Morgunblaðið - 05.08.1936, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.08.1936, Blaðsíða 4
4 Ný 8 daga ferð meO FerOafjalagi íslands. \ ( ■ - ___________ Umhverfis Langjökul. Um næstu helgi ráðgerir fjelagið tvær langferðir, auk sfcuttra skemtiferða sem farnar verða þá, en aðeins um helg- ar. önnur þessara ferða, ferðin kringum Langjökul, er síðasta ferðin, af hinum svokölluðu sumarleyfisferðum, sem fjelagið hefir gert út á þessu sumri. Verður lagt upp í hana á mánudag- inn kemur. Er það átta daga ferð. í hina ferðina verður haldið af stað á laugardag. Og er henni heitið til Mývatns, Ás- byrgis og Dettifoss. Skal hjer stuttlega skýrt frá aðalatriðun- um úr áætlun þessara ferða beggja. Gullfcss, H'vítárvatn, Kerl- ingafjöli, Þjófadalir, Hveravell- ir, Arnarvatnsheiði, Surtshellir, Húsafellsskógur, Kaididalur, Þingvellir, Reykjavík. Með þessum nöfnum er stikl- að á því stærsta, sem þátttak- endur þessarar ferðar fá að sjá, og er þó margt ótalið. Far- aráætlunin er í stuttu máli sú, að mánudaginn 10. ágúst verð- ur haldið hjeðan bílleiðis inn að Hvítárvatni. Verður lagt upp frá Bifreiðastöð Steindórs, kl. 1 e. m. og ekið um Gullfoss í Hvítárnes, og gist í Sæluhúsinu þar. Þriðjudaginn verður riðið austur í Kerlingarfjöll og gist þar í verinu við Ásgarðsá. Síð- degis þann dag verður tæki- færi til að ganga inn í hveragil- ið eða upp í Kerlingarfjöll eystri, ef veður leyfir. — En næsta dag getur fararstjórinn valið um hvort meira beri að meta, að fara snemma morg- uns vestur að sæluhúsi aftur og skreppa þaðan í Karlsdrátt síð- degis og aftur að Sæluhúsinu, eða að sleppa ferðinni í Karls- drátt. Fer það mest eftir veður- útliti. — Fjórða daginn, fimtu- dag, verður farið úr Hvítámesi (Sæluhúsi) norður, vestan Kjal- hrauns, í Þjófadali og þaðan á Hveravelli. Verður komið þang að snemma síðdegis og umhverf ið skoðað þann dag. En hinn næsta dag þurfa allir að vakna snemma, því að morguninn eft- ir, föstudag, stendur til að ríða lengsta áfanga leiðarinnar, frá Hveravöllum og vestur að Arn- arvatni. Er það um 10 stunda reið fyrir vana ferðamenn, en getur dregist upp í tólf, ef eitt- hvað bjátar á. Hins vegar er næsti dagur, laugardagur, hvíld artími þeim, sem ef til vill eru þreyttir, því að við Arnarvatn. verður staðið við þann dag all- an. Á sunnudag verður svo haldið af stað suður yfir Norð- lingafljót, komið við í Surtshelli, komið að Kalmanstungu og far- ið niður að Húsafelli og gist þar. Daginn eftir, sem er mánudag- ur og áttundi dagur ferðarinn- ar, verður svo riðið suður Kalda <lal til Þingvalla, og geta þátt- takendur ráðið því sjálfir, hvort þeir gista á Þingvöllum um nótt ina, eða halda áfram með bíl til Reykjavíkur. — Farmiðar að þessari fgrð verða seldir í Bókaverslun Sigf. Eymundsson- ar frá kl. 2 í dag. En þátttak- endur verða að hafa gefið sig fram fyrir næstk. föstudags- kvöld. — Ferðin tekur alls átta daga, og verður fólkið ríðandi alla dagana nema einn. Mývatnsferð: Akureyri — Mý- vatn — Dettifoss — Ásbyrgi —, Húsavík — Reykjavík. Þetta er sjö daga ferð, og verð- ur lagt upp í hana laugardags- morgun 8. ágúst. Lagt upp kl. 8 árd. frá Steindóri og ekið fyrir Hvalfjarðarbotn, um Borgarfjörð, Holtavörðuheiði, og til Blönduóss og gist þar um nóttina. ^aginn eftir verður haldið til Akureyrar, komið þangað skömmu eftir mið- an dag og gist þar um nóttina. Mánudag verður haldið áfram til Skútustaða, komið þangað um há- degi og farið um Mývatn á bát- um, í Slútnes, gengið í Dimmu- borgir, komið að Reykjahlíð og dagurinn notaður sem best. Gist um nóttina á Skútustöðum, eða ekið til Húsavíkur um kvöldið, eftir því sem Veðri hagar. Þriðju- dag verður haldið áfram áleiðis til Áshyrgis og Dettifoss, og gist á Lindarbrekku, eða Húsavík ef ekki hefir verið gist þar nóttina áður. Miðvikudag verður ekið til Akur- eyrar og komið þangað um miðj- an dag, en síðari hluti dagsins notaður til þess að skoða höfuð- borg Norðurlands, og ef tími vinst til, að aka upp að Grund og sjá Eyjafjarðardalinn. Næsta dag verður haldið heim á leið, að Reykj- um í Hrútafirði fyrri daginn og gist þar á skólasetrinu, en síðari daginn farið suður í Borgarfjörð, upp Reykholtsdal, komið við í Reykholti og ekið síðan suður Kaldadal, um Þingvelli til Reykja- víkur. — Farmiða í þessa ferð verður að kaupa fyrir lokunar- tíma á fimtudagskvöld, í Bóka- verslun Sigf. Eymundssonar. Á listanum, sem þar liggur frammi, sjást ítarlegri upplýsingar viðvíkj- andi ferðalaginu. Tomatar Gulrætur. Gulrófur. Versl. Vfsir. iýr lax. lækkað verð. Nýtt nautakjöt. Nýreykt Kihdabjúgu. Mðlnersbúð, Laugaveg 48. — Síntí 1505. MORGUNBLAÐI5 4 Dýralæknir segir álit sitt á hundadrápinu. Undanfarna daga hafa birst greinar í blöðunum fjandsam- legar hundunum. Mjer hafa þótt þessi skrif vera andstyggi- leg og það er lítt skiljanlegt hvers vegna háttvirtir greina- höfundar þurfa að leggja sig niður við það að níðast á vesa- lings dýrunum. Sumir greina- höfundar hafa ekki látið þar við sitja að úthúða hundunum, heldur reyna þeir líka að gera hundavinina, sem sátu fundinn á dögunum, hlægilega í augum almennings. Líklega var þessi síðari leið valin vegna þess, að ekki er hægt að færa nógu sterk rök fyrir því að nauðsyn- legt sje að drepa alla hunda í Reykjavík. Hundaeigendur telja sig ó- rjetti beitta og það sjerstaklega þegar þeir menn sem láta fram- kvæma hundadrápið gefa eng- ar skýringar og færa engin rök fyrir því, hvers vegna þurfi að gera þetta. Ekki er hægt að bú- ast við að þessir hundafjendur geti skilið það, af hverju mörg- um hundaeigendum þykir sárt að láta drepa hundinn sinn fyr- ir sjer, sem þeim er farið að þykja vænt um. Hundafjendur Reykjavíkur munu líklega hugsa eitthvað á þá leið, að þessi lögreglusamþykt, sem fyr- irskipar hundadrápið, gæti ver- ið til fyrirmyndar úti um heim, þar sem slíkar ráðstafanir eru óþektar. Jeg vil benda mönnum á það að þessi hundadrápsráðstöfun er alveg hliðstæð því að lög- reglunni væri skipað á morgun að fara inní hesthús borgar- anna og skjóta alla svokallaða lúxushesta eða góða reiðhesta, enginn fengi skaðabætur nje mætti veita mótstöðu, þá yrði hann sektaður. Dýr, sem engin verðmæti skapa og eru óþörf, á að skjóta, munu hundafjend- ur segja. Aðalástæðan fyrir því að drepa á hundana fyrir hunda- eigendunum er sú, að þessir menn eiga nágranna í kringum sig, sem endilega þurfa að skifta sjer af hlutum, sem þeim raunverulega ekki koma við. Hundaeigendur eru fúsir á það að hlýða öllum settum reglum um það hvernig þeir eigi að gæta hunda sinna. Þeir vilja stofna fjelagsskap sem vinni að því í samráði við lög- regluna hvernig koma má sem best skipan á alt hundahald í bænum. Hundaeigendum er l:ka ant um það að öll heil- brigðisákvæði, sem snerta hundahald, sjeu haldin, því að vanræksla á þessu sviði gæti komið þeim sjálfum í koll. Reykjavík, 29. júlí 1936. Bragi Steingrímsson, dýralæknir. Skógarmenn — K.F.U.M. Fund- ur verður haldinn í kvöld mið- vikudag kl. 8y^. — Nýjum skóg- armönnum fagnað. — Ræður, „Lindin“, músík og kaffi. Miðvikudaginn 5. ágúst 1936 —nimillTMBIMIIIMIIIIIBlBIMIMM—llliBII III III lll«llllll«I———■ i # Útsvör - Dráttarvextir. Siffustu forvoð að grefða fyrsta lilula úfsvara án drátfarvaxla eru á xnorgun, flmtudaginn 6. þ. m. Bæjargjaldkerinn. Til Þingvalla kl. 10,30 árdegis, 1,30 og 5 sxðdegis. Frá Þingvöllum kl. 1,30, 6 og 7,30 sídegis. Akðð I liivium þjéðfrægu sólskinsbifreiðum §teindórs, §ími 1580. Timburverslun P. W. Jaeabsen & Sfin. StofnoO 1824. Símnefiú: Granfum — CaH-Ludtgtde, Köbenkavn C. S«lwr limbur i steerri og inuerrí Kndhpnn frá Kmmp- nuuanahöfn. — Eik til ikqraMníða. — Einnij hala skipafaraw frá Svíþjdð. Hefi versl»ð við íeland í nae&r ea 80 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.