Morgunblaðið - 24.06.1936, Page 8

Morgunblaðið - 24.06.1936, Page 8
MORGtíNBLAÐÍÐ Miðvikudaginn 24. júní 1936L. Jíaufis/íajiuv Fjórir f á I k a ungar til eölu. Upplýsingar í síma 2602. Hvalsporður, saltaður. Nor- dalsíshús, sími 3007. Harley Davidson til sölu. A. S. 1. vísar á. Blómkálsplöntur og blómstr- andi stjúpmæður, eru seldar á Freyjugötu 3. KAUPUM allar tegundir ull- artuskur hreinar. Hátt verð. Afgr. Álafoss, Þingholtsstræti 2. Kaupi gamlan kopar. Vald, Poulsen, Klapparstíg 29. Trúlofunarhringana kaupa menn helst hjá Árna B. Björns- ■yni, Lækjartorgi. Kaupi gull og silfur hæsta verði. Sigurþór Jónsson, Hafn- arstræti 4. Bifreiðar til sölu, af ýmsum stærðum og gerðum. Heima 6—7. Zophonías Baldvinsson. Sími 3805. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsén, Klapparstíg 29. Stærsta úrval rammalista. — Innrömmun ódýrust. Verslunin Katla, Laugaveg 27. Kaupi gull hæsta verði. Ámi BJörasson, Lækjartorgi. Kaupið leikföng í Leik- fangakjallaranum, Hótel Heklu Sími 2673. Elfar. Veggmyndir og rammar í fjðlbneyttu úrvali á Freyju- götu 11. Kjötfars og fiskfars, heima- tilbúið, fæst daglega á Frí- kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Trúlofunarhringar hjá Sigur- 'ór, Hafnarstræti 4. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði. Gísli Sigurbjörnsson, Lækjartorgi 1. Sími 4292. Opið 1—4 síðd. Rugbrauð, franskbrauð og normalbrauð á 40 auia hvert. Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykjavíkur. Sími 4562. ðiíííynnitocfav Fasteignasalan, Austurstrœti 17 annast kaup og sölu fast- eigna. Viðtalstími 11—12 og 5 —7 e. h. Sími 4825. Jósef M. Thorlacíus. Café — Conditori — Bakarí, Laugaveg 5, er staður hinna vandlátu. - Sími 3873. ó. Thor- berg Jónsson. Frigghónið fína, er bæjarins besta bón. gar Manstu lága verðið í Bar- ónsbúð ? Sundhöllin á Álafossi er opin aftur frá kl. 9 árd. til kl. 9% síðd. Allir velkomnir. Best að baða sig í Sundhöllinni á Ála- fossi. Slysavarnafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. Ef þú ert svangur, farðu á Heitt & Kalt. Ef þú ert lystar- Mtíill, farðu á Heitt & Kalt. Mikill og góður matur á Heitt & Kalt. Fyrir lágt verð. Dagbókarblöð Reykvíkings JHSJ XJinn alkunni enski konungs-1 * söngur „God save the King“ var ekki upprunalega orktur um Englandskonung, heldur um Lúð- vík 14. Frakka konung. Lúðvík 14. var hið mesta átvagl og hinar ótrúlegustu sögur ganga um það hvað liann hafi getað í sig látið. Saint-Simon segir að hann hafi borðað svo mikið, bæði kvölds og morgna, að mönnum hafi of- boðið.Mágkona konungs hefir sagt frá því, að hún hafi einu sinni sjeð hann eta í kvöldverð þrjá stóra diska af súpu, einn fasana, akurhænu, salat úr stórri skál, tvær sneiðar ,af fleski, grænmeti, 30 smákökur, ávexti og sex harð- soðin egg. Þetta kunni ekki góðri lukku að stýra, enda eyðilagði konungur í sjer magann og varð að skera hann upp. Þá var konungskvæðið orkt, en seinna var það þýtt á enslju og hefir síðan verið kon- ungssöngur þar. * C1 yrir nokkru skaut veiðimaður í Danmörk teilfuref, sem strokið hafði úr refabúi. Eigandi refsins krafðist skaðabóta, og var skyttan dæmd í undirrjetti til að greiða 25 króna skaðabætur og skila skinninu. Málið fór því næst til Vestre Landsret og þar var skyttan sýknuð og leyft að halda skinninu, því að ef refaeigendur Ijeti refi sleppa, væri refirnir rjett- dræpir hvar sem þeir hittust. * IL1 imm stærstu flugfjelög Banda ■*■ ríkjanna, þar á meðal Pan Araerican Airways hafa myndað með sjer samband um það að koma upp 60 gríðarstórum flugvjelum til þess að fljúga yfir úthöfin. Á hver flugvjel að geta flutt 40 farþega í senn og eru vistarverurn ar iitbúnar öllum nýtísku þæg- indum. Hreyflarnir hafa 4000 hest- öfl. Það er ætlunin að koma á reglubundnum ferðum milli New York og London og’ auk þess reglu bundnum ferðum umhverfis hnött- inn. Eiga flugvjelarnar að vera svo hraðfleygar að hver hringferð standi ekki lengur en 6 daga. Flugferðir þessar eiga að hefj- ást næsta vor, og er nú þegar ver- ið að smíða flugvjelar fyrir 12 (miljónir dollara. Farmi^ar með fyrstu flugvjelinni milli New York og London hafa þegar allir verið pantaðir. Lindbergh verður boðið með sem heiðursgesti. Formiðdagsstúlka óskast. — Þarf að geta soíið heima. Upp— lýsingar í síma 3742.* Gluggahreinsun Og loftþvott- ur. Sími 1781. Oraviðgerðir afgreiddar fljótfe og vel af úrvals fagmönnurm hjá Árna B. Björnssyni, Lækj-r artorgi. Sajtud-fuiidið Gullspanga gleraugu, í leður hylki, fundust á Þingvöllum eftir Landsfundinn. Vitjist & afgreiðslu Morgunblaðsins. RUBY M. AYRES: PRISCILLA. 54. „Það er jeg ekki, langt því frá. Og nú er kominn tími til þess að við fáum okkur kaffisopa. Við skulum koma inn í matarvagninn. Jeg er orðin dauðsvöng“. Joan tók í hönd hennar. „Við skulum svei mjer skemta okkur“, sagði hún hrifin. Og Priscilla kinkaði kolli brosandi, þó að j hún hefði það á tilfinningunni, að það væri ekki víst, að alt færi eins og þær hefðu hugsað sjer. ;# í»að :var ekki gott að hlakka of mikið til — þá varð maður fyrir vonbrigðum. En þegar þær voru loksins komnar á ákvörðun- arstaðinn, hvarf efi hennar — alt var miklu fal- legra og yndislegra en hún hafði gert sjer í hug- arlund. Þetta litjfea þorp, sem þær voru í, var alþakið snjó. „Það er eins og lítil æfintýraborg“, hugsaði Priscilla, er hún stóð við gluggann og horfði út. Hún var gagntekin af hrifningu. Joan kom inn og staðnæmdist við hlið hennar. „Finst þjer ekki yndislegt hjerna?“, hvíslaði hún. „Jú, dásamlegt". ,jOg jeg er þegar búin að hitta fólk, sem jeg var m<ÍÖ njerna í fyrra =— og það var yndislegur mað- ur með því, Priscillá! Jeg varð strax ástfangin af honum. Hann minnir mann á riddara úr æfintýra- höll“. „Hann er líklega fríður, eins og grískur guð?“, sagði Priscilla stríðnislega. „Nei, þar skjátlast þjer, heillin mín! Jeg er ekki hrifin af þessháttar karlmönnum. Hann er stór og karlmannlegur, eins og sterkur og þögull ridd- ari. — Og Egertonshjónin buðu okkur að sitja við borðið hjá þeim. Þau eru ung; hafa aðeins verið gift í tvö ár. Dorothy, systir frúarinnar er með þeim“. Joan var glöð eins og barn og dansaði eftir gólf- inu af fögnuði. „Þú varpar skugga á Dorothy, þú ert miklu laglegri en hún“, sagði hún himinlifandi. „Mjer er hálf illa við hana, hún er upp með sjer og alt of ánægð með sjálfa sig. I fyrra var hún duglegri að renna sjer á skíðum en jeg — en þetta árið skal jeg sigra hana — þó að jeg hálsbrjóti mig!“ „Jeg vona, að þú forðist slíkt, — það væri ó- skemtilegt fyrir mig“. Joan tók utan um hana og sveiflaði henni í kringum sig. „Jeg er búin að biðja um að láta færa okkur te hingað upp. Þegar við erum búnar að drekka það, böðum við okkur, og komum síðan niður að miðdegisborðinu í okkar besta skrúða. Ó, Pris- cilla! Mjer finst jeg hafa yngst um tíu ár“. „Það sýnist mjer líka, þegar jeg lít á þig“, svar- aði Pricilla brosandi. Hún var í besta skapi. En henni fanst það undarleg tilhugsun, að þessi unga stúlka væri falin hennar umsjá. Joan Ijet dyrnar, sem voru á milli herbergja þeirra, standa opnar, og talaði stanslaust, á með- an þær voru að taka dót sitt upp úr ferðakistun- um. Þegar komið var með te á bakka upp til þeirra, kom hún inn til Priscillu og settist á rúmstokkinn hjá henni. „Jeg vildi óska, að eitthvað æfintýralegt kæmi fyrir“, sagði hún eftirvæntingarfull. „Jeg hefi það - á tilfinningunni, að jeg fái ósk mína uppfylta“, . bætti hún svo við. „Þú ert alt of draumóragjörn, væna mín“, sagði Priscilla hlægjandi. En henni var svipað innanbrjósts. Þessa stud- ina fanst henni dásamlegt að vera til, að vera . ung og frísk, í jólaleyfi upp til fjalla í Sviss, þar sem sólin glampaði á hvítar snjóbreiðurnar. Hún vandaði sig sem mest hún mátti við að búa sig um kvöldið, og Joan, sem hugsaði ekki eins mikið um útlitið, skoppaði í kringum hana og dáð- ist að henni. „Þú ert ljómandi lagleg. En hvað hár þitt fer vel, og þessar perlur eru nákvæmlega eins á litinn og augun í þjer. Þú ert eins og prinsessa í þessum síða silkikjól". Prinsessa!, eins og Jónatan var vanur að kalla hana. „Það er öðru nær, en að mjer finnist jeg vera prinsessa. Jeg segi þjer satt, að jeg er reglulega feimin“. „Feimin! Nei, nú trúi jeg þjer ekki. Þú, sem ert laglegust af öllum stúlkunum, sem dvelja hjer í gistihúsinu. 1 fyrra var Dorothy sú fríðasta, en þú ert miklu laglegri en hún!“ „Þú slærð mjer gullhamra, Joan“, sagði Pris- cilla hæglátlega. En hún var ánægð með sjálfa sig þegar hún leit í spegilinn. Þær leiddust niður hin breiðu stigaþrep. „Engill og ófreskja“, sagði Joan, um leið og þær gengu fram hjá stórum spegli, sem hjekk í ganginum. „En jeg ætla að taka þjer vara fyrir að verða ástfangin í riddaranum mínum. Þá er úti öll von fyrir mig“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.