunum, en stjórnarandsæð- ingar fengu ekki,að koma nærri og vissu ekke'rt um, fyr en málin komu inn í þingið. Auðvitað var það ekki aðeins rjettur stjórnarandstæðinga, held- ur bein skylda þeirra, að gera þjóðinni kunnar sínar skoðanir á þessum stórmálum. Þenna rjett stjórnarandstæð- inga vill ríkisstjórnin nú afnema, með þingskaparbreytingu. Með þessu stefnir stjórnin að full- komnu einræði. Almennur kosningarrjettur. — Ríkisvald. — Almennur kosningarrjettur og ríkisvald voru meðal þess, sem forsætisráðherrann taldi grund- völl hins sanna frelsis í lýðræðis- landi. En forsætisráðherrann minnist ekki frekar á þetta í nýársboð- skapnum og er það máske skilj- anlegt. Hinn „almenni kosningarrjett- ur“ er þannig í voru landi, að nú- verandi ríkisstjórn fer með völd- in í landinu, enda þótt hún hafi aðeins stuðning minni hluta þjóð- arinnar að baki sjer. Er þetta lýð- ræði 1 Þjóðin hafði fyrir fáum árum ltomið sjer upp litlum vísi að rík- isvaldi. En hve'rnig fór núver- anrli forsætisráðherra með þetta vald? Hann afnumdi það! Ekki að furða þótt hahn gaspri um rík- isvald til verndar landslýðnum gegn ofbeldi og lögleysum ein- stakra manna! Yinnulöggjöf. Það gleður að sjálfsögðu Sjálf- stæðismenn, að forsæfisráðherr- ann skuli nú vera kominn á þá skoðun, að hjer vanti vinnulög- gjöf — vinnulöggjöf, sem segi til um það, hvenær verkfall og verkbann sjeu heimil. Sjálfstæðismenn hafa árum saman bent á nauðsyn slíkrar löggjafar, en þar liafa samherjar múverandi forsætisráðherra, sósí- alistar staðið sem múrveggur á móti. Yæri óskandi að forsætisráð- herra hefði nú tekist, að fá sam- herjana í liði sósíalista til þess að hverfa frá villu síns vegar í þessu máli. En þar sem forsætisráðhe'rr- ann talaði í nýársboðskap sínum algerlega á eigin ábyrgð ,verður ekkert sagt um vilja sósíalista í þessu efni. lórnir. Að síðustu minnist forsætisráð- herrann á fórnir þær, sem hann og hans stjórn hefir krafið þjóð- ina, í sköttum og álögum síðustu tvö þing. Meún kvarta undan þessum fórnum, segir ráðherranm og hann játar, að þær sjeu miklar. Fórnirnar eru líka miklar —- 4—5 miljónir á 114 ári! En þó að þessar fórnir sjeu miklar, myndi þjóðin ekki kvarta, e f hún sæi fram á, að vel væri varið því fje, sem hún er krafin um. En þegar þessar fórnir fara í framhaldandi sukk og óhófs- eyöslu — þá finnur þjóðin ástæðu til að kvarta. i Og þjóðin mótmælir einróma slíkri meðferð á hennar fje. Hún telur það ekki vera fórnir til bjargar og viðreisnar, sem nú- verandi stjórn krefur hana um, heldur blóðpeningar, sem gráðug ofríkis- 0g einræðisstjórn heimt- ar, til þess enn um stund að geta hangið við völd. Dánarfregn. Aðfaranótt nýárs- dags, ljest á heimili sínu, Stein- holti í Seyðisfirði, frú ÁstríðuP Ingimundardóttir. Hún var dóttir hinna velmetnu hjóna, Ingimund- ar Eiríkssonar og Helgu Kós- mundsdóttur, Lyngi á Sörlástöð- um við Seyðisfjörð, sein nú eru bíi'ði látin. Ástríður sál. var gift Sigfúsi Pjeturssyni trjesmíðameist- ara á Seyðisfirði og eignuðust þau t-vær dætur, Kristínu og Kagn- lieiði. — Ástríður var mikilhæf og vel metin kona. „í annað sinn.“ „í annað sinn“ er áreiðanlega með skemtilegustu leikritum, sem lijer hafa koinið á leiksvið hin síðari ár. En auk þess er leikurinn svo s.jerkennilegur og gefur tilefni til svo margvíslegra hugleiðinga, að menn eiga margfalt erindi í leikhúsið. Hjer er myjid af Brynjólfi Jóhannessyni og frk. Arndísi Björns- dóttur í leiknum. Ollum kemur saman um, að leikendum hafi tekist vel í þess- um leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.