Morgunblaðið - 05.08.1936, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.08.1936, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 5. ágúst 1936 MORGUNBLAÐIÐ 3 ■ —« f. t 451 fj f* f *! 4%M^M%M%M^M%M%M%M%M%M%M^M^M^4%M%M%M^M%M%M^4%M%M%M%M% Götuvígi i uppreisninni á Spáni. Hermenn stjórnarinnar verjast uppreisnarmönnum bak við götuvígi í Barcelona. Tveir Islendingar náðu íslandsmeti á Olympíuleikunum. lanm. m--- Frð múttðkunum I Berlln. Idag er fimti dagur ólympíuleikanna. ítarlegar fregn- ir hafa ekki borist af leikunum, þar eð það er ofviða íslenskum blöðum að kaupa skeyti, er segja frá úrslitum í öll- um greinum íþróttanna. Frjettastofa útvarpsins, sem ein hefir aðstöðu til þess að gefa íslendingum kost á að fylgjast með því, sem er að gerast á þessu merkilegasta alþjóðamóti íþrótta- manna, befir ekki sjeð ástæðu til að nota þessa aðstöðu. Mun öllum kunnugt, að ástæðan til þessa sje, að Olym- píuleikarnir eru haldnir í Þýskalandi, en það land er ekki hjart- fólgið Sigurði Einarssyni, ómerkilegum manni. En syndir hans við útvarpið eru svo margar, áð engin ástæða er til að verða uppnæmur, þó að þessi bætist við. Frjettaritari Morgunblaðsins í Kaupmannahöfn símar, að fyrsta daginn, er íþróttasveitir 53 þjóða gengu fylktu liði inn á íþróttavöllinn, hafi sveit Islendinganna 20, sem gengu undir ís- lenska fánanum, verið sjerstaklega vel tekið, en best hafi Frökk- um og Austurríkismönnum verið tekið. Margar sveitirnar, þ. á. m. Islendingar, Frakkar og Austurríkismenn heilsuðu með nas- istakveðju, og vakti það mikinn fögnuð. Iþróttakepnin hófst 2. ágúst (á sunnudaginn), og hefir hald- ið áfram síðan frá morgni til kvölds. Hefir 'verið kept til úr- slita í mörgum greinum, þá. á. m. tveim, sem Islendingar taka þátt í. í 100 m. hlaupi hljóp Is- lendingurinn Sveinn Ingvars- son sprettinn á 11.0 sek. Er það jafn góður tími og ís- landsmetið (Garðars S. Gísla sonar) og hefir Sveinn aldrei fyr náð jafngóðum tíma. Varð hann 5. maður af 6 í undanrás, en komst ekki í úr- slit, enda var ekki við því búist. búist. Fyrstur í 100 metra hlaup- inu var negrinn Owens (Banda- lákjam.) ; hann hljóp á 10.3 sek. í úrslitahlaupinu. En í und- anrásinni hljóp hann á'10.2 sek., og er það nýtt heimsmet. Annar maður var negrinn Met- calfe. I hástökki stökk íslending- ingurinn Sigurður Sigurðsson (frá Vestmannaeyjum) 1.80 m., sem einnig er jafngott Is- landsmetinu. Margir stukku ekki nema 1.70 m. Fyrstur í hástökki varð John- son (Bandar.m.) ; stökk hann 2.03 m. Fregnir hafa borist af mót- tökum Islendinganna 50, er þeir komu til Berlín. Samtímis þeim í sömu lest, komu íþróttamenn frá Chile og Brasilíu. Er frá þessu sagt í þýskum blöðum, að FRAMH. Á SJÖTTU SfÐU. 10 þús. kinnur af sfld saltaðar I Siglufirði igær Ágætis veiði tvo síðustu daga. Afli sildveiðiflofams í bræðslu og salt. Geysimikil síld hefir bor- ist til síldveiðistöðv- anna undanfarna daga. Síld- in hefir veiðst fyrir öllu Norðurlandi frá Langanesi til Stranda. Mest var veiðin í fyrradag og fyrrinótt. — f Siglufirði voru saltaðar um 10 þús. tunnur í gærdag. — Einnig var mikið af síld sett í bræðslu. I fyrradag voru saltaðar 2178 tunnur af herpinótasíld og 1245 tunn- ur af reknetasíld. Alls hafa nú verið saltaðar rúm- lega 100 þús. tunnur af síld á öllu landinu. í fyrra um sama leyti var aðeins búið að salt 19.849 tunnur. Eftirtöld skip komu flest öll með fullfermi af síld í gær og í fyrradag: Svanur, Ágústa, Jón Þorláksson, Huginn, H.f. Frygg, Ármann, BOdud., Rifsnes, Huginn I. II. og III. Þorgeir goði, Freyja Rv., Von- in, Fylkir, Garðar, Þorsteinn, Kol- beinn ungi, Huginn Hf. (aftur), Eldborg, Garðar Ve., Freyja og Ófeigur, Svanur, Skúli fógeti, Fróði og Hilmir, Ólafur Bjaraa- son, Sfldin, Örn, Alden og Gull- foss. Afli alls síldveiðiflotans bæði í bræðslu og salt var s.l. sunnudags- kvöld sem hjer segir. Bræðslu- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. 34 tjöld við Hvitárvatn. 200 manns á ferða- Iagifí óbvgðum. perðaf jelagið stóð fyrir * skemtiför upp á öræf- in um síðustu helgi, og var Hvítámes einskonar miðstöð þess ferðalags, en þar er hið nafntogaða sæluhús fjelags- Fjelagið hagaði ferðinni þann- ig: Farið var upp í Hvítárnes á laugardagskvöld. En á sunnu- dagsmorgni dreifðist fólkið. Fór einn hópurinn jaorður til Hvera- valla, annar austur í Kerlingar- fjöll, en sá þriðji fór inn í Karls- drátt jOg var hann fjölmennastur, enda vora. þátttakendur þar marg- ir aðrir en þeir, sem voru á veg- um fjelagsins. Var sú för göngu- för, og komið í Hvítáraes að kvöldi. En hinar ferðirnar vora farnar ríðandi, og útvegaði fjelag- ið hesta, Og komið í Hvítárnes á mánudiag, en þaðan farið seinni- part mánudags heimleiðis. BÍLVEGUR í HVÍTÁRNES. Mönnum þykir næsta ótrúlegt, ;að hægt sje að fara í bílum alla leið upp að Hvítárvatni. En svo er það. Brúin á Hvítá er nú fullgerð. Er það, sem kunnugt er, gamla Sogsbrúin, sem þangað er flutt. Brú er og komin á Svartá, en sú á hefir verið fær bílum í sumar. Vegurinn frá Gullfossi upp í Hvítáraes er talinn 46 km. Bílar fara þá leið á 2% klst., eins og færðin er nú. En sje lakari færð, mun varlegra að áætla til þess nokkru lengri tíma. Hvergi eru nú slæmir kaflar á þeim vegi fyr- ir bíla, sem era sæmilega háir, og lágir bílar komast hiklaust þá leið. En víða mun vera iallmikil varúð- arþörf. FJÖLMENNI Á ÖRÆFUM. Hópur Ferðáfjelagsins í öræfg- ferð þessari var 40—50 manns. En það var aðeins lítill hluti þess 'mannfjölda, sem þarna kom um helgina. Hópur kom þahgað af símafólki —- um 50 manns — ann- ar úr uppsveitum Árnessýslú og enn var þar hópur af skátastúlk- um, auk fjölmargra miúni hóþa. Var fólk að koma upp í Hvítáraes fram eftir öllu kvöldi á laugar- dag og fram á sunnudagsnótt. En á sunnudagsmorguninn voru talin þar 34 tjöld, sum í þyrpingu á Tjaraárbakkanum vestan við ána, en önnur dreifð um móana aust- an Tjarnár. f sæluhúsinu munu hafa sofið um 30. Giskað var á að alls hefðu þaraa gist um 160 manns um nóttina. En á sunnudaginn lcom margt fólk upp eftir, svo óhikað má telja að þaraa hafi komið um 200 manns um helgina, og gist eina eða tvær nætur. Veður var hið besta á laugar- dagskvöld og sunnudag allan fram á nótt, en kólnaði með úrfelli er leið á mánudagsnótt þar efra. En yfirleitt munu allir, sem þaraa komu hafa verið mjög á- nægðir yfir ferð þessari. Þess er vert að geta, .að frá 1. þ. m. var eftirlitsmaður skipaður með sæluhúsinu, vegna þess, að full þörf reyndist á því, að líta eftir umgengni þar. Er þessi eftir- litsmaður settur af Ferðaf jelaginu, til þess að .gæta hússins og gefá gólfi upplýsingar um leiðir. Enn- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.