Morgunblaðið - 10.03.1936, Qupperneq 5
ÞriðjuJaginn 10. mars 1936.
MORGtJNiBL^ÍÐ
J5'
Guðmundur skipstjóri á „Reykjaborg“.
i>ú stendur í lyftingu stoltur og fríður,
og stýrir dýrum knerri.
Þó Ægir sje gustmikill glettinn og stríður,
J)ín gifta er rík í sjóferð hverri.
Og vegur þinn rís á hafinu hátt
með hamingjudag, þú átt viljans mátt,
og dáð sem hjá drengjum ei þve'rri.
Þú sækir fremstur á fiskauðgu miðin.
Og fagur dagur kemur.
Og víðsýnið heillar um sæbjörtu sviðin,
þú svipast um leiðir, dáðina fremur,
og sækir í djúpið hinn dýrasta auð
með drengjum, sem fólkið má þakka sitt brauð,
við guð þú um gæfuna semur.
Og hamingjudísir við stjórnvöl þig styðji,
Og starfi þarfur andi,
svo framtíðarvonirnar vegina ryðji,
til vaxandi auðnu þjóð og landi.
Og lifi hvert fley og framaverk.
Á frelsisbraut, verði. þjóðin sterk.
Og Loki ei landvættum grandi.
Sem skipið þitt góða „Reykjahorg“ reynist.
Þó Ránar gráni faldur.
Og stýrðu hjá boða er löngum leynist,
á leiðum brýtur þungur og kaldur.
Og gjafmildúr verði þjer Ægir enn,
við ungann dag geymi frónskir menn,
þinn lofstýr um langan aldur.
K. Ó.
Hjálparbeiðni.
Árið 1920 hjelt jeg fyrirlestur,
sem prentaður var í Skíriii, um
iækningarnar í Lourdes. Fjekk
jeg út af því brjef frá mörgum,
-isem báðu um freklari upplýsing-
ar um þessar lækningar, þar á
meðal var ung stúlka austur í
Múlasýslu, er sagði mjer frá veik-
indum móður sinnar, sem hafði
þá verið veik 12 ár og árangurs-
laust leitað lækninga bæði hjer
og í Edinborg. Fyrir 13 árum
fluttu þær mæðgurnar hje(r til
Reykjavíkur og eiga heima á
Loftskeytastöðinni. Allan þenna
tíma eða 28 ár hefir dóttirin lagt
alt í sölurnar fyrir móður sína og
borið aðdáanlega umönnun fyrir
að afla henni heilsubótar, en það
hefir enn e'kki tekist. En nú hafa
tveir læknar bæjarins gefið von
um einhvern bata og annar lofað
ókeypis læknishjálp, ef frú Jó-
hanna Jónsdóttir gæti verið á
sjúkrahúsi 1—2 mánuði. En til
þess vantar efnin. Reykvíkingar
eru manna hjálpfúsastir og vart
mun nokkur betur komin að því,
að þeim sje rjett hjálparrönd, en
þessi langþjáða, þolinmóða greind
arkona og hin fórnfúsa dóttir
hennar.
Fastan er vel til þess fallin að
hugsa um þá, sem þjást, og vona
jeg því, að góðir menn og konur
láti e’itthvað af hendi rakna til
þess að borga sjúkrahiískostnað-
inn, og verður gjöfum til þess
þakklátlega veitt móttaka á skrif-
stofu Morgunblaðsins og í versl-
uninni „París“, Hafnarstræti.
Thora Friðriksson.
Heitt blóð heitir þýsk kvik-
mynd, sem Nýja Bíó sýnir í fyrsta
sinn í kvöld. Hún gerist í Bosníu,
í hrikalegu og fögru landslagi,
þar sem fólk með eldheitt blóð í
æðum gengur í einkennilegum
þjóðbúningum og hefir alt aðra
háttu heldur e'n vjer þekkjum.
Þar sjást hópgöngur og söngur og
hljóðfærasláttur sem er sjerkenni-
legur fyrir Bosníu, ómar í eyrum.
Einkennilegar eru og byggingarn-
ar, liinar grönnu brýr, kirkju-
turnarnir og fyrst og fremst fólk-
ið sjálft. Það munu margir hafa
gaman af að kynnast þessum
fjallabúum þarna suður við Mið-
jarðarhaf.
Alt Heidelberg verður leikið í
Iðnó í kvöld kl. 8. Verð aðgöngu-
miða er lækkað.
í Hafnarfirði heldur 0. Frenn-
ing samkomu í kvöld kl. 8 í Góð-
templarahúsinu. Allir velkomnir.
Sextugs afmæli.
Jón Björnsson
f rá Svarfhóll
kaupmaður í Borgarnesi er sex-
tugur í dag. Jón er af kunnum
ættum í Borgarfirði og frænd-
margur þar. Foreldrar lians,
Björn Ásmundsson og Þuríður
Jónsdóttir, bjuggu um langan
aldur rausnarbúi á Svarfhóli í
Stafholtstungum. Komu þau börn-
um sínum vel til manns, og eru
þau Svarfhólssystkin víða kunn.
Jón fór að heiman ungur að
aldri og tókst á he'ndur verslun-
arstörf í Borgarnesi. Setti hann
þar brátt á stofn eigin verslun og
hefir kaupmenska síðan orðið
æfistarf hans, þótt margt annað
hafi hann lagt á gjörva hönd.
Póstafgreiðslumaður var hann í
Borgarnesi um langt slteið, og
eftir að Borgarne's var gert að
sjálfstæðum hreppi varð hann
fyrstur hreppstjóri þar. Fórust
honum þessi trúnaðarstörf sem
öll önnur vel úr liendi. Jafnan
hefir Jón notið vinsælda hjá við-
skiftamönnum sínum. Hafa þeir
fundið, að þar var við góðan
dreng að skifta.
Jón frá Svarfhóli er með af-
brigðum ve'l látinn maður. Er
ekki ofsagt, að hann sje hvers
manns hugljúfi. Valda því mann-
kostir hans, prúðmannleg fram-
koma og sívingjarnlegt viðmót,
við hvern sem í hlut á. Hefi jeg
engan vitað óvildarmann hans, en
marga vini, og þá besta, sem
þektu hann glegst. Skapfestu-
Jón Björnsson.
maður er Jón eins og hann á ætt
til. Er það á orði, að aldrei hafi
hann sjest bregða skapi, þótt
snögglega hafi á móti blásið.
Jón er kvæntur Ragnhildi Jón-
asdóttur frá Sólheimatungu,
glæsilegri gáfukonu. Hafa þau
hjón verið samhent um að skapa
þann fyrirmyndarbrag, er ávalt
liefir ríkt á heimili þeirr;a. Borg-
arnes er í þjóðbraut og er oft
gestkvæmt hjá þeim hjónum,
bæði af innan- og utanhjeraðs-
mönnum, en gestrisni þeirra,
rausn og hjálpsemi er .við brugð-
ið. Veit je'g, að á þessum tíma-
móturn í æfi Jóns frá Svarfhóli
muni mikill fjöldi vina þeirra
hjón'a, nær og fjær, hugsa hlýtt
til þeirra, og árna þeim gæfu og
gengis á ókomnum árum.
Þórður Eyjólfsson.
Thorvaldsensfjelagið. Fundur í
kvöld kl. 8,30 í Oddfello'whúsinu.
Náttúrufræðingurinn
Nokkrir nýir kaupendur Náttúrufræðingsins fá ritið frá byrjun, fimm árganga, fyrir hálfvirði, eða aðeins
15.00 kr., þó aðeins gegn staðgreiðslu, og með því skilyrði að þeir verði kaupendur ritsins framvegis, og
greiði um leið 6. árgang þess. En vegna þess að sum heftin í fyrstu árgangana eru næstum þrotin, er mjög
æskilegt, að þeir, sem vilja eignast Náttúrufræðinginn frá byrjun, gefi sig fram sem fyrst. Náttúrufræðing-
urinn kemur út f jórum sinnum á ári, tólf arkir samtals. Ritið er prýtt fjölda mynda, og árangurinn kostar
6 kr. Afreiðslumaður og gjaldkeri er Ólafur Bergmann Erlingsson, prentari, Njálsgötu 76. Sími: 3048 í ísa-
foldarprentsmiðju. Heimasími: 4875.
Á fimm árum hafa komið út af Náttúrufræðingnum 60 arkir í Skírnisbroti, svo hjer er um að ræða bók,
sem er 960 bls. 1 Náttúrufræðinginn hafa ritað rúmlega 60 höfundar, í honum hafa birst um 300 greinar,
og um 280 myndir. Allar þær greinar, sem birtast í Náttúrufræðingnum, er reynt að hafa í þeim búningi,
sem hyerjum manni, meira að segja hverju barni, sje auðskilinn. En við hlið þeirra greina, sem Náttúru-
fræðningurinn færir lesendum sínum til fróðleiks og skemtunar, hefur ritið
opnað dálka sína fyrir hagnýtum viðfangsefnum, sem ætlast er til að komi
að praktiskum notum. Aðalgreinarnar 1 næsta hefti Náttúrufræðingsins, sem
kemur út eftir fáa daga, eru: >r
Urelt líffæri á mannslíkamanum,
Rjúpan, ætt hennar og óðall,
Marhálmurinn,
Rækjur og rækjuveiðar,
Fjörugrös og hrossaþari.
Auk þess margar smærri greinar, um ýmis efni.
Fjörugrös.
Kaupið Náftúrufræðinginn handa sjálfum yður.
Kaupið Náftúrufræðinginn handa liörmiiii yðar.