Morgunblaðið - 27.02.1936, Qupperneq 5
Fimtudaginn 27. febr. 1936.
MORGUNBLAÐIÐ
Foringjar japanska hersins
^erðu það á eigin ábyrgð að
xáðast inn í Mansjúríu árið
1931. Það var gert í blóra við
japönsku stjórnina. Stjórnin
reyndi að halda aftur af her-
íoringjunum og fá þá til að
fara samningaleiðina að Chang
Hsueh Liang, en þeir kusu held-
ur að fara sínu fram.
Baron Shidehara var þá utan-
ríkismálaráðherra Japana.
Shidehara var frjálslyndur
og friðarvinur. Um Shidehara
er það sagt að hann hafi svar-
að japanskri sendinefnd frá
Mansjúríu, sem vildi að Jap-
anir hefðu hönd í bagga með
yfirgangi Chang-Hsueh-Liang
árið 1930, að „það væri ekki vit-
urlegt að hugsa stjórnmálaleg
vandamál tuttugustu aldarinn-
ar með hugtökum nítjándu ald-
arinnar“.
En japönsku herforingjarnir
voru á annari skoðun og þótt-
ust sjá fram á að þeir gætu
aldrei fengið nýlendur með
samningum við aðrar þjóðir.
Nítjándu aldar aðferðin væri
eina aðferðin: að taka nýlend-
urnar herskildi.
#
Og Japanir þörfnuðust ný-
lendna.
Fram til ársins 1867 var Jap-
an lokað land. Japanir gátu lif-
að á eigin framleiðslu og vildu
engin skifti hafa við aðrar þjóð-
ir. —
En þetta breyttist árið 1867.
Þá var Japan ,,opnað“. Hófst
nú í Japan hin stærsta viðskifta
bylting, sem sögur fara af. Á
þeim þrem mannsöldrum, sem
liðnir eru síðan, hefir Japan
tekið algerðum stakkaskiftum.
Þjóðin, sem áður gat fætt og
klætt sig sjálf, er nú orðin iðn-
aðarþjóð, sem er háð utanríkis-
verslun, og byggir framtíð sína
á þeirri von að geta orðið „verk
smiðja“ Austurlanda; þ. e. a. s.
að hún geti framleitt fyrir þjóð-
írnar í Austurálfu iðnaðarvörur
-og keypt af þeim hrávörur.
■ *
En hvers vegna þurfa Japanir
þá nýlendur?
Svar: Tollmúrarnir, sem
hamla utanríkisverslun alstaðar
í heiminum, eru einnig þrándur
í götu japönsku útflutningsversl
unarinnar. Til þess að yfir-
vinna þenna farartálma þurftu
þeir að ná yfirráðum yfir nýj-
um mörkuðum eða m. ö. o.: að
afla sjer nýlendna. Þessa leið
fóru Bretar og Frakkar á nítj-
ándu öldinni og þessa leið er
Mussolini að kanna í Afríku
um þessar mundir.
*
Nýlenduþörf Japana verður
ennþá betur lýst með tveim
tölum:
Árið 1846 voru íbúar í Japan
26 miljónir. En árið 1920 voru
þeir 56 miljónir. Japönum fjölg
ar um 800 þús. árlega.
Nú er svo komið að hver
skiki af ræktanlegu landi i Jap-
an er ræktaður, og þjettbýlið
á ræktuðu svæðunum er fjórum
sinnum meira en í Bretlandi.
En Bretland er eitt af þjettbýl-
ustu löndunum í heimi.
*
í heimsstyrjöldinni fóru Jap-
anir í stríðið með bandamönn-
um. Þátttaka þeirra var þó
fyrst og fremst fólgin í því að
selja bandamönnum skotfæra-
birgðir og aðrar iðnaðarvörur.
Á þessum árum þróaðist iðn-
aður Japana vel.
En eftir stríðið komu tollmúr-
arnir og örðugleikarnir í út-
flutningsversluninni.
Japanir hugðust í fyrstu að
vinna bug á þessum örðugleik-
um með því að ætla sjer bróð-
urhlutann af viðskiftunum við
Kínverja.
En þessi draumur átti ekki
að rætast — fyrst um sinn.
Bæði Bretar og Bandaríkja-
menn, sem áttu mikilla við-
skiftalegra hagsmuna að gæta
í Kína, snerust gegn þessum
áformum Japana.
*
Bretar og Bandaríkjamenn
neyddu Japani til að semja um
opnar dyr í Kína árið 1922.
Samningurinn var gerður í
Washington. Skyldi jafnt gætt
viðskiftalegra hagsmuna allra
þessara ríkja í Kína.
Þetta gerðist 1922. Og upp
frá því frá 1922 til 1930 reyndu
Japanir að halda frið við um-
heiminn.
*
Tveir stjórnmálaflokkar eru
í Japan. Annar þeirra Seiyu-
kai-flokkurinn er nánast íhalds-
flokkur, en hinn Minseito-flokk-
urinn er frjálslyndur.
Báðir þessir flokkar eiga
það sameiginlegt að vilja frið.
— Þó er Seiyukai-flokkurinn
herskárri, og 1931, þegar her-
foringjarnir rjeðust inn í Man-
schuriu, í blóra við Minseito-
stjórn Shidehara, varð Shide-
hara að hrökklast frá völdum
en Seiyukai-flokkurinn tók við.
*
Þriðji flokkurinn í Japan er
ekki stjórnmálaflokkur í þess
orðs merkingu.
Þessi flokkur er flokkur her-
foringjanna, sem á síðustu ár-
um hafa ráðið rás viðburðanna
í Japan.
Herinn nýtur sjerstöðu í
Japan. Herforingjarnir eru ekki
ábyrgir japönsku stjórninni,
heldur keisaranum. Þess vegna
fer ekki ávalt saman utanríkis-
málastefna stjórnarinnar og
herforingjanna.
Þegar Seiyukai-flokkurinn
tók við 1931 varð Inukai ráð-
herra. Inukai var talinn fylgja
herstefnunni í Japan, en brátt
kom í ljós að hann vildi ná
samkomulagi um Mansjúríu og
Kína. Afleiðingin varð örlaga-
rík: Inukai var myrtur. Herfor-
ingjarnir fóru sínu fram.
*
Um þetta leyti höfðu herfor-
ingjarnir japönsku þjóðina að
baki sjer. Þeir höfðu sýnt þjóð-
inni, að herstefnan var sterkari,
því að það sem stjórninni hafði
ekki tekist með samkomulage-
umleitunum, hafði herinn fram-
kvæmt á nokkrum mánuðum.
Hann hafði lagt undir Japani
mikla nýlendu, sem gat fram-
leitt fyrir þá hráefni og keypt
af þeim iðnaðarvörur.
*
Herinn hefir viljað halda á-
fram á þessari braut. Hann hef-
ir hvað eftir annað reynt aí
neyða japönsku stjórnina til
nýrra herleiðangra í Austur-
Asíu undanfarin ár.
En stjórnin hefir spyrnt við
fæti. Orsökin til varúðar stjórn-
arinnar hefir fyrst og fremst
verið fjármálalegs eðlis, því að
það er dýrt að heyja landvinn-
ingastríð.
En nú virðist þolinmæði her-
foringjanna enn hafa þrotið.
Þeir vilja um fram alt stríð. —
Jorð til sölu.
Jörðin Titlingastaðir í Þorkelshólshreppi í Vestur-
Húnavatnssýslu fœst til kaups og ábúðar í næstkomandi
fardögum. Tún jarðarinnar er að miklu leyti sljett, og
gefur af sjer um 200 hesta. Hagbeit sjerstaklega góð. —
Jörðin er með bestu veiðijörðum í Víðidal.
Nánari upplýsingar gefur undirritaður oddviti Þor-
kelshólshrepps, eða Skúli Guðmundsson, form. gjaldeyris-
og innflutningsnefndar. Tilboð sendist undirrituðum fyr-
ir lok marsmánaðar n. k.
E.s. LYRA
fer hjeðan í dag, kl. 6 síðdegis
til Bergen um Vestm,annaeyjar
og Thorshavn.
Flutningi er veitt móttaka til
hádegis í dag.
Magnús Vigfússon,
oddviti Þorkelshólshrepps.
Farseðlar sækist fyrir sama tíma.
Nic. Bjarnason&Smith
Landsmálafjelagið Vöröur
Orð úr viðskiftamáti
lieldur fund í Varðarhúsinu í dag, 27. þ. m. kl. 8y2 e. h.
THOR THORS, alþingismaður
hefur umræður um þingmál.
Sfjómin.
er ómissandi hverjum þeim,
er kunna vill íslenskt versl-
unarmál.
Nokkur eintök fást á af
greislu Morgunblaðsins.
Morgunblaðið með morgunkaffinu