Morgunblaðið - 17.09.1936, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.09.1936, Blaðsíða 5
Fimtudagur 17. sept. 1936. MORGUNBLAÐIÐ Pourqoui pas? I heimsókn á Pourqoui pas? ! Fyrir viku síðan fór tíðindaxnaSur frá Morgunblaðinu í 5 heimsókn um borð í Pourqoui pas? Hann segir frá heimsókn sinni m. a. á þessa leið: i ■j-^EGAR jeg skoðaði ,,Pour- qoui pas“ fór jeg að skilja hvernig á því stendur að vís- indamenn sækjast eftir heim- ;skautaferðum eins og ævintýri. Þarna var alt á tjá og tundri. Fram á var verið að ferma kol, aftur á var verið að þvo þilfar- ið. T'veir grænlenskir hundar voru að leika sjer með hvolpum sínum. Skipshöfnin var í alla vega búningum. — Alt þetta sýndi hið franska frjálslyndi og fyrirlitning vís- indamannanna fyrir öllum smá munum. Alt var þetta svo hisp- nrslaust, viðfeldið og notalegt. Hjer var margt að skoða. — Niðri í herbergi yfirmannanna "var fult af allskonar kyndugum lilutum. Þar var meðal annars brúða, sem verið hafði sem -,,mascot“ í heimsstyrjöldinni. J>essi brúða var útbúin eins og franskur flotaforingi. Dr. Char- 'Cot klæddi hana daglega í ein- Jtennisbúning, sem fór eftir því hvernig viðraði. Og á hverju kvöldi var „hengikojan“ henn- ar fest upp í herbergi dr. Char- •cots. Yfir borðinu var kassi og í honum máfur, sem hafði komið fljúgandi til þeirra, þegar skip- ið var við Grænland. Máfurinn hafði afar gaman af að ,snapsa‘ sig dálítið úr koníaks og líkjör- glösunum á borðinu. Og það var afarspaugilegt að sjá hann á eftir, þar sem hann stóð á borðröndinni og þandi út væng- ina, eins og hann vildi hrópa „vive la France“. Það er hætt við að hann hafi ekki fengið mikið af þesskonar taktering- um á grænlensku jöklunum. Svefnklefarnir voru ákaflega óbrotnir að öllum búnaði. Jeg tók sjerstaklega eftir því, hvað þyktin ái skipinu var mikil. Að framan voru byrðingarnir þrír, og um tvö fet á þykt. Þetta er gert til þess að standast þrýst- inginn í ísnum. Yfirmannaherbergið var hit- að með gamaldags ofni og með fram veggjunum voru bókahyll- ur fullar af þykkum bókum. Fyrir miðju borði var önd- vegi. Það var venjulegur garð- bekkur. Þetta var sæti dr. Car- cots. í vísindadeildinni, sem var bak við yfirmanna herbergið, á stjórnborða, var meðal annars tilraunastofa.f skúffum og skáp um, á hyllum og borðum, var alt fult af krukkum, reagens- glösum og flöskum, sem fullar voru af fiskseiði og plankton, svifi, sem margar fiskateg- undir lifa á. í skotinu voi'u hreinsaðar hauskúpur af tveim hvítabjarnarhúnum. En þótt alt bæri hjer vitni um nákvæmt vísindalegt starf, (þá undraði mig mjög, hvað alt jVar hjer einfalt og óbrotið. Hjer jvar fjöldi af glerkrukkum og jflöskum, nákvæmlega raðað, jmeð latneskum áletrunum. En flöskurnar voru af ýmsum gerð- um, gamlar gin-flöskur og not- aðar efnaflöskur frá ljósmynda- deildinni. Og alt af bar nýtt og nýtt fyrir augun, eins og á kvik- mynd. Alt í einu kemur fyrsti vjelstjóri inn. Hann var alveg eins og „Gokke“, sem við höf- um öll sjeð á bíó. Hárið var rauðleitt og stóð út í allar áttir, og skeggið þannig, að sýnilegt var, að hvorki hnífur, skæri, bursti nje greiða höfðu komið nálægt því. Maðurinn var svo feitur að undrum sætti. Hann var í buxum, blárri skyrtu, með uppbrettar ermar og einkenn- ishúfu. Hann bar það allur með sjer að hann hafði fengist mik- ið við sót og olíu, en ekki vatn. Þessi afar skrítni maður var rjóður og brosandi, augun full af góðmannlegri glettni. Er hjer dregin upp lítil mynd af lífinu á þessu skipi, sem nú er farið ásamt öllum skipverj- um sínum, að einum undantekn- um. Skipstapar & Mýrum. 48 menn fórust þar 1906. FJ ÖRTÍJJ og átta menn af tveim skipum fórust á sömu slóðum og Pour- qoui pas strandaði í gær árið 1906, í aftaka- veðri, sem gerði daginn fyrir pálmasunnudag 7. apríl. Annað skipið var „Sophie Wheatly“, eign Jafets Ólafs- sonar skipstj. o.fl. og hitt „Eme- lie“, eign Th. Thorsteinssonar. 24 menn voru á hvoru skipi. 11. desember 1926 fórust þarna 23 manns af norska skip- inu „Balholm“. Voru það 18 Norðmenn og fimm Islendingar. Tvö skip Speyder (enskt, og þýskur togari strönduðu á sömu slóðum 1927 og 1928, en mann- björg varð af báðum skipunum. 21. mars 1981 strandaði Ed- wardian, enskt skip, á sömu slóðum. Skipshöfnin komst í bátana og komu skipbrotsmenn hraktir til Sandgerðis. Einn mann hafði kalið í hel. Á sömu slóðum hefir fjöldi smærri skipa strandað. (Eftir upplýsingum frá Slysavarnafje- laginu í gær). r ■■ K. F. U. M. Eins og að undanförnu tek- ur skólinn til starfa 1. október, og eiga umsóknir um skólavist að vera komnar til Sigurbjörns Þorkelssonar kaupm. í verslun- inni Vísi, Laugaveg 1, fyrir 25. sept. í síðasta lagi. Skólinn starfar í tveim deild- um (byrjunar- og framhalds- deild). Ekkert inntökuprói þarf, en inntökuskilyrði eru, a'? nemendur hafi lokið fullnaðar- prófi barnafræðslunnar og hafi engan næman sjúkdóm. Lækn- isskoðun fer fram í byrjur skólaársins. Kvöldskólinn er bæði fyrii pilta og stúlkur, og eru þai kendar eftirfarandi námsgrein- ar: íslenska, enska, danska kristin fræði, reikningur, bók færsla og þýska í framhalds- deild. Auk þess er námsmeyjurr kend handavinna. Aðsókn að skólanum hefii aukist ár frá ári, og var byrj unardeildin þrískift s.l. skólaár en auk þess fullskipuð fram haldsdeild. Að þeirri deild haft eldri nemendur skólans for gangsrjett, og ættu þeir að inn rita sig í hana hið fyrsta. Skól inn hefir úrvalskennurum á ai skipa, og fá nemendur þar góðí undirstöðufræðslu fyrir lág skólagjald. X. DRÍ JEAN CHARCOT Bi . í Dr. Jean Charcot var mörgum íslendingum að ffóðu kunnur. Sumar eft- ir sumar kom hann hingað til lands á rannsóknarferð- um sínum norður í höf. Kunnugur maður sagði blað- inu í gær, að liann myndi hafa komið 14 sinnum hingað til lands. Allir, sem honum kyntust, lieill* uðust af glæsilegri og göfug- mannlegri framkomu hans. En áður en hann tók að venja komur sínar hingað norður í höf, hafði hann hlotið heimsfrægð fyr ir rannsóknaferðir sínar í Suður- höfum og ýms vísindastörf. Hann hafði þar kannað lönd, sem áður liöfðu verið ókunn með öllu. Hann hafði fundið strand- lengjur, sem enginn vissi um, er skiftu þúsundum kílómetra að lengd. Hann komst lengra suður í íshafið á skipi, en nokkur hafði komist áður. í hópi vísindamanna var liann nefndur ,,The polar gentleman“. Árið 1908 fjekk hann hygt þetta skip sitt, sem nú er að lið- ast sundur vestur undir Mýrum, um leið og foringinn liggur lið- ið lík í Straumfirði. Síðan hafði liann siglt þessu skipi sínu svo að segja heim- skautanna á milli. Skipið nefndi hann „Pour poui pas? (Hvers vegna ekki?), segir frk. Thora Friðriksson í grein, er hún hefir skrifað um hann í Eimreiðinni, af því að orðtak hans var við föru nauta hans: Alt gengur vel. — Hvers vegna ekki? Skipið var smíðað samkvæmt uppdráttum hans, og eftir hans óskum. Enda var það talið, að það væri að útbúnaði svo vandað og hentugt, sem frekast varð á kos- ið á þeim tímum. Skipið fór að mestu undir segl- um, en hafði gufuvjel. ■ ^.^aaEam Pjettir Magn'fisson Einar B. Guðnrandsson Guðlaugur Þorláksson Símar 3602, 3208, 2062 Austurstræti 7. Skriístofntími kl. 10—1-2 wg 1—6. Dr. Jean Charcot var fæddur í einni af * útborgum Parísar, Neuilly-sur-Seine, árið 1867. Hann var því nálega sjötugur að aldri, En áhuginn .fyrir rannsóknum var óbilaður. Ferðir hans til Aust- ur-Grænlands hin síðari ár voru farnar til þess að rannsaka eðH hafs, dýralíf og veðurfar, auk þess sem hann starfaði að ýms- um mælingum. Hafði hann jafn- an nokkra unga vísindamemi með sjer, er unnu að þessum rannsóknaefnum. Framh. af 2. giðo: Ferðir Pourqonl pas? þetta í gær, er stöfuðu af því að á ræðismannsskrifstofunni var ekki til skrá yfir skipverja, og bárust ágiskanir um þetta fjarri lagi, að þarna hefðu ver- ið um 60 manns. En að athuguðu máli kom það í ljós, að þarná hafa farist færri en ætlað var í upphafi. * Pourqoui pas? kom hingað fyrir einum 10 dögum síðan frá Grænlandi. Hafði skipið fengið vjelabilun, og var „Hvidbjörn- en“ fenginn til þess að koma með það hingað. Átti að fara fram á því lítilsháttar viðgerð á katlinum, og búist við að hún tæki ekki nema 2—3 daga. En þegar þessari viðgerð var lokið, reyndist það svo, að frek- ari aðgerða var þörf. Var það Stálsmiðjan, sem annaðist við- gerðir þessar. Var ketillinn prófaður mjög rækilega hjer, áður en skipið lagði úr höfn ög reyndist full-öruggur. Dr. Charcot ætlaði hjeðan til Kaupmannahafnar. — Hafði ,Landfræðifjelagið danska boð- ið honum þangað til þess að ,hann hjeldi þar fyrirlestur um rannsóknir sínar og vísinda- störf. M.s. Dronning Alexandrine fór frá Akureyri í ger, og er vænt- anlegt hingað að norðan á morg un eða laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.