Morgunblaðið - 12.05.1936, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.1936, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjiidaginn 12. maí 193(k KVENÞJÓÐIN 00 MEIMILIN Bandalag kvenna. Sumarið fer í hönd. Frá síðasta fundi. Ein af áffán - * „Swagger“-tískan er enn við líði. Bandalag kvennja hjtelt fund dagana 16. og 17. apríl, fulltrúar voru öiættir frá 7 fjelögum: Þessi mál voru til umræðu: I. Hús- stjórnarskólamál Reykjavíkur. II. Konur í lögregluna. r : < *• - HÚSSTJÓRNARSKÓLA- MÁL. Ragnhildur Pjetursdóttir rakti gang hússtjórnarskólamálsins og þeirra tveggja frumvarpa, sem konur hafa viljað koma fram á síðustu þingum. Á Alþingi 1934 bar frú Guðrún Lárusdóttir fram frumvarp um „Hússtjórnar og vinnuskóla í Reykjavík". Það komst til einnar umræðu og var vísað til menta- málanefndar efri deildar. Klofnaði nefndin um frumvarpið. Meirihlut- inn B. St. og J. J. vildu vísa mál- inu til ríkisstjórnarinnar og láta hana undirbúa frumvarp fyrir næsta þing, þar sem þeir í hinni rökstuddu dagskrá telja best að breyta núverandi kvennaskóla í hússtjórnarskóla. Frú Guðrún Lárusdóttir lagðist algerlega á móti þessu og krafðist þess mjög ein- dregið, að Kvennaskólinn, sem væri elsta mentastofnun kvenna hjer á landi, fengi að starfa óáreittur á þanp hátt, sem hann hefði gert, enda væri þörfin fyrir hússtjórnar- skóla og skólamálin ekki leyst, þó farið væri að hrófla við honum. — Á Landsþingi kvenna er haldið var í júnímánuði 1935, eða síðast liðið sumar, var kosin nefnd til enn á ný að reyna að vinna að framgangi þessa máls. Yar hún skipuð þessum konum: frú Jón- ínu Sigurðardóttur, Akureyri, frú Margrjeti Friðriksdóttur, Seyðis- firði og Ragnhildi Pjetursdóttur, Reykjavík. Komu þessar konur saman á Akureyri síðastliðið sum- ar og sömdu frumvarp til laga, „um stofnun -Húsmæðrakvenna- skóla íslands og hússtjórnarskóla í Reykjavík eða nágrenni hennar“. Sendu þær frumvarp þetta til mentamálanefndar neðri deildar og óskuðu þess, að hún flytti það á Alþingi. En meirihluti nefndarinn* ar sá sjer það ekki fært. KONUR í LÖGREGLUNA. Frú Sigríður Eiríksd. hafði fram sögu í málinu: „Konur í lögregl- una“. Sagði hiin að þetta mál hefði áður verið rækilega rætt á fundum Bandalagsins. Kvaðst ræðukona þá haf’a skýrt frá því hvernig lögreglukonur störfuðu erlendis. Nú eftir nánari athugun, kvaðst hún sjá, að kvenlögregla yrði að starfa lijer með nokkuð öðrum hætti, ætti full not að fást. Veldur þar fámennið, sagði hún ennfremur, og að fólk þektist hjer meir en erléndis, aðgætni þarf því meiri, svo og það að úrkynjuð hverfi eins og í stórborgum eru hjer engin, og efniviður sá, sem hjer á að vinna úr dreifður um allan bæinn. Reykvísk kvenlög- regla á fyrst og fremst að hafa eftirlit með siðferðismálunum. — Hjer er verksvið, svo umfangsmikið og erftit að þeim sem þekkja tíl þessara mála hrís hugur við. Hjer í Reykjavík færi siðferði ungra stúlkna og telpna, að sögn, stöðugt versnandi. — Margt af þessu væru unglingar, sem af slæmu uppeldi og áhrifum hefðu komist inn á þessa braut. Þarna væri verksvið lögreglukonu en ekki lögregluþjóns. Annað aðalstarf lögreglukonu ætti að vera eftirlit með útivist barna á kvöldin. Hjer í bæ væri bersýnilegt :að foreldrar skildu ekki hve skaðlegt það væri líkamlegri og andlegri velferð og heilbrigði barnanna að vera úti á götunni langt fram á kvöld og nætur. Þar lærðu þau oft óknytti og leiddust út á braut er yrði þeim ógæfurík. Kvenlögregla ætti að fara heim ■ á heimilin tala við foreldrana og reyna að leibeina þeim. Kvenlögreglu fylgir sú hug- sjón, að koma í veg fyrir yfir- sjónir, hún er uppeldisstarf, sem stendur í nánu sambandi við nú- tíma-heilsuvarðveislu. Glæpir eru oft sjúkdómar er orsakast af því, að fremjandi er kominn út úr jafnvægi lífsins, lannaðhvort af vínhneygð eða af lífsaðstæðum. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir sagðist oft hafa fundið til þess í starfi sínu í Barnaverndarnefnd, hve óheppilegt það væri að hafa karlmann fyrir barnadómara. —■ Smábnupl barna færi stöðugt vax- andi og væi’u það oft 4—5 ára drengir, sem gerðust brotlegir. Væri það augljóst, að með slík mál mætti ekki>fara eins og með venju- leg afbrotamál. Þar væri starf fyrir kvenlögreglu með aðstoð upp eldisfróðs manns eða dómara. Guðrún Jónasson benti á þá óhæfu að vín væri liaft um hönd á samkomum, er væru í sambandi við barnadansleiki. Margar fleirí konur tóku til máls. Þessar tillögur voru samþyktar. „Bandalag kvenna endurtekur þá áskonm sína til bæjarráðs og bæjarstjórnai' Reykjavíkur, að skipaðar verði minst 3 konur í lög- reglu bæjarins við næstu aukningu lögregluliðsins“. „Bandalag kvenna í Reykjavík skorar á ríldsstjórnina að leyfa ekki vínveitingar á samkomum, sem aðallega eru haldnar fyrir börn og unglinga“. HJÁLPARSTÚLKUR. Laufey Yaldimarsdóttir hafði framsögu í máli er hún nefndi: Hjálparstúlkur. Sagði hún að málið hefði oft áður verið rætt á fundum Bandalagsins og konum væri það því kunnugt, enda allar „Stenotypistinna" er hún kölluð á erlendu máli skrif- stofustúlkan, sem hefir þann starfa að hraðrita og vjelrita. í New York einni er tæp milj- ón af stúlkum, sem vinna fyrir Hálfkápur, „swagger“ eða „swingcoat“, eins og þær voru kallaðar í fyrra, verða einnig í tísku í vor og sumar. En áuðvit- að hafa þær tekið nokkrum breytingum, hvað snið snertir. Sumar eru með meiri vídd í baki en tískaðist í fyrra. Aðrar aðskornar í mitti, útskornar að neðan, með prinsessusniði. Myndin sýnir nýjustu swagg- ertískuna. Til vinstri er hvítur ullar swagger, með prinsessu- sniði, tvíhneptur, með stórum út-á-liggjandi kraga-hornum. Hinn er úr svörtu, þunnu ullar- efni. Tvö hringskorin stykki eru sett upp í bakið. Þessi swagger er tilvalinn við einlitt svart efni, eða köflótt pils. Eins og áður hefir verið sagt frá í tísku- frjettunum, er mikið notað ein- lit og köflótt efni saraan. Eins væri swaggerinn líka fallegur ■við rSsóttan kjól í sumar. sjer með hraðritun og vjelritun Hjer sjest ein úr þeirra hópi, áj leiðinni til vinnu sinnar, við ritvjelina, og í matartímanum, að fá sjer hressingu. sammála um nauðsyn þess, að bærinn hefði stúlkur í þjónustu sinni, er hægt væri að fá til hjálp- ar á heimilin í sjúkdómstilfellum húsmæðranna. En slík hjálp mætti ekki reiknast sveitastýrkur. í sam- bandi við hjálparstúlkur mætti koma á atvinnubótavinnu fyrir konur, er hefðu fyrir heiinili að sjá. Áleit ræðukona Jiað æskilega lausn. IJrðu nokkrar umræður. Skýrði Þuríður Bárðardóttir frá velvild og drengskap bæjarbúa, þegar hún leitaði til ]ieirra fyrir bágstödd heiniili, sem liún væri sótt á. Tillögur komu ekki fram í þessu máli, og voru ekki fleiri mál rædd á fundinum. R. Opnir skór eru mest notaðir til göngu, og hefir hertogafrúin af Kent innleitt þá tísku. En þær stúlkur, sem ekki vilja opna skó velja sjer snotra skó með ristarbandi eða reimaða skó. Hvað lit snertir virðast brúnir og bláir skór, ekki mjög áberandi á lit, ætla að sigra, og svartir skór verða líka töluvert í tísku. Um hásumarið verða hinir vinsælu sandalar að þoka fyrir ljósum ljerefts- og striga- skóm. T. v.: svartur „boieró“-jakki með riktum ermum. Köflótt silkiblússa með pliseruðu brjósi T. h.: þröngt köflótt pils og svart ullarslá, sem er fóðrað með köflóttu efni og fest sam- an með járnkeðju. Neðst: mjög óbrotinn og sljettur klæðnaður úr þverofnu ullarefni. Hvít hálfkápa með prinsessu- sniði og svartur ullar-swagger. Dragtarpilsin eru styttri en í fyrra, og mjög þröng. En þó hálfkápur verði mikið notaður í sumar, en engan veg- inn svo að skilja að klæðnaðir (dragtir), með stuttum treyjum hverfi úr sögunni. Þvert á móti, þeir eru altaf í tísku og með mikilli tilbreytingu 1 sniðinu, svo að maður verður ekki leið- ur á þeim (Sjá mynd). Pilsin eru höfð töluvert styttri en í fyrra, og oft svo þröng, að það er hreinasta list að sita og ganga í þeim. Piiseringar tískast mjög í vor og sumar, bæði á blússum, kjólum og pilsum. Þær eru sjerstaklega fallegar í hinum rósóttu sumarkjólaefnum. * Það er sagt, að alt kvenfólk í Ameríku gangi vel til fara, skólastúlkan jafnt og dóttir milj ónamæringsins. Þar eru föt tal- in nauðsyn, en ekki óþarfi, og engir tollar nje gjöld lögð á loðkápur, fatnað eða efni í föt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.