Morgunblaðið - 13.03.1936, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.03.1936, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 13. mars 1936. Útgref.: H.f. Arvaknr, Reykjavlk. Ritatjðrar: Jðm KJartanason, Valtýr Stefánsaon. Rltstjðrn og afgrelSsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. AVKlýsingastjðri: E. Haíberg. Auglýsingaskrifatofa: • Austurstrætl 17. — Slmi 8700. Helmaslmar: Jðn KJartansson, nr. 8742 . ^Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Arni 6la, nr. 8045. E. Hafberg, nr. 8770. Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánuCl. 1 lausasölu: 10 aura elntakltS. 20 aura meC Lesbðk. 20 ár. Alþýðusamband íslands hjelt í gær hátíðlegt 20 ára afmæli fitt með ýmsilegri viðhöfn og mannfagnaði. í sambandi þessu £ru nú taldir um 12 þús. fje- Í9,gar og er það þannig orðið ríki í ríkinu. Tilgangur þessa víðtæka fje- lagsskapar er vitanlega sá, að vinna að bættum kjörum al- þýðunnar, og þá sjerstaklega verkafólksins í kaupstöðum og sjávar-þorpum, á lýðræðis- grundvelli. Nú á tvítugsafmæli fjelags- skáparins standa sakir svo, að , OT i j . átvinnuvegimir á fjelagssvæð- Inu eru að þrotum komnir. Á- stæðurnar til þessa eru marg- víslegar, og að sumu leyti ut- anaðkomandi. En því verður 'felíki neitað, að erfiðleikar at- vínriuveganna og hið dapra út- Ht, áem fram undan er, á ekki að litlu leyti rætur sínar að rekjá til þess, að þessi fjelags- skapur hefir um of einblínt á stundarhagsmuni verkafólks- iris, án þess að taka nægilegt tillit til getu atvinnuveganna til þess að verða við kröfunum. Alþýðusambandið hefir um- fram alt verið kaupstreitusam- tök. Og í þeirri streitu hefir fyrst og fremst verið lögð á- hersla á, að hækka tímakaup- ið óg dagkaupið, en hins ekki nægilega gætt, að vinnudag- arnir gætu orðið fleiri og árs- kaupið hækkað. Alþýðusambandið starfar í orði kveðnu á lýðræðisgrund- velli. En lýðræðishugsjónin hefir verið framkvæmd á þann hátt, að verkamenn hafa oft á tíðum aðeins um tvo kosti að velja, annaðhvort að gangast undir hina sósíalísku stefnu- skrá Alþýðuflokksins, eða ganga atvinnulausir að öðrum kosti. Á þennan hátt hafa hundruð manna neyðst til að heita fylgi við stefnu, sem þeim hefir verið alt annað en húg- þekk. Það hefir líka iðulega kom- ið fram í vinnudeilum, að hug- arfar sumra leiðtoganna er ekki sjerstaklega mótað af lýð- ræði eða frjálslyndi. Og hvað sem menn annars vilja segja um þennan fjelagsskap, þá verður að viðurkenna, að lýð- ræðisfáninn er orðinn svo kám- ugur, að honum er lítt hald- andi á lofti. Á þessum tímamótum verð- ur að óska þess, að Alþýðu- sambandinu lærist að meta meira alþjóðarhag en verið hefir. Með því móti einu get- ur starf þess orðið farsælt. FRAKKAR BUAST VIÐ STYRJOLD! r Ofriðarundirbúningur við landamærin. Gamelin, yfirhershöfðingi Frakka, sem álítur að Frakkar muni geta sigrað Þjóðverja i ófriði. Alþjóðasamband verkamanna hvatt saman! Til að ræða um ófriðarblikuna. Fundur í London, London 12. mars. FÚ. \ fundi, sem fram- kvæmdaráð verk- lýðssambandanna bresku hjelt í London í dag, var ákveðið, að kveðja til fundar í stjórn alþjóða sam- bands verkamanna snemma í næstu viku í London. Samband verkamanna í Bandaríkjunum er í stjórn- málalegri samvinnu við sam- bandið. Fundahöldin geta þó dregist fram á miðvikudag eða fimtudag, þar sem fulltrúarn- ir verða að hafa rimboð til þess að tala í nafni fjelaga sinna, og verður því að kveðja til funda í þeim til þess að ræða málin. Viðfangsefni þessa alþjóða fulltrúafundar í London verð- ur það, að ræða um afstöðu verklýðssambandanna ef til ó- friðar kæmi. Þjóðverjar verða að vera viðbúnir. London 12. mars F.Ú. Þýski aðal-ræðismaðurinn í anada tilkynti í gær öllum iskum þegnum, sem dvelja ir í landi eða í Newfound- nd, að þeim væri boðið að ;ra við því búnir að vera raddir heim til Þýskalands til srþjónustu. Sendiherra Þjóðverja í andarikjunum ljet svipaðan oðskap frá sjer fara til pskra þegna í Bandaríkjun- m, á þriðjudaginn var. Bretar hallast á sveif með Frökkum. Sigurvonir franska g Hernaðarstuðningur herforingja- x Rússa og Litla ráðsins. $ bandalagsins. - * KAUPMANNAHÖFN í GÆR. UNITED PRESS SKYRIR FRÁ ÞVÍ, AÐ FRAKKAR ÁLÍTI AÐ ÓFRIÐARHÆTTAN í ÁLFUNNI SJE NtJ MJÖG MIKIL. ALMENT ER ÁLITIÐ 1 FRAKKLANDI, AÐ STYRJÖLD MILLI FRAKKA OG ÞJÓÐVERJA SJE ÓHJÁ- KVÆMILEG. „Daily Telegraph“ í London skýrir frá því, að neðanjarðarvíggirðingar Frakka á austur- landamærunum sjeu fullskipaðar hermönnum. Skýrsla Edens. Talið er, að Anthony Eden og Halifax lá- varður hafi gefið breska ráðuneytinu eftirfarandi skýrslu um fundinn í París: 1) Frakkar eru þess albúnir að hefja gagn- ráðstafanir gegn Þjóðverjum, hvort sem Bretar veita þeim (Frökkum) stuðning eða ekki. 2) Herforingjaráð Frakka gerir sjer góðar vonir um að sigursæld fylgi hernaðarrefsiað- gerðuin, sem Frakkar kunni að beita gegn Þjóð- verjum. 3) Rússar, Belgar og þjóðirnar í Litla- bandalaginu (Rúmenar, Tjekkar og Júgóslafar), hafa lofað Frökkum hernaðarlegum stuðningi. 4) Frakkar og áðurnefndar þjóðir og auk þess Grikkir og Tyrkir, hafa í hótunum að segja sig úr Þjóðabandalaginu, ef ekkert verði gert til þess að halda uppi heiðri alþjóðasamninga. Bretar með Frökkum. 2% miljarðar franka! KHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS Sú fregn hefir flogið fyr- ir, að Sarraut muni ætla að biðja franska þingið um 2.5 miljarða franka til eflingar franska loftflotanum. Páll. Skýrsla Edens virðist hafa haft þau áhrif á bresku stjórnina, að hún hallist nú á sveif með Frökkum. Breska stjórnin vill með öllu móti reyna að koma í veg fyrir, að samvinnuslit verði milli Breta og Frakka. Stórblaðið M.orning Post, sem kallað er að hafi bestan að- gang að Baldwin forsætisráðherra, skýrir frá því í dag, að samþykt hafi verið á ráðuneytisfundi í gærkvöldi, að styðja kröfu Frakka um það, að hersveitir Þjóðverja hverfi á brott úr Rínarhjeruðunum, áður en teknir verði upp samningar við þýsku stjórnina. Þó er ekki fullvíst, hvort Bretar muni krefjast þess, að Þjóðverjar hverfi á brott m^ð allan herinn, eða aðeins hluta af honum. En í Frakklandi hefir því verið opinberlega lýst yfir, að Frakkar muni ekki telja nægilegt, að dregið verði úr Rínarher Þjóðverja, eða að Þjóðverjar bindist loforði um að koma sjer ekki upp víggirðingum við landamæri Frakklands. Örðugleikar Hitlers. Þjóðverjar vona, að friður haldist. Þeir ótt- ast, að Frakkar kunni að ráðast með her inn í Saarhjeraðið, en J>eir treysta J>ví, að til J>ess komi J>ó ekki og að Bretum takist að miðla málum. Til mála getur komið, að Hitler sendi fulltrúa á fund- inn í London. Þjóðverjar vona, að Lund- únafundurinn verði friðarráð- stefna, sem greiði úr stærstu flækjunum í stjórnmálum Ev- rópu. Hitler ásakar Rússa. London 12. mars. FÚ. í opniberri tilkynningu, sem þýska stjórnin gefur út í Ber- lín í dag, er ráðist á þá stefnu Frakklands, að gera samninga við önnur ríki hvar sem við verður komið, í því skyni að einangra Þýskaland, og farið hörðum orðum um fransk-rússneska sáttmálann. Segir í tilkynningunni, að Þýskaland hafi aldrei orðið þess valdandi, að Frakkland þyrfti að leita aðstoðar Rúss- lands. Ennfremur, að ekki verði litið á þenna sáttmála öðruvísi en sem hernaðar- bandalag. I tilkynningunni er Rússland sakað um, að hafa árásarfyr- irætlanir á vesturríkin með höndum. Þá er í tilkynning- unni vakin athygli á hernað- arundirbúningi þeim, sem fram fer í Frakklandi. Lítill her í Rínar- Margir álíta, að" Hitler muni ekki telja sjer fært að kalía allan herinn á brott úr Rínarhjeruðunum. Til þess muni liggja innanlands stjómmálaástæður. Er jafnvel talið, að Hitler hafi gripið til þess úrræðis að hervæðast í Rínarhjeruðunum, vegna stjórnmálaörðugleika innanlands. Við hinu er þó alment búist, að Hitler sje reiðubúinn til þess að kalla eitthvað af herliðinu á brott úr Rin- arhjeruðunum. bygðuin. í öðrum kafla tilkynningar- innar ræðir um ráðstafanir þær, sem Þýskaland hefir gert á Rínarsvæðinu, og segir þar, að Þýskaland hafi aðeins sent þangað svo lítilfjörlegan her- afla, sem minst verði komist af með til þess að tryggja frið bygðan á jafnrjetti ríkjanna. Samtímis hafi Þýskaland FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.