Morgunblaðið - 14.06.1936, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1936, Blaðsíða 2
MORGUNBLADIB Sunnudaginn 14. júní 1936. Útgtrf.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjðrar: J6n Kjartansson og Valtýr Steíánsson — ábyrg'SarmaSur. Ritstjðrn og afgreiSsla: Austarstrætt 8. — Simi 1600. Aufflýsinffastjó5ri! E. Haíberg. Auglysingaskr tf stoía: Austurstræti 17. — Síml 3700. Heímaaímar: J6n Kjartansson, nr. 3742 V^altyT Stefánsson, nr. 4220. Arnl Óla, nr. 3045. B. Hafberg, nr. 3T70. Áskriítagjald: kr. 3.00 á mánuöi. í lausasölu: 10 aura eiatadcití. - ÍOjaura metS Liesb6k. Atvinnuleysið. Kunnpgt er um suma &f helstu Ieiðtogum stjórnarflokkanna að þeir hafa jafnan litið á íslenska atvinnurekendu'r sem sakamenn. Núverancli formaður Framsóknar- flokksins ljet; :þ.aji /jorð falla fyrir mörgum árum að útgerðarmennirn- ir hefðu unnið landinu meira tjón, en öll eldgos.og hallæri frá því land Ibygðist. Líkt hugarfar hefir komið fram hjá ýmsum foringjum sósíal- ista, þótt enginn hefi tekíð svo djúpt í árinni opinherlega. Við forsjá slíkra manna hefir þjóðin örðið að búa um 9 ára skeið. Alla þá stund hefir verið unnið að því'íjóst ög léynt að drepa foamták "manna og athafna- löngun. Afleiðingarriar eru þær að allur atvinnurekstúÝ landsmanna má, héita 1 kalda koli, bæði til sjávar 'og sveita,' -að fleiri og fleiri gefast 'uþp, að' hundruð vmhufúsra mahha ganga atvinnulausir. Fyrir síðustu kosningar var at- vinnuleysið þeg;ar farið að gera vart við sig alj tilfinnanlega. — Stjórnarflokkarnir kendu „íhald- inu*' um' ástandið ' og lofuðu „vinnu handa Öllum"", ef Þeir næðu sigri við kosningarnar. A þennan háM voru verkámenn gíntir til fylgis. Nú eru efndirn'ar komnar í ljós. Hinn fyrsta. maí voru 720 atvinnu- lausir menn skráðir hjer í íteykja- vík. Á sama tíma 1934 vom þeir 190. Svona stórfeld eru svik þeirra manna sem telja sig öðrum fremur „vini verkalýðsins". Bn hvernig er svo háttað hög- um þeirra, ,onanna, sem flekuðu verkamennina til fylgis á loforð- um um aukna yinnu. Útsvarsskráin hjerna í Reykja- vík ber það með sjer að 15 „vinir verkalýðsins" hafa svo míklar tekjur, að þeir geta greitt sama útsvar og 2400 verkamenn. Mennirnir sem lofuðu .atvinnu og sviku hana hafa notað sjer að- stöðuna til að hlaða á sig launum. Finnur Jonssbn bætir á sig 11 þús. krónum fvrir 3 5>a mánaðar vinnu við síl'dina. Sigfús Sigurhjartar- eon á fult í fangi me6 írð hafa tölu á bitlingum sínum. Þeésú'i'.og þvílíkir piltar þurfa ekki'^ að-kvarfca um atvinnuleysi. Og þeir' eru alveg búnir að gleyma því að hundruð manna, sem nú ganga atvínttulausir, hjálpuðu þeim taeð' atkvæði sínu til þess að komast í trogin og seðja græðg- ina. ——-<m»------ BRESKUR VERSLUNARERINÐREKI LAGeUR AF STABTIL ITALiU. i, - ' Daily Telegraph segir að refsiaðgerða-andstæðingum aukist fylgi. Rússar ætla að skapa eignastjett. ' m> »¦¦'....... Þeir halda áfram að læra af ,kapitalistisku' þjóðunum. FRÁ FRJETTARITARA VÖRUM: KHÖFN í gær. CTJÓRNSKIPULAGIÐ er sósíalistiskt", M segir í hinni nýju stjórnarskrá Rússa. 1 hinni sósíalistisku stjórnarskrá vekja eftir- farandi atriði athygli: 1. að mælt er með ein- staklingsrekstri, ef hann hvílir að öl-hi leyti á eigin vinnu, án aðkeyptrar vinnu. 2. að einstaklingseign, sem skapast hefir fyrir eigin vinnu, er lögvernduð. Þannig mun ný eignastjett smátt og smátt rísa upp í landi sósíalismans. Laun misjöfn. Laun eru ekki jöfn. Þau eru misjöfn og fara eftir eðli vinnunnar, hvort hún er mikil eða lítil, eða útheimtir þekk- ingu og lægni. Þing Rússa verður í tveim deildum, eins og í vestrænum löndum. Ýms atriði, eins og t. d. hvort aðrir flokkar en komm- únistaflokkurinn verði leyfðir, eru óskýr og stjórninni ætlað að úrskurða. Hversvegna? Yfirleitt er stjórnarskráin varlega orðuð og því erfitt að dæma um þýðingu hennar. Margir álíta, að stjórnar- skrárbreyting þessi hafi verið gerð til þess að grímuklæða harðstjórn Stalins og fjelaga hans og til þess að auðvelda starf Litvinoffs. En Litvinoff er nú önnum kafinn við að stofna varnar- og hernaðarbandalag við lýðveldisríkin í vestur og suð-austqr Evrópu. MeðRoosevelt: 8:5 KHÖFN I GÆR. EINKASKEYTI TIL MQRGUNBLAÐSINS Aðstaða republicanaflokks ins hefir eflst við það, að Landon var tilnefndur for- seta efni flokksins. I Ameríku búast ménn þó við því, að Roosevelt verði endurkosinn. Veðmálin eru 8:5 Roosevelt í <vil. Páll. Van Zeeland hefir nú tekist aö mynda stjórn í Belgíu. En verk- föllin breiðast nú út þar í landi. Stjórnin reynir að reisa við þeim rammar skorður, sjerstaklega við því að verkamenn setjist að í verk- smiðjunum. Leon Blum kallar á varðliölð. „Hin dular- fuUu áhrif". PRÁ FRJETTARITARA VORUM Khöfn í gær. URANSKA stjémin * segir, að 200 þús. verkamenn, þ. á m. veitingahúsaþjónar og verkamenn í vefnaSar- ionaðinum, hafi tekið upp vinnu í gær. En sam tímis skella á ný verk- föll. Stjórnin óttast enn óeirðir. Slefna Sir Samuel Hoare hefir sillrað, Anlhony Eden beið lægra hlut. FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KHÖFN í gær. -r Q'YT ekki sje liðin nema rúml. vika síð- *• an Sir Samuel Hoare tók aftur sæti í ensku stjórninni, þá hefir stefna hans þó sigrað. Blöð stjórnarandstæðinga í Bretlandi segjast hafa fulla vissu fyrir, að andstæðingar refsiað- gerðanna hafi borið Anthony Eden ofurliði. Bretar ætla að stýðja þá tillögu á fundi Þjóða- bandalagsins í lok júní, að refsiaðgerðum verði hætt. ,,Daily Telegraph" (stjórnarblað) segir, að ráðuneytið hafi ekki enn tekið neina ákveðna afstöðu til refsiaðgerðanna. En blaðið getur þess um leið, að fylgi þeirra ráðherra, sem vilja af- nema refsiaðgerðirnar, fari vaxandi. Fullyrt er, að Bretar muni innan skamms reyna að endurnýja vin- áttu sína við ítali. FRAMHALD Á SJÖTTU SÍÐU. Til þess að endurnýja viðskiftin. Það vekur mikla athygli, að mikilsmetinn breskur kaup- sýslumaður er þegar farinn af stað til Italíu, og er alment talið, að hann eigi að undir- búa það, að verslunarviðskifti Breta og ítala geti aftur kom- ist í eðlilegt horf. Viðskifti þessara þjóða hafa minkað nið- ur í nokkura hundraðshluta af því, sem þau voru áður en refsiaðgerðirnar gengu í gildi. Blöð stjórnarandstæðinga í Bretlandi eru sammála um, að stefnuhvörf bresku stjórn- arinnar megi rekja til Sir Samuel Hoare, en hann hafi tekið sæti í stjórninni með sama hugarfari Og þegar hann lagði fram hinar al- ræmdu Hoare-Laval-tilIögur. „Skugga-ráðuneytið", Sir Austen Chamberlain, Winston Churchill, Earl Winterton o. fl., hefir veitt Sir Samuel öfl- ugan stuðning. Einnig vekur athygli í þessu sambandi ræða Mr. Neville Chamberlain, er hann flutti fyr ir nokkrum dögum, þar sem hann kallaði það einskæra skýja-glópsku, að halda áfram refsiaðgerðum. Alfarinn heim? Sendiherra Breta í Addis A- beba, Sir Sidney Barton, og kona hans fara heimleiðis til Englands í orlof sitt í næstu viku. Er þess getið til, að Sir Sidney muni ekki fara aftur til Abyssiníu. Ciani í stað Aloisi. Baron AIoisi mun ekki verða fulltrúi Itala á fundi Þjóða- bandalagsráðsins 26. júní. Það er haldið, að Ciani greifi ut- anríkismálaráðherra verði á fundinum. Þó er ekki vitað, hvort hann á að koma í stað- inn fyrir Aloisi. ítalir eru farnir að taka ræn- ingjana í Abyssiníu á mála hjá sjer, segir enska útvarpið, í stað þess að taka þá og skjóta þá, eins og áður var gert, þegar tókst «,ð hafa hendur í hári þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.