Morgunblaðið - 13.03.1936, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.03.1936, Blaðsíða 3
Föstudagiim 13. mars 1936. MORG JNBLADIÐ 3 Islendingar eiga að rannsaka íiskimiðin í Grænlandshafi. Uppboðið í Hafnarfirði Tillaga Sigurðar Kristjánssonar Sigurður Kristjánsson fljtur á Alþingi svohljóðandi þingsá- lyktunartillögu: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta útbú varðsjkipið Þór og láta hann í júnímánuði n. k„ eða á öðmm tíma er sjerfróð- um mönnum þykir hentugri, mæla upp ákveðið svæði í Græmlands- hafi í þeim tilgangi: 1. að rannsaka skilyrði til þess að stunda þar þorskveiðar að lokinni vetrarvertíð ár hvert. 2. að finna þar lúðumið, sean vit- að er að aðrax þjóðir, t. d. Skotar og Norðmenn þekkja, en við þekkjum eklri“. í greinargerð fyrir tillögunni segir: Árni Priðriksson fiskifræðingur hefir, sem kunnugt er, fært sterk- ar sannanir fyrir því, að þorsk- göngur þær, sem valda aflabrögð- nm hjer við Suður- og Yesturland á retrarvdrtíð, muni leggja leið sína af íslandsmiðum vestur um GtTænlandshaf. Eftir sjómælingum sem Þjóð- verjar haga gert milli íslands og Grænlands (sjá sjókort Dana Nr. 147), liggur grunn frá Yestfjörð- Um alla leið til Grænlandsstrandar. Br dýpi á grunni þessu víðast innan við 200 faðma og alt niður í 60 faðma miðleiðis. Hið mikla svæði milli íslands og Grænlands er annars svo lítið rannsakað, að þar geta ve'rið mörg óþekt fiski- mið. En allra síst vita íslendingar sjálfir skil á þessu. Nú hefir Árni Friðriksson sýnt fram á það, að fiskur hljóti að fara eftir ákveðn- um leiðum milli íslands og Græn- lands. Og að ef unt væri að finna þessar fiskislóðir, þá mundi líka auðvelt að halda áfram vertíð á þeim fiskislóðum í framhaldi af veS'tíðinni. Vorið 1934 var að tilhlutun Á. F., undirbúinn rannsóknarleiðang- ur í þessu skyni, í júnímánuði. En af honum varð þó ekki, vegna rekíss á þeim slóðum, sem rann- sóknirnar voru fyrirhugaðar á. Ólafur Jóhannesson konsúll á Patreksfirði tók sig þá td og sendi í júlímánuði sama ár togarann Gylfa í rannsóknarferð frá Vest- fjörðum ve'stur að Grænlands- strönd. í skýrslu þeirri, sem Ó. J. konsúll Ijet Áma Friðrikssyni í tje, og birt er í Ársriti Fiskifje- lags Islands 1935, segir m. a.: „128 sm. norður af Bjargi var «2 faðma dýpi, og voru þar gerðir þrír 20 mínútna drættir.*) Feng- ust ca. 6 körfur af þorski í hveTj- inn. Óvenjumikið dýralíf. Þaðan var haldið áfram með stefnu á Ingólfsfjall (á Grænlandi). Togað á leiðinni, 20 mínútur í hvert skipti, 2—3 körfur af þorski í hverjum drætti. Út af Angmaga- salik er grynni, 70—100 sjómílur á lengd, e'n 20—30 sjómílur á breidd. Þar var togað, og fekst *) Frá Bjargi til C. Japetu's Stuenstrup á Grænlandi (skamt norðán við Angmagsalik) em um 260 sjómílur. ein karfa af þorski í drætti. Þá var haldið 75 sjómílur út frá strönd Grænlands. Þar fekst mergð af ufsa að morgni dags, en ekkert þegar leið á daginn. Á leiðinni heim var farið um 20 sm. sunnar. Sáust tveir norskir línu- veiðarar vera að veiðum á miklu dýpi. Þar var ekki hægt að toga, vegna þess að vírar voru of stutt- ir“. Tilraunir þessar sýna, að þorsk- ur var allsstaðar á le'iðinni frá ís- landi til Grænlands. Virðist það góð sönnun fyrir máli Áma Frið- rikssonar. En nú er aðeins eftir að ákveða bestu miðin og þann tíma, sem þorskurinn er á hverj- um stað. Það er eflaust, að mál þetta er mikið hagsmunamál fyrir Islend- inga, eða verður það í framtíðinni.' En auk þess er á það að líta, að það er vanvirða fyrir íslensku þjóðina að búa við bestu fiskimið heimsins, en þekkja þau minst allra þeirra þjóða, er þar stunda veiðar. f fróðlegri smáritgjörð eftir Áma Friðriksson í Náttúrufræð- ingnum, 1. hefti 1935, skýrir hann frá aflamagni flestra Evrópu- þjóðanna árið 1930. íslendingar em fámennastir þeirra að undan skilum Færeyingum. En þó eru að eins þrjár þjóðir se'm fiska meira en þeir: Norðmenn, Englendingar og Þjóðverjar. En þegar athugað er, hvað kemur á hvern mann þá hrapa þessar þjóðir nokkuð langt niður fyrir íslendinga, því afli ísle’ndinga var 3200 kg. á mann, afli Norðmanna 396 kg. á mann, afli Englendinga 20 kg. á mann, og afli Þjóðverja 5 kg. á mann. Svo miklir aflamenn eru íslend- ingar, að þótt þeir eigi við að keppa 11 voldugar fiskiveiða- þjóðir á miðum íslands, þá veiða þeir þó nál. he'lming alls þess fisks, sem á þessum miðum aflast. Þessi undur gerast hjer á fiski- miðunum af þjóð, sem er aðeins rúml. 100 þúsundir, og þó eru að eins 19% af þjóðinni fiskime'nn, þar með talið slcyldulið þeirra. En hjer gerast önnur undur í sambandi við fiskveiðarnar. Sau undur, að íslenska ríkið lætur nær því engan eyri af mörkum til rann sókna á lífi og lífsskilyrðum fiska. Danir eru ekki mikil fiskveiða- þjóð í samanburði við íslendinga. Afli þeirra árið 1930 var 25 kg. á mann, en afli Islendinga, sem áður segir, 3200 kg. á mann. En Danir verja árlega Vj miljón króna til allskonar rannsókna í samhandi við fiskveiðar. En við íslendingar munum láta af mörk- um um 12 þús. kr. á ári í þessu sama augnamiði, þegar með eru talin laun Árna Friðrikssonar. Viðvíkjandi 2. lið tillögunnar skal það tekið fram, að kunnugt er að Skotar og Norðmenn þekkja lúðumið í hafinú vestur af íslaridk Nú ér það einnig þékt, að í Bandai- ríkjum Ameríku er geysimikill markaður fyrir lúðu, og myndi aðstaða íslendinga til þess að *? Edward VIII á iðusýningu. | t ❖ ♦!♦ Edward Bretakonungur. Myndin er tekin er hann kom á iðn- sýninguna í London nýlega. Þetta var í fyrsta sinn, sem konung- ur kom opinberlega fram, eftir valdatökuna. Var þýska stjúrnin ekki einhuga? Oslo 12. mars. Símskeyti frá Berlín til breskra blaða herma, að menn sjeu mjög áhyggju- fullir í Þýskalandi ut af horfunum. Lausafregnlr ganga um það, að margir ráðherranna hafi verið and- vígir Jjví, að heriið væri sent inn á afvopnuðu svæðin í Rínarbygðum. (FB.). Samkvæmt því, sem danska blaðið Dagens Nyheder skýrir frá, eru Suðureyingar á Færeyjum í þann veginn að kaupa togara, og verður þýski ræðismaðurinn, Thomsen, forstjóri hins nýja tog- arafjelags. (F.Ú.). hagnýta sjer þennan markað, vera hagstæð, ef þeir gætu aflað þann fisk á heimamiðum. Viðvíkjandi kostnaðarhlið þessa máls er það að segja, að útgerð Þórs mun kosta um 600 kr. á dag. en þótt hann lægi aðgerðalaus, mundi það og kosta nokkuð, svo þær 600 kr. yrðu ekki nettóút- gjöld fyrir ríkissjóð. Nokkuð myndi og þurfa til. að kosta í út- búnaði, en stórfje yrði það ékki. Það skal að lokum tekið fram, að tilraunir þær og rannsóknir, sem hjer er lagt til að gerðar verði, eru hugsaðar sem byrjun að víðtækum rannsóknum á því, hvernig vjeT fáum hagnýtt þá fisk stofna, sem koma og finnast á ísl. fiskmiðum, en rjett hefir þótt að takmarka tillögu þessa við af- markað verkefni. Skíðaferð yfir Kjfil, SkíSaf jelagið hefir ákveðiS að fara upp í HvalfjörS á sunnudaginn. H^fir skipið ,,La.xfoss“' ver- ið leigt til fararinnar. Verður lagt á stað kl. 6 f. h. og fer skip ið með skíðafólkið alla leið inn í Hvalfjarðarbotn, að Fossá. Gengið yfir Þrándarstaðafjall og upp á Kjöl. Þar skiftast menn í tvo hópa. Fer annar hópurinn til Kárastaða í Þing- vallasveit og eru þangað um 30 km. frá Fossá. Hinn hóp- urinn fer niður hina 7 y% km. löngu og aflíðandi brekku nið- ur að Stíflisdal, og eru þang- að um 20 km. frá Fossá. Frá Stíflisdal verður svo gengið að Svanastöðum (um 12 km.). Laxfoss ér ágætt skip, eins og menn vita, og getur vel tekið um 200 farþega. Ætti þetta að verða hin mesta skemtiför, ef veður verður gott. Þeir, sem ætla með, verða að gefa sig fram fyrir kl. 4 á morgun (laugardag). — Búist þjer við að margir verði í þessari skíðaför? spurð- um vjer L. H. Miiller í gær. — Já, það er enginn efi á því, ef veður verður gott. Enda þíirfum við að dreifa fólkinu, því að nú eru svo margir á skíðum um helgar, að Hellis- heiði er orðin of lítil! Eða svo virtist okkur á sunnudaginn var. — Verður þá líka skíðaför á Hellisheiði? — Já, já. Hópur manna leggur á stað kl. 8 á laugar- dagskvöld og gistir í Skíðaskál- anum um nóttina. Annar hóp- ur leggur á stað kl. 9 á sunnu- dagsmorgun. f |ær. ; Samsalan vill ekki ávísanir á bæjarsjóO Hafnarljarðar. Mikið ffölmenat og kurr í mönnum. Nauðungaruppboðið í Hafnarfirði í gær var ein- hver fjölmennasta útisanl- koma, sem haldin hefiú ver- ið bar. Seldar voru sex kýr í alt, frá þrem bændum, tvær. frá hvorum, fyrir greiðslu á verð jöfnunargjaldi fyrri árs- helming 1936. Mannfjöldinn lýsti óspaft vanþóknun sinni á Mjólkur- samsölunni og þingmanni Hafnarfjarðar. Þegar greiða átti and- virði seldra kúa með ávísyn- um á bæjarsjóð Hafnar- fjarðar, neitaði fulltrúi, Stefáns Jóh. Stefánssonar að taka þær gildar. Uppboðið var sett á tilteknum tíma kl. 1 miðdegis í pakkhúsi Akurgerðis við höfnina. Á.tti upp- runalega að fara með kýr þær þangað, sem téknar höfðp verið lögtaki upp í verðjöfnunargjald- ið. En frá því var horfið, og, flutti uppboðshaldari sig á milli fjós- anna. i,(1 Fyrst fór hann að fjósi Gpðm. J. Magnússonar. Fylgdi allur mannfjöldinn honum þangað. Tal- ið er að þarna hafi verið á ferð- inni á 2. þúsund manns. Er þangað kom var fjósið lok- að. En uppboðshaldari ljei brjóta það upp. Tvær kýr Guðmundar voru boðnar upp og seldar. Fór önnur á 75 krónur, én hin á 65 krónur. Kaupendur voru bændur austan úr Flóa, anmar þeirra, Sigurgrím- ur í Holti, sá er vakið hefir á sjer nokkra eftirtekt fyrir fylgispekt sína við Egil Thorarensen, Síra Sveinbjörn og aðra áþekka „bændavini". NOKKUR ORÐ TIL EMILS BÆJARSTJÓRA. Að þeSsu loknu var farið að fjósi Ólafs Runólfssonar, og enn komið að lokuðum dyrum. Er þangað kom var gert nokk- urt óp að uppboðshaldara, svo hann varð að doka við, uns dróg úr hávaðanum. Ljetu menn með nokkuð ber- um orðum óánægju sína í ljósi yf- ít Samsölunni og framkomu bæjar stjórans, Emils Jónssonar. Heyrðist það m. a. að menn Ijetu orð falla á þá leið, að hjer væri bæjarstjórinn Emil Jónsson að færa fram þakkir sínar fyrir stuðning þann er honum var veitt- ur til þingme'nskunnar. Töldu FRAMHALD Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.