Morgunblaðið - 13.03.1936, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudaginn 13. mars 1936.
JUaufis&ajvuv
Notuð góð eldavjel óskast til
kaups. Uppl. í síma 3048.
Ullarprjónatuskur og kopar
keypt hæsta peningaverði. —
Vesturgötu 22. Sími 3565.
Trúlofunarhríngar hjá Sigur-
þór, Hafnarstræti 4.
Kaupi gull hæsta verði. Árni
Björnsson, Lækjartorgi.
Kjötfars og fiskfars, heima-
tilbúið, fæst daglega á Frí-
kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent
heim.
Kaupi frímerki hæsta verði.
Erlendur Blandon, Leifsgötu 23
HúElsanmur
Lokastíg 5.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
KAUPUM allar tegundir
ullartuskur hreinar. Hátt verð.
Afgr. Álafoss, Þingholtsstr. 2.
Tek að mjer vjelritun. Friede
Pálsdóttir, Tjarnargötu 24. —
' Sími 2250.
Sokkaviðgerðin, Tjarnargötu
10, 2. hæð, gerir við lykkjuföll
í kvensokkum, fljótt, vel og
ódýrt. Sími 3699.
Útlend frímerki í miklu úr-
vali, frímerkjabækur fyrir ís-
lensk frímerki, _ frímerkja-
hengsli, frímerkjatengur o. fl.
Islensk frímerki keypt hæsta
verði. — Gísli Sigurbjörnsson,
Lækjartorgi 1, opið 1—4. Sími
4292.
Stærst úrval rammalista. —
Innrömmun ódýrust. Verslunin
Katla, Laugaveg 27.
Kjöt og fiskfars daglega nýtt
— Kaupfjelag Borgfirðinga.
Kaupi gull og silfur hæsta
verði. Sigurþór Jónsson, Hafn-
arstræti 4.
Veggmyndir og rammar í
fjölbreyttu úrvali á Freyju-
götu 11. 'j
| A lþýðublaðið gat þess á dögun-
“**■ urn að blaðið teldi bændum
lijer í nágrenni Reykjavíkur
skömm að því, að þeir skyldu
é ekki geta sætt sig við, að greiða
; skatt af mjólk sinni í flokkssjóð
! sósíalista hjer í bænum.
i Finst blaðinu það hart að bænd-
, ur geti ekki unað því, að greiða
(tvöfaldan skatt af mjólk sinni,
: bæði í verðjöfnunargjald til aust-
| anbænda og Samsölugjaldið sem er
'helmingi hærra en dreifingarkostn
1 aðurinn hjer í bænum þarf að
' vera.
Otto B. Arnar, löggiltur út-
varpsvirki, Hafnarstræti 11. —
Sími 2799. Uppsetning og við-
gerðir á útvarpstækjum og loft-
netum.
Úraviðgerðir afgreiddar fljótt
og vel af úrvals fagmönnum
hjá Áma B. Björnssyni, Lækj-
artorgi.
4—5 herbergja íbúð, ná-
lægt Miðbænum, óskast 14.
maí. Snorri Arnar, sími 4899.
íbúð, 4—5 herbergi og eld-
hús, óskast til leigu 14. maí
n. k. Tilboð sendist Post Box
336.
Simi 1380
Litla Bílstöðin
Opin allan
sólarhringinn.
*
Arið 1928 var svohljóðandi á-
kvæði lögleitt í Skotlandi:
„Það er hjer með lögleitt að á
þeim árum, sem hlaupár eru, má
sjerhver ungfrú, hvort hún er af
háum eða lágum stigum hafa
frjálsræði til að biðja sjer hvaða
manns sem er, og hún óskar. Svo
framarlega sem hann skorast und-
an því, að taka hana sjer fyrir
lögle'ga eiginkonu, þá skal hann
greiða í sekt eitt sterlingspund eða
minna, alt eftir efnum og ástæð-
um ne'ma hann geti fært sönnur á,
■að hann sje þegar trúlofaður ann-
ari, þá er hann laus allra mála.
*
anskur prestur Peder Syv, gaf
■"“'^ bændum á sínum tíma svo-
hljóðandi læknisráð við lungna-
pest í mautgripum:
„Að kvöldi dags, þegar sól er
gengin til viðar, tekur maður
frosk og saxar hann í smátt og
hrærir hann saman við nýmjólk.
Síðan er rúgmjöli hnoðað í
vökva þe'nna og gert deig sem
harðbakað er. MuníS að kauPa ávalt
Á hverjum morgni er rifið ögn ..Freia“-fiskmeti, sem er viðui-
af köku þessari og gefið peningn- kent fyrir gæði' A1Iar buðir
„„ i • i . . Sláturfjelags Suðurlands hafa
um, bæoi gripum peim sem veikir J # '
L'm /-. i r> -Pí nlrwi /»+í f> ^ T mvp
eru, og eins þeim heilbrigðu.
*
„Freia“-fiskmeti. ,,Freia“,Lauf-
ásveg 2. Sími 4745.
Frú Stavisky, ekkja fjárglæfra-
mannsins íranska, sýnir sig í fjöl-
leikahúsi í Ameríku um þessar
mundir.
Leikhúsið auglýsir;
Komið og sjáið frú Stavisky,
ekkju mesta fjárglæframanns
heimsins á þessari öld.
*
Dómarinn: Þjer hafið barið kon-
una yðar með staf.
— Já, en hún tók tíu krónur úr
buddunni minni í leyfisleysi.
— Þjer megið vita, að yfir-
völdin ein hafa rjett til að re'fsa
fólki.
— Þjer megið gjarna fá lán-
laðan stafinn minn, herra dómari.
*
Skólaböm áttu að se'gja til um
það, hvort þau ættu systkini, sem
yrðu á skólaskyldualdri næsta ár.
Júlíus gefur sig fram og segir svo
vera.
Nýir kaupendur að Morgun-
blaðinu fá blaðið ókeypis til
næsikomandi mánaöamóta.
j í Húsmæður. Munið eftir að
hringja til Ráðningarstofu
Reykjavíkurbæjar, þegar yð-
ur vantar stúlku til húsverka.
öll aðstoð við ráðningar er
veitt þar án endurgjalds. Síma-
númerið er 4966.
Nýir kaupendur fá blaðið ó-
keypis til næstkomandi mán-
aðamóta.
i -
Friggbónið fína, er bæjarina
besta bón.
Café — Conditori — Bakavíp.
Laugaveg 5, er staður hinna
vandlátu. - Sími 3873. Ó. Thor-
berg Jónsson.
Vita grenningarvjelin eyðir
: óþarfa fitu og styrkir. Lækkað
— Er það drengur spyr kenn- j verð. Hárgreiðslustofa Lindís
í Halldórsson.
arinn.
— Nei.
— Þá hlýtur það að vera
stúlka.
— Nei.
— Hvað þáf spyr kennarinn.
— Stelpa, svaraði Júlíus.
*
— Je'g sagði honum að jeg vildi
aldrei sjá hann framar.
— Fór hann þá?
— Nei. Hann slökti ljósið.
MATURINN á Café Svanur
er góður og ódýr, sem fyr. —
Kyöldmatur aLt niður í 1 kr.
Borðið í Ingólfsstræti 16
sími 1858.
Fimm menn um miljón. 53.
heyrðist á götunni, hættu áflogin, og sekúndu
^síðar varð alt ein ringulreið. Það brá fyrir ljós-
blossa, og kúla þaut í gegnum loftið. Maðurinn,
sem var með reiddan hnefann, hringsnerist í
kringum sjálfan sig og greip um úlnliðinn. Fje-
lagi hans staulaðist hikandi á fætur. Önnur kúla
skall í götuna rjett við annan fót hans, og þeir
tóku báðir til fótanna og hlupu af stað.
Hinummegin við götuna var stórt svæði, þar
sem verið var að leggja nýja vegi og byggja
mörg smáhús. Þar hurfu þeir á bak við múrvegg.
Maðurinn, sem hafði setið í bílnum, stökk nú líka
af stað og hvarf í sömu átt og þeir. Dutley stakk
byssunni í vasa sinn.
„Eruð þjer meiddur, Williams?" spurði hann
bifreiðarstjórann.
„Nei, ekki nema eitthvað smávegis“, svaraði
hann og stóð á fætur með nokkrum erfiðismun-
um. „En hver var ætlunin hjá þeim? Ætluðu þeir
að stela vagninum? Þeir voru búnir að stinga á öll
hjólin áðan niður í Highgate Arms“.
Dutley skimaði í allar áttir. „Setjist inn í
vagninn", sagði hann. „Það er ekki víst, að við
sjeum alveg lausir við þá enn“.
„Þeir voru fleiri saman hjá kránni“, sagði Bur-
dett. „Mjer er ekki um þenna bíl þarna“.
Rjett í þessu beygði bifreið út úr garðinum
fyrir utan krána og ók hratt niður brekkuna. Ed-
ward Wolf hafði hætt sjer út á götuna, skjá!f-
andi af ótta, og greip dauðahaldi í Burdett. „Inn
í vagninn með ykkur“, kallaði Dutley í skipandi
róm. „Flýtið ykkur, áður en það er um seinan“.
Þeir hentust inn í bílinn og Dutley stökk upp
í ökusætið. Vjelin var enn í gangi, og hann kom
bílnum af stað, óþolandi hægt fyrst í stað. Til
vinstri handar við þá voru mennirnir þrír á harða-
hlaupum yfir akurinn. En í bílspeglinum sá Dut-
ley, að lítil bifreið ók rjett á eftir þeim og nálg-
aðist æ meir. í framsæti hennar sátu tveir menn
álútir, með hattana niður fyrir augu, svo að ekki
sást í andlit þeirra. Sjer til ánægju fann Dutley,
að vjelin var fljót að hitna, þeir voru komnir upp
í þriðja gír, og vagninn þaut áfram eftir vegin-
um. Um hundrað metra framundan var aðalgat-
an, þar sem sporvagnarnir brunuðu áfram og
bifreiðar og strætisvagnar gáfu hljóðmerki í sí-
fellu. Lögregluþjónn horfði hvast á bílinn, er
hann þaut framhjá.
„Alt í lagi, lávarður“, kallaði Burdett aftan úr
aftara sætinu. „Þeir eru búnir að gefast upp við
að elta okkur, og stöðvuðu bílinn, til þess að taka
hina upp í. Það er lögreglustöð dálítið neðar í
þessari götu, til vinstri“.
Dutley beygði inn á aðalgötuna og hjelt á-
fram suðureftir. Hann ók dálítinn spöl áfram og
nam þá staðar. En þá voru þeir komnir framhjá
lögreglustöðinni. „Hvernig líður yður, Williams?“
spurði hann.
„Þakka yður fyrir, lávarður, nú líður mjer
miklu betur“, svaraði bifreiðarstjórinn.
Það var mikil umferð um götuna, og Dutley
kom auga á lögregluþjón, sem veitti bifreiðinni
mikla athygli. „Setjist þjer þá við stýrið, ef þjer
treystið yður til þess“, sagði hann. „Kærið yður
ekki um lögrgelustöðina. Við hugsum um það á
eftir. Akið að Midland-hóteli“.
Bifreiðarstjórinn tók við stýrinu og Burdett
settist við hlið hans. Dutley sat í aftara sætinu,
ásamt Edward Wolf, sem bar sig aumlega. „Tyke
Harmann-“ tautaði hann með sjálfum sjer. „Og
hann sá mig meira að segja! Þeir sáu mig all-
ir. Jeg, sem var búinn að segja, að jeg vildi eng-
in afskifti hafa af þessu. Nú er úti um mig. Hefði
jeg vitað, að Tyke Harmann var með í þessu, þá
hefði jeg látið yður sigla yðar eiginn sjó, lávarð-
ur. Hann er morðingi! Þjer skutuð á hann? Og
mistuð marks?“
„Nei, jeg missi ekki marks“. Dutley brosti góð-
látlega. „Jeg vildi ekki komast í tæri við lögregl-
una. Vil helst ekki sjá hana fyrst um sinn. Og
jeg ætla ekki einu sinni að kæra þá. Jeg skaut
á hinar ógeðslegu krumlur hans, og hugsa, að
þær sjeu ekki hættulegar fólki fyrst um sinn“-
Vagninn nam staðar fyrir utan Midland-hótel-
Dutley stje út úr bifreiðinni. „Viljið þjer láta
vagninn inn í bílskúrinn, Williams? Og mjer
þætti vænt um, að þjer mintust ekkert á þetta
æfintýri okkar“.
Bifreiðarstjórinn bar höndina upp að húfunni..
„Eins og þjer viljið, lávarður. Þeir hefðu gert út.
af við mig, ef þjer hefðuð ekki komið“.
„Þeir skulu víst fá að kenna á því“, lofaði Dut-
ley. „Burdett, þjer verðið líklega að fara heim
í Curzon Street og sækja föt fyrir mig. Jeg verð'
að vera sómasamlega til fara. Því miður er æfin-
týri okkar í Curzon Street nú lokið. — Og þjer,
Wolf? Viljið þjer láta aka yður eitthvað sjer-
stakt áður en vagninn er settur inn?“
„1 þessum vagni!“ svaraði hann og tók and-
köf. — „Nei, hamingjan forði mjer frá því.
Nú fer jeg og hvíli mig einhversstaðar og verð>
tilbúinn að standa vörð í Curzon Street í kvöld!
klukkan 11“.
„Ágætt. Þá hringið þjer til mín hingað í stað-
inn fyrir í Highgate. Þjer finnið símanúmerið í
símaskránni. Jeg fer ekki út fyrir dyr“.
Vagninn ók í burtu og Mr. Wolf var alt í einu
horfinn eins og jörðin hefði gleypt hann.
Dutley komst framhjá dyraverðinum, sem var
tortrygginn á svip, og fór inn í móttökusalinn.
„Get jeg fengið herbergi með baði yfir nóttina?“
spurði hann.
Pilturinn, sem var við afgreiðsluna, horfði efa-
blandinn á hann. „Hafið þjer farangur, herra
minn?“
„Ekki enn. Þjónninn mi»* kemur með hann
rjett strax".
Pilturinn mældi Dutley iri EVÍrfli til ilja með
b