Morgunblaðið - 05.08.1936, Side 8
MLORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudaginn 5. ágúst 1936
Jtaufis&aftuv
Tómar flöskur og soyjuglös
keypt. Ásvallagötu 27
Hvalsporöur saltaður. Nor-
dalsíshús. Sími 3007.
Súr hvalur og nýreyktur sil-
ungur. Kjötbúð Reykjavíkur.
Sími 4769.
Nýreyktur silungur. K j Ö.t-
yerslunin Herðubreið, Fríkirkju-
veg 7. Sími 4565.
Ferðatöskur, 5 stærðir. Man-
chester.
Garðblóm, falleg og ódýr,
eru seld á Suðurgötu 10, sími
4881. ‘
ii.ii i'fci ... • ... i' ...
Kaupi gull og silfur hsasta
ITerði. Sigurþór Jónsaon, Hafn-
arstrœti 4.
Kaupum sultuglös, með lok-
um, á 15 til 25 aura glasið.
Sanitas, Lindargötu 1.
Rejrktur raúðmagi. Nordals-
íshús. Sími 3007.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
goulsen, Klapparstíg 29.
Vjelaroiinar fást bestar hjá
Pquisön, Klapparstíg 29.
Trúlofunarbringar hjá Sigur-
>ór, Hafnarstræti 4.
Kaupi guil hæsta verði. Árm
Hjörnsson, Lækjartorgi.
Veggmyndir og rammar 1
fjölbreyttu úrvali á Freyju-
götu 11.
Rugbrauð, franskbrauð og
normalbrauð á 40 auia hvert.
Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð
30 aura. Brauðgerð Kaupfjel.
Reykjavíkur. Sími 4662.
Kjötfars og fiskfars, heima-
tilbúið, fæst daglega á Frí-
kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent
heim.
mm
Fæði. Athugið að tveir heitir
rjettir með brauði, smjöri og
kaffi á eftir, kostar aðeins 1
kr. Matstofan Ægir, Tryggva-
götu 6.
1 >)thermere lávarður, eigandi
j • » ,Daily Mail‘ og fleiri breskra
jstórblaða, ljet svo um mælt við
jblaðamann um daginn, að á öllum
ríkisstjórnafundum væru fyrirætl-
anir Hitlers og Mussolini nú efst
á dagskrá. Alt annað, sem þar bæri
á góma væri aukaatriði. Það væru
þessir tveir menn sem mestu rjeðu
í heiminum sem stæði, vegna
jþess, hve sterka aðstöðu þeir liefðu
skapað sjer — ekki síst nú, er þeir
hefðu tekið höndum saman.
*
Mussolini gaf 50 þjóðum á kjaft
inn, sagði hann með friamkomn
j sinni í Abyssiníumálunum. Og
j Hitler er svo valdamikill maður
orðinn, að ekkert stórveldi þorir,
eins og nú horfir við, að brjóta í
bág við vilja hans.
Tnðofunarhrioguu kaupa
toenn helst hjá Árna B. BJörna-
cjrnl, Lækjartorgi.
Kaupi íslensk frímerki hæsta
▼eifði. Gíali Sigurbjörnsson,
Lsékjartorgi 1. Sími 4292. Opið
1—rr4 síðd.
...— ' n -Mi .1 II I ■'
Kaupið leikföng í Leik-
fangakjallaranum, Hótel Heklu
Sími 2673. Elfar.
Stærsta úrval rammalista. —
Inni'ömmun ódýrust. Versiunin
Katla, Laugaveg 27.
Til leigu strax eða fyrsta
október í Pósthúsatræti 17, 2
herbergi samliggjandi eða sitt
, í hvoru lagi. Upplýsingar í síma
* 3016.
Hefi nú þegar nökkur her-
bergi fyrir einhleypa. Sömuleið-
is fjölda tilboða í stórar og
smáar íbúðir. Húsnæðisskrif-
stofan Mjóstræti 6.Sími 4003.
Herbergi með laugavatnshita
óskast. Upplýsingar Bergþóru-
götu 45, 1. hæð.
Húsnæði, 4 til 6 herbergja
íbúð, með öllum þægindum,
vantar mig frá 1. október. Helst
í Austurbænum. Sigbjörn Ár-
mann. Símar 2400 og 3244.
Lloyd George er .athafnamaður á
mörgum sviðum enn í dag, þó
hann sje nú kominn á efri ár. —
Hann er t. d. búmaður mikill. í
vor vakti hann eftirtekt á búi sínu
með því, að senda 500 hænur á
markað í London, og auglýsa þær
sem fyrirtaks kynbótahænur.
Nú hefir hann nýlega sett á stofn
grænmetisverslun í bæ einnm
skamt frá búgarði hans, þar sem
hann aðeins selnr afurðir frá búi
sínu. Hefir hann auglýst, að hann
muni framvegis, þrátt fyrir mikið
stjórnmálaannríki vera til viðtals
í versluninni 2 ktet. á dag, til þess
•að gefa verslunarvinum sínum góð
ráð viðvíkjandi grænmetiskaupum.
*
Entir 15 ára stjórn kommún-
ista í Rússlandi hefir enn
ekki tekist að koma kornfram-
leiðslu þjóðarinnar í sama horf
og hún var á keisaratímunum, eft-
ír því, sem, opinberar skýrsl ur
herma. Og enn þá deyja margir
úr hungri í þessu fyrverandi korn-
forðabúri Evrópu.
*
Ráðhúsrjettdkinn í San Fran-
cisko hafði nýlega til meðferðar
einkennilegt erfðamál.
Kaupmaður einn þar í borginni
Julius Lawson .að nafni er var
mjög fær flugmaður, skildi við
heiminn með þeim hætti, að hann
fór upp í flugvjel og flaug yfir
borgina. 1 flugvjelinni hafði hann
útbúnað til reykframleiðsln, sem
notuð er til þess að gera reýkletur
í lofti. En á þann hátt gera Ame-
ríkumenn oft auglýsingar o. þ. h.
og vekja eftirtekt, þegar reykjar-
strókar fá stafagerð í lofti uppi,
svo lesið verði úr.
Julis Lawson „skrifaði" í loftið,
að hann arfleiddi borgina að öllum
eigum sínum. Að því búnu Ijet
hann flugvjelina hrapa til jarðar
og steindó í fallinu.
Nú var um þetta rætt, hvt)rt
borgarstjórnin gæti tekið slíka
erfðaskrá gilda. Kallaðir voru
margir sjónarvottar, er báru fyrir
rjetti að þeir hefðu lesið skýrum
stöfum þenna síðásta vilja kins
látna kaupmanns. Og það varð úr,
að ráðhúsrjettur dæmi borgarsjóði
eftirlátnar eigur kaupmannsins.
Hann var talinn vellauðugur
maður. En er til kom átti hann
langtum minna en ekkert. — Og
„erfinginn“ varð að greiðað skuld-
ir dánarbúsins, fekk ekkert nema
tjónið.
! *
'< Kona hittir telpu á götunni sem
er að hágráta, og segir: Ekld
myndi jeg skæla svona, ef jeg
v,æri í þínum sporum!
Telpan: Mjer er ialveg sama
hvernig þú skælir, en svona skæli
j«g-
‘llinAvU'
'm
tf élkatira «r
ö.
Gluggahreinsun og loftþvott-
| ur. Sími 1781.
' - - —
OraviðgerSir afgreiddar fljótfe
og vel af úrvals fagiriönouiiSi
1 hjá Árna B. Bjömssyni, Læxj-
artorgi.
Otto B. Arnar, löggiltu-r út—
varpsvirki, Hafnarstræti 19. —
Sími 2799. Uppsetning og við-
gerðir á útvarpstækjum og loft-
netum.
i----------------------------
J Sokkaviðgerðin, Tjarnargötu
i 10, gerir við lykkjuföll, stopp-
ar sokka, dúka o. fl., fljótt, vel,
ódýrt. Sími 3699.
Café — Conditori —- Bakarí,
Laugaveg 5, er staður himia
vandlátu. - Sími 3873. ó. Thor-
berg Jónssou.
Friggbónið fína, er bæjarms
beata bón.
Slysavarnafjelagið, skrifstofa,-
Hafnarhúsinu við Geirsgötu.
Seld minningarkort, tekið mótfe
gjöfum, áheitum. árstiTlögum*
m. m.
Fasteignasalan, Austurstrætli
17 annast kaup og sölu fast-
eigna. Viðtalstími 11—12 og 5*
—7 e. h. Sími 4825. Jósef M..
Thorlacíus.
Svartur sundbolur og hand- -
klæði týndust hjá Sundlaugun-
ufcn á sunnudaginn. Skilist til
Morgunblaðsins.
I mmtmmœ
ETHEL M. DELL:
AST OG EFASEMDIR 17,
gera! Opnið strax fyrir mjer dyrnar og látið mig fara
burt“.
Hann svaraði ekki en reif bana í fang sjer. Hann
reyndi að kys»a hana og ástríðan var ótakmörkuð og
vilt. í dauðans anght reyndi hún að losna úr faðm-
lögum hans, en h'ana stoðaði ekkert að reyna að losna
úr fangi hans. Óp hennar kæfðust í kossum hans, þang-
að til hún loks lág aðframkomin í fangi hans. Hversu
lengi hann helt henni þannig vissi hún ekki. Hún var
algerlega ntan við sig og vissi hvorki nm stund nje
stað. En að loknm varð hún vör við að hún var laus.
Hún hejrrði einkennfcega vonleysisrödd, sem sagði:
„Guð minn góðnr, hvað hefi jeg gert?“.
Það hljómaði eins og apurning frá manni, sem er að
vakna eftir martröð. Hún fann að átök hans urðu lau»-
aiý og hún fann að hann horfði á hana með augum, sem
aftur höfðu fengið sína eðlilegu sjón. Alt í einu slepti
hacm henni alveg svo hún var nærri dottin um koll.
„Guð hjálpi mjer; jeg er orðinn hrjálaður", sagði
hann. „Það er best að þjer farið. Jeg hefi ekki tanga'r-
hald á sjálfum mjer. Hitaveikin faefir lagst á heilann".
Hún hallaði sjer upp að dyrastafnum. Atburðirnir
vo?u smátt og smátt að skýrast, en hún gat hvorki
hreyft legg nje lið, nje mælt eitt einasta orð. Monck
gekk að borðinu og tók sbammhyssnna, sem lá þar.
Hún starði á hann.
„Þjer haldið að jeg sj« brjálaðw, og það er afar vel
ge$t af yður að snúast þannig við þessu, en mjer er ful-
kdmlega Ijóst, að jteg hefi gert það, sem ekki er hægt
að fiyrirgefa. Jeg brfi framið ruddaskap, sem ómögu-
legj* er að bæta fyrir. Lykillin* að hurðtmli er undir
koddannm í rúminu mínu, kannske þjer vilduð vera
svo góðar ,að taka hann sjálf?“
Hún herti sig upp og gekk til hans.
„Monck kapteinn“, sagði hún hljóðlega í hálfótta-
Slegnum rómi, „ef þjer eruð með hitaveiki, ættuð þjer
að fara í rúmið“.
Hann kiptist við, en stóð þó áfram á sama stað, þög-
ull og horfði niður á fætur sjer. Hún sá að hann tók
þjettara um byssuskeftið, og án þess að hika sagði hún:
„Jeg skal taka við byssunni“.
Hann rjetti úr sjer. „Hvers vegna“, spurði hann hás-
um róm.
Stella var nú algerlega húin að ná sjer. „Vegna þess
að þjer hafið hennar engin not lengur", sagði hún „Ver-
ið þjer nú skynsamur og afhendið mjer hyssuna“.
„Skynsamur", át hann npp eftir henni. — „Þjer haf-
ið á röng-u að standa. Jeg hefi hennar einmitt full not
nú, eða jeg mun í öllu falli fá það mjög þráðlega, það
er bara ýmislegt smávegis, sem jeg verð að ganga frá
fyrst“.
Það var eins og einhver æðri kraftur veitti Stellu
mátt og hún tók afstöðu án þess að hika eða hræðast.
„Monek kapteinn", sagði hún. „Þjer hafið ekki gert
neitt, sem ekki er hægt að fyrirgefa, það fullvissa jeg
yður um. Þjer eruð of veikur til þess að geta dæmt það
sem skeð hefir, þess vegna verðið þjer að afhenda mjer
sikotvopnið og síðan mun jeg gera það sem í mínu vaidi
stendur til þess að hjálpa yður“.
Með hægð rjetti hún út hendina eftir hinu hættulega
vopni og hann slepti því mótþróalaust.
„Nú verðið þjer að far* í rúmið“, sagði Stella í í-
kveðnum tón. „Svo skal jeg koma og gefa yður uokkra
dropa af kínininu h'ana t
Monek varð eins og lamb *r Stella hafði lokið máli
sínu og ha»n horfði á hana með augnatHIvbi «em Iýsti
auðsveipni og hlýðni. „Alt sem þjer óskið mun jeg
gera“, sagði hann.
„Þökk“, sagði Stella, „og jeg vonast til að þjer verðið
komnir í rúmið þegar jeg kem aftur“. Hún tók lykil-
inn undan koddanum og gekk út úr herberginu.
ELLEFTI KAPÍTULI.
Fregnin um þhð, að Monck væri búinn að fá hita-
sóttina harst fljótlega út, og snemma næsta morgun
kom Ralston majór í græna skálann. Sjer til undrunar
sá hann, að Stella var ekia manneskjan, sem hafði nokk-
urt vald yfir Monck í hitasóttaræðinu. „Þjer hafið und-
arlega góð áhrif á sjúklinginn“, sagði hann hlátt áfram.
„Viljið þjer taka að yður að hjúkra honum. Það er
ekki ljett verk, en jeg er sannfærJSur um, að þjer eruð
fcerari um það en nokkur annar“.
Stella kinkaði kolli til samþykkis. „Það er eins og
mjer sje ætlað að gena það“, sagði hún. „Og mjer er
sönn ánægja að gera það, sem jeg get, til þess að hjálpa
til“.
Ralston horfði á hana aðdáuniaraugum. „Þjer eruð
dugleg stúlka“, sagði hann, og þar með var xitrætt ui»
það mál. ,
Hitasóttin var á mjög háu stigi, «g fyrstu dagaaa
var Ralston miklu hræddari um líf Moncks, en hanw
vildi viðurkenna. En Monck var hraustur fyrir, og eftir-
Þr%gja daga nákvæma hjúkrun og umönnun Stellu fór
að draga úr hitanum. Um það leyti var Tommy aS
verða hitalau*, og Stella, sem hafði ekki hingað til unt
sjer nema stundar blunds við og við, þegar hún sá sjer
færi, gat nú loksins leyft ajer að ga»ga til hvíldar og
njóta nætursvefns, í fyrstoa skifti, síðan hún kom til'
Kurumpore. Kvöldsóli* var þegar fari» að skína im»
nm glnggann til hennar, þegar hún vaknaði við þteS,.