Morgunblaðið - 16.01.1936, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.01.1936, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudaginn 16. jan. 193fi. ii pii'iimi lyiwi i ii b—ra—Ma——— Stjórnarflokkarnir og Reykjavík. Orö og athafnir. Re'ykvíkingar hafa vafalaust veitt því eftirtekt, að í hvert sinn sem stjórnarblöSin minnast á fjár- hag Reykjavíkurbæjar, útmála þau með sterkustu orðum sem tungan á til það hörmungarástand sem hjer ríki á sviði fjármálanna. Manni skilst á skrifum stjórn- arblaðanna, að Reykjavíkurbær sje verst stæður allra bæjar- og sveitarfjelaga á landinu og að hann hafi um langt skeið verið á barmi gjaldþrots! Þannig hafa skrif stjórnarbláð- anna í garð Reykjavíkur verið látlaust síðustu 3—5 árin. Þar hefir aldrei hlje verið á. Þegar annað stjórnarblaðið hefir um stund látið niður falla þessi róg- skrif, hefir hitt óðara tekið við og þannig hafa þau skifst á í þess ari þokkalegu iðju. Nú skyldi maður ætla, að þeir menn, sem þannig lýsa ástandinu í Reykjavík, reyndu eitthvað að gera til þess að bjarga höfuðborg landsins frá gjaldþroti. Varla eru þessir menn svo aumir, að þeir ekki skilji það, að ef Reykjavík- urbær yrði gjaldþrota, myndi rík- ið hrynja með. Liggur þá næst fyrir að at- huga, hvað þessir menn hafa að hafst til þess að bjarga fjárhag Reykjavíkur. Núverandi stjórnarflokkar hafa haft meirihluta á Alþingi síðan síðla sumars 1927. Á þessu tímabili hafa mörg lög verið samþykt á Alþingi, sem snerta Reykjavík og íbúa bæj- arins. En þótt leitað sje með logandi ljósi gegn um öll þessi lög, finst þar ekki eitt einasta ákvæði, sem miðar að því, að ljetta byrð- ar Reykjavíkur eða íbúa bæjar- ins. Aftur á móti hafa mörg lög ver- ið samþykt á þessu tímabili, sem þyngja stórkostlega byrðar Reykvíkinga. Sjerstaklega hefir þessum lögum fjölgað ört, síðan núverandi stjórnarflokkar brut- ust til valda. Má þar fyrst nefna tekjuskatts- löggjöfina. Hún er þannig úr garði gerð og það játa stjórnar- flokkarnir opinberlega, að Reyk- víkingar eiga þar að blæða mest. Minna má á aðgerðir stjórnar- flokkanna í sjávarútvegsmálun- um, sem allar stefna að því, að koina togaraútgerðinni fyrir ka1t- arnef. En það er Reykjavík sem á fyrst og fremst alla sína afkomu undir togaraútgerðinni. Hún stend ur og fellur með henni, eins og nú standa sakir. Minna má á framfærslulögin, sem samþykt voru á síðasta þingi. Þar var sveitfestitíminn afnuminn með öllu, svo að framvegis verða menn sveitlægir þar, sem þeir eiga lögheimili. Þetta þýðir það, að kaupstaðirnir og þá fjnrst og fremst Reykjavík, fær á sínar herðar aðalbyrðar framfærslunn- ar. Samt þóknaðist stjómarflokk- unum á Alþingi að gera lög þessi þannig úr garði, að Reykjavíkur- bær á eldci sama rjett og aðrir kaupstaðir til endurgreiðslu úr ríkissjóði, fyrir veittan fram- færslustyrk. Reykjavík er þar ein tekin út úr og verður að taka á sínar herðar 10% meir, hlut- fallslega, en önnur bæjarfjelög. En það eftirtektarverða e'r, að þegar stjórnarflokkarnir voru að >,jafna niður“ kostnaðinum af framfærslunni, voru rök þeirra fyrir því, að krefjast þyngri byrða hlutfallslega af Reykjavík en öðrum bæjarfjelögum þau, að Reykjavíkurbær væri svo vel stæð- ur, að hann gæti vel tekið þyngri byrðar. Hvernig hljómar þetta við hlið- ina á öllum rógskrifum stjórn- arblaðanna um fjárhag Reykja- víkur 1 Minna má einnig á önnur lög, sem samþykt voru á síðasta þingi. Það er viðauki við iög nr. 78, 1933, um Kreppulánasjóð. Samkvæmt þessum lögum er ríkisstjórninni m. a. heimilað að ákveða, að stjórn Kreppulánasjóðs gefi út sjerstakan flokk hand: hafa-skuldabrjefa, að upphæð 1% miljón króna, með 5^% vöxtum. Lögin se'gja, að brjef þessi skuli nota þannig: „Skuldabrjefum þessum má verja til lánveitinga handa bæj- arsjóðum kaupstaða landsins utan Reykjavíkur, til þess að ná hag- kvæmum breytingum á þeim lán- um bæjarsjóða, hafnarsjóða og annara stofnana, sem reknar eru fyrir reikning bæjarsjóðs, en þó eigi atvinnufyrirtækja". Hliðstæð ákvæði voru einnig sett fyrir öll hreppsfjelög á land- inu. Reykjavíkurbær er með öðrum orðum e i n a bæjar- og sveitar- fjelagið á landinu, sem ekki fær að njóta þeirra hlunninda, sem veitt eru í tjeðum lögum. Og þegar stjórnarflokkarnir voru um það spurðir í þinginu, hversvegna Reykjavík væri ein tekin út úr, var svarið liið sama: Að Reykjavík væri svo vel stæð fjárhagslega, að hún þyrfti ekki slíkrar aðstoðar. Hvernig hljómar þetta við hlið- ina á rógskrifum stjórnarblað- anna? Enn má minna á það, að ein af sprautum sósíalista, Jónas Guð- mundsson á Norðfirði var á síð- asta þingi með víðtækar tillögur um tekjustofn handa bæjarfjelög- um. Hann vildi leyfa öllum bæj- arfjelögum — nema Reykjavík — að leggja tolla á allar vörur og afla sjer tekna á þenna hátt. Þegar Jónas Guðmunlsson var um það spurður, hversvegna Reykjavík ein væri undanskilin, var svarið hið sama: Reykjavík er svo vel stæð, að hún þarf ekki þenna tekjustofn, var svar Jón- asar. Hljómar ekki þetta einkenni- lega við hliðina á rógskrifum stjórnarblaðanna? Þó að það sje að sjálfsögðu á- nægjulegt fyrir bæjarstjórn Reykjavíkur og íbúa bæjarins, að stjórnarflokkarnir hafi svona eft- irminnilega kjaftshöggað höfunda rógskrifanna, mega Reykvíkingar ekki loka augunum fyrir þeirri staðreynd, að núverandi stjórnarflokkar eru þeim fjandsamlegir í einu og öllu og stefna vitandi vits að því, að eyðileggja afkomu bæjar- búa, með það markmið fyrir augum, að koma bæjarfje- laginu í rústir. Austurvöllur. Pjöldi manns var á Austurvelli í fyrrakvöld og gærkvöldi á skautum. Svellið er ágætt, enda er það hreinsað dag- lega. Leiðinlegt er það, að innan um íþróttamenn, sem þarna eru á skautum sjer til gamans og hress- ingar, skuli vera óhe'iðarlegt fólk, sem stelur skóm og öðru, sem geymt er undir bekkjunum. Þann- ig fór t. d. fyrir einum manni í fyrrakvöld, að hann hafði í grandaleysi skilið eftir nýja skó og skóhlífar, sem hann var með, undir einum bekknum á meðan hann var á skautunum. — Þegar bann kom til að vitja þessara hluta voru þeir horfnir. Fleiri munu hafa orðið varir við þvílíkar grip- deildir. Yitanlega er þetta alveg óhæft og ætti lögreglan tafarlaust að skeras í leikinn og uppræta þe'nna ósóma. Lyra fe'r hjeðan í kvöld áleiðis til Bergen. Málaferlin gegn dularlækningum. Eftir Einar H. Kvaran. Einar H. Kvaran ræðir í grein þe'ssari um dularlækn- ingar og árásir H. K. Laxness á Sálarrannsóknarfjelag ís- lands, sem Kiljan kallar Draugafjelagið. Málshöfðun hefir verið hleypt af stokkunum gegn sex lækninga- miðlum, ásamt ofsókn á hendur þeim í einu af blöðum stjórnar- innar. Stjórnarráðið hefir látið stórorðan rithöfund fara gegnum rjettarskjöl í máli tveggja mann- anna, og hann hefir notað þetta nokkuð furðulega leyfi til þess að ausa háði og ófrægingum yfir þessa tvo sakborninga. Vindbelg- ingurinn í þessari grein rithöf- undarins, sem ekki er kunnur að því að hafa neina þekkingu á því máli, sem um er að tefla, er með afbrigðum. Sálarrannsóknaf jelag íslands er þar titlað draugatrúar- fjelag og fullyrt er að þetta draugatrúarfjelag hafi lýst yfir því, að sú vera, sem Margrjet Thorlacius nefnir Friðrik, sje draugur. Sálrænar lækuingatil- raunir eru nefndar galdrar. Þessa er að eins getið hjer sem dæmis um tóninn í þessari ritsmíð, og þá sannleiksást og nákvæmni, sem þar kemur fram. Borgbjerg, fyrv. ráðherra látinn. Borgbjerg. jDORGBJERG fyrv. kenslu- málaráðherra Dana Ijest í gærmorgun, tæplega sjötugur. Borgbjerg ljest á Bispebjerg sjúkrahúsinu, eftir hættulegan uppskurð við blöðrubólgu. F. J. Borgbjerg sinti talsvert Islandsmálum og var m. a. í sambandslaganefndinni 1918. Hann var einnig í dansk-ís- lensku ráðgjafarnefndinni frá upphafi og kom nokkrum sinn- um með dönsku nefndarmönn- unum til íslands. Borgbjerg varð kenslumála- ráðherra í ráðuneyti Staunings 1929. Gegndi hann því embætti þar til síðastl. haust, við g.óðan orðstý. Ráðherraembættinu sagði hann lausu, fyrir aldurssakir, eftir kosningarnar í Danmörku síðastl. haust. (Sendiherrafrjett). Enginn vafi er á því, að fjöldi manna furðar sig á þessari máls- höfðun gegn flestum af þessum mönnum. Menn skilja það, að hjónin í Skerjafirði sjeú ekki látin afskiftalaus af yfirvaldanna hálfu, ef það er satt, sem á þau er borið. Því verður ekki bót mælt að aftra því að menn leiti lækna, og því síður að skipa að taka af umbúðir, sem læknar hafa sett og telja nauðsynlegar. Um bina sakborningana er alt öðru máii að gegna. Ekkert hefir komið fram, sem bendir á að þeir hafi neinum mein gert, en mikið bendir á að þeir hafi mörgum gott gert, og það svo að ómetanlegt er. Bræðurnir í Skagafirði eru sak- aðir um hitt og annað, en það virð- ist alt ve'ra hjegómi í augum þeirra manna, sem nokkurt vit hafa á þessu máli. Þeim er kent um það að veik stúlka vísar lækn- inum burt. En engin rök eru færð að því, í því, sem birt liefir verið, að þeir eigi þar nokkurn hlut að máli. Jeg hefi heyrt sjúkl- ing vísa burt einum af ágætustu læknum landsins og afsegja alla hans þjónustu. Jeg var á nálum um að læknirinn, sem átti svo annríkt um þær mundir, að hann, vann nótt og dag, mundi nota þetta tilefni til þess að segja sjer þennan sjúkling afhendan, og jeg átti tal um þetta við liann. Hahn gerði ekki annað en hlæja að þessu og sagðist ofreyndur læknir til þess að firtast við óþolinmæði sjúkra manna. Haiín kom aftur Ekkjan Anna Guðmundsdóttir. Minning frá fósturdóttur. Fædd 26. apríl 1851. Dáin 25. des. 1935. Hljóð jeg sit með harmasárin, hugsa um það, sem liðið er, Mjer í augum titra tárin, trygðin þín ei gleymist mjer. Meðan entist æfin þín ant þjer var um kjörin mín. Ef að sástu einhvern skugga, alt þú vildir bæta og hugga. Eins og kær og ástrík móðir um mig vafðir blíðri hönd. Þjer frá hjarta geislar góðir gerðu bjart í minni önd. Hrein var sál og hugur þinn hjálpfús, glöð og trúrækin. öllum vildir góðverk gera, gleði og sorg með vinum bera. Lífsins dagur e'r á enda autt og kalt er rúmið þitt, því skal fóstra þakkir senda þrautum kramið hjartað mitt, fyrir vernd og vinarhót, veitta hlýju og raunabót, göfuglyndi og góðar dygðir, gulli fegri, sannar trygðir. Horfi jeg upp til himingeima, heilög þaL sem dýrðin skín. Um þá björtu undraheima áfram lifir sálin þín, Vertu sæl, og bvíl nú hljótt borfna vina, góða nótt. Dauðinn bjeðan duftið tekur. Drottinn sál til lífsins vekur. Á. daginn eftir, og þá fjell alt í ljúfa löð. Læknirinn og sjúklingurinu urðu bestu vinir. Ef Jóhann Lár- usson hefði komið til sjúklingsins áður, er hætt við því að bráðlynd- ur læknir hefði kent honum um þetta atferli sjúklingsins. En því var ekki til að dre'ifa. Sjúkling- urinn hafði engrar dularlækning- ar leitað. Bræðrunum í Skagafirði er sömu leiðis borið á brýn, að þeir hafi orðið valdir að vitfirring þriggja systkina. Lögfræðingur, ^sem lesið hefir málskjölin, hefir sagt mjer, að á því stigi se'm málið sje nú, sje engin sönnun fyrir því komin fram að sú sakargift sje á rökum reist. Enda er almennu fólki nokk uð torvelt að skilja það, hvernig menn verða brjálaðir af því að Jóhann Lárusson styðji einhvers- staðar fingri á líkama þeirra eða taki í höndina á þeim. En það eú það, sem sagt er að hann geri við menn og sýnist ekki sjerlega ægi- legt. Annars er eklti í þeim skrifum, sem birt liafa verið, neinsstaðar sagt, að Jóhann hafi þe'ssi syst- kini hitt, heldur að eins að „huldu lækningar“, sem fara fram í Skaga firði, sjeu örsökin til brjálseminn- ar. Eftir skrifunum mætti ætla að læknirinn á Hofsós líti svo á, að ef Jóhann Lárusson styður fingri á mann í Skagafirði, þá hljóti þrír menn >að verða vitlausir í Hofsós! Vera má, að eitthvað sje gle'ggri grein gerð fyrir þessu í málsskjölunum. En þetta er sú gáfulega greinargerð, sem notuð er

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.