Morgunblaðið - 18.03.1936, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.03.1936, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 18. mars 1936 MORCrUN BLAÐIÐ Siglfirðingarlmótmæla atvinnukúgun sósíalista. Skora á Alþýðusambandið að stofna ópólitfskt landssamband verkamapna. Fjölmennur borgarafundur. SIGLUFIHÐI, ÞRIÐJUDAG. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. LMENNUR borgara- fundur var haldinn hjer 1 dag að tilhlutan bæjar- stjórnar. Fundnrinn s,tóð yfir í 3 klst. og var fundarsalurinn (í bíó) troðfullur iit úr dyrum, en fjöldi varð frá að bverfa. Eftirfarandi tillögur voru af- greiddar á fundinum: Tiílaga Kommúnista. Kommúnistar báru fram svo- bljóðandi tillögu: „Almennur borgarafundur hald- inn að tilblutan bæjarstjórnar Siglufjarðar 17. mars 1936 lýsir yfir megnustu andúð sinni á skoðanakúgun þeirri, sem hafin er hjer í bæ af forystumönnum verkamannafjelagsins „Þróttur" með tilraunum þeirra til að bei,ta atvinnukúgun við pólitíska and- stæðinga. Fundurinn telur þessa tilraun „Þróttar“ sjerstaklega rangláta, þegar tekið er tillit til: 1. að hjer á staðnum er annað fjölment verkamannafjelag, ,2. að „Þróttur“ er deild í póli- tískum flokki og í fjelaginu hafa engir full rjettindi, nema fylgj- endur þess flokks, og 3. að fjelagið er ekki opið öll- um vérkamönnum. Ftmdurinn heitir á alla, sem varðveita vilja lýðræðið í landinu og hins einföldustu mannrjettinda, að kveða niður og kæfa í fæðing- unni allar ofbeldistilraunir sem þessa, er beinKnis brýtur í bág við rjettindi hins íslenska ríkis- borgara samkv. 6. kafla stjórnar- skrárinnar“. Tillagan var samþykt með 182: 76 atkvæðum. Tillaga Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn báru einnig fram tillögu, svohljóðandi: „Fundurinn mótmælir harðlega þeirri tilraun til atvinnukúgunar, sem komið hefir fram hjá verka- mannafjelaginu „Þróttur". og skorar á Alþýðusamband íslands, að gangast fyrir stofnun landssambands vinnu- fjelaga, þar sem allir vinnu- seljendur hafi jafnan rjett, án tillits til pólitískra skoð- ana“. Fyrri hluti tillögunnar var sam- þyktur með 214:47 a,tkv. Síðari hlutinn var samþyktur með öllum greiddum atkvæðum og tóku um 250 þátt í atkvæðagreiðslunni. Tillaga „Þrótts“. Frá verkamannafjelaginu „Þróft ur“ (sem sósíalistar stjórna) kom svohljóðandi tillaga: „Þar sem ekki verður um það deilt ,að fyrsta skilyrði fyrir því, að alþýðusamtökin geti náð til- æ,tluðum árangri er það, að öll hin vinnandi alþýða sameinist í eina órjúfandi samtakaheild, og þar sem jafnframt er vitanlegt að stórkostlega mikill meirihluti alls verkalýðs við sjávarsíðuna er skipulagsbundinn innan vjebanda Alþýðusambands íslands, skorar fundurinn á allan vérkalýð þe'ssa bæjar að hugsa meira um hags- muni heildarinnar In dægurþras og valdadrauma örfárra eins,tak- linga og sýna það í verkinu með því að fylkja sjer undir merki al- þýðusamtakanna í landinu“. Þessi tillaga var feld með 195: 76 atkvæðum. Jón. Lömunarveiki á Akureyri, 5 ára drengurdeyr. AKUREYRI ÞRIÐJUDAG. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. T ÖMUNARVEIKI hefir komið upp hjer á Ak- ureyri. Fimm ára gamall drengur, sem kom hingað með Brúarfossi síð- ast ér skipið var hjer á ferðinni veiktist s. 1. laugardagsnóft af lömunarveiki. Drengúrinn andað- ist í dag. Talið er að hann hafi smitast um borð í Brúarfossi. * Fyrir nokkru var skýrt frá því, að komið hefði upp lömunarveilii á Einarsstöðum í Kræklingahlíð. En nú hefir komið í ljós að þefta var ekki lömunarveiki, heldur illkynjuð hálsbólga. Börnin þrjú, sem veik voru eru öll orðin frísk. Kn. Stjórnleysi og glundroði á Spáni. Þar sem sósíalistar ráða ríkjum. Berlín 17. mars. FÚ. Óeirðir kommúnista á Spáni halda áfram. Bændur hafa ráð- ist á jarðeignir sjálfs ríkisfor- setans, til þess að skifta þeim upp. Frá öllum hjeruðum Spán- ar koma fregnir um nýjar ó- eirðir. I Asturíu hafa verka- menn hótað allsherjarverkfalli. Síldveiðin við Faxaflóa og við suðurströnd landsins. Getur orðið arðvænleg atvinnugrein í fram- tiðinni, ef vel er á haldið. ■ Þingiályktunarllllaga til þess að tryggp* þessa atvinnugrein. OLAFUR Thors og Pjetur Ottesen flytja til- lögu til þingsályktunar um að tryggja síld- veiðina í Faxaflóa og við suðurströnd landsins, í framtíðinni. ""d Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjómina að hlutast til um: a. Að síldarútvegsnefnd úthluti að minsta kosti 1/3 hluta verkunar- og útfíutningsleyfa á matjessaltaðri síld til skipa, er síldveiði stunda í Faxaflóa og fyrir suðurströnd landsins, ef nefndin ákveður að takmarka útflutning á síld, SCm þannig er verkuð. Að síldraútvegsnefnd rannsaki og geri tillögur um, hversu best verði að öðru leyti hagnýttir síldveiðimöguletkar í Faxaflóa og við suðurströnd landsins, og hafi hún birt álít sitt og tillögur fyrir 1. júní næstk. Sogsdeilan lögðjdóm. Málaflutningi lauk í gær. QERÐARDÓMURINN í Sogsdeilunni kom sam- an kl. 6 síðdegis í gær. Eggert Claessen brm. lagði þar fram framhaldssókn í málinu f. h. verktaka. Uinboðsmaður verk- lýðsfjelaganna, Guðmundur Ó. Guðmundsson lagði einnig fram b. framhaldsvörn. Þessu næst fóru fram nokkrar | bókanir frá báðum aðiljum fyrir gerðardómnum. Þar með lauk mál- flutningnum og var málið lagt í dóm. Ekki var hægt neitt ,um það að segja í gærkvöldi hvenær vænta mætti úrskurðar gerðardómsins í deilunni. HITLER sagði í ræðu í Frank furt í fyrradag: „Jeg spyr þig, þú þýska þjóð, vilt þú leggja riiður gamlan fjándskap við Érakka fyrir fult og alt?“ — Kvað þá við „já, já“, um allan fundarsalinn. (FÚ). I greinargerð segir: Síldveiðar í reknet hafa um alllangt árabil verið stundaðar í Faxaflóa, og hefir hinni sí- auknu beitusíldarþörf hjer við flóann nú upp á síðkastið verið fullnægt með heimaveiddri síld. En þegar fullnægt hefir verið beitusíldarþörfinni, en það hefir oft verið gert á tiltölulega stutt- rim tíma, þá hefir veiðunum ver )ið hætt, oftast seint í ágúst eða fyrst í september þrátt fyrir mikinn afla oft og löngum, og hefir þannig aldrei verið á þáð reynt fyr en á s.l. ári, hvað síld veiddist hjer lengi fram eftir hausti. En reynsla sú, sem þ)á fjekst af síldveiðunum í Faxa- flóa, sýndi það, að hjer í ffó- anum og fyrir suðurströndinni var gnægð síldar fram á nýár. fl Það bendir því alt til þess,: áð síldveiði í Faxaflóa sje nokkurri veginn árviss og að reknetaveiði -. bregðist þar ekki frá því í apríl og fram eftir hausti. sblöiý i't'tvjÞ Faxaflóasíld nam áð verðmæti um 2.5 milj. kr. á s.l. ári. Á s.l. ári mun nær htímiá^-0 þeirrar síldar, bæði að magnf og verði, sem flutt vaV söltúðl á erlendan markað, hafa vérlð' veidd í Faxaflóa og við súður- strönd landsins. • uxtiðetH (Hjer eru feldar 1' búrtii skýrslur, sem sýna, að flútt hefir verið út á s.l. ári Fáxa- flóasíld fyrir 2 milj. 455 þús. kr. úr 10 verstöðvum, og það hvernig síldin skiftist niðút5 á markaðslöndin eftir verkunar- aðferðum). Eins og þessi skýrsla ber með sjer, er það ekkert smáræðis- verðmæti, sem hafst hefir upp úr síldveiðunum í Faxaflóa Otg við suðurströnd landsins á s.l. ári, og hefir nú reynslan sýpt það mjög greinilega, að sú skoð un, sem uppi hefir verið um það, að Faxaflóasíld væri ekki útflutningshæf vara, er ekki á neinum rökum reist. Að vísu mun grófsöltuð Faxaflóasíld tæplega eða ekki samkepnisfær á sænskum markaði við síld, sem veidd er við Norðurland, og því ekki ráðlegt að verka síldina þannig, ef nóg framboð er af norðansíld, en aftur á móti reyndist matjessöltuð Faxa flóasíld vel.Bendir þessi reynsla til þess, að síld úr Faxaflóa sje fult eins vel eða betur fallin til FRAMHALD Á SJÖTTU SÍÐU. Þýskt herlið kemur til Rín 7. þessa mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.