Morgunblaðið - 18.03.1936, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.03.1936, Blaðsíða 8
8 1 MORGUNBLAÐiÖ Miðvikudaginn 18. mars 193(* v" Jíaujisíícipui 1 í Skiftí óskast á tveggja hæða steinhúsi í suðaustur bænum. 3 stórar stofur og eldhús á hæð (og 1 baðherbergi), 4 lítil her- bergi á efsta lofti. Vinnustofa, geymslur og þvottahús í kjall- ara; fyrir tveggja íbúða hús í góðu standi. Tilboð sendist A. S. 1. fyrir 25. þ. m. merkt: „Gott hús“. Trúlofunarhringar hjá Sigur-! þór, Hafnarstræti 4. Kaupi gull hæsta verði. Árni Björnsson, Lækjartorgi. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Stœrst úrval rammalista. — Innrömmun ódýrust. Verslunin Kátla, Laugaveg 27. Kjöt og fiskfars daglega nýtt — Kaupfjelag Borgfirðinga. Kaupi gull og silfur hæsta verði. Sigurþór Jónsson, Hafn- arstræti 4. Útlend frímerki í miklu úr- vali, frímerkjabækur fyrir ís- lensk frímerki, frímerkja- hengsli, frímerkjatengur o. fl. (slensk frímerki keypt hæsta verði. — Gísíi Sigurbjörnsson, Lækjartorgi 1, opið 1—4. Sími 4292. KAUPUM allar tegundir ullartuskur hreinar. Hátt verð. Afgr. Álafoss, Þingholtsstr. 2. Veggmyndir og rammar í Saumastofan, Hafnarstræti 22 (yfir ,,Irma“), saumar: Dömukjóla, barnafatnað og drengjaföt. Einnig Ijereftasaum allskonar og undirföt. Zig zag. Tekur mál og sníðir. Búsáhöld alskonar og gler- vörur höfum við í fjölbreyttu úrvali. Verslunin Nova, Baróns- stíg 27. Sími 4519. Rúgbrauð, franskbrauð og normalbrauð á 40 aura hvert. Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykjavíkur. Sími 4562. Hattasaumastofan Austurstr. 17, saumar og breytir höttum eftir nýjustu tísku. Einnig tau- höttum. !}Cix&nœ£í Sólrík íbúð. 4 stofur og eld- hús til leigu 14. maí. A. S. 1. vísar á. Dagbókorblöð Reykvíkings Iðnaðarmaður með góða at- vinnu óskar eftir góðri 2ja her- bergja íbúð í Vesturbænum 14. maí. Má vera í góðum kjallara. Fyrirfram greiðsla. Upplýsing- ar í síma 3009 til kl. 7. Ibúð, tveggja til þríggja her- bergja, sólrík, með öllum þæg- indum, óskast 14. maí eða 1. júní. A. S. í. vísar á. Litla, þægilega íbúð vantar fjölbreyttu úrvali á Freyju- mig 14. maí. Sigrún Laxdal, götu 11. símar 1000 eða 3421. Simi 1380 Litla Bflstöðin Opin allan áólarhringinn. LJ itler sagði í svari sínu til A Þjóðabandalagsráðsins að hann væri reiðubúinn að senda fulltrúa á fund ráðsins ef samn- ingaboð hans yrðu rædd „alsbald“. Þetta var skilið svo, að Hitler krefðist þess að samningaboð hans yrðu rædd „tafarlaust“, þ. e, áðnr eu brot Þjóðverja á Locarno- sáttmálanum yrði rætt. Þessu svaraði Flandin með því að hóta að taka ekki þátt í fundi Þjóða- bandalagsráðsins. * Þjóðverjar flýttu sjer þá að gefa skýringu á orðinu „alsbald“. Þeir sögðu að það þýddi ekki „tafarlaust“, heldur „við fyrsta tækifæri“. * 1 orðabók Jóns Ófeigssonar (Þýsk-íslensku) er orðið alsbald (alsobald) lagt út: Þegár í stað. • 17 yrir nokkru sejtti ungur mað- ur frá Bridgeport í Connecti- cut, að menn halda einskonar met í glæfralegum bílakstri á tveimur tímum. Hann ólc yfir fótgangandi mann, og hrakti lögregluþjón sem elti hann á bifhjóli, út af veginum, rakst á ,tvo litla bíla, vörubíl og strætisvagn. Lögregluliðið e'lti hann, og skaut á hann úr vjelbyss um. En vagnaþvaga á vegamótum einum töfðu eftirför lögreglunnar, svo bófinn slapp. Hann stökk út úr bílnum á fullri ferð, slapp ó- meiddur, e*n bíllinn lenti á trje og fór í smátt. Bílnum hafði hann stolið. * Sialdgæft orð misprentaðisf, í blaðinu í gær, „örhola“ fyrir „örkola“ og er óvís.t að almenn- ingur kannist við það, en þegar sagt er að örkola sje fyrir ein- hverjum, þá þýðir það, að hann sje slippur og snauður — og eT notað þegar talað er um, að bænd- ur sjeu alveg uppiskroppa með fóður handa fjenaði sínum. * "William Chaplin, enskur blaða- maður, sem verið hefir í Abyss- iníu, en þoldi ekki loftslagið þar, og er kominn heim, heldur því fram að ófriðurinn þar syðra muni standa yfir í ein 5—6 ár. * i Misklíð mikil hefir komið upp í Sovjetvinafjelagi í Stokkhólmi, og hefir fje'lagið klofnað, svo nú eru þar tvö fjelög, sem eiga að vera vinir sovjet Rússa, en sem eru innbyrðis óvinir. * Verðlaunanaut af Aberde'en- Angus kyni var nýlega selt í Eng- landi fyrir nokkuð á 2. þús. sterl.- pd., eða sem svarar 27.000 krónum. * Köngulóin er talin. gráðugust allra dýra á jörðinni, því hún ge'tur á einum degi jetið skor- dýr sem samtais eru 25 sinnum þyngri en mathákur þessi. * — Er það satt að botnlanginn sje alveg gagnslaust líffæri fyrir alla menn? — Nei. Ekki fyrir læknana. * Kennarinn kom í tíma með saumsprettu á öxlinni. — Þarna gægjast vísindin út, sagði e'inn nemendanna. — Já, og heimskan inn, svar- aði kennarinn. Kenni akstur og meðferð bif- reiða. Einnig undir meira próf„ Zophonias Baldvinsson. Sími 3805. MATURINN á Café Svanur- er góður og ódýr, sem fyr.,— Kvöldmatur alt niður í 1 kr~ Borðið í Ingólfsstræti 16 — sími 1858. \ Allir verða ánægðir, ef drengjafötin eru úr Fatabúð- inni. Pilturinn sjálfur, af því! þau eru falleg. Mamma, af því þau eru vönduð. Pabbi, af þvi þau eru ódýr og Skúli, — af því þau eru íslensk. Trúlofunarhrmgana kaupa. menn helst hjá Áma B. Björns- syni, Lækjartorgi. Nýir kaupendur að Morgun- blaðinu fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. Friggbónið fína, er bæjarina^ besta bón. Café — Conditori — Bakark, Laugaveg 5, er staður hinna vandlátu. - Sími 3878. Ó. Thor- berg Jónsson. Slysavarnaf jelagið, skrifstofs.i Hafnarhúsinu við Geirsgötui.. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. w ^ rimra menn um miijón. 56. horninu á Queen Street stje hann út úr og borg- aði vagninn. Honum fanst óvenju dautt og kyrt í hverfinu. Hann gekk yfir götuna, með húslykil sinn í hendinni og opnaði útidymar hægt og hljóð- lega. Þegar hann var kominn inn í ganginn, stað- næmdist hann andartak og hlustaði. Hann hikaði, með skammbyssuna í hendinni, meðan hann hugs- aði sig um, hvaðan hann gæti átt hjálpar von, ef til kæmi. Ráðskonan og stúlkumar komu ekki til mála. — Svo var Kassim. Hann var Abyssiníumaður, ferleg- ur ásýndum, ramsterkur og ágætur í áflogum, en með byssu kunni hann ekki að fara. Hann hafði. aldrei á æfi sinni snert á skotvopni og ætlaði alveg að ganga af göflunum, ef hann sá byssu. — Bur- dett hafði hann með vilja skilið eftir við St. Panc- ras. — Róbert, annar þjónninn svaf að öllum líkind- um sínum væra blundi uppi á lofti, og sömuleiðis fjelagi hans, sem átti að gæta ljósanna, hirða skóna og frystivjelina. Þetta var alt fólkið í húsinu. Ef hann kallaði á Kassim ,gat hann auðvitað skotið hugrökkustu mönnum skelk í bringu. En hann gat eins hlaupið leiðar sinnar lafhræddur, ef svo vildi til, að miðað væri á hann byssu. Eftir alt saman komst Dutley að þeirri niðurstöðu, að ef hann mætti hjálpar vænta, yrði hún að koma utan að. t Hann beygði sig niður og hlustaði við skráar- gatið. Hann greip fastara um vopnið, sem hann hjelt á í hendinni. Nú var að hrökkva eða stökkva! Hann rjetti sig upp, þreif dyrnar upp á gátt með vinstri hendi og brá byssunni á loft: ,,Kyrrir“! skipaði hann hvössum róm. „Standið grafkyrrir og upp með hendurnar!“ I skrifstofunni voru tveir menn. Annar sat við skrifborðið, en hinn stóð álútur yfir peninga- skápnum, sem hann var búinn að opna. Sá síðar- nefndi hlýddi strax, en hinn fyrnefndi hikaði og lagfærði svörtu silkigrímuna, sem huldi and- lit hans. Byssukúla skaust rjett við höfuð hans og lenti í bókaskápnum, svo að flísar úr honum flugu út í allar áttir. Maðurinn með grímuna var þá ekki seinn á sjer að rjetta hendurnar upp. „Þetta líkar mjer betur.“ Dutley kinkaði kolli. „Þið vitið kannske hver jeg er. Jeg er talinn mesta flónið, en besta skyttan í Lundúnaborg. Standið þjer upp, kunningi, þarna við skrifborðið--------- jú, þetta datt mjer í hug, mjer sýdist þjer hafa eitthvað grunsamlegt í vasanum. Standið kyrrir, og haldið höndunum kyrrum, ef yður stendur ekki á sama um líf yðar og limi.“ Hann gekk hægt og rólega yfir gólfið, og nam staðar við hliðina á manninum, sem hafði verið að grúska í skrifborðinu. Hann leit yfir öxl hans á útskrifaðar arkir, sem lágu á borðinu. Alt í einu rak hann byssuna inn í síðuna á honum. „Þetta er yður þýðingarlaust“, sagði hann hvat- skeytislega. „Jeg er enginn viðvaningur. Haldið þjer höndunum kyrrum fyrir ofan höfuð, eða jeg hleypi af. Svona! Ágætt.... Þetta er annars allra snotrasta byssa“. Hann dró litla, sjálfvirka skammbyssu af nýj- ustu gerð upp úr vasa hans og kastaði henni út í horn. Svo þreifaði hann lauslega á manninum og gekk nokkur skref aftur á bak. „Jæja, þjer getið fengið yður sæti, ef þjer viljið, meðan jeg athuga fjelaga yðar“, sagði hann svo. „Blessaður flýtið þjer yðar“, sagði hinn. „Jeg er orðinn dofinn í handleggjunum“. „Þjer eruð augsýnilega vanur verkinu“, sagði Dutley og leit á verkfærin, sem lágu á gólfinu. „Maður þarf ekki mikla æfingu, til þess að opna svona sparibauk“, tautaði hinn. „Ef þessi vinur minn þarna hefði ekki verið svona seinlátur, hefðum við verið allir á bak og burt, löngu áður en þjer birtust. Hjerna er byss- an mín. Hún er í jakkavasa mínurn. Takið hana,. og flýtið yður nú. Jeg ætla bara að segja yður það strax, ef lögreglan skyldi koma, að byssan er ekki hlaðin“. .Dutley athugaði byssuna og kastaði henni síðan út í horn. En alt í einu sneri hann sjer á hæli og stökk eins og köttur á hinn manninn. „Þetta bragð hafið þjer líklega lært í Ameríku“, sagði hann og dró litla skammbyssu upp úr stígvjeli hans. Mig grunaði það, að þjer hefðuð eitthvað í bakhönd- inni. En því miður getur maður ekki sjeð svipbrigð- in í yðar göfuga andliti fyrir grímunni. Hver hefir fengið yður, Bill Sykes, ef það er nafn yðar, til þess að heimsækja mig svo snemma dags?“ bætti! hann við og sneri sjer að hinum. Hann benti á manninn <við skrifborðið. „Þessi þarna“, svaraði hann. „Og jeg fæ það vel borgað, þegar þess er gætt, að smábarn hefðúgetað opnað peningaskápinn þann arna, með tannstöngli.------- Sjálfur hefði jeg getað notast við þumalfingurinn en kem svo með öll þessi verkfæri, eins og jeg ætti að opna „Armstrong nr. 1“. „Það er leiðinlegt yðar vegna“, sagði Dutley.. „Jeg vona, að jeg geti boðið yður hressingu á eftir. En viljið þjer nú ekki taka saman verkfærin — nema þjer ætlið að eftirláta mjer þau til minn- ingar um yður“. „Þjer skuluð heldur hugsa um hinn“, sagði peningaskápsþjófurinn. „Mjer verður ilt af að sjá framan í þetta ófrýnilega trýni hans“. Dutley sneri sjer að skrifborðinu. „Ágæt tillaga“, samsinti hann. „Kannske þjer vilduð vera svo góður að segja mjer í hvaða tilgangi þjer eruð að stæla rithönd mína — og hversvegna þjer hafið fengið þennan mann til þess að brjóta upp peningaskápinni minn? Að hverju eruð þjer að leita?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.