Morgunblaðið - 29.07.1936, Page 5

Morgunblaðið - 29.07.1936, Page 5
JVIiðvikudaginn 28. kjfilí 1936. K. R. sigraði Hítsvík- inga meii 5:1. Itesli kuaUspyrnu- völlur landslnN. Á mánudagskvöldið var liiuu snýi knattspyrnuvöllur • Húsvíkinga vígður með kappleik milli K. R. <og Husvíkinga. Póru leikíar svo, •að K. R. sigraði með 5:1. Pjöldi ;áhorfenda voru viðstaddir og er mikill áhugi fyrir knattspyrnu- íþróttinni á Húsavík. Hinn nýi "völlur á Iíúsavík er rennisljettur grasvöllur, 110 metra á lengd og 72 metra breiður. Sagði Guðmund- ur Ólafsson þjálfkennari K. R. að þetta væri áreiðanlega besti knatt- -spyrnuvöllur landsins. Ilafa knatt- spyrnumenn á Húsavík lagt mikla vinnu í völlinn. K. R.-ingarnir 'komu aftur til Akureyrar kl. 4 í ígærmorgun og hvíldu sig á Akur- ■eyri í gær. Lögðu þeir á stað heim- leiðis í morgun kl. 6 og koma hingað seint í kvöld. K. R.-ing- tarnir eru stórhrifnir af hinum ágætu móttökum sem þeir hafa fengið Norðanlands. "FIPK [ ‘ í ■Aí sjálfvlrkt bvottaefnt i . , þvær tauiþ yðar meðaw | ;ú‘. Il\ þjer ssoffð ©g hvílistu — Reyktur fax, 1 Reyktur Rauðmagi, Sardínur, dós 0,35, Rækjur, Glæný Egg, fæst í f* 5 Nýr lax Nýtt bögglasmjör. Kjötbúðin Heröubreið. Möguieikarfyrir auknum útflutningi sem nemur miljónum króna. Islendingar háfa 'bestu skilyrði í heim fyrir nið- ursuðu sjávarafurða. Þorvaldur Guðmundsson segir trá niðursoðnu Tvœr myndir frá rækjuverk- smiðjunni á Isafirði. r Reynið pakka af 4raba fjallagrasa-kaffibæti fæst alstaðar. Hár. ■-i. . Ji# fiskmeti sem útflutningsvöru. SLENDINGAR hafa allra þjóða best skil- yrði til að framleiða fyrsta flokks nið- ursuðuvörur úr aðalframleiðslu sinni, fiskinum. Enginn vafi er á að ef rjett er á haldið má skapa hjer nýjan atvinnuveg, sem veitt getur þúsundum manna atvinnu og sem flytja má út og selja á erlendum mörkuðum fyrir miljónir króna árlega. Margar fiskveiðiþjóðir, sem keppa um mark- aði við Islendinga og sækja fiskinn á Islandsmið, moka upp miljónum með því að sjóða niður sjávarafurðir, sem þær hafa sótt upp að strönd- um Islands. Margar fisktegundir, sem Islending- ar hafa ekki litið við, en sem þó er nóg af hjer við land, hirða útlend- ir fiskimenn til niður- suðu og selja síðan um allan heim, jafnvel hing- að til Islands. EitthvaS á þessa leið fórust Þorvaldi Guðmundssyni orð í viðtali við Morgunblaðið í gær. Þorvaldur er einasti fslending- urinn, sem er sjerfræðingur í allskonar niðursuðu. Hann er nýkominn heim eftir langa dvöl í Þýskalandi og Danmörku, þar sem hann hefir dvalið til að kynna sjer ált sem að atvinnu- grein hans lýtur. Þorvaldur Guðmundsson er ungur og á- hugasamur maður, sem hefir brotist áfram af eigin dugnaði. Sjerstaklega hefir hann kynt sjer niðursuðu á þeim matvæl- um, sem gætu komið íslending- um að gagni. Hefir hann bæði unnið í verksmiðjum og rann- sóknastofum, til þess að hann gæti gert sjálfstæðar rannsókn- ir á þeirri niðursuðu sem hann hefir með hendi. Þorvaldur hefir í sumar dval- ið á Isafirði og haft umsjón með rækjuverksmiðjunni þar. En það er eins og kunnugt er ný atvinnugrein, sem enn er á tilraunastigi. Tilraunirnar hafa gefist vel og þar eru nú fram- leiddar rækjur. sem í engu standa að baki samskonar er- lendri vöru. Morgunblaðið bað Þorvald að segja frá því hvaða matvæli Is- lendingar gætu helst soðið nið- ur með tilliti til innlends og er- lends markaðar. Hefi altaf fyrirliggjandi hái við íslenskan búning. Verð við aUrs 'hæfi. Versl. Goðaloss. Langaveg 5. Sími 3436. Þorvaldur Guðmundsson við niðursuðupottinn í rækjuvérksmiðj- unni á ísafirði. Nýir möguleikar. — Hægt er að sjóða niður og reykja svo að segja allan, fisk, sem úr sjó kemur, segir Þorvaldur. f verksmiðju einni, sem jeg vann í í Þýskalandi, voru t. d. reyktar 16 tegundir af fiski, sem veiðst hafði við íslandsstrendur, má þar til nefna skötusel, háf, steinbít, karfa, skötu, síld o. fl. Þá hefir veiðst mikið af hum- ar í Jökuldjúpi, en sem enginn hefir notfært sjer enn. Er eng- inn efi á, að ef nægur humar fæst hjer við land, má sjóða niður og flytja út mikið af þeirri vöru. Einnig hefir ekki verið hirt nóg um að notfæra sjer lostæti eins og krækling, hrogn, rækjur o.’fl. Fyrir þessar vörur eru miklir sölumöguleik- ar um allan heim. Smásíld og millisíld, sem veiðist hjer við land má gera mikla peninga úr, með því að reykja hana eða sjóða niður. Ef til vill höfum við íslend- ingar þó mesta möguleika allra þjóða í heimi til að sjóða niður upsa og gera úr honum af- bragðs vöru, sem Þjóðverjar nefna Seelachs (sjólax). Þjóðverjar hafa framleitt ó- grynni af ,,Seelachs“ undanfar- in ár og hafa fengið góðan markað fyrir hann bæði í Þýskalandi og erlendis. Ástæðan fyrir því að íslend- ingar geta framleitt besta ,,sjó- lax“ í heimi, liggur 1 því, að hjer fæst hráefnið (upsinn) nýtt, en Þjóðverjar verða að flytja það óravegu í ís, eða salti og verður varan því aldrei eins góð og þar að auki dýrari. Reynsla íslendinga í niðursuðuframleiðslu. — Islendingar hafa fengist nokkuð við niðursuðu á undan- förnum árum, segjum vjer, hver hefir reynslan af því orðið? — Reynsla okkar Islendinga er ákaflega lítil í þessum efn- um, segir Þorvaldur. Fyrstu niðursuðuverksmiðjuna á Is- Stúlkurnar sem „pilla“ rækjurnar. landi reisti Pjetur M. Bjarna- son kaupm. á fsafirði skömmu eftir aldamótin. En af einhverj- um orsökum, sem mjer eru ekki kunnar, lagðist hún niður eftir nokkur ár. Verksmiðjuhúsið stendur ennþá, þó ekki sje það notað, og fekk jeg tækifæri til að skoða það í sumar. Jeg varð undrandi, er jeg sá hve verk- smiðjuhús þetta var vel bygt, því að það fullnægir svo að segja öllum kröfum sem nú eru gerðar til slíkra verksmiðja. Sláturfjelag Suðurlands hefir nokkur undanfarin ár soðið nið- ur kjöt- og fiskafurðir, en svo að segja eingöngu til sölu á innlendum markaði. K. E. A. á Akureyri framleið- ir einnig fiskniðursuðuvörur. En nýjasta niðursuðuverksmiðjan á íslandi er á ísafirði. Verk- smiðja þessi framleiðir eingöngu rækjur, sem þykir mikið lost- æti um allan heim, þó enn sjeu þær lítið þektar hjer á landi. Niðursuðuvörur eru • oft betri en nýjar. — Eru niðursuðuvörur jafn hollar og góðar og þegar varan er ný? — Margar tegundir niður- suðuvara eru betri en nýjar, og heilnæmari. Liggur það í hlutarins eðli, að t. d. fiskur sem soðinn er nýr missi mikinn „kraft“ við venjulega heima- suðu. Niðursoðinn fiskur held- ur aftur á móti öllum sínum ,,krafti“, þar sem soðið fer með í dósirnar og notfærist þegar fisksins er neytt. í þessu sambandi vildi jeg gjarna minnast á misskilning, sem jeg hefi orðið var við hjer á landi, segir Þorvaldur. En hann er sá, að fólk er hálf- hrætt við niðursoðin matvæli. Margir halda að til niðursuðu sjeu notaðir afgangar og slæm- ur matur. En þetta er hin mesta firra. NiðursuSa matvæla byggist fyrst og fremst á því að hrá- efnið sje nýtt og gott og að alls hreinlætis sje gætt. Engin niðursuðuverksmiðja getur starfað til lengdar án þess að við hana sjeu rannsóknar- stofa og sjerfræðingur, sem sjer um að framleiðslan sje góð. Framtíð niðursuðu- vara á íslandi. — Þjer álítið að íslendingar gætu framleitt niðursuðuvörur fyrir erlendan markað og orðið samkepnisfærir á því: sviði? — Á því tel jeg engan vafa. En ef það á að takast, má 1 engu rasa um ráð fram. Niður- suðuframleiðslan í heiminum er nú komin á svo hátt stig að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.