Morgunblaðið - 18.03.1936, Page 7
Miðvikudagiim 18. mars 1936
MORGUNBLAÐIÐ
Þrjú þúsund ára
gömul býli.
Fornlcifafundur
í Lapplandi.
Höfn 17. mars. FÚ.
í Lapplandi hefir með upp-
greftri tekist að finna 32 býli
steiinaldarmanna, sem fornfræð-
ingar telja að lifað hafi um
3000 árum f. Krist. Á sama
stað hafa fundist um 50 munir
■'úr tinnu, sem þykj gefa merki
legar upplýsingar um lifnaðar-
háttu þessa fombyggja Norður-
landanna.
Of ákafir
blaðamenn —
XAUPMANNAHÖFN I GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS.
EKSTRABLADET í Khöfn
segir frá því í dag, að
Munch, fulltrúi Dana á Þjóða-
bandalagsráðsfundinum hafi
mælt með því að Þjóðverjar
hefðu fullan tillögurjett á fund-
inum, ef þeir sendu þangað full-
trúa.
Segir blaðið, að Flandin hafi
við þetta orðið fokreiður, og
hótað að hverfa heim til Frakk-
lands og senda franska herinn
yfir landamæri Þýskalands.
Munch hefir nú opinberlega
mótmælt þessari frjett og sagt
að hún sje uppspuni einn. Páll.
Verfu
sólarmegln.
l»jer hafið lifað stundir, þegar
hver mínúta var þrnngin sól og
lífi. Þegar þjer lituð best út og
líkami yðar var allur í samræmi,
«ngin sella vann í ósamræmi við
heildina. — Þetta ástand er því
miður ekki altaf.
All-Bran er dásamleg fæða, full
af sól og líf3fjöri. Neytið hennar
því sem oftast. Inniheldur B-
vítamín og járn. Etið 2 matskeið-
ar daglega í mjólk eða rjóma.
Engin suða nauðsynleg.
tíkyýt
ALL-BRAN
Dásamleg fæða.
1
ALL-BRAH
1 I 1
Radiógrammófónn
til sölu.
A. S. í. vísar á.
7
*
Ævar Kvaran og Guðrún Hafstein
í hlutv. Almavivo og Rosine.
Leikkvöld Mentaskólans.
Rakarinn
í SevUla.
Leikflokkur Mentaskólans ljek
„Rakarann í Sevilla“ í Iðnó í
fyrrakvöld. Eins og venjulega
við skólasýningar Mentaskóla-
nemenda var húsfyllir, og ómaði
húsið oft af glaðlegum hlátri.
Leikurinn er fyndinn og fjör-
ugur. Er mesta furða, hve vel hin-
um ungu og óvönu leikendum
tókst, þegar tillit'er tekið til þess,
að fæst þeirra hafa komið á leik-
svið áður.
Læknirinn, Bartholo, ljek Sig-
urður Ólafsson, insp. scolae, méð
tilþrifum og kímni, en vakti þó
tæplega eins mikinn hlátur og
Jón Árnason, í hlutverki söng-
kennarans, Don Bazile. Gunnar
Stefánsson ljek bragðarefinn, rak-
arann Figaro, í litskrúðugum
andalúsiskum þjóðbúningi. Hann
var fjörugur, en tæplega nóg.
Elskendurna, Rosine og Almavivo
greifa, ljeku þau Guðrún Havstein
og Ævar R. Kvaran. Rosine er
fögur og sómir sjer vel í hinum
spönsku búningum. Hún sýnir
bæði skap og blíðu — en málfærið
gæti verið betra. Ævar er fríður
sýnum og hefir þekkilega söngrödd
en virðist ekki kunna jafn vel við
sig í öllum búningunum. Minni
hlutverkin fóru leikendum vel úr
hendi. Sveinungi og Árvakur, hin-
ir skringilegu þjónar, sem leiknir
voru af Þór Guðjónssyni og Helga
Bergs, vöktu skellihlátur. Enda
er það gömul „trajlon" að þeir
eiga að vera sem allra skringileg-
astir.
Það ér eftirtektarvert við þessa
skólasýningu, að einn skólanem-
andi, Gylfi Þ. Gíslason, hafði sam-
ið lögin og kvæðin, sem sungin
eru í leiknum, og Intermesso milli
3. og 4. þáttar .
Karl Runólfsson bjó lögin fyr-
ir 5-manna hljómsveit sína, sem
Ijek undir leiknum.
Aðalfundur sænsk-
Islenska fjelagsins.
íslensk-sænska fjelagið „Sví-
þjóð“ helt aðalfund sinn í Odd-
fellowsalnum í fyrrakvöld. í
stjórn þess voru kosnir: Ásgeir
Ásgeirsson fræðslumálastjóri, Frey
steinn Gunnarsson skólastjóri,
Gunnlaugur Einarsson læknir (all-
ir endurkosnir), Gústav E. Páls-
son Garðprófastur og Pjetur G.
Guðmundsson fjölritari. Stjórnin
skiftir sjálf með sjer störfum.
Nokkuð var rætt um leshring
og kenslubókakaup o. fl., og síð-
an flutti sænski sendike'nnarinn
fil lic. Áke Ohlmarks snjalt er-
indi um Wennerberg og Glunt-
arna. Rakti hann ævisögu Wenn-
erbergs í aðalatriðum og lýsti
viðhorfi hans ,til samtíðar sinnar,
og ríkjandi lífsskoðana á þeim
tímnm. Þá skýrði hann. frá því
hvernig Bellman hefði orðið hin
andlega fyrirmynd Wennerbergs,
og hvernig Gluntarnir urðu til án
þess að Wennerberg slepti sjeT
lausum sjálfur, eins og Gluntarn-
ir gæfi þó tilefni til að ætla.
Á eftir erindinu sungu þeir
Árni Jónsson frá Múla og Jakob
Havsteen stud. jur. nokkra
Gluntasöngva. Einnig sungu þeir
með Kristjáni Kristjánss. og Jó-
hanni Sæmundss. lækni eitt lag.
Síðar sungu þeir Árni og Krístján
bæði einsöngva og dúeftta.
Var geTður að öllu þessu hinn
besti rómur og söngmönnum ó-
spart klappað lof í lófa fyrir
ágæta skemtun.
Fjöldi manna var á fundinum
og margir nýir fjelagar bættus,t
í fjelagið.
Grænmetið
er komið.
Verslunin Vlsir.
Tómar
Gólfáburðardósir,
(ekki skóáburðardósir),
ógallaðar, undan Hreins-
gólfábnrði, kaupnm við.
H.f. Hreinn,
Barónsstíg 2.
Dagbók.
Veðrið (þriðjud. kl. 17): Fyr-
ir norðaustan land er alldjúp lægð
en önnur við S-Grænland. Vind-
ur er V-lægur á S- og A-landi en
norðanstæður á N- og V-landi
með jeljaveðri og 3—9 st. frosti.
Á SA- og A-landi er víðast bjart-
viðrí og 1—3 s,t. frost.
Veðurútlit í Rvík í dag: Mink-
andi N-átt. Ljettir til.
Föstuguðsþjónusta í dómkirkj-
unni í kvöld kl. 9,05. Síra Frið-
rik Hallgrímsson.
Fösituguðsþjónusta !í fríkirkj-
unni í kvöld kl. 8^2» síra Árni
Sigurðsson.
Jón Gíslason framkvæmdastjórí
í Hafnarfirði, kom með Islandinu
frá útlöndum síðast.
G.s. ísland kom í gærmorgun
frá útlöndum.
Kári er nú að útbúa sig á veið-
ar og fer sennilega í dag.
Hjónaefni. Einar Kristjánsson
söngvari í Dresden og ungfrú
Martha Papafoti opinbeTnðu trú-
lofun sína í fyrri mánuði.
Guðrún Hermannsdóttir frá
Breiðabólsstað, nú á Fjölnisveg 1,
er 70 ára í dag.
Músikklúbburixm. Vegna liljóm-
leika Tónlistarskólans í dag verð-
ur konsert Músikklúbbsins hald-
inn á fimtudaginn, þ. 19., kl. 9 í
staðinn fyrir í kvöld.
Nýir kanpendur að Morgunblað-
inu fá blaðið ókeypis til næstkona-
andi mánaðamóta.
Fyrri nemendhljómleikar Tón-
listaskólans verða haldnir í Gamla
Bíó kl. 7,15 í kvöld.
12097 pakkar af fiski fóru með
flutningaskipinu Grana í fyrra-
kvöld frá útvegsbændum af Suð-
urnetejum, en ekki 1297 eins og
misprentaðist í blaðinu í gær.
Tonita. Gamla Bíó sýndi í fyrsta
skifti í gærkvöldi kvikmyndina
Tonita rauða brúðurin. Kvikmynd
þessi er skemtilég og vel leilrínt
Sjerstaklega er rómaður leiláé*
Sylvíu Sidney, sem leikur hlut-
verk Indíánastúlkunnar, Tonita.
Stórhxíð var á Siglufirði í gænt
kvöldi og var alt að fara á kᣠí
snjó.
Farþegar með g.s. íslandi frá út-
löndum vöru m. a.: Brynjólfnr
Stefánsson vátryggingastjórí, Carl
Tulinius forstj., Helgi Guðmunds-
son bankastj. o. fl.
Útvarpinu var boðið að senda
frjettamann sinn á Siglufirði á
borgarafundinn, sem þar var haíd-
inn í gærkvöldi, til þess að geta
flutt fréjttir af fundinum. En út-
varpið þáði ekki boðið.
Rjettur — Rjettleysi nefnist
umræðuefni það, sem næsti Varð-
arfundur tekur fyrir og verður
Guðbrandur ísberg alþingism.
frummælandi. Varðarfundurinn
verður haldinn á fimtudaginn
kemur í Varðarhúsinu og hefst
klukkan 8V2. AUir Sjálfstæðis-
menn eru vélkomnir á fundinn
'meðan húsrúm leyfir.
Útvarpið:
Miðvikudagur 18. mars.
7,45 Morgunleikfimi.
8,00 íslenskukensla.
8,25 Þýsknkensla.
10,00 Veðurfregnir.
12,00 Hádegisútvarp.
15,00 Veðurfregnir. ,,
19,10 Veðurfregnir.
19,20 Erindi: Reglugerð um út-
varpsrekstur ríkisins (Utvarps-
stjórinn).
19,45 Frjettir.
20,15 Erindi: Þorskurinn og veT-
tíðin, II (Árni Friðriksson fiski-
fræðingur).
20,40 Hljómsveit útvarpsins (dr.
Mixa) : Symfónía í e-moll, eftir
Torelli.
21,05 Föstumessa í Dómkirkjumti
(síra Friðrik Hallgrímsson).
(Dagskrá lokið um kl. 22.05).
sem er vön a<5 aka bíl, óskar eftír
ajtviimu. Tilboð ruerbt; ,jBáll“,
sendist A. S. i
AÐALSTÖÐIN
Sími 1383. Sími 1383.
verður ekki hentugast að sldftft
við okkur?
Opið dag og nótt.
Leiðrjetflng.
Auglýsing sú frá okkur, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, um
að við hefðum fengið kápur og útikjóla, hafði misritast. Vegna inn-
flutningsörðugleikanna, höfum við því miður alls ekki sjeð okkur
fært að flytja slíkt inn. Auglýsingin átti að hljóða svona:
Nýlísku ullarefni
Bjarni Guðmundsson hefir ann-
ast leikstjórn, með aðstoð Lárus-
ar Ingólfssonar, sem sá um leik-
tjöld og búninga, og Hallgr.
Backmanns, ljósameistara. Var
frágangur leiksýningarinnar vand
aður, og þökkuðu áhorfendur sýn-
inguna með dynjandi lófataki.
Að leiknum loknum voru leik-
stjórinn og sönglagahöfundurinn
hyltir.
Nýreykl
hangikjöt.
í kápur, dragtir og útikjóla.
C HI €.
Virðingarfylst.
Verslunin Chic.
Allskonar grænmeti,
ísl. rófur og kartöflur.
Kiöthúðin Herðubreiö
Hafnarstræti 18. Sími 1575.
fil ssölti.
Lítil útborgun og góðir skilmálar. Allar nauðsynlegar upplýsingar á
Vesturbrú 15, Hafnarfirði.