Morgunblaðið - 21.04.1936, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.04.1936, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudaginn 21. apríl 1936, KVENDJOÐIN OQ HEIMILIN Góð kona hugsar þó hún sje gift. um útlit sitt, Tískan. 'TVÆ’ARGAR giftar konur hafa þann hugsunarhátt, að þær þurfi ekki að „halda sjer neitt til“, eins og það er kallað, eftir að þær einu sinni eru komnar í þá öruggu höfn, hjónabandið. Maðurinn elski enga aðra en þær, hvað þurfi þær að hugsa um útlitið? * 'C,N þetta er, eins og gefur að skilja, hreinasti misskiln- ingur. Að vísu eru sumir menn, sem láta sjer nægja að vita, að þeir eigi góða konu, sem gætir yel bús og barna. En flestir karlmenn, eiginmenn, eins og aðrir, eru hjegómagjarnir, og þeim þykir vænt um að heyra sagt, að konan þeirra sje ung- leg og vel til fara — alveg eins og þegar þau voru trúlofuð! * \TÚ er als ekki svo að skilja, ^ * að konan eigi að sitja fyrir framan spegilinn hálfan daginn og snurfusa sig og fegra á alla yegu. Nei, krafan, sem gerð er til hennar er, að vera ávalt snyrtileg, hreinleg og vel til fara, þó að hún sje við húsverk. Og að þeim loknum á hún að gefa sjer tíma til þess að hugsa svolítið um útlitið. Hentugastur tími til þess mun vera eftir hádegi, þegar alt er orðið fínt og fágað í húsinu. * ■^VOIÐ fyrst anditið úr volgu * vatni og síðan ísköldu. Að því loknu smyrjið þjer góðu og nærandi smyrsli í andlitið. Hár- ið burstið þjer, uns öll gufa og óhreinindi eru horfin. Það er holt fyrir hárið að bursta það, og gerir það mjúkt og gljáandi. Á kvöldin er andlitið hreins- að með hreinsunarsmyrsli og baðmull, og síðan þvegið úr volgu vatni. * IJÖNDUNUM má engin hús- móðir gleyma. Þvoið þær jafnan úr volgu vatni og skolið úr köldu á eftir. Munið að ýta naglaskinninu jafnan vel upp eftir hverja handlaug og nudda feitu smyrsli inn í hörundið. * XJ ÚSMÓÐIRIN, sem vinnur ■*• ■*■ sjálf öll heimilisverkin, fær auðvitað töluverða hreyfingu. En hún þarf engu að síður að koma daglega út undir bert loft og ganga úti. Það gerir hún, þegar hún fer út, til þess að gera innkaup til heimilisins. Og hún hefir líka gott af að koma út á meðal fólks, sýna sig og sjá aðra, hýrast ekki altaf heima, innan fjögurra veggja, hversu vistlegt sem þar kann að vera. Eftir röska göngu fær- ist roðinn fram í kinnamar og skapið verður gott. Hún er til- búin til þess að taka á móti eig- inmanninum, glöð og kát, eins og í gamla daga, þegar þau höfðu með sjer stefnumót. Samkcpnin. Takið eftir! Annað kvöld er útrunninn fresturinn til þess að senda inn matarlista, og taka þátt í sam- kepninni urn samning besta matarseðilsins. Eftir það sest dómnefndin á rökstóla og dæm- ir um, hver verðlaunin á að hljóta. Síðan verður besti listinn birtur í Morgunblaðinu, ásamt nafni höfundar. Hinir listarnir verða ef til vill birtir síðar, eft4ir því sem rúm leyfir. Fáið þjer nægan svefn? Nútíminn krefst mikils af unga fólkinu. Það þarf að vakna snemma á morgnana og fer seint til hvíldar á kvöldin. Það má varla vera að því að sofa. Nú er það vitað, að svefninn er fyrir öllu og lífsnauðsyn, til þess að halda lífi og heilsu. Þetta hafa stúlkurnar í Eng- landi gert sjer Ijóst. Þar er orð- ið algengt að fólk taki sjer frí eitt kvöld, ekki til þess að skemta sjer — heldur til þess að hvíla sig og sofa. Fyrst er farið í heitt bað, því næst drukkinn einn bolli af kamillute og síðan slökt ljósið og farið að sofa. Maður á að sofa minst 10 tíma í einni lotu. Skynsamleg hugmynd, og þess verð að íslenskar stúlkur tækju hana til eftirbreytni. HúsmæOur! Bæjarins be'stu kindabjúgu, Mið- dagspylsur og kjötfars. Mánud., þriðjud., föstud. og laug.ardaga. Mit.t viðurkenda fiskfars á 80 aura pr. kg. — Kjöt af geldum ám 50 aura % kg. og 60 aura í lærum er til daglega. Einnig norlenskt dilkakjöt, Hvams tangasaltkjöt og Hólsfjallahangi- kjötið viðurkenda. Egg ostar, Smjör og álegg. Verðið á öllum vörum sanngjarnt. Allir geta fengið sent heim, en tH þess 'er best að panta daginn áður. KjötverNlun Kjavtans Mllner. Leifsgötu 32. Sími 3416. Sími 3416. Kjötfars, fiskfars, Medisterpylsur og Kindabjúgu. Milnersbúð. Laugaveg 48. Sími 1505. Ný danslist í Vín. Gertrud BodenWiesen í Vínarborg hefir fundið upp nýja danslist, einskonar hópdans, sem á að gefa fagran líkamsvöxt og yndisþokka og mýkt í öllum hreyfingum. Hjer birtist mynd af einum diansínum, sem heitir „Dansinn með gullskífuna“. „Tækifærisrjetti r.“ „Tækifærisrjettir“ er eitt vin- sælasta og hentugasta blaðið fyrir þær húsmæður, sem vilja búa til góðan mat við ýms há- tíðleg tækifæri. Ungfrú Helga Sigurðardóttir hefir gefið blaðið út. — Hjer fá húsmæður tækifæri til þess að sjá sýnishorn af ábæt isrjettum úr þessu matarblaði, sem er hið fyrsta í sinni röð hjer á landi. Uppskriftirnar eru birtar hjer með leyfi höf. Appelsínubúðmgur. 10 bl. matarlím, y2 dl. vatn, V2 sítróna, 50 gr. sykur, 4 dl. rjómi, appelsínusafi, 2—3 app- elsínur. Matarlímið er lagt í bleyti í kalt vatn í 15 mínútur. Tekið upp og V2 dl. af heitu vatni helt yfir. Appelsínu- og sítrónusafinn síaður og mældur. Sykrinum hrært þar út í, þar til hann er bráðinn. Þá er hin- um þeytta rjóma blandað sam- an við og þar eftir matarlíminu, sem er kælt. Sljett mót er skol- að úr köldu vatni og sykri stráð. Appelsínurnar eru flysjaðar, teknar í sundur í ræmur og rað- að í mótið (sjá mynd). Búðing- urinn er settur gætilega í mótið, þegar hann er að verða stífur. Hvolft á fat og borðað með appelsínusósu. Appelsínusósa. 150' gr. syk- ur, 2 dl. vatn, 3 appelsínur, li/o dl. hvítvín, 10 gr. sagómjöl, Sykur og vatn soðið í 10 mín. Appelsínurnar rifnar utan með rifjárni. Safinn pressaður úr þeim og síaður. Safinn og rifið appelsínuhýðið er sett út í syk- urvatnið, sagómjölið hrært þar út í og soðið augnablik. Vínið látið í. Það má borða þessa sósu heita eða kalda. Úr „Tækifærisrjettir“. Húsráð við hósta. Þýskt blað gefur eftirfarandi ráð við hósta: Laukur er saxað- ur í smátt og sykri sáldrað yfir, til þess að fá safann úr laukn- um. Af þessu er tekin ein te- skeið nokkrum sinnum á dag. irjtiiiiiiiiiiitiiii 111111111111 it 111 tii »11111 miiiiiMiniiitiiiiiiituMUM Fermingargjafir. Lindarpenoar, ýmsar pfóðar tegundir, mjög hentugir til fermingargjafa, einni^ seðlaveski. Bókaverslun! Þór. B. Þorlákssonar Bankastræti 11. Þegar fer að vora - Einmitt um þetta leyti árs, þegar birta tekur af degi og •vorið nálgast, er maður orðinn leiður á vetrarkjólnum. Enn er ekki kominn tími til þess að kaupa nýjan kjól — það leyfir pyngjan ekki — og þá er að finna ráð til þess að ,,flikka“ þann gamla upp, gera hann vor- legan. Það verður ekki gert með betra móti en því að fá sjer á hann laglegan, ljósan kraga, eða annað sem prýðir. niwwMuwimmiimnmmtniMuiniuiMw Við birtum hjer nokkur sýn- ishorn. Fyrst er dálítið ,,organdi“ eða tyll, sem komið er fyrir í hálsinn í tvær pífur og lítil slaufa. Næst snotur hálsklútur í skærum litum, og hvítur ,,pique“-kragi með svörtu bandi, og síðan aðrir tveir kragar úr hvítu ,,pique“. Ef kjóllinn er Ijós eða í öðr- um lit, sem fer ekki vel við hvítan kraga, má búa til stóra slaufu með snúru, eins og sjest neðst t. v. á myndinni. Loks er íburðarmikill, hvítur kragi og lítið hvítt brjóst með plíseringum og hnöppum. * Hattar með glerbörðum eru nýjasta nýtt í London. Það er sagt að þetta ,,gler“ sje búið til úr krystaldufti, og er það ýmist svart, hvítt, fjólublátt eða rautt. Hattarnir í ár eru yfirleitt lit- skrúðugir og skrautlegir. Þann- ig sjást himinbláir hattar, skreyttir bláum böndum og alla vega litum blómvöndum. MUNIÐ --------að þvo nýja sokka áður en farið er að nota þá, þá endast þeir miklu betur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.