Morgunblaðið - 17.09.1936, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.09.1936, Blaðsíða 7
? ¥1 mgi ' K6] í M 0 ; G N L A i'lr' SSókarf regln: Rit jónasar Hallgrímssonar. V. bindi. Smágreinar dýra- fræðislegs efnis, ævisaga og fleira. Útgefandi ísafoldar- prentsmiðja h.f. Reykjavík 1936. Bráðum fer nú að sjá fyrir end- ann á hinni miklu útgáfu af rit- um Jónasar Hallgrímssonar, sem ísafoldarprentsmiðja kostar, en Matthías Þórðarson þjóðminja- vörður hefir sjeð um og búið til prentunar. Nú er nýlega komið lit 5. og síðasta bindið, og eru þá komnir textar allir, ljóðmæli, sög- ur, ritgerðir, dagbækur og smá- greinar ýmislegs efnis, ásamt ýt- arlegri ævisögu skáldsins. Bftir er þó enn að gefa út skýringar xit- gefandans með hverju bindi um <sig, og mun það væntanlega koma í einu lagi, en þó þannig, að greint verður í hefti, er fylgja eiga hverju bindi fyrir sig. Mun það vera ætlun útgefanda, að útgáf- unni verði ]iar með lokið að fullu að hausti. Langveigamesti þátturinn í 5. bindinu er ævisaga Jónasar Hall- grímssonar eftir Matthías Þórðar- son. Hún er um 200 blaðsíður að stærð með smáu letri, og mega menn af því marka, hversu ýtar- leg hún er. Hefir ekkert verið skrifáð um Jónas, sem nálgast þessa ævisögu, að fróðieik um líf skáldsins og ævikjör í lieild sinni, og ætla jeg, að hún muni lengi vel þvkja merkasta heimikl um sltáldið, fyrir utan verk hans sjálfs, sem jafnan verður að leita til um fullkomna þekkingu á hon- tim, eins og við er að búast. í ævisögunni leiðir h'öfundurinn lesandann með sjer og fýlgir ferli Jónasár öllum frá vöggu til graf- ar, skýrir frá ætt hans og upp- runa, gerir grein fyrir þeim á- hrifum, sem ætla má, að haft hafi þýðingu fyrir þroska hans í upp- vextinum, frá skólanámi hans, f jelagsskap hans og vinum, Revkjavíkurárum hans, áður en hánn fer t.il háskólans, námi hans við Kaupmannahafnarháskóla, n á ttúrufræðisrannsóknum hans ug mörgum þarflegum hugmynd- úm, sem hann bar fram til auk- innar þekkingar á landi og þjóð o. s. frv. 1 sambandi við sjálfa ævisöguna gerir höfundurinn jafnskjótt grein fyrir ritstörfum skáldsins, hvenær einstök kvæði voru ort og hver vorn tilefnin til þeirra. 1 öllu þessu verki Matthí- asar Þórðarsonar liggur stórkost- lega mikil vinna og elja og ást, á viðfangsefninu, ævikjörum ,,listaskáldsins góða“, sem Grímur Thomsen kallaði með rjett.u. Með útgáfu bessari h'efir Jón- asi Hallgrímssyni loksins verið sá sómi sýndur, sem hann á skilið, enda hefir það nú verið gert svo rækilega, að til hlítar má við una. Rit Jónasar sýna það og sanna, að hann hefir verið hinn mesti starfsmaður og sjaldan fall- ið verk úr hendi. Hinsvegar er það áberandi, við hvílíka örðug- leika hann átti að stríða, þar sem fjeleysið var. 011 hin síðari ár varð hann að lifa á styrkjum ein um, er veittir voru af skornum skamti og nægðu hvergi til þess að uppfylla annað en brýnustu þarfir og tæplega það. Við slík kjör varð hann að vinna öll sín störf. íslendingar eiga að eignast rit Jónasar Hallgrímssonar, og jeg efast, ekki um, að þeir vilji eign- ast þau. Og það vill svo vel til, að verðið er óvenjulega lágt, svo að óhætt má segja, að þess sjeu varla dæmi um bækur af slíkri stærð og svo vandaðar að frá- gangi. Hvert bindi kostar aðeins kr. 6.50. Stafar þetta lága verðl af því, að styrkur hefir verið veittur til útgáfunnar af Bók- mentafjelaginu og úr Sáttmála- Guðni Jónsson. N. 75 ára-almæli frú Dýrfinnu Jónasdóttir. 21. ágúst 1936. Bf kynni’ eg að yrkja, kæra, af kærleik og hjartans glóð, eg myndi þjer fagnandi færa mitt fegursta heillaljóð. Jeg hljóð lít í huga mínum á horfinnar æsku slóð, er ríktirðu í ranni þínum með rausn, svo frjáls og góð. ,Þó orð hafi’ eg ei til að lýsa því ástrílri og gæðum þeim. En margir þig munu prísa og minnast í álfum tveim. Svo blessist og blómgist þinn hagur og björt verði leiðin þín, sem glóbjartur góðviðris dagur með glitrandi fjallasýri. G. H. Þ. Pjtur Sigurðsson flýtur erindi í Varðarhúsinu í kvöld kl. 8% um forna spádóma um alheims stríð eða alþjóðafrið. — Allir vel komnir. Þingvallaferðú verða framvegis kl. lOfA árd. frá Reykjavík og kl. 6 síðd irá Þmgvöllum. Bifrel^t §(oð Steindérs. l-r r\« 59369177 Qagbö |X| HELGAFELL — — VI. —- 2. I.O.O.F. 5=1189178»/a = Veðrið í gær (miðv.d. kl. 17): Stormsveipurinn, sem gekk hjer yfir landið aðfaranótt miðvikud. hefir hrej'fst beint norður eftir og er uú yfir NA-Grænlandi. Vindur er ennþá allhvass Sv. hjer á landi, en fer lygnandi. Mjög stórfeld rigning fylgdi storminum sunnanlands, en norð- austanlands hefir verið þurt veð- ur. Veðurútlit í Reykjavík í dag: SV-kaldi. Skúrir. Kristniboðsfjelag kvenna held- ur fund í dag. Fimtug er í dag frú Fríða Jóns dóttir, • Bergstaðastr. 57. Eimskip. Gullfoss fór til út- landa í gærkvöldi. Goðafoss fór vestur og norður í gærkvöldi. Brúarfoss er í Khöfn. Dettifoss fór frá Hull í fyrrakvöld áleiðis til Rotterdam. Lagarfoss er á leið til Hamborgar frá Djiipavogi. Sel foss er í Antwerpen. Farþegar með Goðafossi vest- ur og iiorður í gærkvöldi: Loftur Bjarnason, Ketill Guðmundsson, Ingimar Þorsteinsson og frú, Jó- hann Einarsson og dóttir, Ólaf- ur Pálsson, Gunnar Asgeirsson, María Jóakimsdóttir, Dagbjört Jónsdóttir, Friðþjófur Jóhannes- son og frú, Minna Pálsson, Helga Bergmannsdóttir, Guðný Magnús- dóttir, Sigríður Brynjólfsdóttir, Jóna Valdemarsd., Metta Valde- marsdóttir, Helga ólafsdóttir, Andrea Bjarnadóttir, Ragnhildur Gísladóttir, Sigfús Kristjánsson. Farþegar með Gullfossi til út- landa í gærkvöldi voru: Obba Gíslason, Karl Sæmundsson, Harr iet Vernersen, Kristbjörg Jónsd., Þórður Jasonarson, Jónas S. Jóns son, E. Olsen, Kristbjörn Tryggva son, Brynjólfur Dagsson og frú, Sigríður Gísadóttir, Guðrún Zak- aríasdóttir, Valborg Ryel, Harald Olesen, Karl Aage Redlich, Gunn ar Nielsen, Fritz Jörgensen Haukur Snorrason, Öl. Valde- marsson. Nefnd sú, er norska verslunar- málaráðuneytið slripaði fyrir nokkru til þess að rannsaka og gera tillögur um sölu á síldar- mjöli, hefir skilað áliti, og legg- ur til, að 150 þús. krónum verði varið til þess að útbreiða þekk ingu á notkun síldarmjöls, og til inarkaðsleitar. (FÚ) Norska blaðið Aftenposten flutti í fyrrad. grein um Sig. Nor dal prófessor og telur hann fremst an allra íslenskra vísindamanna Einkum ræðir blaðið um rit bans um Egils sögu, Óafs sögu helga og kenningar hans um það, að Egill sje höfundur þessara rita (FÚ). Heimatrúboð leikmanna, Hverf isgötu 50. Samkoma í kvöld kl 8. Allir velkomnir. Bakarasveinafjelag íslands held ur fund í kvöld í Baðstofunni og hefst hann kl. 8 síðd Sökum óveðursins, sem geisaði í fyrrinótt, slitnuðu rafmagnslín ur á nokkrum stöðum hjer í bæn um. Þá fuku og þakplötur af húsi K. F. U. M. við Þingholts stræti, sem var í viðgerð.. Litlar skemdir urðu aðrar í bænuni af völdum veðurs, eftir því seni blaðið komst næst í gær. Esja fer austur um til Siglu fjarðar annað kvöld. Happdrætti hjúkrunarkvenna í fyrradag var dregið hjá lög manni í happdrætti hjúkrunar kvenna. Þessi númer hiutu vinn- nga: 1036 — málverk, 1481 — krosssaumssessa, 420 ý— kaffidúk- ur, 1549 — tehetta. Vinninganna sje vitjað hjá Bjarneyju Samúels- dóttur, hjúkrunarkonu, Pósthús- stræti 11. ísland er í Kaupmannahöfn, fer þaoan áleiðis til Reykjavíkur á sunnudaginn kemur. Primula kom til Leith í gær. Ungfrú Margrjet Eiríksdóttir var meðal farþega með e.s. Gull- fossi til útlanda í gærkvöldi. Hygst hún að dvelja í London á næstunni, til frekara framhalds- náms í músik, og þá sjerstaklega píanóleik. Ungbarnavernd Líknar, Templ- arasundi 3, er opin fimtudaga og föstudaga kl. 3—4. Næturvörður er þessa viku í Ingólfs Apóteki og Laugavegs Apóteki. Belgaum kom hingað í gær frá Þýskalandi. Nokkrir mótorbátar komu inn í gær. Haustfermingarbörn sjera Árna, Sigurðssonar eru beðin að koma til viðtals í fríkirkjuna á morg- un, föstudag, kl. 5 síðdegís. Lífið. Annað hefti af t.ímaritinu Lífið, sem Jóhannes Birkiland gef- ur út, er nýkomið. Þar er grein um kartöflur eftir Óskar B. Vil- hjálmsson garðyrkjufræðing, Úr furðuheimi hafsins eftir Árna Friðriksáon fiskifræðing, Tíu boð- orð í uppeldisfræði eftir Hallgrím Jónsson skólastjóra, Um heilsu- farið í landinu ,eftir Jón Jónsson lækni, og tvær aðrar greinár eftir sama: Hundárnir, og Úr minnis- blöðum. Ma'rgt fleira er í heftinu. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ áheit frá G. L. 5 kr. Með þakk- læti móttekið. Guðm, Gunnlaugs- son. Útvarpið: Fimtudagur 17. september. ÍdcC Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Ljett lög. 19.45 Frjettir. 20.15 Upplestur. 20.40 Tónleikar Tónlistarskólans: a) Kvintett leikur; b) Einleik- ur á celló (Quiqerik). 21.10 Lesin dagskrá næstu viku. 21.20 Útvarpshljómsveitin: Ball- et-svíta, eftir Popy, o. fl. 21.45 Hljómplötur: Danslög (til kl. 22). , — Við förum til Nizza. Tengda móðir þolir ekki loftslagið. — En hún hefir þó verið hjer alla æfi. — Já, það er loftslagið í Nizza, sem hiin þolir ekki. * — Heldur þú að það aje satt að maður geti orðið vitlaus af ást? — Eðlilega, annars myndi enginn gifta sig. Verbúða-reykhúsiO. Besta reykta síldin er mmw marsiiain. Fæst hjá matvörukaupmönnum og. í heildsölu hjá oss. erbúða -r ey khusið við Tryggvagötu. Sími 3443. )) teimiNi i Olsem (GÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.