Morgunblaðið - 24.06.1936, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.06.1936, Qupperneq 4
MO&GUNBLAÐIÐ MsðvikHdaginn 24. júní 1936. WTW** 1*-: ‘'iV,V-.H WIY'JVVWMJSflV* S- • . rjfflBWWW— Stórstúka íslands er 50 ára í dagf. »9 Aðílutningsbann á með vafasömum t.utiifií ';n áfengi er þýðingarlitið þjóðar meirihiuta". „Bruggið fer þverrandi í kaupstöðum“. §amfal við stóflemplaf Ffiðrik Á. Biekkan. Idag er 50 ára afmæli Stórstúkuimar. í því tilefni hefir hlaðið átt tal við Friðrik Á. Brekkan. Hann hefir verið stórtemplar tvö síð- ustu árin, og jafnframt er hann umsjónarmaður stjórnarinnar um áfengismál. Það hefir náttúrlega margt borið við hjá Reglunni á síðustu 50 árum og margs að minnast segir stórtempl- ar. Um stofnun Stór- stúkunnar vil jeg segja: Stórstúka Islands var stofnuð í Alþingishúsinu 24. júní 1886, þá hafði Alþjóða Regla Góð- templara starfað hjer á landi í rúmlega tvö ár eða síðan 10. jan. 1884, og hafði fengið tals- verða útbreiðslu, einkum fyrst til að byrja með á Norður- og Vesturlandi. 3. júlí 1885 var stúkan „Verðandi“ stofnuð í Reykjavík og litlu síðar „Morg- unstjarnan“ í Hafnarfirði, ,,Framtíðin“ í Reykjavík, og ,,Eingingin“ líka í Reykjavík. Allra fyrsta stúkan, sem hjer var stofnuð, ,,ísafold“ á Akur- eyri mun fyrstu mánuðinp hafa verið undir vernd Stórstúku Noregs, sem þá var nýlega til- orðin, og var stofnandi stúk- unnar Norðmaðurinn Ole Lied umboðsmaður stórstúku sinnar hjer á landi. En brátt eftir að stúkum fjölgaði tók Ásgeir Sig- urðsson, síðar ræðismaður Breta, við yfirstjórn Reglunnar hjer á landi, sém umboðsmað- ur Alþjóða Hástúkunnar. Strax eftir að Reglan tók til starfa hjer sunnan lands mun braut- ryðjendunum hafa þótt tími til kominn, að hún fengi sína eigin innlendu yfirstjórn. Er talið að skáldin Jón Ólafsson og Indriði Einarsson ásamt fleiri merkum mönnum hafi átt mestan þátt í því. Upp frá því hefir Stórstúk- an verið miðstjórn og mið^töð hindindishreyfingarinnar hjer á landi. Margir — eða jafnvel flest- ir af stofnendum Stórstúkunnar voru þá eða urðu síðar þjóð- kunnir menn á ýmsum sviðum. Mest ber þar, eins og vonlegt er á Reykvíkingum, en það er þó næstum því undravert, eins og samgöngum þá var háttað, að hingað til bæjarins voru einnig komnir menn úr f jarlæg- um hjeruðum og landshlutum, f. d. vestan af fjörðum og af Norðurlandi — alla leið af Húsavík, sýnir það eitt út af fyrir sig að áhugi hefir verið mikill. I fyrstu framkvæmdanefnd Stórstúkunnar voru: Björn Pálsson Ijósmyndari, sem þá var víst fluttur hingað, en hann var einn af þeim tólf, sem stofnuðu Regluna á Akureyri, og var stofnandi fyrstu stúkn- anna hjer sunnanlands, það var því ekkert undarlegt, að hann var fyrstur kjörinn formaður Reglunnar hjer á landi eða Stór-Templar. Þá voru Jón Ól- afsson skáld, Indriði Einarsson skáld, Þórhallur Bjarnarson síð- ar biskup, Magnús Einarsson organleikari, sem þá var á Húsavík, síra Magnús Bjarnar- son síðar prófastur á Prest- bakka, Sigurður Jónsson fanga- vörður, Friðbjörn Steinsson bók sali á Akureyri, Sigurður And- rjesson, ísafirði, (faðir Ásgeirs Sigurðssonar), Gestur Pálsson skáld, og Skúii Thoroddsen. — •Meðal annara fyrstu starfs- manna má; nefna síra Þórð Ól- afsson síðar prófast á Söndum og Magnús Sigfússon Blöndahl alþm. Síðan hafa verið stór- templarar Jón Ólafsson skáld, Guðl. Guðmuncjsson bæjarfó- ’geti (’86—’88), Ólafur Rosen- kranz kennari 1891—1897, Indrioi Einarsson skáld 1897— 1903, og aftur 1913—15, Þórð- ur Thoroddsen læknir 1903— 11, Jón Pálsson bankafjeh. 1911—13, Guðm. Guðmunds- son skáld 1915—17, Pjetur Halldórsson borgarstj. 1917— 21, Þorv. Þorvarðarson prent- smiðjustj. 1921—1923. Einar H. Kvaran skáld 1923—1924, Brynleifun Toþíasson kennari 1924—27, Sigurður Jónsson skólastj. 1927—29, Páll J. Ól- afson tannlæknir 1929—30. Pjetur Zophoníasson ættfr. 1930—31. Sigfús Sigurhjartar- son kennari 1931—1934 og svo Friðrik Á. Brekkan, sem er það nú. — Hvernig hefir meðlima- fjöldinn verið? — Mestuj* var hann 1928, þá voru í undirstúkum 6749 fje- lagar og í barnastúkum 4625, eða alls 11374. Nú eru fjelag- arnir 2736 í 42 undirstúkum Tilvonandi forseti Bandaríkjanna? Hvað líður kærunni á hendur forstöðumanni áfengisverslunarinnar? T. h. er landsstjórinn í Kansas, Alfred M. Landon, sem verður í kjöri gegn Roosevelt í haust. og 3107 í 46 barna- og ung- lingastúkum, eða alls 5843. — Hvernig hefir starfið ver- ið rekið fjárhagslega? — Á þessum árum hefir Stór stúkan haft alls í ríkisstyrk 160 þús. kr., skattar og annað frá undirstúkum verið 161 þús., gjafir 80 þús., seldar bækur o. fl. 47 þús. kr. eða alls 448 þús. kr., en gjöldin hafa verið Reglu boðun 187 þús. kr. Fræðslu- starf 46 þús., Blaðið 40 þús., Banngæsla 18 þús. Skrifstofa, ferðakostnaður fulltrúa o. fl. 137 þús. Styrkir til húsbygg- inga 20 þús., eða alls 448 þús. kr. Eins og sjá má af þessu, hefir meir en öllum ríkisstyrk verið varið til regluboðunar og hjer aðeins að ræða um það fje, sem stórstúkan hefir með höndum. Mjer telst svo til, sagði stór- templar, að auk þessa hafi aðr- ar deildir reglunnar lagt fram um íy^ miljón króna í beinum fjárframlögum til starfsins og er þá ekki talin vinna fyrir regluna, sem einstaka menn hafa int af hendi. Eins og allir sjá, mælti stór- templar, er hjer um mikið starf að ræða, og hafa margir lagt þar hönd á'plóginn án nokkurs endurgjalds. Af þeim, sem hafa átt sæti í yfirstjórn Reglunnar hjer, auk fyrgreindra stór- templara, vil jeg nefna Halldór Jónsson bankafjehirðir, Björn Jónsson ritstjóra, Harald Ní- elsson prófessor, Borgþór Jó- sefsson bæjargjaldkera, David Östlund ritstj., Jónas Helgason organista, Árna Eiríksson kpm. og Ólafíu Jóhannesdóttur. Af þeim, er starfað hafa að yfirstjórn barnastúknanna má nefna Sig. Júl. Jóhannesson lækni, sem stofnaði fyrsta barnablaðið Æskuna, JónÁrna- son prentara, Guðrúnu Jónas- son kaupm. og Magnús V. Jó- hannesson fátækrafulltrúa. — Hefir stórstúkan ekki haft fleira en útbreiðslustarf bind- indis með fundahöldum? Jú, segir stórtemplar. Hún gaf út blöð alt frá stofnun hennar og til 1936. Á meðal ritstjóranna vil jeg nefna Jón Ólafsson, Björs Jónsson og Sig- urð Jónsson skólastj. og Pjetur Zophoníasson. Annars hafa verið flest ár í stjórn stórsútkunnar: Indriði Einarsson 32 ár, Jón Árnason 24, Pjetur Zophoníasson 20 ár, Borgþór Jósefsson 18 ár og Jó- hann Ögm. Oddsson 17 ár, en tveir þeir síðasttöldu hafa verið stórritarar hver í 16 ár. Þetta er nú um sögu Regl- unnar, segir stórtemplar, og hvers viltu spyrja frekar. Og margt er það, er spyrja mætti. Hvaða áhrif hafði afnám bannlaganna á starf Reglunn- ar? Jeg Iít svo á, segir stórtempl- ar, að það hafi haft þær af- leiðingar, að minni áhersla sje lögð í gæslu laga en áður var, en þeim mun ákveðnari bind- indisskoðun. — Er meira drukkið en áður var? — Já, drykkjuskapur hefir vaxið. En því meir drykkju- skapur eykst, verður Iíka meiri árangur af bindindisstarfi að því leyti að fjelögum fjölgar. — Hvað er að segja um bruggið? — Eftir því, sem löggæslu- mennirnir segja mjer, þá er það mikið þverrandi í kaupstöðun- um, einkum þó í Reykjavík og þar í grend, þó það komi þar fyrir, en í sveitum landsins á það sjer víða stað, þó sennilega minna til sölu, en áður var. — Hvað er að segja um á- f engisvarnanef ndirnar ? — Jeg tel, segir stórtemplar, að þær sjeu eitt merkasta atrið- ið í núverandi löggjöf, til að reyna að koma í veg fyrir of- nautn áfengra drykkja, en eft- ir þetta hálfa ár er ómögulegt að dæma um þær. — Hvað líður kæru áfengis- varnanefndarinnar í Reykjavík á forstöðumann Áfengisversl- unarinnar? — Jeg veit ekkert um hana, segir stórtemplar, annað en hún var send til lögreglustjór- ans. Hver nefnd starfar alveg sjálfstætt og því er mjer ekki kunnugt um það. Hún getur aldrei orðið takmark, heldur aS eins meðal, og ef vel tekst kröftugt meðal. Það þarf al- menna bindindisfræðslu og al- gilda menningarstarfsemi, segir stortemplar. — En hvað er þá um bann- ið? Tekur stórstúkan það strax upp? — Jeg er bannmaður, segir stórtemplar, en jeg tel að ekki komi til máia að taka upp bann starfsemi næstu ár, þótt full- komin útrýming áfengra drykkja til neysiu sje og verði stefnuskrármál templara. En eftir þeirri reynslu, er fekkst af bannlögunum, tel jeg það sýnt að þýðiiigarlítið sje að koma upp banni á áfengi með vafasömum meirihluta þjóðar- innar, auk þess hygg jeg að eins og verslunarháttum þjóð- arinnar er nú hagað, þá sjeu minni líkindi fyrir hreinu banni en var, að halda þeim óbreytt- um, er Spánarundanþágan var gerð. Jeg vil ennfremur taka það fram, segir stórtemplar, að jeg tel mjög erfitt að halda uppi bannlögum á meðan ná- grannalönd vor og -viðskifta- lönd taka ekki upp einhverja svipaða löggjöf. En, heldur stór templar áfram, með vaxandi andlegum þroska, er jeg sann- færður um að aftur koma bamr lög á áfengi eða önnur jafngild löggjöf. Og, segir stórtemplar, einstakir menn, hvort heldur eru templarar eða aðrir, þeir geta unnið að banni eins og hverju því öðru, sem þeir telja þjóðinni til heilla. — Hver verða hátíðahöld Reglunnar í tilefni af 50 ára afmælinu? — Það verður samsæti í Odd fellowhúsinu, sjerstök minning í Stórstúkunni og svo verður almennur bindindisdagur um alt land næstkomandi sunnu- dag. ’

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.