Morgunblaðið - 24.01.1936, Page 2
2
Föstudaginn 24. jan. 1936.
MORGUNBLAÐIÐ
JHorgtmBíaöií)
Útgef.: H.f. Ár^akur, Keykjav”"
Rltatjðrar: J6n KJartanason,
Valtýr Steíánsson.
Rltatjörn og afgreltíala:
Austuratrœtl S. — Slaal ItOS,
Aníflýaing-atjðri: B. Hafber*.
AuglÝslngaskrif atof a:
Au turatrœti 17. — Slaal 170*.
Helmaaimar:
Jðn Kjartanaaon, nr. 8742.
Valtýr St fánaaon, nr. 4223.
Árnl Óla, nr. S046.
B. Hafberg, nr. 8770,
Áakrlftagjald: kr. 8.0,: i>. iraí.nuBi.
1 lausaaölu: 10 aura elntakiB.
20 attra aaeB lieabðk.
Arásirnar á S.I.F.
Enginn þáttur í framleiðslu
Islendinga er jafn mikilsverð-
ur fyrir afkomu þjóðarinnar
og hagsæld sem 'fiskveiðarnar.
Vegna þess, að fiskurinn er svo
yfirgnæfandi hluti útflutnihgs-
ins, veltur á því, flestu öðru
fremur að verslunin með hann
fari sem best úr hendi. Til
þess að svo megi verða, fer
best á því, að umsjá þeirra
mála sje í höndum þeirra, sem
hafa mesta reynslu og víðtæk-
asta þekkingu á þessu sviði.
Það skiftir miklu máli fyrir ör-
yggi framleiðendanna, að inn-
lendir menn en ekki útlendir
fari með þessa verslun. En mest
öryggi fæst vitanlega með því
að fiskframleiðendurnir fari
sjálfir með verslunina. Með því
móti fæst það fylsta öryggi,
sem fengið verður fyrir því,
að þeir, sem hafa verslunina
með höndum, sjeu jafnan á
verði um það, að sem best verð
fáist, og að markaðir sjeu
verndaðir og efldir svo sem
kostur er á.
Þegar Fisksölusambandið var
stofnað á árinu 1932, náðu
framleiðendur því marki, að
fara sjálfir með verslun vöru
sinnar. Síðan þessi fjelagsskap-
ur komst á, hafa smá fram-
leiðendurnir ferigið sama verð
fyrir fisk sinn og hinir stærri.
Hvort sem framleiðandinn hef-
ir 100 skippund, 1000 skip-
pund, eða 10000 skippund —
verðlagið er nákvæmlega sama.
Starfsemi S. I. F. hefir verið
á þá leið, að allir viðurkenna
að þjóðin hafi grætt miljónir
við stofnun þessa fyrirtækis. Og
þrátt fyrir ósleitilegar árásir
utanfjelagsmanna, sýndi það
sig á síðastliðinu vori, að þeir,
sem frá öndverðu hafa borið
hita og þunga framkvæmdanna
í þessari stofnun, nutu óskoraðs
trausts fjelagsmanna.
Nú eru gerðar árásir á þessa
starfsemi, svæsnari en nokkru
sinni fyr, og er því líkast, sem
árásarmönnum sje mikið í mun
að jafna þetta þjóðþrifafyrir-
tæki við jörðu.
En allur sá ljóti leikur kem-
ur engum í koll, nema árásar-
mönnunum sjálfum, vegna þess
að fjelagsmennirnir unna fyrir-
tæki sínu og bera fullkomið
traust til framkvæmdastjóra
þess.
Á hrossamörkuðum, sem haldn-
ir voru.í Skagafirði árið sem leið,
voru seld 150 hross fyrir 110—160
krónur hve'rt hross. (FÚ.).
PÓUTÍSKT ONGÞVEITI I FRAKK-
LANDI EFTIR FALL LAVALS.
Þeif neitnðsx báðir.
Laval.
Herriot.
Edward VIII gengur 13 km.
eftir kistu föður síns.
Saurraut reynir að myndastjórn!
Flóttinn frá frankan- lEnplandsbanki kaupir
um hefst að nýju. | 400 miij. franka.
§ósialistar vilja samfyikin^a-
sljórEi með radikalsósiölum.
fi LBERT SARRAUT fyrrum stjórnarforseti,
hefir tekið að sjer að reyna að mynda nýja
stjórn í Frakklandi. Hann mun reyna að leggja
ráðherralistann fyrir Lebrun forseta þegar í
kvöld.
Sarraut er úr flokki sósíal-radikala og hefir
oft áður verið ráðherra, síðast 1933, en þá var
stjórn hans feld innan mánaðar frá því hann
tók við.
§ljárnmálaön^|)Yeiliö.
Kistan flutt frá
Sanöringham
til Lanöon.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS
, ! U RANKINN rambar enn á barmi hrunsins
1 London. ; £ vegna stjórnmálavandræðanna, sem leiða af
Á Kings Cross jarnbrautar-j - u* | 1
stöðinni í London var þrefaldur , a 1 -ava s*
hermannavörður, sem átti að Enginn fæst til að mynda nýja stjórn. Lebrun
tákna virðingu við konung, um leitaði fyrst til Lavals, en Laval kvaðst ekki
leið og hann kæmi í síðasta treysta sjer til að mynda nýja stjórn.
sinn til höfuðborgar sinnar. Lebrun sneri sjer þá til Herriots, og loks til Bouisson for-
Hermenn tóku kistuna og seta fulltrúadeildar franska þingsins, en báðir færðust undan
kon- ^gðu hana á fallbyssuvagn þvj ag taka að sjer stjórnarmyndun.
gengu sem áður, næstir á eftir
kistunni, en konurnar fylgdu í
bifreið rjett á eftir.
I kirkjunni.
í kirkjunni tók erkibiskupinn
af Kantaraborg, lordkanslarinn
og fleiri háttsettir embættis-
menn á móti líkfylgdinni, og
FRAMH. Á ÞRIÐJU SÍÐU.
Þar sem gengi frank-
ans er skráð.
EDWARD VIII. ____________ .
, . þann, sem notaður hafði verið
ungur og bræður hans titför Játvarðar VII. Kistan
fylgdu í dag kistu föð- var sveipuð fána Bretlands, og
ur síns fótgangandi frá á loki hennar lá kóróna hans.
Sandringham til Wolv- Konungur og bræður hans
erton stöðvarinnar og
um götur Lundúnaborg-
ar, samtals 13 km.
Mary ekkjudrotning
og dóttir hennar Mary,
fylgdu í bifreið.
Kistu konungs verður komið
fyrir á viðhafnarbörur í West-
minster Hall. Ofan á kistuna
verður sett ríkiskórónan alsett
gimsteinum, samtals þrem þús-
undum.
Kistan verður á viðhafnar-
börum, þar til jarðarförin fer,
fram þ. 28. þ. m.
*
Förin frá Sandringham.
London 23. jan. FÚ.
Heiðskýrt veður var og kalt,
en allhvast, er lík Georgs V.
Bretakonungs var hafið út úr
Maríu Magdalenu kirkjunni við i
Sandringham í dag.
Feikna mannfjöldi hafði
safnast saman báðum megin
vegarins, til Wolvertonstöðvar,
en þangað er 21/2 míla vegar.
Kista konungs var sett á fall-
byssuvagn, en konungurinn,
bræður hans og tengdasonur
Georgs V., jarlinn af Hare-
wood, gengu rjett á eftir vagn-
inum, ásamt einkaþjóni kon-
ungs, og helstu karlmönnum í
þjónustuliði hans. Drotningin,
Mary dóttir hennar, og þrjár
tengdadætur hennar, fylgdu á ,1
eftir í bifreið. 1 Frá kauphöllinni
Yfirleitt færast allir stjórnmálaflokkar undan því, aS
leggja til menn í nýja stjórn, rjett fyrir þingkosning-
arnar, sem fram eiga að fara í marsmánuði.
Undantekning eru þó marxista-flokkamir. Leo Blum þyk-
ist sjá leik á borði í vandræðum Frakklands til þess að ryðja
sósíalismanum braut. Er hann að leitast við að tefla fram radi-
kal-sósíalaflokknum og beita honum fyrir málefni sósíalismans,
og hefir því lýst yfir að flokkur hans sje reiðubúinn til að
styðja radikal-sösíala stjórn og taka þátt í samsteypustjórn
marxista og radikal-sósíalaflokksins.
Kommúnistaforinginn Cachim tekur í sama streng.
Hann Ijet svo ummælt í
gær, að takmarki kom-
múnista, sem væri franskt
ráðstjórnarríki væri aðeins
hægt að ná með því að
fara krókaleiðir. Hentug-
ast væri að marxistar og
radikal-sósíalflokkurinn
mynduðu samsteypustjórn.
„Temps“ harðort.
— Radikal-sósíal-flokkurinn
mun þó tæplega ginkeyptur
fyrir því, að ganga í bandalag
við marxista.
Auk þess er talið, að það
muni ríða flokknum að fullu,
ef hann tekur við stjórnar-
taumunum nú.
,,Temps“ í París ræðst í dag
ofsalega að radikal-sósíala-
flokknum og segir að flokkur-
inn hafi rofið borgarafriðinn.
Blaðið segir, að flokkur-
inn sje þess vegna skyld-
ugur til að takast á hend-
ur ábyrgðina á stjórn
landsins.
100. stjórnin.
Hin fráfarandi stjórn Lavals
var 99. stjórn franska lýðveld-
isins og 10. stjórnin, sem mynd-
uð hefir verið frá því að kosn-
ingar fóru fram síðast árið
1932.
FRAMH. Á ÞRIÐJU SÍÐU.