Morgunblaðið - 05.08.1936, Blaðsíða 2
2
MORCiUNBLAÐIÐ
Miðvikudaginn 5. ágúst 1938
ffiQVQntibh&ab
Útgref.: H.f. Árvakur, Rerkjavtk.
Rltstjörar: Jön KJartanason og
Valtýr Stefánsson —•
ábyrgB armaí ur.
Rltstjörn ogr afgrelCala:
Austurstrætl g. — Stml 1600.
Augrlýsingastjörl: E. Hafbergr.
Auglýsingaskrif sto f a:
Austurstræti 1T. — Slml Í700.
Hetmastmar:
Jön KJartansson, nr. ST42
Valtýr Stefánsson, nr. 42Z0.
Árnl Óla, nr. 3046.
E. Hafbergr, nr. S7T0.
Áskrlftagjald: kr. S.ðO á mánuCl.
í lausasölu: 10 aura elntaklO.
20 aura meö Lesbök.
Óhreina mjölið.
Nú er mánuður síðan Extra-
blaðið flutti greinina frægu, sem
mestur hvellurinn varð út úr.
1 þeirri grein var sagt frá því,
að fjárhagur íslands væri mjög
bágborinn, og að verið væri að
vinna að því, að Danir og Sví-
ar hlypu undir bagga. Þetta gaf
íslensku ríkisstjórninni tilefni
til að senda kröftug mótmæli
yfir þessu og þvílíkum „fjand-
samlegum blaðaskrifum“. —
Mönnum var ætlað að fyllast
aðdáunar yfir þessum skjótu
handbrögðum til upprætingar
hneykslinu.
En það kom bráðlega í ljós,
að það var ekki viðkvæmnin
fyrir hinu ,-,fjandsamlega“ um-
tali danska blaðsins, sem rjeði
aðgerðum stjórnarinnar, heldur
viðleitnin að klína greininni á
Sjálfstæðismenn, og var óspart
talað um landráð í því sam-
bandi. Danska blaðið upplýsti
sjálft, hvaðan það hafði heim-
ildir fyrir greininni, og fjell þá
niður vindurinn í stjórnarblöð-
únum.
Síðan hafa önnur dönsk blöð
rætt um fjárhag íslands mjög
á sömu lund og Extrablaðið, og
þó á „fjandsamlegri“ hátt. —
Hafa íslendingar meðal ann-
ars verið notaðir sem grýla á
Færeyinga og talað um „ríkis-
styrk til Islands.
Islenska stjórnin hefir ekki
fundið neina ástæðu til þess að
mótmæla þessum skrifum. Blöð
hennar hafa þvert á móti farið
álíka svívirðilegum orðum um
Sjálfstæðismenn fyrir að mót-
mæla þessu, eins og áður, með-
an þau voru að ljúga því að
Sjálfstæðismenn hefðu staðið
að greininni í Extrablaðinu.
Stjórnarblöðin hafa talið það
„óskynsamlegt“ að amast við
aukinni íhlutun Dana um strand
varnir hjer við land og um ut-
anríkismál íslendinga.
f Danmörku lýsti fulltrúi
Framsóknar á norræna þing-
mannafundinum því yfir, að á
Islandi væri enginn áhugi fyrir
sambandsslitum við Danmörku.
Enda ætti tæplega svo að vera,
ef Danmörk er slík, sem Jónas
Jónsson lýsti henni í Álaborg-
arræðunni í fyrrahaust.
Þessi atriði, sem hjer hafa
verið dregin fram, skýra það
alveg augljóslega, hvers vegna
stjórnarblöðin vilja koma sjer
undan að ræða sjálfstæðismál-
ið. Stjórnarflokkarnir hafa svo
óhreint mjöl í pokanum, að þeir
þola ekki, að við sje hróflað.
SMASKÆRUSTRIÐ —
ENGAR STÓRORUSTUR.
Báða aðila vantar skotfæri og matvæli.
„Krossferð Frakka
til Madrid^byrjuö".
Frakkar ðttast sigur
uppreisnarmanna.
FRÁ FRJETTARITARA VORUM.
KHÖFN f GÆR.
■C1 RÖNSK blöð óttast, að hið utanríkismála-
pólitíska markmið spönsku uppreisnar-
mannanna sé, að innikróa Frakka milli fasista-
ríkja. Ef uppreisnarmenn sigri þá sje hagsmunum
Frakka í Evrópu og í Marokko voði búinn.
Intransigeant (konservativt blað) bendir á þá hættu, að upp-
reisnin á Spáni geti leitt til styrjaldar milli ítala og
Frakka, þar sem ítalir styði uppreisnarmenn og Frakk-
ar stjórnina.
Oeuvre heldur, að uppreisnarmenn muni launa stuðning ítala
við þá með því, að leyfa þeim að setja upp flotabæki-
stöð á eyjunum Minorca og Ecusa. En með því yrði hags-
munum bæði Breta og Frakka í vestanverðu Miðjarðar-
hafi stefnt í hættu.
F'ranska alþýðuf ylkingaa-
stjórnin hefir nú leyft, að þau
vopn, sem stjórnin í Madrid
hafði pantað áðu en uppreisn-
in hófst, verði afhent. — í
skeyti til danska hlaðsins Poli-
tiken, segir nm þetta, „að
krossferð frönsku alþýðufylk-
ingarstjórnarinnar til Madrid
sje nú hafin.
Jafnframt skýrir enska sunnu-
dagsblaðið „Sunday Times“ frá
því, að kommúnistar sjeu með
leynd að úndirbúa að senda
franskan kommúnistaher til Spán-
ar. Blaðið segir, að fyrstu her-
sveitirnar sjeu nú þegar komnar
til Spánar.
En samtímis er Leon Blum,
forsætisráðherra Frakka að
reyna að koma því til leiðar
að Frakkar ítalir, og Bretar
geri með sjer samning um það
að gæta hlutleysis gagnvart
því, sem er að gerast á Spáni. !
London 4. ágúst. FÚ.
Var franska sendiherranum í |
London tilkynt af hálfu bresku j
stjómarinnar, að stjórnin væri
þessu meðmælt í öllum aðalatrið-
um. Sendiherrar Breta í Berlín og
Róm hafa í dag farið á fund ut-
ianríkisráðherranna, og átt tal við
þá um þetta mál. Ciano greifi
sagðist þurfa að ráðfæra sig við
Mussolini, áður en hann svaraði
þéssari málaleitan nokkru, en
Mussolini er nú staddur í Fen-
eyjum.
Það hefir vakið mikla athygli,
að franskar flugvjelar, sem sendar
voru til Spánar samkvæmt beiðni
franska sendiherrans þar, til þess
að sækja franska borgara, sem
vildu fara af landi burt, hafa ekki
allar komið til baka. Lausafregnir
hafa borist út um það, að þær sjeu
notaðar í þágu stjómarinnar, sem
sprengiflugvjelar.
Flugmálaráðherrann var spurð-
ur að því í franska þinginu í dag
hvort nokkuð væri satt í því, að
stjórnin á Spáni hefði tekið flug-
vjelamar í sína notkun, og svaraði
hann því,
að hún hefði telrið sumar flug-
vjelamar hernámi, eins og upp
reisnarmenn hefðu gert með
flugvjelar frá öðrum löndum,
en annars væri þetta mál, sem
kæmi utanríkisráðuneytinu við
en ekki flugmálaráðuneytinu.
Franco
viðurkendur.
Skeyti frá Tanger til Ritzau
-Khöfn), hermir:
Þýska herskipið Deutschland
kom til Ceúta í Marokkó í gær.
Það hefir vakið mikla athygli
að foringjar herskipsins fóru í
kurteisisheimsókn til Franco,
uppreisnarforingjans, sem hefir
aðsetur í þessari borg.
Er stjómin að
gefast upp?
Hvernig valdashilt-
ingin var ílgœiT’
FRÁ FRJETTARITARA VORUM.
KHÖFN í GÆR.
"O NGAR stórorustur er háðar á Spáni. Mat-
arskortur og skortur á skotfærabirgð-
um háir báðum aðilum og hefir breytt borgara-
styrjöldinni í smáskærustríð. Stjórnin hefir sent
aukinn liðsafla til Guadaramaf jallanna og sextán
stjórnarflugvjelar hafa varpað sprengjum yfir
Saragossa.
Italska blaðið „Giornale d’Italia“ segir, að
stjórnin hafi sent tilkynningu til allra erlendra
sendiherra svohljóðandi:
Stjómin getur ekki varist öllu lengur. ÞaS geta
ekki liðið nema í mesta lagi 3 dagar áður en Madrid
fellur. Ekkert er hægt að segja um, hvað tekur þá vi8.
Stjórnin treystir sjer ekki til að vemda sendiráSin.
Ósamhljóða frjettir;
Lundúnafrjett til FÚ. segir: Stjórnin á Spáni hefir talið
sjer í dag fleiri sigra en nokkru sinni síðan borgarastyrjöldm
hófst, en aftur á móti hafa uppreisnarmenn ýmist borið á móti
frjettum stjórnarinnar eða talið sjer nýja sigra.
Stjórnin tilkynnir, að eftir 24 klukkustunda grimmilega
orustu á Guadaramavígstöðvunum, hafi þeir unnið algeran
sigur yfir her uppreisnarmanna á þessum slóðum. Stjórnin seg-
ir, að af hennar liði hafi fallið S4, en 300 af liði uppreisnar-
manna. Þá segir hún, að her sinn sje nú að umkringja Sara-
gossa, og hafi borið sigur úr býtum í viðureign við sveit her-
manna, sem uppreisnarmenn sendu á móti stjórnarliðinu. Næst
ætlar stjórnin sjer að gera tilraun til að ná Burgos frá upp-
reisnarmönnum. Loks segist stjórnin hafa eyðilagt tilraunir upp-
reisnarmanna til að ná aftur Bilbao og Tolosa.
Aftur á móti tilkynna uppreisnarmenn, að þeir nálgist óð-
um höfuðborgina. Hersveit, sem hafi farið frá Se'villa áleiðis til
Madrid hafi tekið allmarga fanga, og tekið herfangi flutn-
ingabifreið, hlaðna sprengjum og skotfærum. Önnur hersveit
sje að nálgast Madrid frá Palencia, á norður Spáni, og sú þriðja
frá Zamora. Loks segja uppreisnarmenn, að stjórnarherinn hafi
mist 200 menn í viðureign skamt frá Toledo.
Ástandið i dag;
Eftir því sem næst verður komist, standa sakir þannig:
Stjórnin hefir á valdi sínu alla Cataloniu, og alla strand-
lengjuna við Miðjarðarhafið frá Malaga og norðaustur að landa-
mærum Frakklands. Þá hefir hún einnig Madrid og nærliggjandi
hjeruð. Á norður Spáni hefir hún alla strandlengjuna frá landa-
mærum Frakklands og vestur til Oviedo. Á vestur Spáni hefir
hún fylkin sem liggja að (Portúgal, frá Huelva og norður fyrir
Badajoz. —
Uppreisnarmenn hafa á valdi sínu Saragossa, Burgos og
Toledo, þrjár mikilsverðar borgir, suðurströndina frá Huelva til
Malaga, norðvestur Spán, Spánska Marokko og flestar Balearic
eyjarnar. Yfirleitt má segja, að þeir sjeu í meiri hluta í land-
búnaðarhjeruðum Spánar, þar sem stjórnin aftur á móti hefir
iðnaðarhjeruðin á valdi sínu. Á norðurströndinni hafa uppreisn-
armenn enga hafnarborg í sínum höndum.