Morgunblaðið - 29.08.1936, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagrur 29. ágúst 1936,
jJidupAÍíajiuv Trúlofunarhringana kaupa menn helst hja Árna B. Björns- syni, Lækjartorgi.
Frosin dilkalæri. Lækkað verð. Kaupfjelag Borgfirð- inga. Sími 1511. Kjötfars og fiskfars, heima- tilbúið, fæst dagiega á Frí- kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim.
Gott orgel, lítið notað, er til sölu. Upplýsingar Öldugötu 12. Sími 4626. Útgerðarmenn! Sel ódýra og góða beitusíld, eins og að und- anförnu. Steingrímur Árnason, sími 1059.
Einhleypur maður, sem vill lána nokkra fjárhæð í hús, sem er í smíðum, getur tryggt sjer tvö samliggjandi nýtísku herbergi með sjerstökum kjör- um. Afnot af bílskúr möguleg. Tilboð merkt „Trúnaðarmál“ sendist afgreiðslu blaðsins.
Sjómenn, ferðamenn, og Reykvíkingar; munið braut- ryðjanda í ódýrum mat. Borð- ið á Heitt & Kalt.
Lítill kolaofn eða ,,kabisa“ óskast til kaups eða leigu. Upp- lýsingar í síma 2626.
Nemendur yfir 18 ára ósk- ast til að læra nýtísku fegrun- araðferðir og hárgreiðslu. Sann- 'gjarnt gjald. Eigandi frú B. Nyegaard Hald hjá Crome & Goldschmidt, Östergade 32— 34, Köbenhavn K. Danmark.
Ljósakróna til sölu með góðu tækifærisverði. Uppl. í síma 2626.
Postulínsmatarstell og kaffi- stell, nýkomin á Laufásveg 44.
Falleg ódýr gdrðblóm fást á Suðurgötu 10. Húsbœndur og húsmæður, sem þurfa að taka karlmenn í garða- vinnu eða aðra haustvinnu, gleymið ekki að hringja á Ráðningarstofu Reykjavíkur- bæjar. Þar getið þjar jafnan fengið menn til allra slíkra verka. Við höfum ennfremur nokkra vana menn til að kynda miðstöðvar. — Ráðningarstofa Reykjavíkurbæjar, Lækjartorgi 1, sími 496.6.
Pergamentskermar við allra hæfi, eru ávalt fyrirliggjandi úr nýtísku pergamentpappír. — Komið. Skoðið. Kaupið. Raf- lampagerðin, Hverfisgötu 4 — sími 1926.
Kaupi gull og silfur, hæsta verði. Sigurþór JÓnsson, Hafn- arstræti 4.
Kaupi gamlait kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Úraviðgerðir afgreiddar fljótt og vel af úrvals fagmönnum hjá Árna B. Björnssyni, Lækj- artorgi.
Vjeiareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29.
Trúlofunarhringar kjá Sigur- jiór, Hafnarstræti 4. Gluggahreinsun og loftþvott- ur. Sími 1781.
Kaupi gull hæsta verði. Árni Björnsson, Lækjartorgi. Rammalistar nýkomnir. Frið- rik Guðjónsson, Laugaveg 17.
HJER um daginn hjelt, fata-
geymslumaður einn á ít-
alskri járnbrautarstöð merkilegt
uppboð. Fyrir rúmlega 9 árum
kom hinn frægi leikari Valentino
á stöð þessa og bað fatageymslu-
manninn fyrir ferðakofort sitt.
Skömmu seinna dó hann. En kof-
fortið var kyrt í fatageymslunni.
Þegar útsjeð var um, að enginn
myndi sækja koffortið var það og
innihald þess sett á uppboð og
tilkynt almenningi að þarna væri
ýmislegt sem verið hefði í eigu
Valentino.
Þá var alt selt uppsprengdu
verði. Jafnvel hver vasaklútur
sem hinn frægi leikari hafði átt
var seldur á 200 líra.
*
MAÐUR að nafni Hils May
Sheldon í Los Angelos
gifti sig fvrir ári síðan og lifði
í hamingjusömu hjónabandi. Hann
var verslunarmaður, eða svo sagði
hann konu sinni. Hún lifði í alls-
nægtum. Hann var aldrei heima
alla daga, fór burtu snemma á
morgnana og kom ekki fyrri en
á kvöldin.
En svo vaf það einn góðan veð-
urdag að konunni var reikað fram
hjá kirkju einni. Hún hafði hund
sinn með sjer. Betlari var fyrir
framan kirkjudymar. Hundurinn
flaðraði upp um hann. Konan fór
því í liumáttina á eftir hundinum
til betlarans.
Þá runnu tvær grímur á kon-
una, er hún kom til betlarans. Hún
kipti í skegg hans, og það var
laust fyrir. Þegar það var af sá
hún að þarna var maður hennar.
Þegar hún vissi hver atvinna
hans var, sótti hún um skilnað,
og fekk hann, með þeim forsend-
um, að hún liefði ekki vitað
hvernig hann hefði sjeð henni fyr-
ir lífsuppeldi.
*
ó menn sjeu óvíða jafn
grimmir við hundaVa eins
og hjer í Reykjavík, þá verða
flestir hundaeigendur að sætta
sig við að greiða skaft af hund-
um sínum.
f borginni Innsbruck liafa
hundaeigendur kvartað yfir því,
að þeir væru órjetti beittir sam-
anborið við þá, sem ættu ketti,
því af köttum þyrfti engan skatt
að greiða. Upp úr því var sam-
þ.ykt að setja skatt á ketti þar í
borginni. Fleiri borgir hafa tekið
þetta upp.
*
Vísindamenn hafa komist að
raun um, að viss tilbrigði era í
öllum lífverum yfir sólarhring-
inn, lífsþrótturinn vex og minkar
eftir vissum reglum á vissum.
tímabilum dags og nætur.
En enginn veit hvernig á þessu
stendur. Sjúklingar eru jafnan.
þróttminstir kl. 2—4 á næturnar
og kl. 16—18.
*
En eims og þessi dvalatími er
fyrir menn og skepnur, eins er
með jurtirnar. Á vissum tímum
nætur „sofa‘‘ plönturnar að þv£'
er manni virðist, blómkrónurn—
ar lokast, og blöðim hreyfast eins-
og þau missi stinnleik sinn.
Sli&ynnintpw
Ofursti Kristof-
fersen talar í kvöld
kl. 81/2, sunnudag-
inn kl. 11 f. h. og.
814 e. h.
Nýkominn saumur, 1 þó til 8
tomraa. Innrömmun ódýrust. —
Verslunin Katla, Laugaveg 27..
Café — Conditori — Bakarí,
Laugaveg 5, er staður hinna.
vandlátu. Sími 3873. Ó. Ttior-
berg Jónsson.
Friggbónið fína, er bæjarins-
besta bón.
Stðrar og smáar auglýsingar
JLL'V'JML m
/
er hagfeiræmast atf birta
í Morgunblaðinu,
sökum þes§ að það er lesið af lleir-
um en nokkurt annað hferlent blað
Fæði, gott og sanngjarnt,
verð. Stofur á efstu hæð til
leigu á sama stað. Laugavatns-
hiti. Café Svanur við Baróns-
stíg.
ETHEL M. DELL:
ÁST QG EFASEMDIR 35#
Scooter fest klærnar í hári heunar og vildi ólmur
sleppa undan hinu lítt blíða handtaki hennar. Hún
kom eins og hvirfilvindur inn í stofuma, þar sem
Stella sat með barnið í fanginu.
„Stella frænka“, kallaði hún með öndina í hálsin-
um. „Mamma segir, að það sje víst, að þú og Ever-
ard frændi munið ekki koma með í skógarförina til
Khanmulla. Er það satt, Stella frænka? Það er ekki
satt? Þið ætlið að koma þangað með mjer?“
Skógarför liðsforingjanna til KKanmulla! Orðin
vöktu ótal endurminningar hjá Stellu. Og hún var
annars hugar, þó að hún horfði brosandi á Tessu.
Hún sá sig í anda standa úti í tunglsljósinu og bíða
óþreyjufull eftir að heyra kunnugt fótatak manns-
ins, sem hún elskaði, og djúpa og rólega rödd hans.
Tessa kom alveg til hennar og horfði á hana rann-
sakandi augnaráði. „Það var ekki það eina, sem
mamma sagði“, hjelt hún áfram hikandi. „Jeg varð
fjúkandi reið. Nú skaltu heyra, hvað hún sagði —“.
Stella hrökk á augabragði upp úr hugsunum sín-
um og Ieit á barnið næstum óttaslegin á svip. Knúð
af einskonar sjálfsvörn sagði hún: „Mig Iangar ekki
til þess að heyra þetta heimskulega þvaður, Tessa
mín“.
„Það er ekki heimskulegt", sagði Tessa. „Þá gerði
það ekkert til. Jeg verð — má til með að segja þjer
það, jeg held, að það sje betra. Mamma sagði, að það
væri altalað, að Everard vildi ekki taka þátt í sbóg-
arförinni með liðsforingjunnm, vegna þess, að hann
þyrði ekki að mæta augnaráði þeirra. Jeg sagði, að
það væri ekki satt, því að það er alls ekki rjett,
Stella frænka ?“
Átti Everard ekki að þora að mæta augnaráði
íóíks?!
Augu Tessu voru dökk og kvi&afull. Hún hjýfraði
sig upp að Stellu, eins og hún vildi leita skjóls hjá
lienni.
„Ó, frænka mín, þú hefðir átt að heyra alt, sem
hún sagði. Það var hræðilegt. En það er ósatt alt
saman, jeg er viss um það. Hefði Everard frændi ver-
ið viðstaddur, hefði hún áreiðanlega þagað“.
Stella lagði handlegginn utan um Tessu. „Segðu
mjer bára, hvað það segir“, sagði hún. „Jeg er þjer
sammála um, að það er áreiðanlega best að jeg viti
það“.
Tessa losaði sig við Scooter, til þess að geta sest
betur hjá Stellu. „Það stingur saman nefjum um það,
að Everard hafi fengið Ieyfi, rjett eftir að þú giftist
Dacre kaptein. Hann sagðist ætla t;l Englands, en það
var ekki rjett . . . það komst upp eitt kvöldið í
klúbbnum", hætti hún síðan við.
Stellu Ijetti stóram, og ofurlítið hros færðist í
augun.
„Þetta vissi jeg alt saman áður, Tessa“, sagði hún.
„Everard frændi þinn sagði mjer frá því. Er þetta
alt og su|nt?“
„Vissir þix það?“ sagði Tessa sigri hrósandi. „Þá
getur þú sjálf sagt þeim, hvar hann var. En hvað frú
Burton mun gremjast það! Það var hún, sem byrjaði
að pískra um þetta. En hvað mjer er illa við hana!“
„En jeg veit ekki, hvar hann var“, sagði Stella, sem
var nú aftur órótt innanbrjósts. £
„Veistu það ekki? Hefir þú ekki minsta hugboð
um þííð?“ spurði telpan vonsvikin. „En hver veit,
nema Everard frændi vildi segja okkur það, bara ef
hann vissi, hvað fólkið er illgjarnt. Ætti jeg ekki að
spyrja hann að því, Stella frænka?“
„Segðu mjer fyrst, hvað það segir“, sagði Stella og
reyndi að vera viðbúin því versta og horfast í augu
við hið óumflýjanlega.
Tessa horfði á hana hugsandi á svip. Henní fanst,
að það hefði verið miklu auðveldara að segja þetta.
við Monck sjálfan, og þó fanst henni, að Stella yrðL
að vita það.
„Mjer liefir altaf verið illa við Burton majór“,'.
sagði liúw í sannfærandi róm, „og jeg veit, að það var-
hann, sem kom upp með þetta. Hann segir, að það sje
undarleg tilviljun, að Monek kapteinn skyldi einmitt.
vera í leyfi, þegar Dacre kapteinn fórst — og Rustam'
Karin einmitt hverfa um sama leyti. Og nú er það far-
ið að stinga saman nefjum um það, að þessi gamli
Indverji hafi sennilega verið eitthvað viðriðinn dauða
Dacres — og Everard. frænda sje áreiðanlega lrann-
ugt um það. Þetta er það, sem sagt er, Stella frænka^.
og mamma sagði mjer það eingöngu til þess að stríðá:
mjer“.
Löng þögn fylgdi þessum orðum. Að lókum vogaði
Tessa að líta framan í Stellu, og hún varð bæði fegin.
og hissa, þegar hún sá, að Stella brosti. Hún kysti
telpuna hlíðlega og sagði rólega: „Þakka þjer fyrir,
vina mín. Það var fallega gert af þjer að vilja segja;
mjer hvað fólk talar um okkur á bakið, þó að það sje "
aðeins illgirnislegt þvaður. En nú skaltu fara og finna
Scooter, svo að hann týnist ekki. Og svo skaltu ekki
kæra þig frekar um þetta heimskulega tal. Jeg ætla
rjett að sinna barninu og síðan skal jeg lésa fýrir
þig skemtilegt æfintýriÁ
Tessta hljóp Ieiðar sinnar nokkuð hughraustari, en
þó ekki ánægð. En Stella fór með bárnið til barn-
fóstrunnar, læsti sig inni í stofu sinni og braut heil-
ann um það, sem hún hafði heyrt hjá Tessu.
28. kapítuli.
Þrem dögum síðar kom Tommy þjótandi inn frá
pólóleiknum. Honum var mikið niðri fyrir, þesgar
liann sagði frá því, að nú væri búið að taka morð-
ingja Ermsteds fastan.
„Það er alt saman Everard að þ'akka“; sagði hanm