Morgunblaðið - 14.08.1936, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.08.1936, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Föstudagur 14. ágúst 1936. Ákærður kommúnisti skipaður rannsóknardómari í Evium. Flokkur Niels Bukh á Olympiuleikunum. Stjórninni þótti það „hentugt“. Kærunni á ,dömarann‘ var stungið undir stól. Myndir af rjettarfarinu I höndum rauöliöa. lyr JER hefir dottið í hug að hentugt væri, að Ingólfur Jónsson, sem hefir sagt J mjer, að hann ætti erindi til Vestmannaeyja í eftirlitsferð til lyfsalans þar, rannsakaði um leið gildi kæruatriða okkar í nafni stjórnarinnar“. j Þetta er kafli úr vinarbrjefi eins kommún-| istans í Vestmannaeyjum til Haralds Guðmunds- ( sonar, atvinnumálaráðherra. Brjefkaflinn lýsir einkar vel rjettarfarsástandinu á íslandi á því herrans ári 1936. Forsagan. En þetta mál á forsögu, sem ▼ert er, að haldið sje til haga. Eins og kunnugt er, eru það Sjálfstæðismenn, sem hafa meiri hluta í bæjarstjórn Vestmanna- eyja. Undanfarin kreppuár hafa fjárhagserfiðleikar verið mikl- ir í Vestmannaeyjum, og er það síst að undra, þar sem bæjar- fjelagið á alla sína afkomu und ir sjávarútveginum, en hann hefir, eins og kunnugt er, ver- ið í rústum. Þessa erfiðu aðstöðu Vest- mannaeýja hafa blöð rauðu flökkanna óspart notað til rógs- herferðar á meiri hluta bæjar- stjórnar. Með slíkum rógsskrif- um hugðust rauðliðar geta breitt yfir óstjórnina í Hafnarfirði og löafirði, en þar rjeðu þeir sjálf- ir ríkjum. í fyrra sumar gekk svo langt I herferðinni gegn Vestmanna- eyjum, að atvinnumálaráðherra „taldi sjer skylt“ að fyrirskipa rannsókn á bæjarfjelagið, og var Jóni Guðmundssyni, endur- skoðanda stjórnarráðsins, bróð- ur atvinnumálaráðherrans, fal- ið að framkvæma rannsóknina. Að rannsókninni lokinni sendi Jón ráðherranum skýrslu. Hafði ekkert það komið í ljós, sem gaf tilefni til frekari aðgerða, og datt málið þar með niður. Kommún- istar óá- nægðir. En kommúnistasprauturnar í Eyjum, Jón Rafnsson og ísleif- ur Högnason, undu þessum málalokum illa. Því var það, að kommúnistar fengu „uppbótar'iþingmanns- nefnuna í Eyjum í lið með sjer ,í mars s. 1. vetur, og sendu at- vinnumálaráðherra* kæru á gjaldkerann, bæjarstjórann og meirihluta bæjarstjórnar í Eyj- um. Með kærunni fylgdi vinar- brjef til atvinnumálaráðherra frá einum kærandanum, ísleifi Högnasyni, og er kaflinn úr því brjefi, sem birtist yfir þessari grein. í vinarbrjefinu biður kærand- inn ráðherrann um ákveðinn mann, ,,fjelaga“ og flokksbróð- ur, Ingólf Jónsson, fyrrum bæj- arstjóra á ísafirði, til þess að framkvæma rannsóknina „í nafni stjórnarinnar“. Ráðherrann verður við ósk kommúnistans í vinarbrjefinu. Þann 7. þ. m. skipar hann Ing- ólf Jónsson fyrrum bæjarstjóra á ísafirði til þess „að fara til Vestmannaeyja, og rannsaka alt bókhald og fjárreiður bæjar- sjóðsins síðastliðin tvö ár“. Önnur saga. Nú er rjett að bregða sjer um stund til ísafjarðar. Þar hefir um skeið starfað eitt stærsta vjelbátafjelag á landinu, Samvinnuf jelag Is- firðinga. Fjelag þetta var stofnað með ríkisábyrgð, og var jafnan óska barn rauðu valdhafanna í stjórn landsins, enda voru aðalspraut- urnar við stofnun fjelagsins Finnur Jónsson, Haraldur Guð- mundsson og Vilmundur land- læknir, sem allir eru blóðrauðir. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Kvennaflokkur frá Ollerup á Olympíuleikunum. ■■■■■' ................. ■- - ' . ..............................1, —Kveðja— írá Hákoni Noregs konungi. 45 vilja vera Sundhallarforstjórar. pfcERIÐ íslandi kveðju ” ^ mína. Jég vona að einhverjir muíii þar eftir mjer og bið jeg kærlega að heilsa“. Svo mæltl Hákon Noregskon- ungur við mig að skilnaði 9. júlí síðastliðinn. En þann dag bauð Hákon kontmgur til sín tveim aðal- st jónxamefndum/'. r* t ^unnudaga- skólaþingsins mikla, sem haldið var í Ósló 5.—12. júlí, og um 50 ræðumönnum þingsins frá 47 löndum. Sigurbjörn Á. Gíslason. Fjölmenni hlusta á Einar Kristjánsson í Tiroli í (Khöfn.) Khöfn í gær. FÚ. EYSI mannfjöldi sótti hljómleika Ein- ars Kristjánssonar 1 Ti- voli i gaér. Varð hann að syngjá' fiúi'm 'áuka- lög. En þlaðadómar um Einar eru mjög ósam- hljóða, og finna’öll blöð- in eitthvað að honum, þó að þau loff, hann* einnig. ‘v- rtuU' Politiken segir, að Einari hafi farið aftur; Berlingske Tidende segir, að Einar hafi vel.skólað- an og fagran tenor, en skorti tilfinningu; Social Demokraten segir, að rödd Einars sje ágæt, en hann beiti röddinni ekki af nægilegri vandvirkni; Börsen segir, að Éinar hafi ó'venjulega fagra rödd, en vanti hljóðræn- an skilning. PJÖRUTÍU og fimm manns vilja verða Sundhallarforstjórar. — Umsóknarfresturinn var útrunninn um síðustu mánaðamót, og höfðu þá þessir sótt um forstjóra- stöðuna: Haraldur Sveinbjörnsson, New York. Lárus J. Rist, Óðinsg. 13. Rögnvaldur Sveinbjörnsson, Bergþórugötu 9. Hallsteinn Hinriksson, Hafnar- firði. Friðjón Guðbjörnsson, Grettis- j?ötu 63. Þórður Ingimundarson, Klapp- arstíg 5. Franz Hákonsen, Lauf. 19. Vignir Andrjesson, íþróttak. Bjarni Grímsson, Barónsst. 59. ólafur Sigurðsson, Barónsst. 49. Benedikt Jakobsson, Lauf. 46. Gfeli Hjálmarsson, Laug. 49. Helgi Tryggvason, Hringbr. 150 Guðm. Fr. Einarss., Baugsv. 3A. Jdhannes Kr. Jóhannesson, Ás- vallagötu 75. Sigurgeir Jóhannsson, Baróns- stíg 27. Gestur Hannesson, Þverv. 10. Sæmundur Ólafsson, bifreiða- stjóri. (>L Emar Emarsson, Nýl. 18. Sigurður Guðmundsson, Norð. 4 Hallur Þorleifsson, Bar. 65. Pjetur Breiðfjörð, Hörpug. 15. Þórður Flygenring, Hafnarf. Jón Árnason, Vesturg. 54. Stefán Stefánsson, Þingh. 28. Ellert Magnússon, Freyjug. 42. Filippus Ámundason, Brautar- holti, Reykjavík. Friedrich Fahning, Vegamótum, Kaplaskjóli. Ásgeir ólafsson, Vonarstr. 12. Joehum M. Eggertsson. Einar Skúlason, Amt. 2. Sigurður Jónsson, rafvirkja- meistari. Hannes M. Þórðarson, Berg- þórugötu 23. Ingvar Þórðarson, Vitast. 11. Erlingur Pálsson, Bjargi, Sund- laugaveg. Loftur Bjarnason, Lauf. 55. Marteinn Steindórsson, Öld. 55. Guðm. H. Þorláksson, Hverf- isgötu 112. Þorsteinn Jónsson, áður banka- ritari. Ólafur Jóhannesson, Freyju- götu 6. Ólafur Kr. Þorvarðssón, Brá- vallagötu 26. Árni Gíslason frá Miðdá-1. Guðjón JóifSson, Óðinsg. 10. Ól. Marinó Jónsson, Öldug, 57. Gísli Ólafsson, Bræðr. 16, Maður meiðist hættulega í hendi í bílslysi. pINN maður slasaðist all- ' mikið á handlegg í bif- reiðarslysi sem varð aðfara- nótt miðvikudags við brúna yfir Bitru í Flóa. ■ Bifreiðin R 105 ók ý* af. vegin- um og hvolfdi ■ henni í mókeldu- læk. Maðurinn, sem slasaðist, beitir Ólafur Árnason, prentari, og var hann farþegi í bílnum. Hann var flnttur á Landspítalann og þar var gert við sár hans. Ólafur skarst mikið á hægri hendi. Talið er að hfllinn hafi ekið of hratt og því ekki náð beygjunni upp á brúna. Málið er í rannsókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.