Morgunblaðið - 14.08.1936, Blaðsíða 7
Föstudasrur 14 ágúst 1936,
MORGUNBLAÐIÐ
7
Frá Olympiuleikunum:
15 ára stúlka setur
\
Olyinpiumet.
Dýskur flokkur vann
leikfimiskepni kvenna.
Berlin í gær. FÚ.
FIMTÁN ára dönsk stúlka vann 400 metra skrið-
sund kvenna á Olympíuleikunum í gær og setti
nýtt Olympíumet. Hún heitir Ragnhild Hveger. Aðrar
frjettir af Olympíuleikunum eru:
í hockey-kepni sigraði Indland
Frakkland með 10:0 o g Þýskaland
Holland með 13 :0.
í basket-ball-kepni unnu Banda-
ríkin sigur yfir Filipseyjum með
56:23, Canada sigTaði Ungverja-
land með 43:21, og Mexico sigraði
ítalíu með 20:17.
f leikfimikepni kvenna varð hlut
skarpastur hinn þýski keppenda-
hópur, sem hlaut 506.5 stig, og
vann þar með gullpeninginn fyrir
fimleika. Silfurpeninginn hlaut
tjekkneskur kvennaflokkur, en eir-
peninginn Ungversktxr.
í Kiel fór í dag fram kepni um
silf urpening og eirpening fyrir
siglingaíþrótt. Silfurpeninginn hlutu
Norðmenn, en Þjóðverjar eirpen-
inginn. Áður höfðu ítalir unnið
:gullpeninginn.
f handknattleik sigraði Þýska-
land Svíþjóð raeð 16 mörkum. Áð-
ur hafði Austurríki sigrað Ung-
verjaland með 15 mörkum,
í 100 metra sundi karía varð
fyrstur Kiefer frá Bandaríkjunum
á 1 mín. 6.9 sek, og setti nýtt 01-
ympíumet. Annar var Massigi Kio-
kawa, Japani. í næstu atrennú
sama sunds varð fyrstur Taylor
Drysdale frá Bandaríkjunum á 1
mín. 9 sek., næstur varð Þjóðverj-
inn Schluss. í þriðju atrennu varð
fyrstur Tajima, Japani, á 1 mín.
7.7 sek. f fjórðu atrennu sama
sunds sigraði breskur maður á 1
mín. 12 sek., og í fimtu atrennu
Toshida, Japani, á 1 mín. 10 sek.
f úrslitaleik, 400 metra sundi,
vann Medica frá Bandaríkjunum
á 4 mín. 44.5 sek. (í Kaupmanna-
hafnarskeyti segir 4 mín. 45.5 sek.)
Og setti Olympíumet. Næstur varð
Uto, Japani, á 4 mín. 45.6 sek.,
þriðji Makino, Japani, á 4 mín.
48.1 sek., fjórði Flanagan frá
Bandaríkjunum á 4 míri. 52.7 sek.,
og fimti Tajima, japanskur maður.
í sundknattleik unnu Belgir
Breta með 6 mörkum á móti einu,
Frakkland Ástralíu með 4 mörk-
um á móti tveimur, Ungverjaland
Holland með 8 mörkum á móti
engu, og Þýskaland Svíþjóð með
4 gegn einu.
68 farþegarúm
í „Hindenburg“.
London í gær, FÚ.
Það á að bæta 8 nýjum farþega
klefum við farþegárúmið á löft-
skipinu Hindenburg, og* á það þá
að geta flutt 66 farþega, eða 16
fleiri en eins og það er nú.
Auk þess verður eftir sem áður
35 manna áhöfn méð loftskipinu.
Búist er við, að smíði hinna nýju
klefa verði löltið í næsta mánuði.
Norskur gestur heim-
sækir Hjálpræðis-
herinn.
Sexfo^nr:
Pjetur Ingjaldsson
skfpstfóri.
Dagbót?.
Ofursti, Rasmus Kristofférsen,
sem um þessar mundir heimsækir
ísland, er einn af fremstu for-
ingjum Hjálpræðishersins í Noregi
og gegnir mjög ábyTgðarmikilli
stöðu sem herskólastjóri. Ofurstinn
er áhugasamur Hjálpræðishersmað-
ur og hæfileikar hans á því sviði
eru alkunnir og mikilsmetnir. Enn
fremur er hann mikill söngvari,
sem á undanförnum árum hefir
sungið fagnaðarerindið inn í þús-
undir hjartna.
Ofurstinn heldur hina fyrstu
samkomu sína í Reykjavík í kvöld,
14. ág., og mun hann þá setja
hinn nýja deildarstjóra adjutant
Svövu Gísladóttur inn í stöðu sína.
Því næst fer hann snöggva ferð til
Norðurlandsins, en kemur svo aft-
ur til Reykjavíkur og stjómar
hjer vakningarherferð.
Heimsóltn hans mun iað sjálf-
! sögðu vekja hina mestu athygli,
f kappsiglingnm með 6 metra hvar sem hann ltemur og mun
snekkjum sigraði England og hlaut færa okkur blessun og starfsgleði
67 stig, Noregur var næstur með í ríkum mæli. TTm.
66 stig, og Svíþjóð þriðja með 62 j -----♦ ------
•stlíí- \ð tilhlutun áfengisvarnarnefnd-
-----« »■»------ . ar í Norðfirði var í fyrrakvöld
TT . . . _ ' - igerð húsrannsókn hjá Lárusi Wald-
Heimsþ‘ng Gyðmga, sem nu y!"riT ^ vi6 ■ rm„,<knin»
haU.8 i Genf, hefir skotaS » GijS.;heimabrUj!gBl5 „ og aIlmikls ,
inga um allan heim, að kaupa, jjerjun> Ölinu v.ar helt niður og
hvorki 'nje selja þýskar vörur. ^‘jefni og bruggunaríæki gerð upp-
(FÚ.). / tæk. (FÚ.).
Það var á áliðinni vetrarvertíð
1890 að Pjetgr fór til sjós á þil-
skipinu NjáU og stundaði síðan
fiskiveiðar, sem háseti, stýrimáður
og skipstjóri á þilskípum, meðan
sú útgerð stóð í mestum blóma.
Árið 1913 rjeðist Pjetur skipstjóri
á gufubátinn Ingólf, sem þá var
,í förum milli Borgarness og Reykja
víkur. Síðar var hann skipstjóri
á E.s. Skjoldur í þrjú ár fram
til ársins 1922 að hann tók við
E.s. Suðurlandi og stjörnaði því
skipi þar til árið IÖS’Ék Úá fluttist
Suðurland. norður, var dregið
land í Djúpavík, og er þar nú
efalaust uppahálas bústaður síld-
arfólksins, en Pjetur, sem mun
hafa tekið sjyr skilnaðinn nærri,
tók við M.s. l.axfoss. himi mvnd-
arlega skipi þeirra Borgúesinga og
flytur nú varning, f ‘‘skiftum fyrir
afurðir Mýramanna, og hinn káta
ferðamannastraum, sem leitar
sveitakyrðina.
Að Pjetur hefir leyst störf sín
vel af hendi má marka á því, að
honum hefir tekist að verja skip
sín og farþega fyrir öllum alvar-
legum afleiðingum af hinum mörgu
erfiðu ferðum, sem hann hefir far-
ið. Skjöldur var þá sannarlegur
prjómastokkur og á honum mun
Pjetur líka hafa komist í krappast-
an dans. Eitt sinn á leið í Borgar-
nes lagðist Skjöldur á hliðina og
varð lunningafullur. Er mælt að
Pjetur hafi þá sagt: „Skyldi hann
ekki ætla að ná sjer upp“, en það
gerði Skjöldur ekki fyr en búið
var að ryðja nokkm af dekkafar-
angri fyrir borð. í annað siún, á
leið hingað suður, var hann að
sleppa fyrir Skagann, þegar sfcall
á útsunnan rok og blindhríð, sann
kallað gjörningaveður — enda var
Pjetur þá að flytja þingmenn. —
Hríðinni ljetti ekki upp fvr en
komið var inn á milH eyja.
Það er ekki vandalanst að halda
uppi ferðum alt árið um þessa
erfiðu, merkjalausu siglingaleið.
Þó eru segultruflanirnar og myrkr-
ið sjálfsagt verstu óvinir skip-
stjórans, sem á veikum fleytum í
vondum sjó á að bera ábyrgðina
á lífi fjölda manna. Pjetur mun
nú liafa farið 1365 ferðir um þessa
erfiðu siglingaleið, óg aldrei-, ljefir
> ann kent neitt óhapp. • 'Jí
T-essi skipstjóri, verður sextíu
ára í dag.
□ Edda. Skemtiferðinni er frest-
að um óákveðinn tíma.
Veðrið (fimtudagskvöld kl. 5) :
Alldjúp lægð er nú yfir Breiða-
firði og Vestfjörðum og lítur út
fyrir að hún muni þokast austur
yfir landið á morgun. Veðurlag er
mjög breytilegt. Suðvestan lands
er SV-strekkingur og skúrir með
9 stiga hita. Á Vestfjörðum er
vindur hvass A með rigningu, en
á NA- og A-landi er hæg S-átt með
bjartviðri og 12—15 stiga hita.
Veðurútlit í Rvík í dag: Stinn-
ingskaldi á NV eða N. Skúrir en
bjart á milli.
Eimskip. Gullfoss fór frá ísafirði
kl. 3 í gær áleiðis til Siglufjarðar.
Goðafoss fór frá Hull í fyrradag
áleiðis til Vestmannaeyja. Brúar.
foss er í Kaupmannahöfn. Detti-
foss fpr til Hull og Hamborgar í
gærkvöldi kl. 11. Lagarfoss er í
Leith. SeÍfoss kom til Dunkerque í
fyrradag.
Chr. G-ierlöff byggingafræðingur
heldur erindi um. skó'grækt í Norð-
ur-Noregi, að tilhlutun Skógrækt-
arfjelags íslands, í kvöld kl. 9 í
Háskólanum.
Skógræktarfjelag Eyfirðinga hef
ir fengið heimild fyrir rúmlega 200
hektara landi á Svalbarðsströnd til
skóggræðslu og girt það í sumar
um 3 kílómetra langri girðingu.
Landið er nánast rjetthyrningur að
lögun og Hggur gegnt Akureyri
með sjó fram, í löndum Varðgjáa
beggja, Veigastaða og Hallands.
Girðingunni er nú að mestu lokið,
er hún ’úr vírneti með gaddavír að
ofan ðf5 neðan og steyptum stöpl-
um í hörnum og hliðum. (FÚ.).
Sýning á skipulagsuppdráttum,
norskum og íslenskum, verður opn-
uð í Miðbæjarskólanum kl. 1 í dag.
FaUeg Geysismynd liefir verið
til sýnis í skeminuglugga Haraldar
frá því- í fyrradag. Ólafur Magn-
ússon tók myndina síðastliðinn
sunnudag, Gosið er hátt og fagurt
(ea. 60 m.) og sjest ofan í gos-
skálina. í baksýn sjest á Heklu-
tind.
E.s. Katla kom frá útlöndum í
gær.
Gísli Pálsson læknir er kominn
heim úr sumarleyfi sinu og tekur
á móti sjúklingum aftur.
Schröder, fyrverandi bankastjóri
Nationalbankans í Khöfn, er ný-
lega látinn.
Paul Kemp er tvímælalaust einn
besti skopleikari Þjóðverja. Hann
hefir oft sjest hjer í þýskum kvik-
myndu>n' og hlotið almennar vin-
sældir. Um þessar mundir sýnir
nýja Bíó hið heimsfræga skopleik-
rit „Frænka Charles“ og leikur
Paul Kemp aðalhlutverkið, „frænk-
una“.
Farþegar með m.s. Dronning
Alexandrine frá Kaupmannahöfn í
gær voru m. a.: Frú Guðlaugsson,
ungfrú Guðlaugsson, frú Guðrún
Ólafsson, Ásgrímur Ragnars, frú
J. Johnsen, frú J. Eiríksson, Bjami
Jónsson framkvstj. og frú hans,
frú Georg Ólafsson, ungfrú Arn-
órsson, ungfrú Thorsteinsson, Þor-
bergur Jónsson og frú, ungfrú
Bertha Þórðardóttir, ungfrú Grön-
feldt, frú Dungal o. m. fl.
--------..... ” ■■ . "■ ■----T
Dr. theol I. Bang, fyrverandi
prófessor við Ilafnarháskóla, er
nýlega látinn af lungnabólgu 71
árs að aldri. Prófessorinn lagði niS-
ur embætti sitt við háskólann 1928.
Slæmt veður var í Faxaflóa í
fyrrinótt, en þó öfluðu reknetabát-
lar dável. Þrír Akranesbátar komu
hingað í gær með síld til Sænsk-ís-
lenska frystihússins. Áta er nú sögð
talsverð í Faxaflóa og útlit fyrir
að síldin sje enn að glæðast.
Slysið á Ölvesárbrú. Aidísi Óla&-
dóttur, sem varð fyrir bílsíysi á Öl-
vesárbrú s.l. sunnudag, líður nú
mikið betur en í fyrstu. Fjekk
blaðið þær upplýsingar á Land-
spítalanum í gær að meiðsli hennar
myndu ekki vera eins hættuleg og
áhorfðist í fyrstu. Ekki er að sji
á myndum, sem teknar hafa verið
laf henni, að hún hafi brotnað
neinstaðar, en hún er töluvert
marin.
Dönsk kvikmyud er sýnd í
Gamla Bíó þessi kvöldin. Kvik-
myndin er gerð af Palladium Fila»
og nefnist „Þjer ættuð að giftast“.
Myndin er gerð eftir gamanle’k
og er bráðsmellin á köflum. Dðu-
um fer fram áríega í kvikmynda-
gerð eins og glöggt má sjá á þé*«-
ari mynd. AðalhlutVerkin. Iðikat
þektir danskir leikarar eina' og
Henrik Bentzon, Illona Wieselmftxuo,
Lis Smed o fl. -'Sj
Drotningin kojrn til Reykjavíkrw
frá útlöndum eftir liádegi í gær.
Lyra fór í gær áleiðis til Berg^*.
Farþegar með e.s. Lyr.a til út-
landa í gær voru m. a.: Karl(Írorf*.
son og frú, ungfrú KristofféÁéii,
Guðni Jónsson, Magnús Þorstbina-
son, Nikulás Friðriksson, PáU Mel-
sted, Ásgeir Jónsson, Svana Hagan,
Snorri Hallgrímsson, Jólí. Sólberg
Þorsteinsson, og um 100 farþegar
til Vestmannaeyja.
íþrótta.ráð Vestmannaeyja hefir
gefið út blað í tilefni af þjóðhátíð-
inni, sem nú stendur fyrir dyrum,
í blaðinu eru margar greinar nm
íþróttamál Eyjabúa, einnig er ritiS
mynduð prýtt. Meðal annars er
minst á þróun sundíþróttarinnar £
Eyjum og er þar getið að verðleik-
um þess manns, sem bést og mest
hefir barist fyrir sundinu ‘þarí’ Em
því miður hefir láðst að geta þess
að það var Sveinn JónssonýKírkju-
stræti 8 í Reykjavik, seúi fyrsttír
kendi sund í Vestmannaeyjum.
Bifreið veltur í Kömbum. í fywa
dag valt heyflutningabifoeið í
Kömbum. Á bifreiðinni voru um
18 hestar af heyi og sátu tyeir
menn ofaná því. Bifreiðin var ekki
í gangi er hún valt og varð þaS
mönnunum til bjargar, sem gát*
hent sjer niður af heyinu áður «m
bifreiðin valt. Stýrishús bifreiðat’-
innar brotnaði, en bifreiðarstjúva
sakaði ekki.
Útvarpið:
Föstudagur 14. ágúst
12.00 Hádegisútvarp.
19.10 Veðurfregnir.
19.20 Hljómplötur; Lög eftir Rimk.
Strauss.
20.00 Erindi: Sigurður slemki-
djákn og Sverrir prestur (Bjðra
Sigfússon magister).
20.30 Frjettir.
21.00 Hljómplötur; a) Lög við ís-
lenska texta; b) Lög, leikiti á
píanó (til kl. 22).
RúHugler.
Útvegum allar tegundir af rúðugleri frá
ÞÝSKALANDI OG BELGÍU.
EggErt Kristiánsson 5 Co.