Morgunblaðið - 29.08.1936, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagnr 29. ágúst 1936*
heimsækir Alafoss.
36 bðrn skála
lyrir honum
i þorskalýsi.
ALAFOSS var flöggum
skreyttur í gærdag í
tilefni af því að Vilhjálm-
ur St'éfánsson íandkönnuður
kom í heimsókn til Sigur-
jóns Pjeturssonar. Hafði
Sigurjón boðið honum og
nokkrum öðrum að skoða
íþróttaskólann, en í honum
eru nú 36 börn.
Gestirnir komu að Álafossi um
kl. 5 e. h. og tók Sigurjón á móti
þeim ásamt nemendum íþrótta-
skólans.
í íþréttakúsÍH* fér aðalmót-
flfimk á-ta'ðÍM fráim.
Sigurjón Pjeturísom helt þar
ræðu fyrir minni Vilhjálms Stef-
ánssonar, en nemendur hrópuðu
húrra fyrir hinum fræga landa
vorum. Að lokum afhenti Sigur-
jón Vilhjálmi fallegan pappírshníf
úr gulli að gjöf. Var á hnífinn
greypt nafn Vilhjálms Stefánsson-
■ ar og Álafossmerkið.
Úr íþróttahúsinu var haldið í
sundhöllina og þar sýndu nemend-
nr skólans listir sínar.
Síðan hauð Sigurjón gestunum
til kvöldverðar og veitti af mikilli
rausn eins og hans er venja.
Áður en haldið var frá Álafossi
var gengið í borðsal nemenda og
j-jþar drukku nemendur skál fyrir
Vilhjálmi Stefánssyni með bikar
af þorskalýsi.
.... ..............—....—
Framh. ai 3. siðu,
Sfldarsalan til Rúss-
lands og pólitík.
Alþýðublaðið minnist á póli-
tík í sambandi við þetta mál.
Ef um pólitík er hjer að ræða,
hlýtur hún að vera hjá þeim
rauðu einum, því að aðrir hafa
ekki hagsmuni af sölunni til
Rússlands. Útgerðarmenn
skaðast, sjómenn skaðast, verka
menn skaðast og íslenska rík-
ið skaðast.
En hverjir græða?
Rússar, sem fá síldina fyrir
miklu lægra verð en hið frjálsa
markaðsverð. Umboðsmaðurinn,
Einar Olgeirsson, sem gert hef-
ir þessi ágætu kaup fyrir Rúss-
ana fær sjálfsagt góð um-
boðslaun. Það getur komið sjer
yel fyrir samfylkingmna. Er
þetta pólitíkiiM, sení Alþýð*-
blaðið er að ympra á?
Það kemur berlega í ljós í
blaði kommúnista, Verklýðs-
blaðinu í gær, að hjá þeim er
þetta mál pólitískt fyrst og
fremst. Því að samtímis því,
sem blaðið lofar og dásamar
þessa síldarsölu til Rússa, eys
það óbótaskömmum yfir „í-
haldið", sem geri alt sem unt
er til að „viðhalda verslun-
inni við Þýskaland“.
Það er í Þýskalandi, sem er
aðal og besti markaðurinn
fyrir matjes-síld.
Er von að vel farnist okkar
atvinnuvegum, þegar hugsana-
gangurinn er þannig hjá þeim,
sem mestu ráða hjer á landi?
Skákmótið í Miinchen.
Sildyeigarna*:
Stýrimaðurinn af
Þór sendur til
aðstoðar Brimi.
PRAMHALD AF 3. SÍÐTJ.
karfamiðum fyrir Austurlandi
með rúm 30 mál af karfa.
Með Súðinni í fyrradag fór Þór-
arinn Björnsson, I. stýrimaður á
Þór; ætlar hann að fara eina eða
fleiri ferðir með togaranum Brimi
frá Norðfirði til að leita að hin-
um nýju karfamiðum, sem Þór
fann um daginn.
995 tunnur af Faxaflóasíld
saltaðar í gær.
í gær barst mikið af síld á land
í verstöðvunum við Faxaflóa.
Til Keflavíkur komu þessir bát-
ar: Ása með 73 tunnur, Örninn
58, Björg-vm, Sandgerði 104,
Freyja 55. Síldin af þessmm bátum
var söltuð. Einnig komu Svanur
með 30 tunnur' Trausti frá Gerð-
uan 51 og var sú síld fryst. AIls
er nú búið að salta í Keflavík
852 tunnur.
íshúsið fult.
Síðan Ishúsfjelag Keflavíkur
byrjaði að taka á móti síld hefir
það alls fengið 1500 tunnur.
Geymslurúm fjelagsins er nú orð-
ið fult og getur fjelagið því ekki
fryst meiri síld. Tveir bátar hafa
stundað veiðar fyrir fjelagið.
Til Sandgerðis komu í gær:
Gylfi með 160 tunnur og Lagar-
foss með 80. Síldin var söltuð
Á Akranesi lönduðu sex bátar
í gær samtals 525 tunnur. Þar af
voru 465 tunnur saltaðar.
Orustur
í Addis
Abeba.
London í gær F.Ú.
Stórorustur hafa orðið
í dag í Addis Abeba
og nágrenni borgarinn-
ar. Flokkur 3000 Abyss-
iníumanna rjeðist á ít-
alska hermenn utanvert
við Addis Abeba í dag
og lentu þar í grimmustu
orustu.
Italir telja 20 hermenn hafa
fallið úr sínu liði en 40 særst.
Af Abyssiníumönnum telja Ital-
ir að fallið hafi 200 manns.
Víða í Abyssiníu feafa einn-
ig or.ðið óeirðir og bardagar.
Flokkar Abyssiníumanna ráð-
ast “á ítali, bæði flutningalestir
og hermannaflokkar, þar sem
þeir sjá sjer færi.
Nýr ísl. Iðnaðnr.
Lakkrísgerð og
pappírspokar.
Pappírspokagerðin h.f.
Blaðamönnum var í gær boðið
að skoða nýtt verksmiðjuhús, er
stendur í hinu væntanlega verk-
smiðjuhverfi Reykjavíkurbæjar,
inn við Vitastíg nr. 3. Húsið er
myndarlegt tvílyft steinsteypu-
hús, með kjallara, að stærð 20X12
Erindi
dr. Schachts
í París.
FRÁ FRJETTARITARA VORUM.
KHÖFN í gær.
dr. Schacht flutti Leon
Blum, forsætisráðh. Frakka,
orðsendingu um að Frakkar
þyrftu ekki að óttast hina
nýju hersaukningu Þjóð-
verja.
Við blaðamenn hefir dr. Schacht
sagt, að erindi sitt hafi verið að
ræða um verslunarmál og fjármál
og að árangurinn hafi verið góður.
„ísinn er brotinn“, sagði hann
og átti þá við að framundan væri:
betra samkomulag milli Frakka
og Þjóðverja. Páll.
Nýtt!
Tómatar, Blómkál, Hvít-
kál, Gulrætur, Kartöflur,
Gulrófur.
Reykt!
Grænmeti
Tómatar.
Gulrófur.
Gulrætur.
Hvítkál.
Blómkál.
Kartöflur.
Nýtt nautakjöt,
Miðdagspylsur og
Tómatar.
Mllnersbúð,
Laugaveg 48. Sími 1505.
Qðða mynd
er altaf gaman að eiga. Látið Ama
törverkstæðið, Laugaveg 16, frarn-
kalla og kopiera fyrir yður. Af-
greiðsla í
Laugavegs Apóteki.
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
svo að þegar litið er á það,
verður ekki annað sagt en að
hann hafi staðið sig vel.
Guðmundur Arnlaugsson er
sá af íslensku keppendunum,
sem flesta hefir fengið vinn-
ingana. Hann teflir á 7. borði.
Hann hefir teflt 15 skákir. Af
þeim hefir hann unnið 6 og
gert 5 jafntefli en tapað aðeins
4. Slíkur árangur er mjög góð-
ur, og er það fyrirsjáanlegt, að
hann verður með þeim hærri,
þegar einstökum keppendum á
skákþinginu verður raðað eft-
ir því hve mikið þeir hafa unn-
ið hlutfallslega hver fyrir sig.
Árni Snævarr hefir teflt 14
skákir. Af þeim hefir hann unn-
ið 4, en gert 5 jafntefli en tap-
að aðeins 5. Árni teflir á 5.
borði, og er því árangur hans
einnig mjög góður.
Um hina keppendurna verð-
ur ekki annað sagt en að þeir
hafi flestir staðið sig mjög
sómasamlega, og heildar á-
rangurinn, það sem komið er, er
jafnvel betri en hægt hefði ver-
ið að búast við.
Eftir er nú að tefla við Pól-
verja, Þjóðverja, Letta og Lit-
hauenmenn, svo og allmargar
biðskákir. Gera má ráð fyrir að
Pólverjar og Þjóðverjar vinni
allmikið af íslendingunum, en
Lettar og Lithauenmenn ættu
varla að gera hluti íslending-
anna minni.
Vinátta
Frakka og Pólverja.
It London í gær. FÚ.
Rydz-Smigly herfor-
ingi, yfirforingi pólska
hersins og eftirmaður
Pilsudski, sem einvaldi
Póllands, hefir ákveðið
að ferðast til Parísar á
næstunni.
Opinberlega er svo látið
heita, sem þetta sje kurteisis-
heimsókn til þess að endur-
gjalda heimsókn Gamelins, yf-
irhershöfðingja Frakka.
I frönskum blöðum er svo
litið á, að hjer sjc ekki fyrst
og fremst um kurteisisheimsókn
að ræða, heldur sje þetta mjög
þýðingarmikill stjórnmálavið-
burður, sem geti haft áhrif á
sambúð Frakklands og Póllands
um mörg ókomin ár.
hefir hlotið
bestn meðmæli
metrar.
í húsinu eru tvö íslensk iðn-
fyrirtæki, lakkrísgerð og pappírs-
pokagerð.
Hið síðar talda er á efri hæð
hússins. Tók það til starfa fyrir
skemstu, og er nefnt Pappírspoka-
gerðin h.f. Eigandi þess og for-
stjóri er Herluf Clausen stórkaup-
maður. Verkstjóri er norskur mað-
um, og kom hann hingað með
vjelarnar, sem eru keyptar frá
Noregi
í verksmiðjunni starfa alls 12
manns, 8 stundir á dag. Getur
verksmiðjan framleitt alt að 250
þús. pappírspoka daglega, af öll-
um stærðum.
Hefir verksmiðjan nú fram-
leitt um iy2 miljón af pokum, og
er þegar farin að selja vöruna
hjer í bænnm, en þó mest úti á
landi.
Lakkrísgerðin h.f.
Lakkrísgerðin, sem Holger
Clausen er framkvæmdastjóri fyr-
ir, er á neðri hæð hússins. Hefir
sú verksmiðja verið starfrækt í
tvö ár, og er þar framleidd alls-
konar girnileg lakkrísvara, „píp-
ur“, borðar, kúlur, lakkrísmentol
o. fl. o. fl., sett í snotrar umhúðir
og selt úti um alt land. Er eftir-
spnrn mjög mikil eftir vörunni,
og hefir verksmiðjan vart getað
fullnægt þörfum viðskiftavina til
fulls síðan hún tók til starfa.
Um 11 manns hefir atvinnu við
lakkrísgerðina.
Hangikjöt, Rauðmagi,
Síld, Lax.
NiðnrsoSið!
Blandaðir Ávextir, Per-
ur, Ferskjur, Jarðarber,
Grænar Baunir, ýmiskon-
ar Grænmeti, Kjötmeti,
Fiskmeti.
Harðæti!
Lúðuriklingur, Steinbíts-
riklingur, Harðfiskur af-
bragðs góður.
Kex, Ostar, Smjör og ýmis-
konar ljúfmeti, sem ekki er
víst að fáist allsstaðar.
MEST ÚRVAL!
SENDUM SAMSTUNDIS!
VltiaVaML
SJÁLFVIRKt
ÞVOTTAEFNI
öskaðlegv. Klórlaust
Gjörlr þvottlnn mjallhvftann án þess aö hann sje n u d d a ö u r ..e ö 9 b 1 e 1 k j a Ö u r.
. V