Morgunblaðið - 20.02.1936, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.02.1936, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudaginn 20. febr. 1936. wmm ^lflorsmihlnbib Útgéí.: H.f. Árutur, Reykjarfk. Ritatjórar: Jðn Kjartansson, Vaitýr Stefánsson. Rltstjórn og afgreiBsla: Austurstræti t. — Sfmi 160*. Auglýsingastjóri: H. Hafberar. Auslýslnsaskrifstofa: r; Austurstræti 17. — Sínai »700. Heimasímar: Jin Kjartansssn, nr. S742 Valtýr Stefánssen, »r. 422Ó. Árni Óla, nr. 304S. H. Hafberg, nr. S77S. Áskrlftagjald: kr. S.tt á mánuSi. I lausasölu: 1S aura elntakltt. 2* aura meS Lesbók. AiJifíj'V- V v'.'r Skrælingjar stjórnarblaðanna. Alkunnugt er, að allur þorr- inn af útlendingum hefir til skamms tíma gert sjer hinar fáránlegustu hugmyndir um land vort og þjóðina, sem það byggir. Hafa margir litið á Is- Iánd eins og skrælingjabygð y«t í norðurhöfum, þar sem ó;mannaður skinnbrókarsöfnuð- úr hefðist við í lágreistum moldarkofum. En þetta álit útlendinga er óðum að breytast, og ekki lúngur hægt að skáka í því skjóli, að enginn veiti eftirtekt því, sem hjer er aðhafst. t!En það er eins og sumir menn gangi upp í þeirri dul, að við sáe.upi ennþá svo fjarri förnum vegi þjóðanna, að enginn sjái eða heyri til okkar, hvernig sem við hegðum okkur. Af þessum toga er það spunnið þegar stjómarblöðin hjer á landi ráðast á fulltrúa þá, sem íslenska ríkið sendir til ppinberra samningagerða, af slíku ábyrgðarleysi og slíkri fóísku að forsætisráðherrann vérður að hirta sína eigin menn í nýársboðskap sínum. Af þessum toga er það spunn- ið að komin er tvenskonar skráning á gildi þess sannleika, sem stjórnarblöðin boða, heima skráningin og, erlenda skrán- ingin. Forsætisráðherrann rak sig eftirminnilega á gengisfall „Tímasannleikans" í síðustu utanför sinni. . Af þessum sökum hefir Al- þýðublaðið verið að berjast við sjálft sig síðustu vikurnar, út af því, að frj ettaritari erlends blaés var svo óheppinn að hafa það að heimild. Af þessum sökum flytja stjórnarblöðin dag eftir dag greinar, sem hljóta að spilla vinsamlegum skiftum við mik- ilvægustu viðskiftaþjóðir okk- ar, ef þær berast til hlutaðeig- andi þjóða. Ritstjórar stjómarblaðanna halda að þeir megi hegða sjer eins og skrælingjar, af því eng- inn taki eftir þeim utan land- steinanna. Og þeir bölsótast éihs og óðir menn, þegar flett er niður um þá skinnbrókinni. Ekkert er okkur hættulega en hin ábyrgöarlausu skrif stjómarblaðanna um málefni, sem vita að erlendum þjóðum. Þótt skrælingjamir viljji endi- íega klæðast skinnbrókinni heimafyrir, verða þeir að gera svo Vel að hafa buxnaskifti, þegar útlendingar eiga í hlut. HE I M SSTY RJ O L D ÁRIÐ 1937! — SEGIR MADAME TABOUIS. ’tr't Sumarið 1937 láta Þjóð- verjar til skarar skSða. Trenchard dómari hefir nú dæmt Hauptmann til dauða í þriðja sinn. Condon, sem afhenti bamsmorðingja Lindberghs lausnarfjeð. Bylling voflr yfir Spáni. Spanska •tfórnln ■agðl af sfer i gær. Ráðuneyfi Azana myndar stjórn naestu daga. Götuóeirðir haida áfram, KAUPMANNAHÖFN I GÆRKVÖLDI. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. bylting vofir yfir Spáni. 1 Engar ábyggilegar frjettir er hægt að fá þaðan. Mikill hluti af dálkum dagblaðanna er auður vegna ritskoðunar. En frá Gibraltar herma skeyti að mikill kvíði og uggur ríki í Madrid. Liðsforingi einn úr hernum ljóstraði því upp í nótt við spönsku stjórnina, að nokkrir háttsettir herforingjar ,væri að undirbúa stjórnarbyitingu. Hófst stjórnin undir eins handa og tók heríor- ingjana fasta. Gerði stjórnin í flýti ýmsar aðrar ráðstafanir, og er talið að hún geti nú mætt hverju því, sem að höndum ber. Verklýðsf jelögin hafa einnig mikinn viðbúnað til þess að berja niður allar tilraunir hersins til þess að hindra vinstri fiokkanna í því, að fram kvæma vilja kjósend- anna. Stjórnin segir af sjer. Stjórn Valladeras sagði af sjer í dag. Var tilkynning um fráför stjórnarinnar gefin út eftir að stjómin hafði setið á ráðstefnu með Zamora forseta. Azana mun leggja fram ráð- herralista sinn í dag, eða á morgun: Búifst er við, að hvorki só- síalistar nje kommúnistar taki þátt í stjóminni, en muni hinsvegar ljá henni fylgi á þingi. Óeirðir og uppþot. Blóðugar óeirðir eru enn þá í ýmsum borgum á Spáni. Hafa margir verið drepnir og fjöldi manns hefir særst. Uppþot í fangelsum halda áfram. Hópar manna hafa gert aðsúg að fangelsunum og reynt að brjóta þau upp Einkum er það kvenfólkið sem hefir sig mjög í frammi. í Valencia hefir herliði tek- ist að kæfa fangelsisuppþotið, sem þar braust út. Stóðu bar- dagar þar í 15 klukkustundir. Páll. Ráðast samtímis á Holland og Tjekkoslovakiu. parkmiðið: Ukraine á að verða þýskt. KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. MADAME Tabouis hefir spáð heimsstyrjöld árið 1937. Uppljóstranir Madame Tabouis virðast miða að því að skjóta nágrönnum Þjóðverja skelk í bringu og vinna að því, að bandalagssamning- um Frakka verði hraðað eins og unt er. Nýjustu uppljóstranir maddömunnar um styrjaldaráform Þjóðverja eru þessi: Þjóðverjar hafa á- formað að herja á Hol- lendinga og Tjekkósló- vaka á miðju sumri árið 1937. Samtímis munu Japanir fara með ófrið á hendur Rússum. Hvernig ófriðurínn brýst út. Merryvale, togari frá Grims- by, strandaði í gær við John O’Groats höfða í Skotlandi, og hafði skipið liðast sundur fyrir dögun. Enginn örmull hefir fundist af skipshöfninni. Sjó- gangur var ógurlegur á strand- staðnum, og -við strendur Skot- lands yfir höfuð. (FÚ). Þetta mun vera sama skipið, sem misti skrúfuna rjett hjá Vestmannaeyjum í vetur. Ófriðurinn brýst út, segir Madame Tabouis, með þessum hætti: Þrjár þýskar herdeildir munu ráðast inn í HoIIand fyrirvara- laust og án þess að Hollending- um verði sagt stríð á hendur. Á einum sólarhring verður alt Holland á valdi Þjóðverja. Því naest munu Þjóðverjar taka belgískar hafnarborgjr herskildi. Á þann hátt munu þeir reyna að stöðva allar sam- göngur milli Englands og Frakk lands. Um sama leyti og þessu fer fram á vesturlandamærunum, munu pólskar og þýskar her- sveitir ráðast suður yfir landa- mæri T jekkóslóvakíu og leggja undir sig tjekkneska lýð- veldið á tíu dögum. Þaðan munu Þjóðverjar halda suður og austur um Rú- meníu og freista þess að upp- fylla draum Hitlers: að losa Ukraine undan yfirráðum rúss- nesku ráðstjómarinnar. Fyrri greinar Tabouis. Madame Tabouis hefir í fyrri greinum sínum lýst því hvernig Þjóðverjar muni ráðast með her yfir Holland til Frakklands, og ennfremur dregið athygli að vígbúnaði Þjóðverja við landa- mæri Hollands. Páll. Ras Desta rekinn í útlegð! KHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS Æfintýr frá Abyssiníu: Flugumenn Haile Selassie hafa nú haft upp á felustað Ras Desta. Hneptu þeir hann í hlekki og dróu hann fyrir keisar- ann í Dessiie. Konungur konunganna jós skömmum yfir hinn ógæfu- sama Ras, fyrir ósigra hans á suðurvígstöðvunum. Var Ras Desta síðan gerð- ur útlægur og fluttur til af- skekkts fjalls. Þar verður hann að telja harma sína í vansæmd til dauðadags. Páll. Tollverðir finna smygl- vörur í dönsku kola- skipi hjer á höfninni. SMYGLVÖRUR, svo sem 48 þúsund blöð af sígarettu-pappir, 400 vindlar, 120 spil, 12 flöskur af ákavíti, líkjör flöskur og fleira fundu tollverðir í fyrradag í danska skipinu ,,Dana“. Vörur þessar fundu tollverð- irnir í klefa í vjelarrúmi skips- ins, vandlega falið milli þilja. — Ákavítisflöskurnar fundust undir gólfi í hliðarklefa við vjelarrúmið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.