Morgunblaðið - 28.03.1936, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 28.03.1936, Qupperneq 7
ILaugardaginn 28. mars 1936. MORGUNBLAÐIÐ 7 9 Suðurlandsbrautin og sósfalistar. FRAMHALD AF ÞRIÐJU SfÐU. sjálfsagt að vera ekki að ROGN Kjöpes i fast regning af N.?Anthoniesen & Go. oT3 B e r g e n. Exportforretning etableret 1868. Telegrafadresse „Antonico“. Útsæðiskartöílur fáum við 6. næsta mánaðar. 5ig. Þ. 5kialöberg. (Heildsalan). flutt á síðustu þingum breyt- ingartillögu við fjárlögin, um framlag til þessa nýja vegar, •en rauða fylkingin hefir jafnan strádrepið alla viðleitni í þessa átt. Bensín- skatturinn. Svo var það á síðasta þingi, að rauðu flokkarnir fundu upp það snjallræði(!), að skatt- leggja alla bílaflutninga, með því að tvöfalda bensínskattinn, og verja talsverðu (70 þús. kr.) af þeim skatti til hinnar nýju Suðurlandsbrautar. Auðvitað köm bensínskatt- urinn tilfinnanlegast niður á hið hafnlausa svæði hjer á Suður- landi, því allir flutningar þar, að og frá, eru með bílum. Rauðu flokkarnir sögðu við Sunnlendinga: Þið getið með tíð og tíma fengið fullkominn veg austur yfir Ilellisheiði, en þið verðið sjálfir að leggja fram fjeð í hækkuðum bensínskatti. Svona var nú rjettlætið gagn- vart Sunnlendingum. Á enn að svíkja? Nú er í þann veginn að því komið, að rauðu flokkarnir eigi að fara að sýna efndir á því toforði til Sunnlendinga, að leggja fram 70 þús. kr. af bens- ínskattinum, á þessu ári, til hins nýja vegar austur yfir fjall. En hvað skeður þá? Þá skeður það, að aðalfor- ingjar rauðu flokkanna á Al- þingi, Jónas Jónsson frá Hriflu og Jón Baldvinsson flytja frum- varp á Alþingi um að þurka alveg út hinn fyrirhugaða. veg gegnum Þrengslin. í þess stað eiga að koma ný pappírslög, um nýjan veg aust- ur, er liggi gegnum Hafnar- f jörð, Krisuvík og Selvog. Þessi leið hefir oft og mörgr um sinnum verið rædd í sam- bandi við lausn samgöngumáls Sunnlendinga, en altaf strandað á því, að hún væri svo miklu lengri en leiðin austur yfir f jall, <og yrði þess vegna flutningar allir miklu dýrari, ef syðri leið- in yrði farin. Leiðin um Krisuvík er 45-50 km. lengri en leiðin um Þrengsl- in og sjá væntanlega allir, að þessi munur yrði mjög tilfinn- anlegur fyrir allan flutnings- kostnað. Um hitt þarf ekki aö þrátta, að syðri leiðin er snjóljettari; það vita allir. En þar sem sjer- fræðingar telja leiðina gegnum Þrengslin örugga á vetrum, er hringla meir í þessu og láta nú framkvæmdir koma í stað skrafs og ráðagerða. Loforð — svik. Verði ofan á nú, að samþykt verði á Alþingi breyting sú á vegarstæðinu austur, sem þeir Jónas frá Hriflu og Jón Bald- vinsson leggja til, er alveg víst að afleiðingin verður sú, að lausn samgöngumáls Sunnlend- inga verður enn slegið á frest um óákveðinn tíma. Bændur á Suðurlandi hafa fengið nóg af loforðum og svik- um rauðu flokkanna í sam- göngumálunum. Þeir munu því skoða þessa síðustu flugu sem nýjan undandrátt í málinu. En lausn á samgöngumáli Sunnlendinga er svo aðkallandi, að ekki verður þolað af stjórn- arflokkunum, að þeir haldi á- fram þeim skrípaleik, sem þeir hafa undanfarið leikið í þessu máli. Þess vegna er krafa sunn- lenskra bænda: Hættið að skrifa og hollaleggja um þetta mál, en sýnið vilja ykk- ar til samgöngubóta í verki, með því að byrja á vegagerðinni um hið stysta og besta vegar- stæði — frá Lækjar- botnum um Þrengslin. •' ' ’ ' '' • - • • • . •• •• Fundur Landsbankanefndar. T ANDSBANKANEFNDIN helt fund í fyrradag. Voru þar samþykfir reikningar bankans yf- ir árið sem leið. Einnig fór fram kosning tveggja endurskoðenda og voru báðir endurkosnir, þeir Jón Kjartansson og Guðbrandur Magnússon. Kjósa átti einnig tvo menn í bankaráð, í stað þeirra sem úr gengu, en þeir voru Jóhannes Jóhannesson fyrv. bæjarfógeti og Metúsalem Stefánsson rits,tjóri. En þeirri kosningu var frestað þang.að td í gær. í gær kom svo Landsbanka- nefndin enn saman til þess að kjósa í bankaráð. Fjórir listar komu fram og var nafn Olafs Thors á einum, Jónasar Jónssonar á öðrum, Hjeðins Valdimarssonar á þeim þriðj.a og Metúsalems Stefánssonar á þeim fjórða. Lis,ti Ólafs hlaut 6 atkvæði, Jón- asar 5, Hjeðins 3 og Metúsaletns 1 atkv. Voru þeir Ólafur Thors og Jónas Jónsson því lcosnir í banka- ráðið. Varamenn voru kosnir Jakob Möller og Gísli Guðmunds- son. Kappglíma Kjósarsýslu verður haldin annað kvöld kl. 9Vá að Brú- arlandi í Mosfgllssveit. Keppend- ur verða fjórir. Bifreiðar fara frá B. S. R. *<***++***+++&><>*****<+++** Úr verstððvunum.! Vestmannaeyjar. — Bátar, sem komnir voru að í Vestmannaeyj- um kl. 5 í gær, höfðu góðan afla. Mestan afla höfðu í fyrrad. vjel- báturinn Hilmir, 27 þús. kg. og vjelbáturinn Glaður, 20 þús. kg. — Skips,tjóri á Hilmir er Har- aldur Hanne'sson en skipstjóri á Glað Eyjólfur Gíslason. — Aflinn var þorskur, veiddur í net. Flutn- ingaskipið Varhaug affermir í Vestmannaeyjum 1500 smálestir af salti. Goðafoss tók í gær 180 smálestir af lýsi og fiskimjöli til utflutnings. (FÚ). Fáskrúðsfjörður. — Vjelbátar í Fáskrúðsfirði hafa undanfarið fengið 1. til 6 skippund af fiski í roðri. Afli er alls 10—20 skip- pund á bát. Á smábáta hefir ekki orðið fiskvart. Siglufjörður. — Nokkrir bátar í Siglufirði hafa rent fyrir fisk, e*n varla orðið fisks varir. — Lít- ið eitt hefir þó aflast af steinbít, og hrognkelsaveiði er byrjuð. — Sólskin og blíðviðri var í gær og snjór er að sjatna. (FÚ). Dagbók. □ Edda 59363317—1 Atkvgr, Veðrið (föstud. ld. 17): Á Suð- vesturlandi er SA-kaldi og rign- ing. Annars er hæg A-átt um alt land og hiti 1—3 st. víðast livar. Grunn lægð fyrir suðvesfan land- ið en háþrýstisvæði yfir. N-Græn- •landi. Veðurútlit í Rvík í dag: SA- gola. Dálítil rigning. Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11, síra Bjarni Jónsson, kl. 2 barnaguðs- þjónusta (síra Fr. H.), kl. 5 síra Friðrik Hallgrímsson. í frikirkjunni kl. 5, síra Árni Sigurðsson. í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2, síra Jón Auðuns. Kristileg samkoma verður hald- in í Varðarhiisinu á Sunnudaginn kl. 4Yz e. h. Ræðumenn Eric Eric- son frá Vestmannaeyjum o. fl. Allir velkomnir! K. R. efnir ,til skíðaferðar á morgun ef veður leyfir. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu fjelagsin.s milli kl. 6 og 7 í kvöld. Sími 2130. Drengjahlaupið fer fram sunnu- daginn 26. apríl n. k. Þátttak- endur eru be'ðnir að gefa sig fram við stjóm Ármanns eigi síðar en viku fyrir lilaupið. Ármenningar munu efna til skíðaferðar á morgun ef veður verður sæmileg.t. Þátttaka tilkynn- ist til ferðanefndar eða í síma skrifstofunnar, 3356, milli 6 og 7 í kvöld. Erlendur Þorsteinsson, fulltrúi hjá bæjarfógetanum á Siglufirði hefir verið ráðinn skrifstofustjóri síldarútvegsnefndar í stað Sop- husar heitins Blöndals, ræðis- manns. Reykjaborg kom af veiðum í gær með 157 föt lifrar. Dronning Alexandrine fór í gær vastur og norður. Nova fór í gær norður nm land til Noregs. Á veiðar fóru í gær Ólafur og Hilmir., Varild, fisktökuskip, kom liing- að í gær. Breskur togari strandar. Losnaði og kemst hjálparlaust til Iiafnar. CETON, enskur ■ ,togari frá *** Grimsby kom hingað í gær- inorgun. Skipið rakst á grynningar skamt frá Stokkseyri í fyrradag og skemdist eitthvað. Þó ekki me’ira en svo að skipið komst af hjálparlaust hingað til hafnar. Seton var dreginn í Slippinn í gær ,til viðgerðar. Fræðslukvöld Sambands bind- indisfjelaga í skólum, var haldið í Mentaskólanum í fyrrakvöld. Þar flutti Ben. G. Waage, forseti í. S. í. fróðlegt erindi um íþrótt- ir og bindindi. Þá var íþróttakvik- mynd f. S. í. sýnd, og loks söng hinn vinsæli einsöngvari Hermann Guðmundsson, nokkur lög. Þarna var fullskipað hús, af áhugasömu skólafólki, er vill auka bindindis- starf meðal æskulýðsins á allan liátt. Árni G. Eylands flutti erindi um íslenskan landbúnað í norska útvarpið í gær. Hann gaf yfirlit um lielstu búnaðarframkvæmdir íslendinga á síðari árum, og dvaldi einkum við þær afurðir okkar, sein Norðurlandabiium væri hentugt að kaupa. (F.Ú.). Jón Leifs. íslendingur, sem bú- settur er í Þýskalandi, skrifar: Jeg var nýskeð á hljómleikum „Philharmoniches“ í Berlín. Voru þar á liljómskrá 3 verk Richards Wagners og 3 eftir Jón Leifs, þar á meðal íslenska kantatan hans. í henni ljek 65 manna hljómsveit og um 150—200 manna blandað- ur kór söng. Voru áheyrendur ákaflega hrifnir og enginn efi er á því að þessar tónsmíðar Jóns eru stórkostleg skáldverk, og er hann ,tvímælalaust kominn í tölu hinna miklu tónmeistar.a. Álar í Tjörninni. í gær veiddist í Tjörninni áll sem var 79 cm. langur og rúml. 1 kg. að þyngd. Álar hrygna ekki í ósöltu vatni, heldur aðeins í sjó, en ganga í læki á fjórða ári, og eru þá ekki lengri en Utlifingur á manni, og mjóir eins og gildur biandprjónn. Áður en lækurinn sem rennur úr Tjörninni, var yfirbygður, (sem mun hafa verið fyrir ná]æg,t 25 ár- um), gekk mikið af álaseiðum upp í Tjörnina og var þar töluvert af ál. Álar ganga aftur til sjávar þegar þeir eru 13—14 ára (kvén- fiskamir; karlfiskarnir fyr, þég- ar þeir á annað borð ganga í ó- salt vatn). Þeir eru því mest 9—10 ár í ósöltu vatni (þar sem þeir óhindrað geta komist í sjó aftur). Það myndu því engir álar vera í Tjörninni nú ef e'kki liefðu verið látin í hana álaseiði, sem véidd hafa verið í lækjum hjer í ná- grenninu. Fyrstu seiðin voru lát- in í Tjörnina 1918. Flest voru lát- in í sumar, eitthvað liðlega 200. 50 ára afmæli á í dag frú Signý M. Eiríksdóttir, Reykjavíkurveg 11, Skerjafirði. Leikflokki Mentaskólans flytja nemendur BHndraskólans innileg- ar þakkir fyrir skemtunina og þá hugulsemi að bjóða þeim á leik- sýningu sína síðastliðinn miðviku- dag. Theodor Jónsson, skipstjóri á togaranum BrookUne frá Bostogn hefir sent 25 dollara frá sjer og öðrum Islendingum, er á skip- inu eru til Keflávíkursam- skotanna. 1 íslenskum peningum verður upphæðin kr. 106,25. — Theodór Jónsson er Rangæingur að ætt og fluttist vestur árið 1929. 'Hann káupir Morgunblaðið og las þar frásögnina um Keflavík- urbrunann. Farþegar með Goðafossi til út- landa í fyrrakvöld: Niels Dungal, próf., Guðný Kristjánsdóttir, Mar- grjet Gestsdóttir, Mr. Arthur Stockley, Halldór Dungal. Firðritarinn, blað loftskeyta- manna, mars—apríl heftið er ný- komið út. í bljaðinu er m. a.: Um kaupsamning loftskeytamanna á ísl. togurum; Rannsókn út af skipaskoðun; í útvarpsbaðstof- unni; Tilraunirnar á Reykj'ánesi o. fl. sem varðar starf loftskefyta- manna. Otvarpið: Laugardagur 28. mars. 7,45 Morgunleikfimi. 8,00 Enskukensla. 8,25 Dönskukensla. 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Háde'gisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Þingfrjettir. 19,45 Frjettir. 20.15 Leikrit: Þættir úr „ÍPjetri Gaut“, eftir Ibsen. 22.15 Útvarpshljómsveitin (Þór. Guðm.): Gömul danslög. 22,40 Danslög (til kl. 24). mm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.