Morgunblaðið - 27.02.1936, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
M
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavfk.
Rltstjórar: J6n KJartansson,
Valtýr Stefánsson.
Rltstjðrn og afgrelBsla:
Austurstræti 8. — Sfml 1600.
Auglýsingastjðri: H. Hafberg.
Auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 1T. — Simi 3700.
Heimaslmar:
J6n Kjartansson, nr. 3742
Valtýr Stefánsson, nr. 4220.
Árni Óla, nr. 3045.
H. Hafberg, nr. 3770.
Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánuBi.
í lausasölu: 10 aura eintakið.
20 aura meB Lesbök.
Undir erlendum fána.
jÞað var merkisviðburður í
sjálfstæðissögu þjóðarinnar þeg
ar-varðskipið Óðinn sigldi inn
á Reykjavíkurhöfn um jóns-
messuleytið vorið 1926. Við
móttöku skipsins fórust Jóni
heitnum Þorlákssyni — þáver-
andi forsætisráðherra — orð á
þessa leið:
7,Með þessu trausta og fal-
lega skipi sjáum vjer uppfyll-
ingu metnaðarfullra hugsjóna,
margþráðra óska og vakandi
vona leggja hjer að landi. Það
hefir verið ein af hugsjónum
mannanna, sem meta sjálfstæði
landsins ofar öllu, að vjer tækj-
um sjálfir gæslu fiskiveiðarjett-
indanna í vorar hendur“.
Óðinn hóf nú strandvörsluna
undir stjórn hins ötula og prúða
skipherra Jóhanns P. Jónssonar.
Þá voru mörkuð tímamót í
gæslu landhelginnar.
Því hefir mjög verið hampað
hve útgerð Óðins hafi verið
kostnaðarsöm, og þá ekki dreg-
ið úr kostnaðinum. Hinu hafa
þeir menn, sem barist hafa fyr-
ir sölu hans, gleymt, að Óðinn
hefir einnig aflað stórkostlegra
tekna. Alls mun sektarfje,
þeirra skipa, sem Óðinn hefir
tekið að ólöglegum veiðum
nema um einni miljón króna —
og er þá ótalið andvirði upp-
tæks afla og veiðarfæra.
Meira virði en hinar beinu
tekjur af starfsemi skipsins,
verður þó hitt að með komu
þess tókst fyrst að ná veruleg-
um árangri af starndvömunum.
Á einu ári tók Óðinn 36 skip
áð ólöglegum veiðum!
Á þennan hátt var unnið að
því að friða landhelgina fyrir
ágangi veiðiþjófa.
Nú er Óðinn seldur. Hann
siglir í dag úr landi með erlend-
an fána við hún. Þetta er orðið
eftir af hinni „metnaðarfullu
hugsjón" sem Jón Þorláksson
talaði um við komu skipsins.
Hjer skal ekki um það rætt,
hvort ríkið er þess um komið
að halda úppi strandvörslu
samkvæmt þeirri metnaðarhug-
sjón, sem hjer ríkti fyrir 10 ár-
um. Ef svo er ekki er það að-
eins ný sönnun þess, hvemig
fjárhag vorum er komið. En á
það skal bent að kaupverð Þórs,
sem kendur er við fjöruna, var
aðeins lítið lægra en söluverð
Óðins nú. Mun mörgum þykja
það „kröpp kaup“, að láta Óð-
ipn en hreppa Þór.
Smíði Óðins markaði farsæl
tímamót í landhelgismálunum.
Vonandi markar ekki sala hans
önnur tímamót í gagnstæða átt.
Fimtudaginn 27. febr. 1936.
OFSTÆKISFULLIR HERN-
AÐARSINNAR GERA
UPPREISN í JAPAN!
Myrða forsætls- og fjármálaráðherra Japana
og Saito fyrveraodi forsætisráðherra.
UPPREISNIN KÆFÐ
í FÆÐINGUNNI.
KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS.
TAPANSKIR uppreisnarmenn myrtu snemma í morgun Okada forsætis-
ráðherra, Takahashi f jármálaráðherra og Saito fyrverandi forsætis-
ráðherra Japana.
Uppreisnarmenn segjast ekki hafa ætlað að hrifsa völdin í sínar
hendur heldur „aðeins að útrýma þeim mönnum, sem sjeu hættuleg-
astir velferð Japana.
Uppreisnin hefir nú þegar verið kæfð. Herlið stjórnarinnar hefir
komið á aftur lögum reglu í Tokio. Utan Tokio urðu engar óeirðir.
Keisari Japana.
Að uppreisninni stóð herdeild, sem var um
það bil að leggja af stað til Manchukuo. Her-
deildin var því vel vopnum búin.
Rjeðist hún snemma í morgun að bústað for-
sætisráðherra og öðrum opinberum byggingum.
Okada var skotinn til bana og auk þess Taka-
hashi fjármálaráðhepra og Saito. Forstjóri her-
mannaskólans særðist einnig mjög hættulega og
er nú látinn.
Skömmu síðar var landið lýst í hernaðará-
standi og skeytasendingar til útlanda stöðvaðar.
Símastöðin í Tokio
lýsti því yfir að skeyta-
stöðvunin stafaði af
skorti á rafmagns-
straum!
Herliði var nú boðið út til
að kæfa uppreisnina.
Tók lífvarðasveit keisarans
þátt í bardögunum með stjórn-
inni.
Blóðugir bardagar voru háðir
á götum Tokioborgar. Talið er
að 80 manns hafi verið drepnir
áður en ró komst á.
Kosningaósigur
hægri flokksins.
Uppreisn þessi er talin eiga
rót sína að rekja til ósigurs
Seiyukaiflokksins (hægri floklc-
urinn) við kosningar sem fram
fóru í Japan í síðastl. viku.
Frjálslyndi flokkurinn, undir
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
SÍÐUSTU FRJETTIR
Síðustu fregnir herma
að Goto innanríkisráð-
herra hafi tekið við
störfum forsætisráð-
herra. Páll.
Fremri röð: Annar maður frá vinstri er Okada forsætisráðherra, næstur honum, Takahashi fjár-
málaráðherra. Aftari röð: Þriðji m,aður frá vinstri er flotamálaráðhe'rrann Osumi, sjötti maður
(frá vinstri) er Hirota utanríkismálaráðherra og sjöundi maður er hermálaráðherrann Hayashi.
Slyrjöld
Japana
og Rúasa
í vor!
KAUPMANNAHÖFN I GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS.
UREGNINum upp-
reisnina í Japan
hefir vakið óhemju æs-
ingar í Shanghai.
Kínverjar líta. svo á,
að afleiðing uppreisnar-
innar verði ófriður milli
Rússa og Japana.
í Shanghai er því haldio fram
að hjeðan af geti það ekki dreg
ist lengur en til vorsins að ófrið-
ur Japana og Rússa hefjist.
Páll.
Eden hefir í hótunum
við Norðmenn!
Vegna landhelg-
isgæslunnar.
Khöfn, 26. febr. FÚ.
T TTANRÍKISMÁLARÁÐH.
Breta, Anthony Eden, hef-
ir í ræðu í neðri málstofu breska
þingsins, hótað að hætta þátt-
töku í samningaumleitunum viS
Norðmenn um landhelgislínuna
við Noregsstrendur, vegna þess
að norsk varðskip hafi að ó-
sekju ráðist á þrjá enska tog-
ara fyrir utan hima svonefndu
„rauðu Iínu“.
Sendiherra Breta í Oslo hefir
verið boðið að fá fullnaðarsvör
um það hjá norsku stjórninni,
hvort það sje áætlun hennar að
virða að vettugi landhelgis-
mörk. Utanríkismálaráðherra
Norðmanna, Halvdan Koht,
svarar fyrirspurnum um þetta á
þá leið, að Noregur hafi aldrei
skuldbundið sig til að viður-
kenna þau landhelgismörk, sem
FRAMHALD Á SJÖTTU SÍÐU.