Morgunblaðið - 13.03.1936, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.03.1936, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 13. mars 1936, Uppboðið i Hafnarfirði. FRAMHAJLD AP ÞRIÐJTJ SSÐU aósíalistar, sem þarna voru, að |ieir teldu sig illa svikna á mann- iram. Ljetu þeir óspart í ljósi, að þeir nayndu muna framkomu hans við ^æstu kosningar á viðeigandi hátt. ^igðu þeir m. a. að í atvinnu- leysi og vandræðum bæjarmanna, yrðu hinir gulu seðlar hæjarsjóðs Sjettir í maga. Tvær kýr höfðu verið teknar lögtaki hjá Ólafi. KÝRNAR PARA í BRENGL. Hafði uppboðshaldari tvo að- stoðarmeim með sjer til að leiða kýrnar út úr fjósunum. Önnur kýrin, sem selja skyldi hjá Guð- mundi var svarthúfótt. Bn að- •toðarmenn uppboðshaldara leiddu mt svartskjöldótta kú. Varð hlát- i«r út af því meðal áhorfenda, er þeir gátu ekki rambað á rjetta Ikú. Bnn fóru þeir í fjósið og leiddu út aðra. En e'kki var það sú svarthúfótta sem kom út fyr- ir, en í þriðju ferð þeirra í fjós- «5. | Kýr Guðmundar keypti Þor- varður Þorvarðarson, Hafnfirðing- »r, aðra á 115 kr., hina á 85 kr. ÁVÍSANIR Á BÆJARSJÓÐ HAFNARPJARÐAR EKKI TEKNAR GILDAR. Þá var farið að fjósi Þorsteins Bjömssonar. ? Þar gerði mannfjöldinn hark og tj læti, sleit upp girðingar og skemdi I hey, sem stóð nálægt fjósinu og t breiddur var segldúkur yfir. Þegar lögtak var gert hjá Þor- »teini, framvísaði hann engum sjerstökum, en sagði að hann ætti 10 kýr í fjósinu. En auk þess vorn þar nokkrar sem hann átti ekki. Var því gert lögtak í kúnum 10, án þess að gera á þeim nokkra skilgreiningu. Uppboðshaldarinn kom að fjós- inu lokuðu. Vildi Þorsteinn að kýr þær, sem selja skyldi, yrðu seldar ósjeðar og vildi ekki opna fjósið. En uppboðshaldarinn neit- aði því, og ljet brjóta fjósið upp. Þá var leidd út ein kýrin. Var strax gert boð í hana og boðnar 400 krónur. Kaupandi var Jón Guðnason, bóndi að Úlfarsá. Þegar honum var slegin kýrin, þreif hann úr vasa sínum visk af hinum alþektu hafnfirsku „gulu seðlum“, ávísunum á bæjarsjóð- inn. Spurði uppboðshaldari umboðs- mann mjólkursölunnar, fulltrúa Stefáns Jóhanns Stefánssonar, hvort hann teldi þetta fullgilda greiðslu. Umboðsmaðurinn var Sigurgeir Sigurjónsson og hafði lítt haft sig x frammi. Hann þvertók fyrir, að taka ávísanimar gildar sem gjaldeyri. Var því salam ógild gerð og kýrin boðin upp að nýju. Þá bauð Jón Guðnason enn — og sagðist nú bjóða 10 krónur í peningum. Honum voru slegnar báðar kýrnar sem seldar voru, önnur á 135 kr., hin á 285 kr. Að uppboðinu loknu skýrði Þor- steinn Björnsson frá því, að hann hefði e'kki átt nema aðra kúna af þeim, sem seldar voru(!) FINNUR í BÍÓ. Skömmu eftir að uppboð þessi voru úti, flutti Finnur Jónsson alþingismaður ræðu í Gamla Bíó, þar sem hann meðal annars tal- aði um ótætis íhaldið í Noregi, sem hefði látið halda nauðungar- Sogiverkfalllð. Skoraðáverkamennað taka upp vinnu á n$. Lðgmanni falið að skipa menn i gerðardóm. 17 erkfræðingafirmað Höjgaard • og Sehultz hefir sent lög- manni brjef og farið fram á við hann að hann skipi 3 menn í gerð-- ardóm til þess að taka til með- ferðar deilumál það, sem hefir komið upp milli verkamanna í Sogsvirkjuninni og verkfra;ðings firmans. Einnig hefir umboðsmaður Höj- gaard og Sehultz farið fram á við stjórnir Dagsbrúnar, Sjómanna- fjelagsins og Iðnsambands bygg- ingamanna, að þeir aðiljar skipi menn í gerðardóminn. Verkfræðingafirmað hefir skor- að á verkamenn að taka upp vinnu á ný, að minsta kosti þar til úrskurður gerðardómsins ligg- ur fyrir. Höjgaard & Schultz hefir af sinni hálfu tilnefnt Magnús Guð- mundsson alþingismann, til þess að taka sæti í gerðardómnum. uppboð á nautgripum fátækra bænda. — Það væri öðruvísi hjdr á landi, sagði þingmaðurinn. Hjeír heldist „íhaldinu“ ekki uppi slík ósvinna. Áheyrendum fanst mikið til um þessi ummæli Finns. Þau minna á hin alkunnu vísuorð: „Bara ef lúsin íslensk er, er þjer bitið sómi“! Ef það eru sósíalistar sem standa fyrir nauðungaruppboðum á búpehingi bænda, þá er alt gott og blessað í augum þeirra rauðu. Þeir lofuðu okkur vinnu ... FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. hlutaði tveimur kunningjum sín- um, sem hann var með í drykkju>- svalli milli jóla og nýárs atvinnu- bótavinnu strax eftir nýár. Báð- ir þessir menn voru einhleypir og voru að koma úr fastri atvinnu. • Auk þess, lætur Kristínus venslafólk sitt hafa stöðuga at- vinnubótavinnu. T. d. mun mágur hans ekki þurfa að kvarta um at- vinnuleysi. Annar verkamaður sagði blað- inu frá því að eitt sinn er hann hefði verið vikutíma í atvinnu- bótavinnu, hafi hann vitað til þess að einn af vinum Kristínusar hefði verið búinn að fá úthlutað 12 daga vinnu. Þegar hann var bú- inn að vinna 6 daga, kom Súðin með timburfarm. Verkamaðurinn hætti þá í atvinnubótavinnunni og fór að vinna við Súðina. Þegar þeirri vinnu var lokið, kom hann aftur í atvinnubótavinnuna og fekk þá sex daga í viðbót. Dæmi eru þó til þe)ss að Kristín- us hefir neitað mönnum um at- vinnubótavinnu ef hann hefir vit- 'að til að þeir hefðu haft einn til tvo daga á Eyrinni. Verkamenn verða að sameina sig um þá kröfu að Kristínusi Arndal ve*rði tafarlaust vikið úr stöðu sinni og staðan verði fengin hæfum manni í hendur, eða að Ráðningarstofa Reykjavík- ur verði látin annast úthlutun- ina eins og gert var í fyrra og reyndist þá vel. K. F. U. M. og K. Á Samkom- unni í kvöld kl. 8V2 talar stud. the'ol. Jóhann Hannesson. (Efni: Ertu hreinskilinn). — í Hafnar- •firði er samkoma á sama tíma. All- ir velkomnir. Nýreykl hangikjöt Allskonar grænmeti, ísl. rófur og kartöflur. Kjötbúðin Herðubreið. Hafnarstræti 18. Sími 1575. Þýska vetrarhjálpin: FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. rjett til miðdegisverðar. Mismun- urinn á verði þessarar máltíðar og þeirrar, sem ella myndu borðuð> er látinn renna til Vetrarhjálpar- innar. Þessi „eini rjett,ur“ hefir fært Vetrarhjálpinni s. 1. starfs- tímabil nærri 30 miljónir ríkis- marka. Það mætti skrifa langt og ýtar- legt mál um þessa stórkostlegu og merkildgu hjálparstarfsemi þýsku þjóðarinnar en hjer skal að sinni staðar numið. — Gísli Sigurbjörnsson. f. II. bls. 50: „Og þótt hann ætti góða hrúta og vænt fje, þá ruglaði hann aldrei saman óskyldum hlutum, hann vissi á hvern hann trúði“, o. s. frv. Hann er hjer að tala um sinn fyrverandi sóknarprest. Annars skal jeg taka það fram strax, að jeg tel mikinn mun á „Sjálfstætt fólk“ I. og S. f. H. í S. f. I. er Bjartur yf- irleitt sjálfum sjer samkvæmur, heilsteypt persóna, líklega sú besta, er enn þá hefir komið fram í sögum H. K. L. Bjartur er hinn ósveigjanlegi vilja- gterki maður; það kemur því eins og skollinn úr sauðarleggn- um hjá höf., að Bjartur getur ekki látið dóttur sína, Ástu Sóllilju, 13 ára, í friði, þegar hann hefir sparað sjer 25 aura í gistihúsinu í Firðinum, með því, að þau sofi saman. Bjartur ▼issi reyndar að hún var ekki dóttir hans, en hún var talin það, og honum virðist þykja vænt um hana. Aldur hennár átti að iiægja manni með heil- brigða hugsun, til þess að gera freistinguna litla og maður með ▼iljaþreki Bjarts átti síst að falla. Mjer þykir þetta stærsti gall- inn á S. f. I., og jeg hefi leitað að tiígangi höfundarins, ef vera kynni, að hann afsakaði að einhverju leyti eða bætti úr fyr- ir höfundinum, en jeg hefi ekki getað fundið neitt annað en hneigð höfundarins til þess að draga fram alt hið ógeðsleg- asta er fundið verður, og átt getur sjer stað í mannfjelaginu. Jeg hygg að höf. hafi fundið sárt til þess sjálfur að þessu var ofaukið í sögunni. I S. f. II. kemur hann að þessu hvað eft- ir annað, sumpart til þess að reyna að draga úr því og sum- part til þess að reyna að láta líta svo út, að þetta hafi áhrif á örlög Ástu Sóllilju seinna í lífinu. Hið síðarnefnda tekst ekki, en þessar tilraunir höf- undarins verða aðeins til þess að skemma seinni hluta sög- unnar. Sem dæmi upp á brjóstvit bændanna í „Sjálfstætt fólk“, vil jeg leyfa mjer að taka upp það, sem hjer fer á eftir (S. f. I., bls. 29—31) : „Bændumir stóðu á hlaðinu eða hölluðu sjer upp að bæjarveggnum, sugu tóbak upp í nefið með stórum grettum og töluðu við brúðgumann. Þáð voru hin óumbreytilegu umræðu- efni vorsins, með höfuðdvöl við hiná ýmsu kvilla sauðfjárins. Lengi hafði bandormurinn verið einn af helstu óvinum þjóðarinnar, en með vaxandi framförum í hundahreinsun hafði þessi vágestur mjög orðið að lúta í lægra haldi. Aftur hafði á síðustu ár- um tekið að bera á nýjum ormi í fje, síst þjóðhollari hinum foma, það var lungnaormurinn. Og þótt bandorm- urinn hætti aldrei til fulls að vera tímabært umræðuefni, þá fjölgaði þeim vorum, að hann yrði í umræðum að víkja fyrir hinum nýja ormi. — Það hefir altaf verið mín trú, sagði Þórir á Gilteigi, að svo framar- lega sem manni tækist að halda því skotufríu að vetrinum, þá væri ekk- ert að óttast. Jafnvel þó maðkamir gengju fram úr nefinu á því, þá hjelt jeg, að ekkert væri að óttast, meðan maginn væri hreinn, og meðan mag- inn er hreinn, þá skyldi maður þó ætla, að það þyldi vomálina. En það getur Vel verið að jeg fari vilt í þessu eins og öðru. — Nei, sagði brúðguminn. Þetta reyndist líka honum Þórarni í Urðar- seli, sem ku liggja fyrir dauðanum: hann var snilling- * að fást við skotu. Hvað lömb áhrærði, þá hafði hann bestu trú á skrotóbaki. Jeg man hann sagði mjer hjer um árið, jeg gisti hjá honum, að þegar vetur kemur, að hann gæfi sínum lömbum alt upp í fjórðung af sterkri rullu, og heldur sagðist hann spara kaffi við heimilið, jeg tala nú ekki um sykur, heldur en skro við lömbin. —> Ja, jeg hefi nú eiginlega aldrei þótt mikill búmaður, sagði Einar í Undirhlíð, sálmaskáld hreppsins og erfiljóða, — enda hefi jeg tekið eftir því, að þeim vegnar verst, sem mest- ar hafa búsorgirnar, það er eins og forsjónin dragi einkum dár að þeim. En ef jeg ætti að láta uppi mína skoðun, samkvæmt mínu eigin hyggju- viti, þá álít jeg, að ef fóðrið getur ekk> haldið maðkinum fró ungviðir.u, þá géri skrotóbakið það enn þá síður. Það getur hugsast, að skrotóbakið hjálpi eitthvað,þegar komið er í óefni. En þegar öllu er á botninn hvolft, þá er skrotóbakið skrotóbak og fóður er fóður. — Það er náttúrlega hverju orði sannara, sagði Ólafur í Ystadal, fljót- mæltur og dálítið skrækur í rómi, — fóður er alltaf fóður. En það er þó engu síður munur á fóðri og fóðri, hjelt jeg, enda ætti hver maður að geta sagt sjer það sjálfur úr því jafn- vel dýrafræðingar hafa hvað eftir annað tekið það fram í blöðunum. Og það eitt er alveg áreiðanlegt, að í sumu fóðri þá leynist helvítis sjúk- dómsbakterían, sem maðkurinn sprettur upp af. Baktería er þó alt- af baktería og það er enginn maðkur sem skapast án bakt- eríu, það hjelt jeg hver maður gæti sagt sjer sjálfur. Og hvar er þá bakt- erían í upphafi, ef hún er ekki í fóðr- inu, mér er spurn? — Jeg veit það ekki, jeg fortek ekki neitt framar, sagði Þórður í Gil- teigi. Maður reynir að vanda fóðrir í skepnurnar; og maður reynir að vanda kristindóminn í börnin. Það er ómögulegt að segja hvar ormurinn á -upptök sín, — hvorki í dýraríkinu nje mannf jelaginu". Embættismenn höfundarins hafa flestir hingað til verið fyr- ir neðan allar hellur, eða „und- er al Kritik“, eins og Danir segja, og það svo bókstaflega, að jeg man ekki eftir því, að ritdómarar hafi yfirleitt á þá minst þegar um bækur hans hefir verið ritað. Síra Guð- mundur, í S.f. I., er engin und- antekning frá þessari megin- reglu. Lýsing höf. sjálfs á síra G. er á þessa leið: „Hann vár óútreiknanlegur 1 andstæðum sínum eins og landið, þessi prestur: Trúmaður af þrjósku við andlausa sauðamenn og hunda, f járkynbótamaður vegna fyrirlitningar á sauðkindinni, ís- lenskur prestur samkvæmt þjóð- sögum gegn úm þúsund ár, nær- vera hans ein var þess holl trygging, að alt var með kyrr- um kjörum“. (S.f. I. bl. 214). „Jeg ansa ekki því, sem ekki stendur í kirkjubókunum“, seg- ir sami prestur við þann, sem trúir á huldufólk. (S.f. I. bl. 197). Þegar Bjartur í Sumarhúsum kemur til hans, til þess að biðja hann að jarða konu sína, fer þessi samræða fram: (Sf. I. bl. 188—191). „Jeg held það megi staursetja hana til vorsins, sagði prestur. — Ekki fer jeg að vaða upp á háfjöll í þessu tíð- arfari, langþreytt gamalmenni, brjóst- veikur að eðlisfari og sennilega með krabbamein í lifrinni. Auk þess er ekkert sannað um þessa konu, á hvern hátt hennar aldurtila hefir borið að höndum. Þið getið altaf borið því við, dalakarlarnir, að þið hafið verið að elta fje í óbygðum, þegar konurnar ykkar hrökkva upp af. Jeg veit samt ekki betur en kvenfólk þurfi sinna muna með, engur síður en g-rasbítnr. Og ekki yrði mjer skotaskuld úr því Meira. Jf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.