Morgunblaðið - 01.03.1936, Síða 4

Morgunblaðið - 01.03.1936, Síða 4
 M 0 RGUNBLAÐIÐ Sunnudaginn 1. mars 1936. nmninmwmmw Reykjavíkurbrjef. Njósnirnar. ÞEGAR uppvíst varð um það að íslenskir menn hefðu orð- i* til þess að leiðbe'ina erlendum togurum til veiða í landhelgi varð Morgunblaðið allra blaða fyrst til að víta það athæfi. Stjórnarblöðin brugðust kyn- lega við þessu. Þau fundu það út að fleiri eða færri hinna ákærðu manna mundu vera kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmit sifSgæðishugmyndum stjómarblað- «Una var það sjálfsögð skylda Morgunblaðsins og annara Sjálf- steðisblaða að verja hina ákærðn þegar þannig stóð á. Með þeissu hafa stjómarblöðin géfið meira til kynna um hug sinn, en þeim er holt. Því það er aiveg sýnilegt að samkvæmt þeirra eigin kenningum hlutu þau að verja athæfi njósnaranna, e'f svo stóð á, að þeir töldust til rauðu fíokkanna. Hlje á „rauða blæstri“. ¥J*YRST eftir að málið kom upp varð óskaplegur blástur í raúðu flokkunum. Sá blástur náði hámarki sínu, þegar Alþýðublaðið birti skeytið frá enska togaranum, þar sem frá því var sagt að stjóm in ætlaði að láta málið niður falla, vegna þess að ýmsir háttsettir menn Alþýðuflokksins væri flækt- ir í það. Nú líður svo vika af viku að hlje' verður á þessum „rauða blæstri“. Þangað til í fyrradag að kvína tekur í Alþýðublaðinu að ■ýju. Var tilefnið það að á það var bent hjer í blaðinu, að sala Oðins væri ekki í samræmi við þá „metnaðarfullu hugsjón“ sem Jón Þorláksson hafði lýst við komu skipsins fyrir tæpum 10 árum. Ennfremur var vikið að því, að kaupverð Fjöru-Þórs hefði aðeins verið lítið eitt lægra en sifluverð Óðins nú. Var þess getið að mörgum mundi þykja það lje- leg skifti, að láta Óðinn fyrir Þór, nálega milligjafalaust. Athvarfið. T-vESSl ofur einföldu sannindi voru nóg til þess að Alþýðu- blaðið þýtur upp með slíkri heift og vonsku að furðu ge'gnir. Telur það Morgunblaðið athvarf njósn- ara og veiðiþjófa. Allir geta nú dæmt um það hvert athvarf Morgunblaðið hefir verið í þessum efnum. Nægir í því efni að vitna til þeirrar undr- unar sem stjórnarblöðin ljetu í Ijósi yfr hinni skýru afstöðu sem blaðið markaði í byrjun málsins. Telji stjómarblöðin að veiði- þjófar eigi sjer einhversstaðar at- hvarf, geta þau spurt stjómina, hvernig á því standi að ekki var gripið til skýlausra lagaákvæða um eftirlit me'ð skeytasendingum til togara, fyr e'n raun varð á. Sjálfstæðismenn höfðu árum saman reynt árangurslaust að hamra vituadi ni um þessi laga- ákvæði inn í höfuðið á dómsmála- ráðherram stjórnarflokkanna. Og svo geta stjórnarblöðin spurst fyrir um það hjá ráðherra 'sínum, hvað líði rannsókninni í njósnaramálunum. Afstaða flokkanna. OJÁLFSTÆÐISBLÖÐIN víta ^ njósnarstarfsemina, hveT sem í hlut á. Stjórnarblöðin víttu njósnarastarfsemina meðan þau þóttust þe'ss fullvís, að engir nema pólitískir andstæðingar ættu þar hlut að máli. Þetta er í fám orðum afstaða flokkanna til þessara mála. Ekkert skal um það sagt hvort hin langvinna kyrð stjórnarblað- 'anna um njósnarmálið, stafar af því, að þeir hafi komist að raun um að fleiri en pólitískir andstæð- ingar kunni að vera eitthvað við það riðnir. En í allri vinsemd skal 'þessum blöðum á það bent, að það •er rjéttara af þám að tala varlega um „athvarf" hinna ákærðu í njósnarmálunum, þangað til öll kurl eru komin þar til grafar. Lýðræðið á Alþingi. IJfYERGI í lýðfrjálsu landi þekkist það að andstöðu- flokkar stjórnarinnar sjeu slíku ofbeldi beittir, sem á Alþingi ís- lendinga. Það kom þegar í Ijós eftir að núverandi stjórnarflokkar komust til valda, að þeir vildu að sá helmingur þjóðarinnar, sem fylgir stjórnarandstæðingum að málum væri algerlega rjettlaus á löggjafarsanjkomunni. Málin voru afgreidd á þann hátt, að einfald- ur meirihluti innan stjómarflokk- anna, rjeði öllu um það, hvað samþykt var á þingi og hvað ekki. Með þeirri aðferð geta 6 jafn- aðarmenn og 8 Framsóknarmenn, eða samtals 14 menn af 49, sem á þingi sitja, ráðið einu og öllu um athafnir Alþingis. Svona er lýðræðið framkvæmt í stórum dráttum. En auk þess má benda á alveg sjerstök dæmi, svo sem forsetaúrskurðinn haustið 1934 og „doríumálið“, síðastliðið haust, sem benda ljósle'ga á það, hvað lýðræðið á sjer djúpar rætur í brjóstum stjórnarliða á þingi. Stólfótalýðræði. L )TT dæmin sjeu um það deg- . inum Ijósari, hvernig stjómar flokkarnir traðka lýðræðinu á Alþingi, keppast þingmenn þeirra um það, að lýsa lýðræðishug sín- um. Einn af þessum mönnum, Hjeð- inn Valdimarsson, B. P. að nafn- bót, lýsti því nýlega á Alþingi hve mikill einræðissinni hann væri. Aðal hugsjón hans var að ,halda Sjálfstæðisflokknum niðri“. Hjeðinn hefir áður komið fram sem „virkur“ lýðræðissinni. Það var á bæjarstjómarfundinum 9. nóv. 1932, þegar hann braut undan sjer sætin til þess að gera vopn handa upphlaupsmönnum. Þá var lögreglan lamin svo, að ýmsum lá við bana. Þegar menn heyra rauðliða tala (um lýðræði af miklum fjálgleik, verður mönnum hugsað til vopn- fjhnna á bæjarstjórnarfundinum. Og þe'ir eru ekki margir sem í al- vöru óska eftir „stólfóta lýðræði“ Hjeðins ofbeldismanns Valdimars- sonar. Frestun Landsfundarins. ’C1 INS og auglýst var hjer í blaðinu í gær, verður lands- fundi Sjálfstæðismanna frestað þangað til í júnímánuði. Frestun þessi var gerð sam- kvæmt eindregnum tilmælum jfjölda áhugasamra flokksmanna á ! Norður- og Austurlandi. Þessir menn eiga alls ekki heimangengt eins og sakir standa, vegna hinna óskaplegu harðinda, sem gengið hafa yfir, og enn er ekkert lát á. Hinsvegar vilja þessir menn. dng- an veginn missa af því að sitja landsfund flokksins. Þessvegna varð það að ráði að fresta fund- inum til þess tíma, er telja má að hægt verði um fundarsókn hvað- anæfa af landinu. Þótt flokksmenn í Reykjavík Og nágrehni verði fyrir nokkrum vonbrigðum af því að fundahaldið dregst, er þess að v'ænta að þeir sjeu fúsir til að líta á hina erfiðu aðstöðu þeirra flokksmanna er fjarst búa, og meta hana svo sem vert er. Dýrin tala. A síðasta hausti kom út bók til barnafræðslu, þýdd og undirbúin af þremur þektum kennurum hjer í bænum. Bókin heitir „Dýrin tala“. Bók þessi hefir vakið nokkurt umtal og meðal annars hefir Árni Friðriksson magister skrifað um hana í „Náttúrufræðinginn“. Eftir lýsingu Árna úir og grú- ir af inisskilningi og vitleysu í bók þessari og er það spaugilegt sýnishorn þeiss, sem verða kann um skólabækur bama, þegar skólabókarfrumvarpið er orðið að lögum. Kennararnir, sem . að útgáfu þessarar bókar stóðu, njóta góðs álits í stjett sinni. Og ætla má að útgefanda hafi verið umhugað um að hún yrði sem best úr garði gerð. Þrátt fyrir þetta var bókin svo að dómi Árna Friðrikssonar, að hún flutti „skrípamyndir af nátt- úrunni“ og taldi hann hana „hneyksli“. En hvernig halda menn að skólabækurnar líti þá út, er samn- ing þeirra er orðin að tilviljunar- dúsu upp í þann eða þá kennara, sem stjórnin vill hygla í þann svipinn. Jafnframt því að Skandia- mótorar hafa fengið miklar endurbætur, eru þeir nú , lækkaðir í verði. Aðalumboðsmaður Carl Proppé Þýskukensla. Brjefaskriftir og þýðingar á þýsku Bruno Kress, Dr. des. Austurstræti 14 Frá 12—1 og 7—8 í síma 3227. Das Unbekannte Island, nýkoinið. gf-BMIIU BoImivci*»Iiiii - Sími i:»:u» Pöntunarfjelag. Stofnfundur að pöntunarf jelagi verður haldinn í Odd- fellowhúsinu (í salnum uppi) kl. 8 e. h., mánudaginn 2. mars. Mætið stundvíslega. ÞYSKALAN D ÚTVEGUM: Pjölbreytt árTal. A FKÖMA úígerðarmannsins vcllur mikið é því, að vjel fiskibálsins sje 6 góðu lag'i -' og besla tryggingin fyrir því, er að rjeft smurningsolía sje nofuð. VACUUM P-OILS P 976 • P 978 frá VACUUM 01L COMPANY t veitir wjelinni oruggari gang og eyðslan verður jafnframl minni en ella. Aðalumboðið|fyrir|ísland: A ISf bók! Sögur ’ianda börnum og unglingum V. safnað hefir sr. Friðrik Hallgrímsson. Verð kr. 2.5Ö. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúð Auaturbæjar, B. S. E., Laugaveg 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.