Morgunblaðið - 18.07.1936, Page 8

Morgunblaðið - 18.07.1936, Page 8
É MOftÖtfNBÍiABÍÖ lattíaí-íasfinn 18. Jiöff WSt i 'JCuufis&apuv Nýslátrað hestakjöt, af ungu í buff. Hangið hestakjöt. Syk- ursaltað hestakjöt á 55 aura y% kg. Nýr lundi á 25 aura stk. Nýr rabarbari á 30 aura ’}/i kg. Skyrhákarl, reyktur lax, ódýr. Kjötbúðin í Von, sími 44*48. Peysufatasatin á 7.50 mtr. — Peysufatasatin á 15.00 mtr. Lastingur, Flöjel og alt tillegg til Peysufata er enn þá til í ,Versl. Dyngja. Herrasilki og sljett silki í upphluta. Kniplingar og alt til- legg til upphluta. Versl. Dyngja Óvenjulega falleg og ódýr efni í svuntur og upphluts- skyrtur. Svört silki í svuntur. Taftsilki, sjerstaklega falleg. Versl- Dyngja. Silkinærföt, kvenbolir, kven- buxur. Silkisokkar í úrvali. — Barnasokkar, ódýrir og góðir. Versl Dyngja. Otgerðarmenn! Sel ódýra og góða beitusíld, eins og að und- anförnu. Steingrímur Árnason, sími 1059. Hangikjöt nýreykt. Nordals- íshús. Sími 3007. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Trúiofunarhringana kaupa Bsenn helst hjá Áma B. Bjöms- syni, Lækjartorgi. Kaupi gull og silfur hæsta reröi. Sigurþór Jónsson, Hafn- arstræti 4. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði. Gísli Sigurbjörasson, Lækjartorgi 1. Sími 4292. Opið 1—4 síðd. ' --------------------------->* Stsersta úrvál rammalista. — Innrömmun ódýrast. Vershtírin Katla, Laugaveg 27. Kaupi gull hæsta verði. Ámi Rjömsson, Lækjartorgi. Af öllum þjóðhöfðingjum Ev- rópu myndi jeg- hafa talið ólíklegást að Bretakonnngi yrði sýnt banatilræði. Það hafa venjulega verið harð- stjórar, sem stöðugt hafa átt líf sitt að verja fyrir tilræðismönn- um. Mussolini hefir verið sýnt bana tilræði oftar en einu sinni. Síðast Hvalsporður, saltaður. Nor- dalsíshús, sími 3007. TruIofun*rhringar hjá Sigur- >ór, Háfnarstræti 4. Kaupið leikföng í Leik- fangakjallaranum, Hótel Heklu Sími 2673. Elfar. ■slapp hann með naumindum. Þá ívar skotið á hann af skammbyssu, en kúlan lenti á orðu á brjósti hans og af orðunni á annan mann. Mussolini sakaði ekki. Hann hefir nú agað þjóð sína og vanið hana við stjórnarfar sitt. -Enda hefir hann fært henni at- vinnnfrið og nýlendur. En hve- nær sem hann ferðast er lífvörð- ur með honum. ¥ Ef þú ert svangur, farðu á Heitt & Kalt. Ef þú ert lystar- lítill, farðu á Heitt & Kalt. Mikill og góður matur á Heitt & Kalt. Fyrir lágt verð. Café — Conditori — Bakarí, Laugaveg 5, er staður hinna vandlátu. - Sími 3873. Ó. Thor- berg Jónsson. Annar einræðisherra, sem altaf hefir lífvörð með sjer er Hitler. Eru það stórir og sterkir S. S.- menn, sem jafnan eru í návistum við hann. Þegar Hitler ekur í bíl, er jafnan ekið hratt. Oft standa S. S.-mennirnir á aurbrettum bíls- ins. er Hitler fer þar sem marg- menni er. Myndir sýna, 'að S. S.- mennirnir hafa þá jafnan hend- nrnar á skammbyssuhandfanginu við belti þeirra. * Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Oft hefir gosið upp orðrómur um að Hitler hafi verið sýnt banatilræði. Nn síðast var sagt að Kjötfars og fiskfars, heima- hepni ein hafi bjargað lífi hans, tilbúið, fæst daglega á Frí-jum sama leyti og Julius Schreck kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent bifreiðastjóri hans Ijest. tíeim. i * Orðrómurinn segir að Schreck hafi verið myrtur. Hann var mjög svipaðuT Hitler í ntliti (m. a. með eins skegg og hann), og hafði verið bifreiðastjóri hans nm áratug. Hitler ekur sjaldan sjálfur. En að þessu sinni (segir orðrómur- inn) ók Hitler, en Schreck sat við hliðina á honnm. Skotið sem hæfði Schreck, var ætlað Adolf Hitler. * dward VIII. Bretakonungur, sem sýnt var banatilræði í fyrnadag, er einn af vinsælustu konungum sem Bretar hafa átt. Hann gat sjer vinsældir á meðan hann var prinsinn af Wales, og Bretar kalla hann oft enn þann dag í dag prinsinn af Wales. Edward VIII. hefir látið mikið til sín taka kjör almúgans. Eink- um hefir hann haft áhuga á að kjör námamanna verði bætt. Hefir hann oft gert sjer ferðir í námahjeruðin og farið niður í námurnar. Hann hefir einnig sótt heim óbreytta námaverkamenn til að kynnast heimilishögum þeirra. ¥ Kjett áður en „Queen Mary“ risaskipið var fullgert, fór konung- ur að skoða skipið. Hann fór um boi'ð á landgöngubrú verkamann- anna, þar sem þeir voru við vinnu, og fór ekki að skoða hina glæstu veislusali skipsins, heldur niður í ketilrúmið. Hann kaus helst iað sjá laðbimað verkamannanna, sem mesta erfiðið vinna. * Vísan um Carstenskjöld er að-: sögn Indriða Einarssonar- rjett þannig: Merknr, hraður, gefnr npp gjöldl,, góðsinnaður lítt við öld. Stórættaðnr stór með völd, stiptamtmaður Cartenskiöld.. Jeg sagði frá þessari vísu í gær„ Indriði segist vel mnna eftir vísunni frá nngdæmi sínu; hún haf orðið landfleyg þá, einmitt vegna þcss hve hún var ort við sjerkennilegt' tækifæri. ¥ Dómarinn: Hefi jeg ekki sjeð: yður einhverntíma fyr ? Sakborningur: Jú, jeg hefi ver- ið söngkennari dóttur yðar. Dómarinn; Fjögr.a ára fangelsil' * Vegabrjefa eftirlitsmaðnrinn: — Getið þjer sannað að þessi kona sje eiginkona yðar. — Hr. eftirlitsmaður. Ef þjer ■ getið sannáð mjer hið gagnstæða,,. skal jeg gefa yður 1000 krónnr. I' ■ ■■ mm .mrnmmmi wmiMl Gluggahreinsun og loftþvott ur. Sími 1781. Oraviðgerðir afgreiddar fljótl’ . og vel af úrvals fagmönuum hjá Árna B. Björnssyni, Lækj- arfcorgi. ETHEL M. DELL: ÁST OG EFASEMDIR 3# andi ósk hans, linti hann ekki á látunum með að fá hana til þess að efna loforðið, áður en hana færi að iðra þess. Þegar hann var búinn að vinna hana, gat hann ekki að sjer gert að undrast yfir, hvernig það hefði átt sjer stað. Kvenfólkið sagði, að öll hepnin væri á hennar hlið, en karlmennirnir þögðu. Dacre var að vísu orðinn kapteinn í hernum, en hann var ekki í miklum metum. Mansfield majór hafði eitt sinn látið þau orð falla, að hann væri „mesta fífl, sem hann hefði fyrirhitt“, en Tommy var líklega sá eini, sem hataði hann af öllu hjarta- Monck, sem til þessa hafði búið með Dacre, var vanur að segja, að hann hefði ekkert sjerstakt út á hann að setja. Monck átti að vera svaramaður við brúðkaupið daginn eftir. Dacre, sem leit upp til hins fámælta og dula fjelaga, hafði svo að segja neytt hann til þess. Ósjálfrátt kom hann ávalt vel fram við Monck, og var jafnan stiltari en ella í návist hans. Margir aðrir af liðsforingjunum fundu til sama beigs og virðingar fyrir Monck. Tommy var sá eini, sem átti óskifta og einlæga vináttu hans. — Það lá nærri, að hann tilbæði þenna eldri vin sinn og fjelaga, og hann hafði fitjað upp á því við hann, að þeir byggi saman, þegar systir hans væri gift. Tommy var himinlifandi við tilhugsunina og hann grunaði, ekki að ástæðulausu, að Monck væri ekki óánægður yfir uppástungunni. Og þetta síðasta kvöld fyrir brúðkaup systur hans var tilhugsunin um samveruna með Monck það eina, sem kastaði birtu á framtíðina í hans augum. Hann ætlaði einmitt að fara að lýsa því yfir við Monck, þegar þeir nálguðust tröppurnar- En orðin komu aldrei fram yfir varir hans. Því að þegar Tommy varð litið framan í Monck í hinni rauðu birtu, sem lagði frá lampanum, varð hann hvumsa við. Vinur hans stóð eins og töfraður og starði á Stellu, sem stóð Ijómandi fögur úti við gluggann og horfði út í náttmyrkrið. Kuida-svip- urinn var horfinn úr augum hans, og þau sýndust nær svört og brennandi af ástríðu. Þetta var ekki nema nokkrar sekúndur, svo gekk Monck áfram, stiltur og rólegur, eins og ekk- ert hefði í skorist. „Jeg held, að systir þín sje farin að bíða eftir þjer“, sagði hann aðeins. Þeir gengu hlið við hlið upp tröppurnar, og Stella, sem sat við opinn gluggann, stóð á fætur og bauð þá velkomna með tignarlegu látbragði. „Jeg vona, að jeg komi ekki of seint“, sagði Tommy. „Það fór langur tími í öll ræðuhöldin. Það var reyndar drukkin þín skál, og jeg sá mig knúðan til þess að standa á fætur og segja nokk- ur orð í þakkarskyni. Jeg vissi hreint ekki, hvað jeg átti að segja, og Monck kaptein hefir sjálf- sagt fundist jeg segja eintóma vitleysu, þó að hann hafi ekki orð á því“. „Þvert á móti. Jeg hrópaði „Heyr“- á eftir hverri setningu“, sagði Monck, um leið og hann heilsaði Stellu með handabandi. Hún var í svörtum kniplingakjól og hafði sveip- að skrautlegu indversku sjali um herðar sjer. „Þjer eruð þegar farinn að gegna skyldu yðar sem svaramaður“, sagði hún með hrífandi brosi. Það var hæðnisrómur í röddinni, og í brosinu, sem Monck sendi henni var sama kaldhæðnin. Það var eitthvað; sem þau bæði reydu að dylja. „Nei“, svaraði Monck. „Jeg kom aðeins til þess að heimsækja yður“, sagði hún. „Viljið þjer ekki fá yður sæti“. Hún bauð honum stól með höfð- inglegu látbragði. Tommy var ekki eins hátíðlegur. „Nú ætla jeg að ná í hressingu, maður drepst úr þorsta í þessum hita. Þú ert víst ánægð yfir að komast hjeðan, Stella?“ „Já, auðvitað er jeg ánægð“, svaraði hún og gekk inn í stofuna. „Tommy fór til þess að sækja eitthvað að drekka“, sagði Stella, án þess að líta á Monck. „Og þjer ætlið að setjast að hjer, þegar jeg er farin?“ „Já, það stendur til.“ „Jeg ’vqna, að þið Tommy kunnið vel við ykkur... Honum finst áreiðanlega skemtilegra að húa með« yður en mjer“. „Ekki skil jeg í því“. „Jæja? Dvöl mín hjer hefir ekkj. verið mjög" happasæl. Tommy hefir fengið að kenna á því... Hann vill áreiðanlega heldur frjálslegri fjelags- skap“. „Það fær hann ekki með mjer“. Stella brosti. „Hann losnar að minsta kosti við alt fjölskyldu-- þvarg“. „Jeg veit, að hann saknar yðar“. „Já, að vissu leyti, en hann gleymir því fljót- - lega“. Hún leit snögglega á hann. „Það eru sjálfsagt allir ánægðir yfir að sjá mig - hamingjusamlega og vel gifta — þjer líka. Monck svaraði ekki strax. Hann leit til hennar - kuldalega og rannsakandi augnaráði. „Jeg veit ekki, hvaða ástæðu þjer hafið til þess að halda það, ugfrú Denvers“, sagði hann loks. „Jeg hefi haft það á tilfinningunni, að jeg hafi vakið óþægilega mikla eftirtekt, ef ekki gremju meðal heldra fólksins, og það er víst óhætt að velja yður til þess?“ Hann skildi strax ögrunina í rödd hennar og var • rjett að missa stjórnina á sjálfum sjer. En svo stilti hann sig og sagði ofur rólega. „Þó jeg teljist til heldra fólksins, hefi jeg mínar sjálfstæðu skoð- anir. Og jeg vil ekki vera öðrum háður4t. „Þannig er því einnig varið með mig“, svaraði hún. „Jeg hefi altaf reynt að vera sjálfstæð, þó að jeg viti, að það getur verið hættulegt. Ein stúlka má ógjarna skera sig úr, hún á helst að vera eins og hinar". ' „Það er mál, sem jeg er ekki fær um að dæma um“, svaraði hann þurlega. Stella stóð á fætur og tók blævæng sinn sem lá á borðinu- Rjett sem snöggvast komu tveir eld-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.