Morgunblaðið - 17.09.1936, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.09.1936, Blaðsíða 6
Fimtudagur 17. sept. 1936. •6 MORGUNBLAÐIÐ Barátta Búnaðarþings fyrir sjálfstæði r Búnaðarfjelags Islands. Tillögur meirihluta laganefndar samþyktar með 9 atkv. gegn 5. Tjún annarsstaöar á landinu. Búnaðarþingið hjelt fundi í gær frá kl. 10—12, 1%—4 og 5— 6. Umræður um nefndarálit meiri •g minni hluta nefndarinnar hjeldu áfram og urðu með köfl- um all snarpar. Var hörð sókn af hálfu meiri hlutans, en rök málsins komu flest fram í fyrradag. Allir Búnaðarþingsfull- trúarnir tóku til máls við þessar ♦ umræ'ður, sumir 3—4 sinnum, og voru 33 ræður alls haldnar í mál- inu. Auk Búnaðarþingsfulltrú- anna tóku til máls í gær Steingr. Steinþórsson búnaðarmálastjóri, Bjarni Ásgeirsson alþm. og Her- mann forsætisráðherra. Kom þar ukki annað nýtt fram en það, að búnaðarmálastjóri kvaðst hafa að engu það ráðningarskilyrði sitt, að hann mætti ekki taka öpinber- an þátt í stjórnmálum. Porsætisráðh. lýsti því yfir, að hann mundi á Búnaðarþingi í vetur bjóða Búnaðarfjel. íslands á ný að hafa á hendi framkvæmd Jarðræktarlaganna, en enginn skilur, til hvers hann ætlar að gera það, nema ef ætlun hans er að fá brgytt skiiyrðum Jarðrækt- arlaganna á þingi í vetur. Hið eftirtektaverðasta í öllum þessum ’umræðum um Jarðrækt- arlögin var það, að þeir Búnað- arþingsfulltrúar, sem voru því meðmæltir að lúta valdboði rík- isstjórnar og meiri hluta Alþing- is gagnvart Búnaðarfjel. íslands, klifuðu hvað eftir annað á því, að Jarðræktarlögunuraí nýju mundi bráðlega verða hreytt og sumir þeirra viðurkendu galla á þeim. Var harðlega undir þetta tekið og það. heitptað, að gallarn- ir yrðu lagaðir áður en Búnaðar- fjel. Isl. tæki að sjer framkvæmd ina. í umræðunuin í gær bar mest á ræðum nefndarmannanna Ólafs Jónssonar, Jóns á Reynistað og Jakobs Líndal. Magnús á Blika- st.öðum hjelt og snjalla og skarpa ræðu. Þeir öuðin. á Hofi, Magn- ús í Reynisdal, Magnús Prikriks- son og Páll á Ásólfsstöðum hjeldu allir ræður og gerðu grein fyrir hversvegna þeir gætu ekki beygt sig fyrir árásinni á Bánaðarfjel. íslands. Um kl. 6 e. h. var umr. lokið og var þá gengið til atkvæða með nafnakalli. Voru tillögur meiri hl. nefndarinnar bornar upp í einu lagi og samþyktar með 9:5 atkv. Já sögðu: Guðm. á Hofi, Jakob Líndal, Jón á Reynistað, Magnús í Reynisdal, Magnús Prið riksson, Ólafur Jónsson, Páll Stefánsson, Sveinn Jónsson á Bg- ilsstöðum og Magnús á Blikastöð- um. Nei sögðu: Björn Hallsson, Jón Pjalldal, Jón Hannesson, Kristinn Guðlaugsson og Sigurð- ,ur á Arnarvatni. Till. Jóns í Deildartungu, sem var einn í minni hl. nefndarinn- ar, komu því ekki til atkvæða. Búnaðarþingið hafnaði því með mjög miklum meiri hluta að beygja sig fyrir valdboðinu. Að lokinni þessari atkvæða- greiðslu var þinginu slitið með nokkrum orðum forseta, Magnús- ar Guðmundssonar. Þingfulltrúar þökkuðu honum fundarstjórnina, eftir till. Magnúsar Priðriksson- ar, með því að rísa úr sætum sín- um. Var síðan af þingi gengið. Mlkftð tjón í Þingeyjariýsln. Frh. af 3. síðu. Húsavík miðvikud. Einkask. I nótt var ofsaveður hjer um slóðir af suðri og suðaustri, er gerði mikið tjón á heyjum. Fauk jafnvel torf ofan af uppbornum heyjum, og skóf veðrið upp flata flekki svo þeir fuku út í veður og vind. í Húsavík töpuðust nokkur hundruð hestar af heyi, sem úti var. Ekki hafa enn komið ná- ikvæmar fregnir úr sveitunum. En búast má við, eftir því hvernig veðrið var hjer, að tjónið hafi orðið mikið. Egill. * HLAÐA BRENNUR Húsavík, miðvikudag. Að Norðurhlið í Aðaldal brann í nótt hlaða með 30 hest- um af heyi, og 100 hest hey, sem var við hlöðuna. Var hlaðan gömul, með Ijelegu þaki. Er talið að þakið hafi lekið, og síðan hitnað í votu heyinu, í úrkomum nú undanfarið. Bóndinn var ekki heima, far- inn í göngur. Egill. * Af VEIÐISKIPAFLOTANUM er símað: Þegar fárviðrið skall á í nótt lágu margir karfaveiðitogararnir við affermingu í höfn. Þeir tog- arar, sem voru á Halamiðum, leituðu hafnar, nema 2 eru enn á miðunum og sögðu í dag veður fara heldur batnandi. (PÚ) * Úr DÖLUM er símað: Á Ballará í Klofningshreppi fauk tyrfð járnvarin lilaða niður að torfveggjum og talsvert af heyi. Öll önnur útihús eru meira eða minna skemd, jafnvel torf- veggirnir tættust sundur og grjót úr þeim kastaðist langar leiðir. Túngirðing er mikið skemd. Skv. PÚ. * í LAXÁRDALSHREPPI urðu þessir skaðar: í Búðardal fauk verkfæraskúr ríkisins. Á Leiðólfsstöðum fauk járnþak af íbúðarhúsi. Á Gillastöðum fauk járnþak af fjárhúshíöðu. Á Hrappsstöðum fauk járn af fjár- húsi og húsin eru mikið skemd. f Hjarðarholti fuku um 100 hest- ar heys. Víða annarsstaðar er mikið heytjón. Þrír bílar teptust í Miðá í gær. Tveir hafa náðst, en eru ekki komnir í lag. Átján jnanna áætl- unarbíll frá Bifreiðastöð íslands er enn fastur næstum á kafi í kvísl vestan árinnar nálægt Gröf. Tilraunir til þess að ná bílnum standa yfir. (Skv. PU) * Frá PATREKSFIRÐI er símað: Aftaka sunnan stormur geisaði hjer síðastliðna nótt. Alla báta, er lágu hjer á höfninni, að und- anteknum einum, rak á land eða þeir sukku. Sumir ónýttust alveg, en aðrir skemdust mikið. Vjel- bátnum Þresti var bjargað ó- skemdum. -Járnplötur fuku af nokkrum húsþökum, auk annara smærri skemda. — í Tálknafirði fauk meginið af því heyi, sem úti var, og þak tók af hlöðu í Botni. Vjelbáturinn Alpha á Suður- eyri rak þar á land og hvalveiða- skipið Bstella, sem lá við Suður- eyrarbryggju, skemdist eitthvað, auk þess urðu skemdir á húsum á hvalveiðistöðinni. í Sauðlauksdal fauk þak af hlöðu og allmikið af heyi. — Á Hvallátrum urðu einnig skemd- ir á húsum. (Skv. PÚ.) * Á SNÆFELLSNESI urðu allmiklir skaðar. Prjettarit- ari útvarpsins í Stykkishólmi sím- ar í dag: Ofsaveður var hjer síð- astliðna nótt og var veðurhæðin mest milli kl. 24—2. Silfurrefabú Ólafs Jónssonar frá Elliðaey, með 10 silfurrefum, fauk í óveðrinu. Náðust 4 dýrin í búrunum ómeidd, en 6 sluppu út. Þau náðust þó aftur í dag. Búrin gereyðilögðust. Br tjónið á- ætlað á annað þúsund krónur. Þak fauk af hlöðu lijá Sumar- liða Einarssyni og víða urðu skemdir á skúrum og girðingum. Óveðrið olli miklu tjóni á heyjum, sem óhirt voru. — Á nýræktinni í Stykkishólmi var mestöll seinni slægjan í göltum og fuku þeir í nótt. — Margir áttu óflutt hey úr Eyjum, og eru þau talin ónýt. (Skv. PÚ) * í EYRARSVEIT var sama ofviðri og urðu þar miklir heyskaðar. í Gröf fauk hjallur og þvottahús og þak af hlöðu. Þak fauk af fjósi á Pornu- Grund og fjárhús skemdust á Set- bergi. (Skv. FÚ) Ný mynd er sýnd í Nýja Bíó í kvöld, „Feigðarýlfrið“, amerísk leynilÓgreglumynd, samin eftir skáldsögunni „The Case of the Ho'wling Dog“, eftir Stanley Gardner. Mary Astor, Warren William og Helen Trentholme leika aðalhlutverkin. Framh. aí 3. síðn. Bryggjur storskemm- ast í Siglufirði. Drotningin lagði af stað frá Akureyri kl. 12 á hádegi í gær, og var bátum á Eyjafirði til að- stoðar. BÁTARNIR KOMA AÐ. Bátarnir voru að smákoma til Siglufjarðar í allan gærdag. — Sjómenn sögðu veður öllu verra úti fyrir en inni á firðinum (segir í FÚ fregn). Var rok um allan sjó og krappar öldur, en ekki stórsjór. Togararnir Garðar, Gulltopp- ur, Þórólfur og Fáfnir sem voru á Siglufirði, fóru út fyrir há- degi í gær til að vera til að- stoðar bátum er kynnu að vera í hættu. Margir bátar töpuðu net- um og öðrum hlekkist á eða biluðu. Netatjónið er talið nema mörgum tugum þúsunda. Stormur, 5 smálesta bátur, komst undir Siglunes með vjel í ólagi, en var sóttur þangað. Netatrossur þeirra Draupnis og Snorra rak saman. — Hjó Snorri frá sjer netin en Draunir hangir í þeim úti. Afturmastrið brotnaði af Snorra. Bára misti öll netin og fleiri bátar öll eða flestöll. Vjelbátinn Hvíting, sem lá austur af Eyrinni, rak út undir Siglunes mannlausan og var sóttur þangað af bv. Þórólfi. Flutningaskipið Bro sleit frá hafnarbryggjunni á Siglufirði og rakst aftur- endi þess á næstu bryggju norðanvið og braut hana mikið. Nótahjallar við börkunarstöð Siglufjarðar fauk og annar lask aðist. Hey hafa fokið víða hjer í firðinum. Skúr fauk af bryggju Hafliða Halldórssonar og lenti hann á manni, sem slasaðist allmikið. Varð að flytja hann þegar á sjúkrahúsið. Kl. 6 voru þessir bátar komn- ir til Siglufjarðar: Arthur, Fanney, Bjarni, Brynjar, Einar Hjaltason, Esther, Frigg, Fylkir, Geir goði, Gunnar An- tons, Hannes Hafstein, Harald- ur, Harpa, Kári, Kári Sölmund- arson, Kolbeinn ungi, Magni, Skarphjeðinn, Skíði, Snorri, Stathav, Sæbjörn, Víkingur, Lagarfoss, Ásbjörn, Hansína,. VATNSFLÓÐIÐ í Vestur-SkaftafelIssýsluL FRAMHALD AF 3. SÍÐU.. með Hafursá með svo miklum fallhraða á brúna að eitt okið skemdist. Klifandi hljóp einnig fram fyrir vestan brúna. Undir Eyjafjöllum var ófært bílum alveg vestan Hrútafells (bær), því að Kaldaklifsá, sem þar rennur fram, hafði brotið varnargarða í fleiri stöðum. Holtsá undir Eyjafjöllum hljóp á gamlan, öflugan varn- argarð og braut garðinn. Flóði hún yfir túnið. Húsmæðra§kólinn á Hverabökkum í Ölfusi tekur til starfa 1. okt. n. k. Námsgreinar: Matreiðsia, fatasaumur og fleiri húsmóð- urstörf. (Saumað úr nýju og gömlu efni). Einnig útsaum- ur, teikning, leikfimi, íslenska og danska. Gufuböð eru í skólanum. — Dvalarkostnaður og kenslugjald er ca. kr. 50,00 á mánuði. — Námstími er frá 6 vikum til fleiri mánaða. — Umsóknir sendist brjeflega eða í símtali undirritaðri forstöðukonu skólans. Símstöð og póstafgreiðsla: Hveragerði. ÁRNÝ FILIPPUSDÓTTIR. Vfdalfnsklaustur að Gðrðum, hugleiðingar um menningarmál eftir Jens Bjamason. ---Verð kr. 1,00.- Fæst í Bóbaverislun Slti'fówar Eymundssonar og BÓKABÚÐ AUSTURBÆJAR BSE. Laugavegi 34. GÆRUR. % Kaupi gærur hæsta verði. Síg^Þ. Skjalöberg. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.