Morgunblaðið - 18.07.1936, Síða 2

Morgunblaðið - 18.07.1936, Síða 2
2 MORGUNBLA ÐIÐ Laugardaginn 18. júlí 1936. Útgreí.: H.f. Árvakur, Reykjavtk. * Ritstjðrar: Jðn Kjartansson <>K Valtýr Stefánsson — ábyrgSarmaBur. Rttstjðrn og afgreiSsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Auglýsin&astjðri: E. Hafberg. Auglýskigaskrifsto "a: Austurstræti 17. — Sími 3700. Helmastmar: Jðn Kjartansson, nr. 3742 Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árnl Óla, nr. 3045. E. Hafberg, nr. 3770. Áakriftagjald: kr. 3.00 á mánuBl. í lausasðlu: 10 aura elntaklS. 20 aura meS Lesbðk. BRESKUR LÖGREGLUÞJÓNN BJARG- ABI Li'FI KONUNGS. Múgurinn ætlaði að „lyncha" illræðismanninn. Ólíkur aðbúnaður. í símskeyti, sem birtist hjer í blaðinu í gær, er frá því sagt að norska Stórþingið hafi sam- þykt að veita 9.7 miljónir króna til eflingar fiskveiðum Norð- manna. Norðmenn eru fiskiveiðaþjóð eins og íslendingar, en þó velt- ur afkoma þjóðarbúsins þar í Iandi auðvitað ekki nærri eins og hjer á viðgangi þessarar atvinnugreinar. I Noregi situr sósíalistastjórn að völdum eins og hjer. En þessi geysistyrkur til fiskveið- anna sýnir, að sú ríkisstjórn lítur nokkuð öðrum augum á afkomu atvinnuveganna en ís- lenska ríkisstjórnin. Hjer er níðst á útgerðinni með einokunum, tollum og sköttum. Öll umbótaviðleitni út- gerðinní til handa er kveðin niður af stjórnarflokkunum. . - -»v Á síðustu þingum hefir Sjálf- stæðisflokkurinn borið fram fjölda frumvarpa til viðreisn- ar útgerðinni. Hann barðist fyrir öflugum skuldaskilasjóði, sem kæmi allri útgerðinni að gagni. Hann barð- ist fyrir afnámi útflutnings- gjaldsins og eflingu fiskiveiða- sjóðsins- Hann barðist fyrir stofnun Fiskiráðs, þar sem til var ætlast að sjerfróðir og reyndir menn hefðu forustu um markaðseflingu og nýungar. öll þessi mál hafa stjórnarflokk- arnir drepið. Þannig mætir útgerðin hjer á iandi engu nema andúð og skilningsleysi valdhafanna. Norðmenn eru skæðustu keppinautar okkar um fisksölu. Þeir ausa út miljónum árlega til að efla markaði sína. Þeir hafa auk þess aðstöðu til að yerða við kröfum markaðsland- anna um jafnvirðiskaup. Fyrir þessu ofurefli erum við að hopa. Og stjórnarflokkarnir !eru svo ósvífnir að reyna að skella skuldinni á forustumenn físksölunnar hjer á landi. \ Þessi 10 miljónir króna styrkur Norðmanna til fisk- veiðanna sýnir, hvaða áherslu ábyrgir sósíalistaflokkar í ná- grannalöndunum leggja á að framleiðslan sje vernduð. Þeir skilja að hún er fjöregg þjóð- fjelagsins. Islensku stjórnar- flokkarnir fara með fjöreggið eins og fúlegg, sem engu skifti þótt kastað sje á sorphauginn. »Svipurinn varð alvarlegur .........brosið hvarf“. Locarnoráðstefna I Brussel 23. þ. m. Önnur ráðstefna í haust — með Hitler Mussolini. „Jeg ætlaði að mótmæla .. . Úr yfirheyrslunni. Eldheitur andstæðing- ur dauðarefsinga. Samfagnaðarskeyti Jrá Hitler og Mussolini. -------Lv.is FRÁ FRJETTARITAEA VORUM. KHÖFN í gær. HORFENDUR, sem stóðu nærri, er írinn Mac Mahon, öðru nafni Bennigan sýndi Edward VIII. konungi banatilræði í gær, urðu ofsareiðir og höfðu nær gengið af illrseðismann- inum dauðum, áður en lögreglan skarst í leikinn. 7 EIGNUÐU SJER HEIÐURINN. ' 4i. Sjö manns (að minsta kosti) hafa nú gefið sig fram og þóttst eiga heiðurinn af því, að hafa bjargað lífi konungs með því að slá skammbyss- una úr hendi tilræðismannsins. Um ekkert er nú meir rætt 1 Bretlandi en þetta: hver bjargaði lífi konungs. í skýrslu frá Scotland Yard, hinni heimsfrægu Lund- únalögreglu segir, að sennilega hafi enginn af þeim mönnum, sem gefið hafi sig fram, komið í veg fyrir að hleypt var af byssunni. Heiðurinn fyrir þetta beri sennilega lögregluþjóninum Dick. HIN MIKLA KONUN GSHOLLUTSA BRETA. FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KHÖFN í gær. ■p RAKKAR fengu sitt fram. Ráðstefna * verður haldin í Briissel 23. júlí (fimtu- daginn í næstu viku), um Locarnomálin. Þátttak- endur í ráðstefnunni verða fulltrúar Frakka, Breta og Belga. En búist er við að ekkert verði gert á þessari ráð- i i i . stefnu annað en að undir- búa nýja ráðstefnu um Lo camomálin í haust (:í lok | ágúst eða byrjun septem-1 ber) með þátttöku Hitlers og Mussolini. Bretar eru þeirrar skoðunar j að ekkert ynnist við það fyrirj friðinn í heiminum þótt Bretar: ljetu undan óskum Frakka ogl stofnuðu hernaðarbandalag i vestur-Evrópuþjóðanna gegn Mið-Evrópubandalagi . Hitlers og Mussolini. Fulltrúar Frakka á. ráðstefn- unni í London, verða Leon Blum, forsætisráðherra og Del- bos, utamíkismálaráðherra. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Gegn Bretum ? í Parísarútgáfu enska stór- blaðsins „Daily Mail“ er sagt frá því að Þjóðverjar sjeu famir að víggirða eyjar sínar í Norðúrsjónum, þ. á. m. eyj- amar' Sylt og Helgoland. Á Sylt er verið að setja upp fíugstöð íyrir hemaðar- flugvjelar. Þetta verður voídugasta flugvjelabækistöðin í Eit- rópu. Hún er aðeins 600 km. frá austurströnd Englands. í dag hafa Edward VHI borist heillaóskaskeyti hvaðanæfa úr heiminum frá þjóðhöfðingjum og almúgamönnum, þar ser ; konungi er vottaður fögnuður yfir því, að hepnaðist að koma í veg fyrir banatilræðið. Á meðal þeirra eru Hitlér og Mussolini, þjóðhöfðingjar samveldislandanna o. fl. 1 Bretlandi hefir tilræðið vakið volduga þjóðræknisöldu, eem ber hinni miklu og einlægu koíiungshollustu Breta glögt yitni. Bresk blöð reyna að sefa fólkið með því, að benda á að tilræðið hafi sennilega verið framið af geðveikum manni, án þess að fleiri væru meðsekir. Y f irheyrslur haf a haldið áfram í dag, en ekkert hefir upplýtts, isem getur gefið bend- ingar um orsakir tilræð- isins. Tilræðismaðurinn sagðist í fyrstu heita Mac Mahon, en lögreglan hefir komist að því að hið rjetta nafn hans er Benn igan. Hann er fæddur í Ir ! landi. Það einasta sem hefir hafst upp úr honum er: „Jeg ætlaSt ekki að fremja konungsmorS, jeg ætlaði aS mótmæla.........“ En hver ju ? Miljónamæringurinn berst gegn dáuSarefsingu. MaCi:: Mahon eða Bennigan er ákafur stuðningsmaður frú Elst, konunnar, sem ekkert tækifæri lætur ónotað til þess að berjast fyrir afnámi dauða- refsingarinnar í Englandi. Frú Elst er miljónamæringur. í hvert sinn, sem dauðadómi er fullnægt í Englandi, ekur hún í bíl sínum þangað, sem af- takan fer fram, og vottar á ýmsan hátt andúð sína á dauða- refsingum. FRAMH. Á SJÖTTU SfÐU.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.