Morgunblaðið - 04.01.1936, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.01.1936, Blaðsíða 3
3 Laugardaginn 4. jan. 1936. MORGUNBLAÐIÐ OveSur og ísing veldur miklum símabilunum á Norð-Austuriandi. Þing Bandarfkjanna ræðir útflutn- ingsbann til ófriðarþjóða. Við^erð lorveld sakir fllwlðra. Á Norð-Austurlandi hefir geysað óveður undanfarna daga og hefir ísing og storm- ar víða' eyðilagt símalínur. Morgunblaðið hefir fengið upplýsingar hjá póst- og símamálastjóra, Guðmundi Hlíðdal og fer hjer á eftir frásögn af því, hvar helstu bilanir hafa orðið, tekið eft- ir skeytum sem honum liafa borist utan af landi. Á Hofshálsi, milli Hofs og Hauksstaða í Vopnafjarðarhjer- aði hafa símalínur fallið niður af 100 staurum. Línumenn voru send- ir frá Vopnafirði og Hauksstöð- um til þess að gera við skemd- irnar. Á austurh'luta Fjárðarheiðar fellu allar símalínur níður á eins kílómetra langri leið. ísing var mjög mikil þar um slóðir. Á Króárdaisskarði, Seyðisfjarð- armegin, fellu niður línur af 6 staurum. Viðgerð er þar lokið. Seúmiegt þykir að víðar um norðanverða Austfirði hafi línur fallið niður. Viðgerðir eru torveldar sakir illviðra og ófærðar. í Króardal fell snjóflóð og braut 4 staura. Aitstan Sæluhúss á Fjarðar- heiði fellu þræðir af 40 staurum alls. Milli Fjarðar og Brekku hafa nokkrir staurar farið í snjóflóði. Ki. 1 e. h. í gær var samband komið á frá Seyðisfirði til Norð- fjarðar um Eskifjörð. Samhand er nú einnig milli Seyðisfjarðar, Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Póst- og símamálastjóra barst í gær fregn frá Seyðisfirði þess efnis: að milli Hámundarstaða og Bakkafjarðar hafi símaþræðir fall- ið af 105 staurum og 12 staurar brotnað í óveðrunum er gengið hafa um Norðausturland undan- farið. Á BrekknaJheiði milli Þórshafn- ar og Finnafjarðar fellu síma- þræðir niður af 40 staurum. Mannskæð influensa geysarí Angmagssalik Mannskæð inflúensu- pest geysar í Angmagsa- likhjeraðinu, eftir því sem segir í tilkynningu frá Grænlandsstjórn- inni. 26 manns hafa þegar látist úr veikinni, og þar á meðal eru margir heimilisfeður. Búið er að senda símleiðis til- kynningu um að hjálpa skuli hinum nauðstöddu með fram- lögum úr Grælandssjóði dönsku konungshjónanna. (Sendiherrafrjett). Deilan um hlutleysislögin. London, 3. jan. FÚ. ClÐASTA þing 74. ^ Congress Banda- ríkjanna hófst í dag, í Washington, og er kjör- tímabilinu lokið þegar þetta þing er úti. Hlutleysislögin eru tal in verða eitt af helstu málunum á þessu þingi. Er ráðgert að Roose- velt Bandaríkjaforseti tali um hlutleysislögin og verkefni komandi þings, í ameríska út- varpið kl. 1.30 e. m. í nótt (ísl. tími). Verður ræðu hans útvarpað um öll Bandaríkin. Miklar getgátur og bollalegg- ingar eru í blöðum um innihald hlutleysislaganna. Washington Post telur, að ráðunautar Roosevelts sjeu bún- ir að gefa upp alla von um það, að forsetanum verði veitt vald til að skera úr hvað teljast skuli árásarþjóð og hvað ekki. Hinsvegar gerir blaðið ráð fyrir, aS lögin verði samþykt, og að forsetanum verði veitt vald til að tak- marka allan flutning her- gagna og efna sem nauð- synleg eru til ófriðar, til þjóða sem eiga í ófriði, nið- ur í venjulegt viðskifta- magn, en að þessar ráð- stafanir múni verða látnar ná til allra ófriðarþjóða, hvort sem málstaður þeirra verði að teljast rjettur eða rangur. Þá telur New York Times lík- ur til, að Bandaríkjastjórn verði heimilað, og ef til vill falið, að leggja bann við öllum lánum til þjóða sem eiga í ófriði. Þýskunámskeið Germaniu Eins óg að undánfömú, gengst Oer- mania fyrir þýskukenslu í vetur. Svo sem venja er til, annast þýski seudikennarinn við Háskólann kensluna. Námskeiðið hefst föstu- daginn 10. þ. m. kl. 8 e. h. í Há- skólanum. Öllum er heimil þátt- taka. Tveim piltum var mút- að til að kveikja i veit- ingahúsinu ,Dettiíoss‘ í Siglufirði. Tveir piltar hafa játað að hafa kveikt í veitineahúsmu „Dettifoss“ í Siglufirði, sem brann í ofviðrinu 15. desem- ber s.l- Hafði veitingakonan fengið þá til að kveikja í húsinu og lofað þeim 1000 krónum fyrir. Sjálf ætlaði hún að svíkja út vátrygg- ingarfje innbúsins, sem hún nýlega var búin að hækka úr 2,000 krónum upp í 11,000 krónur. Hinn 23. nóv. í haust sem leið kom upp e'ldur í þessu sama húsi. Eldurinn varð ekki mikill og var hann . slöktur áður en skemdir hlutust af. ; í rjettárránnsokn þótti sannað, að kviknað hefði í út frá raf- magnsleiðslu, þar sem hún lá inn í húsið. Enginn grunur lá á, í þetta skifti, að kveikt hefði verið í hús- inu. Óveðursnóttina, þann 15. des., kom svo aftur upp eldur í húsinn og brann það þá að me'stu niður, en innbú alt brann inni. Rjettarhöld hófust strax í mál- inu og kom í fyrstu ekkert grun- samlegt fram er bent gæti til þess að nm íkveikju væri að ræða. Um jólaleytið fór samt að berast út sá orðrómur að ekki myndi alt með feldu og fór þá að kvisast að um vátryggingasvik væri að ræða. Milli jóla og nýárs var svo rannsókn haldið áfram í málinu og var veitingakonan á „Detti- fossi“, Ingibjörg Jósefsdóttir og piltarnir Leo Maronsson og Sölvi Marteinsson settir í gæsluvarð- hald. Svo að segja rjett strax með- gekk annar pilturinn að þeir fje- lagar hefðu kveikt í húsinn og rjett á eftir játaði hinn piltul'iiln einnig. Veitingakonan sjálf neitaði lengi vel að hún vissi nieð hverj- um hætti eldurinn hefði komið upp. En þegar það upplýstist að hún hefði skotið undan nokkuð af innanstokksmnnum úr húsinn, rjett áður en það hraun, játaði hún einnig. Sakborningarnir bíða nú dóms, sem bxiist e*r við að verði mjög þungur. (Eftir símtali við frjettaritara Morgunhláðsins á Siglufirði). Keflavíkur-slysið. Drengileg og karl- mannleg framkoma sr. Eiríks Brynjólfs- sonar. Eftir að menn höfðu lesið í gær hina ítarlegu frásögn blaðs ins um brunann í Keflavík, fengu lesendumir glögga hug- mynd um aðdragandann að þessu ægilega slysi, og það helsta, sem þarna gerðist. En eins manns var í þessari síðustu frásögn ekki getið, sem er síra Eiríkur Brynjólfsson. Hann liggur, sem kunnugt er, á Landakotsspitala, vegna bruna- sára sinna. Hann hefir færst undan því, að "skýra frá atburð- um þessum. En Keflvíkingar vita sem er, að síra Eiríkur Brynjólfsson sýndi hvað ípesta karlmensku og fórafýsi við slys þetta. Hann mun hafa vérið sá, sem seinastur allra fór út úr samkomusalnum. En þar vá‘r hann við björgun meðan nokkrum varð bjargað, án þess að sjceyta því nokkuð í hve mikilli hættu hann sjálfur var staddur. Og þegar síra Eiríkur kom til læknisins, ásamt mörgum öðr- um, til þess að fá gert við brunasár sín, þá sagði hann lækni og aðstoðarfólki hans, að gera að sárum annara, áður en hans sár voru snert, og var hann þó allmikið brendur. Keflvíkingar gleyma seint hinni drengiíegu framgöngu síra Eiríks við slys þetta. —x— Til afgreiðslu Morgunblaðsins bárust í gær peningagjafir til hins sorgmædda og bágstadda fólks í Keflavík. Samskotafje veitt móttaka í dag. Súðavíkurdeilan leyst. ÍSAFIRÐI í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS Súðavíkurdeilan var leyst í gær. Skifti hækka á bátunum þann- ig: Hjá „Val“ um hálfan hlut, „BoíIa“ einn 'og hálfan og ,,Óla“ eihn hhit. t : í tgerðarmenn huðu þessi skifti 30: desemher, en skiftin voru há- selxmt hagstiéðari áður. Fhndur lTiSjómannafjelagsins á gamlársdag samþykti boð xxtgerð- armanna með öllum greiddum at- kvæðum gegn 6 og samninganefnd sjómanna ndirritaði samninga við útgerðarmenn í gær. Útgerðarmannafjelag ísfirðinga, sém flestir útgerðarmenn hjer eru fjelagar % hefir samræmt hluta- skiffi vjelbáta í nærliggjandi veiðistöðvum. ; Tíðarfár hjer vestra er gott en aflalaust. Amgr. Dr. Hiels Nielsen fer rannsóknarför til Vatnajökuls í sumar. Ilann sagði (rá þessu í danska útvarpinu í gær og var frá- sögninni endur- varpað h|er. Fyrir nokkru síðan fór dr. Niels Nielsen fram á það við Jóhannes Áskelsson jarðfræð- ing a*ð hann færi með sjer í langan Vatnajökulsleiðangur á vori komanda, en þeir fóru sam an til eldstöðvanna í Vatna- jökli, sem kunnugt ér, vorið 1934. r I gær flutti danska útvarpið viðtal við dr. Nielsen um þessar fyrirhuguðu rannsóknir, og var viðtalinu endurvarpað hjer. Dr. Nielsen lýsti Vatnajökli nokkuð í viðtali þess«; #n sagði síðan, að það sem m. a. ivekti fyrir sjer með rannsóknum, & jöklinum væri, að leggja að því grundvöll að vísindamenn gæti fylgst með öllum breyjtihguni, sem ýrðu á eldstöðvum jökuls- ins á milli gosa. En eldgos erif. tíð í Yatnajökli, eí svo er, se,m menn hallast að nú, að Skei^jj^ árhlaup sjeu afleiðingafR é.ldg^ umbrota. ; V Sennilegt er að Jóhannes As- kelsson fari í för þessa. 1i;,. Dr. Nielsen sagði í útvarpinu að hann ætlaðist til að þeir f je- lagar leggi á jökulinn um miðj- an apríl og Verði þar e. t. v. alt þangað til í júlílok. Svíar heimta að hinum seku verði refsað. Italski sendiherrann biðst afsökunar. SENDIHERRA ítala í Stokkhólmi hefir borið fram afsökun ítölsku stjórnarinnar vegna árásarinnar á Rauðakrossvagninn. Svíar krefjast þó fullra skaðabóta og heimta að hinum seku verði refsað. Karl prinS, yfirmaður Rauða- krossins, hefir sagt opinbérlega að hræðileg ábyrgð hvíli á árás- armönnunum. Hann gat þess um leið að störfum Rauðakrossins í Abyss- iníu yrði haldið áfram eftir sem áður. Svíar hafa vakiS^át- hygli á því, að enda' þótt ítalski sendiherránn í Stokkhólmi hafi beðist af- sökunar fyrir hönd stjóm- ar sinnar, þá láti ítölsk blöð enga iðrun í ljósi, en virðist hinsvegar ætla að nota þetta tækifæri til stríðsæ&inga í Italíu. ,,, PáB.. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.