Morgunblaðið - 14.06.1936, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.06.1936, Blaðsíða 5
Sunnudaginn 14. júní 1936. MORGUNBLAÐIÐ Garðar Gislason §extugur» Garðar Gíslasoh er sextugur í dag. Það er ákaflega misjafnt, hvenær á æfinni menn byrja .að eldast. Mun skapgerðin valda miklu um það. Þeir sem framtakssamir eru, djarfhuga og starfsamir áhuga- menn, þeir eru ungir í anda langt fram eftir æfi. Ekki veit jeg hvernig Garð- ar Gíslason var í viðkynningu fyrir 35 árum, er hann hóf sjálfstæða verslun. En mjer er nær að halda, að hann hafi 'breyst mjög lítið síðan,, nema hvað mikil og margþætt versl- unar- og lífsreynsla hefir kent honum mikið og margt •og gert honum marga hluti auð veldari. Þá hóf hann verslun með xíka starfsþrá og alveg ó- venjulega hugkvæmni við að finna og ryðja nýjar viðskifta- leiðir. Þeir sem nú eru að alast upp og ungir eru að árum, eiga erfitt með að átta sig á því, hve æfi-ntýralegt það þótti um síðustu aldamót, að f jelítill þingeyskur bóndasonur skyldi ivo að segja alt í einu vera •orðinn heildsali í Englandi, nærri því utanvið þann við- skiftaheim, sem við Islendingar þektum, meðan þvínær öll okk- ar verslun var einskorðuð við Danmörku. Höfuðeinkenni í skapgerð 'Garðars kemur einmitt fram í því, að hann ílendist ekki í Danmörku, á þeim slóðum, þar sem íslensk verslun var stað- gróin, heldur byrjar frá upp- hafi á því að reyna nýjar leið- ir. Alla tíð síðan hefir þetta -verið höfuðeinkenni á starfi ihans. Fyrir núverandi valdhafa á Islandi er Garðar Gíslason of frjálshuga maður. Hann trúir á mátt sjálfsbjargar og hollustu. Þannig er lund hans, og þetta hefir lífið kent honum æ betur. En fjaríi fer því, að einstakl- ingshyggja hans sje meiri en góðu hófi gegnir. Garðar er maður þjóðhollur á besta máta, og leggur í hvívetna kapp á að vera þjóðnýtur í starfi sínu. Ungur sá hann og skildi, hvílík nauðsyn okkur væri á frjálsri og framtakssamri versl- unarstjett. Frjáls verslun varð honum hjartans mál, ekki sjálfs hans vegna, heldur vegna þjóðarinnar. Með skapfestu sinni hefir hann hvenær sem er og hvar sem er verið boðinn og búinn til málsvarnar fyrir verslunar- stjett landsins, þegar á hana er ráðist. Eftir 35 ára starf og marg- víslega erfiðleika í viðskiftum landsmanna, stendur verslun hans í blóma. En verslunarsaga Islands mun geyma nafn hans sem eins af þeim fáu fyrstu, er um síð- ustu aldamót lögðu grundvöll að alíslenskri verslun, og stóðu af sjer fyrstu árásirnar, er öf- undsjúkir menn og illa siðaðir gerðu að nýgræðingi þeim í atvinnulífi þjóðarinnar. Súkímlafct heflr hlotið besfu meðmæll Áskoranir rc Ft Verslunarþingsíns til ríkis- stjórnarinnar um innflutn- ings- og gjaldeyrlsmál. E FTIRFARANDI ályktanir voru sam- þyktar með samhljóða atkvæðum á Verslunarþmginu í gær: Um gjaldeyris- og innflutningsnefnd. Verslunarþingið ályktar að skora á ríkisstjórn Is- lands: 1. Að breyta 3. gr. starfsreglna gjaldeyris- og inn- flutningsnefndar á þann veg, áð efndin hafi ótvíræð fyr- irmæli um að veita öllum verslunarfyrirtækjum innflutn- ingsleyfi eftir föstum kvota, sem miðist eingöngu við inn- flutning þessara fyrirtækja ákveðið ár eða árabil, svo að kaupmenn og kaupfjelög geti útvegað viðskiftamönnum sínum vörur í sama hlutfalli og var áður en innflutnings- höftin vom sett. 2. Að fela gjaldeyris- og innflutningsnefnd að birta þegar í byrjun hvers árs áætlun yfir innflutning þann, sem veita á á árinu, og ennfremur að leggja fyrir gjaldeyris- og innflutningsnefnd að hafa áætlun þessa svo greinilega, að hver innflytjandi geti sjeð sjálfur, hve mikinn inn- flutning hann á að fá á því tímabili, sem áætlunin nær yfir, samkvæmt skýrslu sinni til gjaldeyris- og innflutn- ingsnefndar yfir fyrri innflutning. 3. Að fela gjaldeyris- og innflutningsnefnd, við samn- ingu áætlunarinnar, að taka tillit til vöruflokkaskiftingu innflutningsins undanfarin 10 ár, og ennfremur að leita álits Verslunarráðs fslads á henní áður en hún verður birt og kemur til framkvæmda. 4. Að fallast á skipun sjerstakrar trúnaðarnefndar kaupsýslumanna, sem hafi það verksvið að taka við og athuga kærur innflytjenda yfir úthlutun innflutningsleyfa og að tryggja þessari nefnd aðgang að öllum gögnum og upplýsingum gjaldeyris- og innflutningsnefndar, varðandi úthlutunina. 5. Að leggja fyrir gjaldeyris- og ínnflutningsnefnd að fella niður leyfisveitingar til einstaklinga, sem ekki hafa verslun að atvinnu og ekki eiga heimtingu á inn- flutningi samkv. reglum gjaldeyrisnefndar. Um stefnuleysi bánkanna. Verslunarþingið lýsir óánægju sinni yfir því stefnu- leysi, sem bankarnir hafa sýnt um afgreiðslu og meðferð gjaldeyrisleyfa, þar sem fulltrúar þeirra afgreiða daglega í nefndinni gjaldeyrisleyfi, sem svo er synjað um yfir- færslu fyrir. Virðist og engri ákveðinni reglu fylgt um það, hvaða leyfi hljóta afgreiðslu í bönkunum og hver ekki, og að leyfum er haldið hjá þeim mánuðum saman, án þess að nokkurt svar fáist. Fyrir því skorar Verslunarþingið á bankana, að öll gjaldeyrisleyfi, sem út eru gefin, fái afgreiðslu hjá þeim, nema ófyrirsjáanlegir erfiðleikar valdi hindrun yfirfærslu, en ef svo atvikast, verður gjaldeyrisafgreiðsla bankanna að framkvæmast eftir föstum reglum og með fullri sam- kvæmni, þannig að jafnt gangi yfir þá innflytjendur, sem leyfi hafa fengið. Kaldársel. Tekið verður á móti drengjum til lengri eða skemri dvalar í Kaldárseli. Nánari upplýsingar gefur Jóel Ingvarsson, Strandgötu 21. — Sími 9095. VEUIÍ) BíTTfl VERIÐ </VANDIÁTAft ÁVALT WI& Vera óiMrLLori Ódýrar vörur: Leiðsðgniólk iorðamaniia. Þeir, sem óska að láta skrásetja sig sem leiðsögumenn erlendra ferðamanna í sumar, geta fengið eyðublöð til útfyllingar, og nánari upplýsingar hjá "Ferllísskrifsfofa rikislns. Tryggvagötu 28. Matskeiðar, alum. 0,25 Do. krómað 0,75 Matgafflar, .alum. 0^5 Do. krómað 0,75 Teskeiðar, alum. 0,15 Do. krómað 0,40 Vatnsglös, þykk 0,30 Do. slípuð 0,50 Vínglös 0,50 Desertdiskar, postulín 0,35 Undirskálar, postulín 0,15 Tannburstar í liulstri 0,50 Höfuðkambar frá •,35 Hárgreiður 0,75 Plugnaveiðarar 0,16 Skálasett, 5 st. 4,25 Blómavasar frá 1,00 Kúhikassar fyrir börn 0,25 / K. Einarsson & Björnsson. Bankastræti 11. Pjetur Magnússon Einar B. Guðmundsson Guðlaug^ir Þorláksson gímar 3602, 3208, 2002 Ansturstræti 7. SkriTstofutími kl. 10—12 og 1—6. Xýr lax Nýtt bögglasmjör. Kjötbúðin HerðDbreið. Hafnarstræti 18. Sími 1575.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.