Morgunblaðið - 28.03.1936, Síða 8

Morgunblaðið - 28.03.1936, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 28. mars 1936. .Jfauns/íapuv —~— — ■ Hátalari, perma-dynamiskur, óskast keyptur. Tilboð, merkt „Rex“, sendist A. S. í. Góð vinnuföt eru hvergi ódýr- ari en hjá Benóný, Hafnarstræti 19. fCaupi gull og silfur hæsta /erði. Sigurþór Jónsson, llafn arstræti 4. Otlend frímerki í miklu jr- vali, frimerkjabækur fyrir ís- lensk frímerki, frímerkja- fiengsli, frímerkjatengur o. fl. f*lensk frímerki keypt hæsta verði. — Gísli Sigurbjörnsson, Lækjartorgi 1, opið 1—4. Sími að er kunnugt, að hljóðbylgjur geta mölvað gler. Fyrir nokkr um árum vildi það til á kaffistofu í Sfavanger, að glas sem stóð á borði brotnaði af hljóðbylgjum frá cellóleik. stjórninni brjef þar sem hann þakkaði fyrir tilsögnina, sagði að hann hefði lesið leiðbein- mgarnar hátt fyrir lúsunum, og þær höfðu sprungið unnvörpum úr hlátri. , Bamavagn í ágætu standi til sölu. Upplýsingar í síma 4804. Gulrófur og íslenskar kartöfl- ur. Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12. Sími 3247. Nýtísku dagstofuhúsgögn til sölu með tækifærisverði. Ólafur B. Ólafs, Seljaveg 27. Sími 2727. Til sölu, notaðar bifreiðar, ýmsar stærðir og gerðir. Zop- hónías Baldvinsson. Sími 3805. Heima kl. 5—7. Trúlofunarhringar hjá Sigur- þór, Hafnarstræti 4. Trúlofunarhringana kaupa menn helst hjá Árna B. Björns- syni, Lækjartorgi. Stærst úrval rammalista. —, Innrömmun ódýrust. Verslunin Katla, Laugaveg 27. 4292. Kaupi gull hæsta verði. Árni Björnsson, Lækjartorgi. KAUPUM allar tegundir ullar- tuskur hreinar. Hátt verð. Afgr. Álafoss, Þingholtsstræti 2. Kjöt og fiskfara daglega nýtt — Kaupfjelag Borgfirðinga. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Veggmyndir og ramrnai í fjölbreyttu úryali á Freyju- götu 11. Kenni stærðfræði til gagn- fræðaprófs og stúdentsprófs. — Sig. Thoroddsen, Fríkirkjuveg 3, sími 3227. Nú segir Stavanger Aftenblad frá því, að á heilsuhæli nokkru í Ramsvik hafi komið fyrir atburð- ur af þessu tagi. Tvær þjónustustúlkur voru að taka út af kvöldborðinu. Flestir sjúklingarnir voru farnir úr hin- um stóra borðsal Stúlkurnar voru að tala saman, og töluðu æði hátt. En vatnsglas sfóð á borði, miðja vegu milli þeirra, með nokkrum teskeiðum í. Glasið sprakk í mjel og tvístruðust brotin um salinn. Engin orsök var þessa önnur en hljóðagangurinn í sitúlkunum. * 1 sveif einni í Pommern, er svo mikið af veggjalús í híbýlum manna, að yfirvöldin hafa gefið út leiðbeiningu til íbúanna um það, hvernig eigi að útrýma óþrifum þessum. Stórbóndi einn sendi heilbrigðis- Fötin á drenginn yðar, fást auðvitað í Fatabúðinni. Baby-garnið ér komið, falleg- ir ljósir litir. Versl. Lilju Hjalta. GóS ódýr blóm, Lækjartorgi í dag, kl. 9. Pantið í tíma, í síma 3416. Kjötverslun Kjartans Milner. Nýir kaupendur að Morgun- blaðinu fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Café — Conditori — Bakarí, Laugaveg 5, er staður hinna vandlátu. - Sími 3873. Ó. Thor- berg Jónsson. mmm.> ... i — .i i», .1, Stúlka, vön karlmannafata- saum, óskast til viðtals. Leví, Bankastræti 7. Úraviðgerðir afgreiddar fljótt og vel af úrvals fagmönnumj hjá Árna B. Björnssyni, Lækj- artorgi. MATURINN á Café Svanur er góður og ódýr, sem fyr. — Kvöldmatur alt niður í 1 kr_ Borðið í Ingólfsstræti 16 — 3Ími 1858. crtu&ru&út' Herbergi, með húsgögnum og- aðgangi að baði og síma, í ný- tísku húsi, nálægt miðbænum, til leigu nú þegar til 14. ma£ eða skemur. — Tilboð, merkt: „Tjörnin", sendist A. S. 1. Fimm menn um miljón. 63. „Leggið veskið hjerna á borðið með vinstri hend- inni. Fljótur nú!“ Dutley andvarpaði. „Jeg hefi altaf haft það á tilfinningunni, að þjer væruð mjer yfirsterkari, Mr. Ryde“, sagði hann. „Hjer er veskið“. Thomas Ryde gekk hljóðlega yfir gólfið. Það var eins og byssan væri gróin við hönd hans, sem titraði ekki vitund. Hann tók við veskinu, með ■vjnstri hendi og blaðaði í því, og stakk því síðan í vasann. „Er yður sama, þó að jeg setji niður hendurnar? Þetta er þreytandi stelling og jeg er vopnlaus". Thomas Ryde brosti kuldalega. „Það þykir mjer ótrúlegt“, sagði hann. Dutley stóð á fætur. „Stingið þá þessu and- sfyggilega vopni í síðuna á mjer, meðan þjer gæt- ið að því“, sagði hann. Thomas Ryde kom nær, með sama læðandi göngulaginu. Hann þreifaði á Dutley með vinstri hendinni og gekk síðan nokkur skref aftur á bak. „Þjer getið látið hendurnar niður“. Dutley settist niður. „Þetta er ólíkt þægilegra. Svo að jeg noti sígildar setningar: Þjer komuð, sáuð og sigruðuð. Þjer eruð búinn að fá alla kvitt- unina. Og jeg er búinn að seðja forvitni mína með því að kynnast yður. Hvað er nú eftir?“ Thomas Ryde gekk nokkur skref aftur á bak. „Aðeins þetta“, mælti hann. „Jeg ætla að skjóta yður!“ „Nú er yður ekki alvara“, mótmælti Dutley. ,JSkjóta vopnlausan mann!“ „Jeg hefi tvær gildar ástæður til þess að skjóta yður. í fyrsta lagi er nú það, að þjer hafið orðið þess valdandi, að samtök okkar fóru út um þúfur, þjer hafið eyðilagt ráðagerðir okkar, og yður get jeg um kent að lítil von er um, að jeg fái þessa miljón, sem jeg hefi lagt svo mikið í sölurnar fyrir. Þetta er fyrri ástæðan, til þess að þjer skuluð deyja. Hin er sú, að ef þjer fáið að halda lífi, spillið þjer fyrir því, að jeg sleppi úr ljónagryfj- unni í kvöld. Og jeg hefi jafnvel þriðju ástæðuna. Jeg hefi aldrei getað þolað yður“. „Síðan hvenær?“ „Síðan þjer fyrir tuttugu árum sigruðuð mig í knattspyrnu, og urðuð þess valdandi, að jeg var látinn hætta að spila“. „Þá eruð þjer sá sami Thomas Ryde, sem jeg mundi eftir frá því í gamla daga“, sagði Dutley hugsandi á svip. „Já, það er jeg. Faðir minn var löggiltur endur- skoðandi í þá tíð. Firma hans hafði endurskoðun á bókum Boothroyds. En faðir yðaf og hann urðu ósáttir, og faðir minn misti aðalviðskiftavin sinn. Eftir það gekk alt á afturfótunum fyrir honum, og hann dó sem öreigi um sama leyti og faðir yðar varð miljónamæringur. Jeg er ekki mikið fyrir persónulegar tilfinningar, Dutley lávarður. En jeg hefi altaf leyft mjer að hata yður. Með þeirri mentun, sem jeg var búinn að afla mjer, fjekk jeg stöðu við eftirlit með kostnaðarreikning Boot- hroyd-verksmiðjanna. Þá heyrði jeg getið um upp- skriftina, og tók þá saman ráðagerð um það, að afla mjer fjár með því að gera yður gjaldþrota". „Fanst yður þetta ekki full mikil hefnigirni?" sagði Dutley. „Viljið þjer ekki taka þenna grip í burtu“, bætti hann við, „meðan á þessu skemtilega samtali stendur“. „Samtalinu er lokið“, svaraði Mr. Ryde. „Og nú fáið þjer að sýna það á svörtu og hvítu, hvort þjer eruð í raun og veru hugrakkur maður, því að mjer heilum og lifandi, þá hleypi jeg af þessari byssu, þesar jeg hefi talið upp að þremur. Skiljið þjer mig?“ „Já, jeg skil yður. Hleypið þjer af!“ Ryde miðaði byssuopinu beint á hjarta Dutleys. Þegar hann byrjaði að telja brá í fyrsta sinni rjett sem snöggvast fyrir mannúðlegum svip í augum hans, sem annars voru jafnan köld og grimdarleg. „Einn — tveir — þrír!“ Það heyrðist lágt málmhljóð í gikknum, lítill hvellur — en enginn blossi sást — og ekkert skot! Það sama endurtók sig í annað sinn. Og Thomas Ryde misti jafnvægið, líklega í fyrsta sinn og að minsta kosti í síðasta sinn á æfinni. Þessi óskiljan- lega hending lamaði hann gjörsamlega. Áður en varði var Dutley búinn að gefa honum svo vænt högg, að hann lá í gólfinu og alt hringsnerist fyrir augum hans. Hann sá óljóst, að Dutley opn- aði skrifborðsskúffu sína og tók þaðan byssu. Hann heyrði að einhver talaði lágt í síma og rjett á eftir varð hann þess var, að Dutley laut yfir hann hörkulegur á sviu. Hann gerði tilraun, til þess að segja eitthvað og benti á byssuna. „Jeg játa, að jeg hefi haft hepnina með mjer“, sagði Dutley. „Við höfum sama vopnasmið — hann býr til bestu gerfi-skothylki, sem fáanleg eru í Englandi. Af tilviljun sagði hann mjer frá skot- fimi yðar, og jeg fjekk hann, til þess að skifta um skothylki hjá yður — taldi að þjer væruð ör- uggari fyrir umhverfið með gerfiskot“. Thomas Ryde reyndi að stand^ á fætur, en hneig niður aftur. „Þjer hafið sigrað“, stundi hann. Síminn hringi, og Dutley tók upp heyrnartólið. „Scotland Yard“, endurtók hann. „Já, þetta er Dutley .... Bridgeman yfirlögregluþjónn á leið- inni .... kemur eftir nokkrar mínútur? Ágætt- .... Segið honum að koma beina leið inn á skrif- stofuna“. Thomas Ryde greip dauðahaldi um einn borð- fótinn og gerði aftur tilraun til þess að standa. upp. Svo rjetti hann aðra hendina út eftir hinni gagnslausu byssu sinni og tók skothylkin úr, meft titrandi fingrum. Hann var orðinn undarlega breyttur í andliti. Drættirnir í kringum munninn,. sem áður voru harðir og grimdarlegir, voru orðnir slappir, og glampinn í augunum horfinn. 1 stað hans var kvíðafullur angistarsvipur. „Jeg er á yðar valdi, Dutley“, stamaði hann.. „Það er úti um mig. Jeg hefi aðeins beig af einum hlut — og það er hengingarólin. Gefið mjer eina af kúlum yðar. Þjer mynduð sjálfur hafa óskað þess sama. Gefið mjer eina kúlu“. Hann stóð skjálfandi á fætur og studdi sig, við borðið. Dutley var á báðum áttum. Ryde virtist ekki geta sagt meira, og hjelt tómri byssunni fyrir framan hann. Dutley ypti öxlum, tók skothylki upp úr skúffunni og ljet það í byssuna. „Þjer verð- ið að hafa hraðan á“, sagði hann. „Bridgeman er- að aka upp að húsinu“. Ryde tók við byssunni með óvænt styrkum hönd- um. Hann laut fram á borðði. Alt í einu sá Dutley inn í kolsvart byssuhlaupið. „Það er þetta, sem jeg fer í gálgann fyrir!“ æpti Thomas Ryde sigri- hrósandi. Það var óskiljanlegt, hversu snar Dutley var aði víkja til hliðar, en hann fann að kúlan fletti hör- undinu af vanga sínum um leið og hún þaut fram- hjá. Ryde tókst allur á loft af bræði og öskraði af vonbrigðum, en byssan datt úr hendi hans niður á gólf. Þegar Bridgeman kom inn, ásamt tveimur lög- regluþjónum, hafði Dutley náð taki á hálsi hans og hjelt honum föstum. „Hjerna er hann, Bridge- man“, kallaði Dutley. „Takið hann. Hann er ljóti níðingurinn!“ * Síminn hringdi aftur „Samtalið við Leeds? Er þetta Leeds? .... Grace! .... Já, það er Charles. Fyrst og fremst hefi jeg skilaboð til föður þíns . .. .Ágætt! Biddu hann um að fara niður í verk- smiðjurnar í fyrramálið. Hann á að taka alla verkamennina í vinnu aftur. Jeg kem með skjölin með tólf-lestinni frá St. Pancras .... Og, heyrðu Grace! Viltu verða kona mín?“ E N D I R

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.