Morgunblaðið - 14.08.1936, Blaðsíða 5
Föstuda&ur 14. ágöst 1936.
MORGUNBLAÐIÐ
Þegar Jón Signrðsson hóf bar-
áttu sína fyrir auknu sjálfstæði
þjóðar vorrar, þá var hjer á landi
flest í kalda koli, verslun öll, sam-
göngur og verklegar framkvæmd-
ir; alt þetta var í hinni mestu
niðurlægingu. En með baráttu
þeirri, er hann hóf tH viðreisnar
þjóðinni, fer hún að rumska og
«jer, að hún er orðin eftirbátur
frændþjóðanna á Norðurlöndum í
flestum menningar atriðum. Hana
vantaði skipakost, vegi, brýr, og
böfuðatvinnugreinar hennlar, land-
búnaður og fiskveiðar, voru
hvor í sínu lagi rvrar atvinnu-
greinar. I>ær voru báðar í fjár-
hagskreppu, og þing og forráða-
menn stjórnar landsins þurftu á
fyrstu árum hins endurreista Al-
þingis að fara varlega, því að laf
litlu var að miðla hinum þurfandi
n,tvinnugreinum landsmianna.
Jeg tek til dæmis árið 1879, þá
-er veitt til vegabóta 15 þús. kr.,
til gufuskipaferða 15 þús. kr., til
lærða skólans 18,200 kr. og til
've'rklegra framkvæmda 5,010 kr.
1881
ær veitt til eflingar landbúnaði 20
þús. kr., til gufuskipaferða 18 þús.
lcr., og tekjur landssjóðs það ár
nrðu 418,037 kr., og útgjöldin urðu
svipuð. Landshöfðingi var þá
Hilmar Finsen.
1882
urðu tekjurnar 500,106 kr. og
iiekjuafgangur 118,593 kr. Þá var
veitt til barnafræðslu 2 þús. kr.
'Og til gufuskipaferða 18 þús., kr.1
1890.
Þá er kominn á fjárlög styrkur
til búnaðarskólanna, til skólans í
■Ólafsdal 2500 kr., til Hólaskólia
3,500 kr., til Eiðaskólans 2000 kr.,
til Hvanneyrarskólans 2000 kr.
■og til búnaðarfjelaga 8000 kr.
*
Setn sjá má á þessu, sem hjer
er til greint, eru framlög til a,t-
vinnuframkvæmda og skóla af
skornum skamti, sem við var lað
búast, því að litlum tekjustofnum
hafði landið að miðla. Það, sem
vekur eftirtekt fyrstu árin eftir
að landið fjekk fjárforræði, er
Mn mikla varkárni Alþingis um
■me’ðferð á landsfje.
Fyr
síðar
Eftir Sig. Sigurðsson frá Kálfafelli.
Árið 1890
— 1891
— 1892
— 1893
— 1894
— 1895
— 1896
— 1897
— 1898
— 1899
— 1900
er tekjuafg. 102.254 kr.
----- 131.034 —
----- 88.785 —
----- 127.367 —
----- 75.165 —
----- 127.751 —
----- 85.058 —
----- 52,223 —
54.294 —
4,220 —
19.000 —
er tekjuh.
er tekjuafg.
1901
þá var peningaforði landssjóðs
375,247 kr., þar að auk átti lands-
sjóður á hlaupareikningi í Lands-
bankanum 120 þús. ltr.
1902
voru gjöld ríkissjóðs 896,334 kr.,
en tekjurnar 1.051,560 kr.; tekju-
afgangur 155.226 kr.
*
Þannig skildi þá Magnús
Stephensen við fjárhag ríkissjóðs;
og mun ekki ofmælt, þótt sagt sje,
að störf hans hafi verið unnin af
mikilli ósjerplægni og samvisku-
semi. Til þess starfs naut hann
líka fylstu viðurkenningar sam-
þings- og samstarfsmanna sinna.'
Eing og sýnt hefir verið fram á
við yfirlit tímabilsins frá 1879 til
aldamóta, verða liægfana framfarir,
en þær verða til án skulda eða
lántöku. Þingmenn voru þá gætn-
ir og heimtuðu ekki skilmálalaust
fje lir landssjóði. Það má með
sanni segja, að þeir gerðu ekki
kröfílr úr hófi fram. Þeir vildu
vita fótum sínum forráð. Þeir
reýndust varfærnir skilaménn,
sem búa vildu skuldlaust, en vildu
ekki binda á herðar barna sinna
þá skuldabagga, sem þeim mundi
ofraun í að ganga undir. Þeir
skildu það vel, að ef byggja ætti
landið upp að nýju, ef endurreisa
ætti krafta þá, er með þjóðinni
byggju, þá yrði það aðeins gert á
grundvelli frjálsræðis, með því að
búa sem me'st skuldlaust, því lað
það er hornsteinn undir hverskonar
sjálfstæði, andlegu og efnalegu.
Jörð f nágrenni Reykjavikur
óskast í skiftum fyrir hús á besta stað í Reykjavík. Tilboð
sendist A. S. 1, merkt „Jörð“. Tilgreint sje nafn jarðar-
innar og í hvaða sveit, verð og áhvílandi.
Skóræktarfjelag islands
Chr. Gjerlöff byggingafræðingur heldur fyrirlestur
um skógræktarmál í Norður-Noregi föstudag 14. þ. m. kl.
9 í Háskólanum fyrir meðlimi fjelagsins. Aðrir velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
STJÓRNIN.
Ný bók.
Sáli
lasön^sbók
vtil kirkju- og heimasöngs. — Búið hafa til prentunar:
Sigfós Einarsson og Páll ísólfsson.
Verð ib. kr. 20.00. — Fæst hjá bóksölum.
Bókaverslun Sk^fúsar Eymundssonar
og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugaveg 34.
Sjúkrasamlag
Reykjavfknr
Austurstræti 10.
Afgreiðslutími, alla virka
daga, frá kl. 10 f. h. til kl.
4 e. h.
(Inngangur í skrifstofuna
er sami og í Braunsverslun).
Reyktur
rauðmagi
1,25 V, kg.
Verslunin
Ví§ir
Því verður ekki nei,tað, að fram-
kvæmdir ýmsar síðustu þrjá ára-
tugina hafa verið stórstígar og
mikið fje til þeirra farið, einkum
nú hin síðari ár; og þegar vjer nú
athugum í ljósi fortíðar, hve mik-
ið hefir kostað að komast það á-
leiðis í framförum, sem raun ber
vitni um, þá dylst það eigi, að
framfarirnar hafa e'kki verið á-
hættulausar. Jeg á við, að á fjeuu,
sem erlend ríki hafa lánað okkur,
geti orðið erfitt fyrir landið að
standa skil, ekki síst á kreppu-
tímum þeim. sem nú steðja að á
flestum sviðum atvinnulífsins í
landinu. Það má með ógætilegri
fjármálastjóm hneppa þjóðina í
það skuldahelsi, er áratugi þarf
til þess að lósa hana úr aftur. Og
þegar skuldirnar eru orðnar svo
þungbærar sem raun er á orðin,
þá hlýtur alt atvinnulíf í landinu
undan þeim að bogpa fyr eða síð-
ar.
*
Engin stjett þjóðfjelagsins ætti
að skilja það betur en bændastjett
in, hve erfitt er úr litlu að spila,
hve miklum erfiðleikum hinar
minstu framkvæmdir valda efna-
litlum bændum. Það þarf naumast
annað en að afurðasala búniaðar-
vara lækki í verði, þá kemst bónd
inn í skuldir, og stöðva Vérður
hann þá um leið verklegar fram-
kvæmdir til eflingar búnaðinum.
Og þannig er það með ríkisbúskap
inn; bresti gjaldþol atvinnurek-
anda til þess að halda uppi heil-
brigðum atvinnurekstri, þá missa
verkamennirnir atvinnu sína og
svelta heilu hungri.
Sjálfsagt hefði hægt verið eftir
þeim tekjum að dæma, sem ríkið
hefir átt yfir að ráða frá 1924, að
búa skuldlítið eða jafnvel skuld-
laust.
*
Árferðin 1924—1925 sanna
þetta. Þessi ár sýndu tekjuafgang
rúmar 5 miljónir króna, sem þá
var varið af Jóni Þorlákssyni fjár-
málaráðherra til skuldagreiðslu
allra lausaskulda ríkissjóðs, sem
voru rúmar 4 miljónir kr. og um-
frflni hf'ssnr d mili. kr. var rúni-
lega 1 milj. kr., sem kom fnam sem
sjóðsaukning ríkissjóðs á árinu
1925. — Þegar landsreikning-
urinn var gerður upp fyrir það ár,
var sjóður reikningslega 2.523.750
kr. J. Þ. notaði góðu árferðin til
þess að losna við skuldirnar. —
Enda minka skuldir ríkissjóðs
árin 1924—1925 úr 18.197.000 luð-
ur í 11.815.000 kr.
Menn geta spurt sjálfa sig,
hvort rjettara var af J. Þ. að
eyða te'kjuafgangi góðu áranna i
einhverjar óarðberandi fram-
kvæmdir, eða losa landið við skuld
irnar, er á því hvíldu.
Þegar Jón Þorláksson tók við
fjármálastjórninni, var það til-
gangur hans að fara gætilega, en
efla þó verkle'gar framkvæmdir.
Og kemur þetta greinilega fram í
tillögum hans sem þingmanns og
ráðherra.
Það má öllum ljóst vera, að
góð árferði verður að nota til sam-
eiginlegra átaka fyrir þjóðarheild
ina, og þau átök og sjálfsafneitun
margborga sig í auknu trausti, er
þjóðin vinnur með því að búa sem
mest skuldlaust, því að slíkt eykur
lánstraust hennar. Og það er
tryggasta leiðin til sjálfstæðis
hverrí þjóð, að hún sýni, að
fjárreiður hennar sjeu í góðu lagi.
Vjer eigum stjómarlög, sem
vernda eiga borgarana. En hvað
gagnar það, þegar afkoma þegn-
anna er svo rýr, að þeir verða að
framfleyta lífinu með skuldir á
baki, sem eru þeim svo erfiðar,
að hið ytra stjómlagafrelsi hverf-
ur í skugga Og áhyggjur fyrir
daglegum þörfum lífsins. Stjóm-
lagafrelsi er gott, en það verður
að hvxla á borgaralegu frelsi.
Sig. Sigurðsson
(frá Kálfafelli).
Bbða mynd
er altaf gaman að eiga. Látið Ama-
törverkstæðið, Laugaveg 16, fraœa-
kalla og kopiera fyrir yður. Af-
greiðsla í
Laugavegs Apóteki,
Xólg.
Nýtt bögglasmjör,
Kjötbúðin Herðubreið.
Hafnarstræti 15.
&ími 1575.
Nýtl
Græm
lell:
Næpur,
Róur,
Agurkur,
Tómatar,
lækkað verð.