Morgunblaðið - 18.09.1936, Page 3

Morgunblaðið - 18.09.1936, Page 3
Föstudagur 18. sept. 1936. MORGUNBLAÐIÐ Fárviðrlð á Veslfjörðum. Báta saknað af Bíldudal og Patreksfirði. FlóOalda „sem hðr veggur" ð RauOasandi. Tjón á húsum og skipum um alla Vestfirði. FÁRVIÐRIÐ aðfaranótt miðvikudags geisaði um alla Vestfirði og olli gífur- legu tjóni. I skeyti frá Bíldudal, segir að veðrið hafi verið meira en aldamótaveðrið, ár- ið 1901, sem var versta veður þá um mannsaldra. Frá Rauðasandi í Barðastrandarsýslu er Morgun- blaðinu símað að annað eins veður hafi ekki orð- ið síðan um aldamót. Þar kom geysistór flóðalda sem skall alveg upp að túnum á Rauðasandi og alla leið að Straumhól. Sást til bylgjunnar eins og hún væri gríðarhár veggur. Frá ísafirði er Morgunblaðinu símað um mikið tjón af völd- um fárviðrisins, bæði á húsum og skipum. (Sjá skeyti á öðrum stað í blaðinu). Mannskaði mun þó hvergi hafa orðið nema á Bíldudal. Þar er saknað trillubáts, sem var að smokkfisksveiðum. Á bátnum voru þrír menn: Eiríkur Einarsson, frá Otra- dal (giftur, 1 barn), Ólafur Jónsson frá Bíldudal (17 ára) og Ríkarður Sigurleifsson (12 ára). Reru fimm bátar á smokkfisksveiðar frá Bíldudal á þriðju- dagskvöldið og hafa allir náð landi nema bátur Eiríks. Á Bíldudal lágu 12 bátar og skip á höfninni, þegar óveðrið skall á um 11-leytið á þriðjudagskvöld. En eftir storminn var aðeins einn bátur eftir, vjelbáturinn Ægir. Línuveiðarana tvo, Geysi og Ármann, rak yfir fjörðinn. Rak Geysi á land hjá Aauðkúlu og er hann lítið skemdur. — Ármann dró akkerið og tók botn framundan Lónseyri og liggur þar á floti. Við Auðkúlu rak einnig á land handfæraskipið Geysi og skemd- ist mikið. Er óvíst, hvort það næst út aftur. Skipið er 30 smá- ' lestir. Verið er að reyna að ná upp þrem bátum, sem sukku, og þrír bátar eru reknir fyrir utan Tjaldaneseyrar. Víða er rekið með fjörunni ýmislegt úr róðr- arbátum, svo sem árar, vjelahús o. fl. (segir FÚ). Miklar skemdir hafa orðið á húsum á Bíldudal. Rafleisðlur eru allar mikið bilaðar og er þorpið rafmagnslaust. Aðrar frjettir úr Arnarfirðin- um eru: Frá Stapadal tapaðist vjelbát- ur og tveir árabátar brotnuðu þar í spón. í Lokinhömrum brotn aði vjelbátur og tveir árabátar. Þar tók einnig þak af hlöðu. Á Rafnseyri brotnaði bátur og járnþak tók af hlöðu og hey of- an veggja. Á Laugabóli brotnaði vjelbátur. Á Ósi tók þak af bæn- um og hjallur fauk. Auk þess urðu meiri og minni skemdir á húsum og hey fauk og eldiviður skemdist. (Skv. FÚ). Á Patreksfirði hvesti mjög snögglega af suðri um 10-leytið á þriðjudagskvöld. Togararnir Gylfi og Leiknir lágu þá báðir við bryggju, Gylfi við afferm- ingu, en Leiknir utan á honum, og beið affermingar. Þegar svona snögglega hvesti, var samstund- is kallað á skipshafnirnar til þess að bjarga skipunum. Löskuðu þau nokkuð bryggjuna, áður en tókst áð ná þeim frá. Fárviðrið var mest milli 1 og 4. Tveir trillubátar sukku og vjelbátinn Ellen rak á land; skemdist hann frekar lítið. Vjelbátinn Orra rak á land og gereyðilagðist hann. V.b. Þröstur dró legufæri sín og var rjett, kominn á land, er veðrinu slotaði. Skemdir á húsum á Patreks- firði urðu litlar, aðeins fauk járn af einu húsi og rafljósaþræðir slitnuðu að einhverju leyti. Mörg erlend skip leituðu til Patreks- fjarðar undan óveðrinu. Áð Sauðlauksdal fauk þak af hlöðu og fuku þar 80 heyhestar. Á Hvallátrum skemdust hús meira og minna. Frá Guðmundi Kristjánssyni, Breiðuvík tók trillubát úr nausti. Rak hann á land mölbrotinn; Vjelbátsins Þorkels mána (O iiienii) saknað. Aðrir bátar hafa komið fram. Dr. Vilhjálmur 3 m: Maður íerst af Gottu (Vestm.). EKKERT hefir enn spurst til vjelbátsins Þor- kels mána frá Ólafsfirði (6 manna áhöfn). Von manna er, að hann hafi leitað skjóis undir Grímsey. Togarinn Garðar fór um hádegi í gær frá Siglufirði að leita þeirra báta, sem þá var saknað. Voru það: Anna (frá Akureyri), Valur (frá Akureyri), Höskuldur (frá Siglufirði) og Þorkell mánt (frá Ólafsfirði). Allir þessir bátar liafa komið fram, nema Þorkell máni. Garðar bitti „Önnu“ 10 sjómílur undan Grímsey og kom báturinn til Siglu- fjarðar í gærkvöldi. Garðar helt áfram til Grímseyjar. Frá Ólafsvík frjettist í gær, að Kristbjörg (frá Vestmanna- eyjum) liefði verið undir Ólafsvíkurenni í fárviðrinu, og hefði fariö þaðan í morgun. Báturinn var væntanlegur til Rvíkur. Um eitt skeið í gær var óttast um Grænlandsfarið „Snorra goða“, en um miðjan dag í gær heyrði loftskeytastöðin í bátnum. Hann var væntanlegur í nótt. Það slys vildi til í gær, að tveir menn fjellu út af vjelbátnum Gottn frá Vestmannaeyjum, og druknaði annar þeirro. Nánari at- vik voru þessi (segir í FÚ-fregn): Bátnrinn fjekk á sig mikinn sjó, þar sem hann lá hjá netum sínum úti fyrir Siglufirði í gærmorgun. Var báturinn lengi í ka.fi og skolaði öllu lauslegu út af þilfarinu. Tók út tvo menn, þá Guð- mnnd A. Guðmundsson og Svein Björnsson. Guðmundur náðist mik- ið meiddur á höfði, en Sveinn druknaði. Var hann um tvítugt, ein- hleypur maður. Guðmundur var fluttur á sjúkrahús og líður nú sæmilega. Gotta kom til Siglufjarðar í gærkvöldi kl. 19. HVALVEIÐABÁTS SAKNAÐ. varð engu náð nema vjelinni. í Kollsvík fauk þak af hlöðu. í Tálknafirði fauk alt hey, sem úti var, og þak af hlöðu í Norð- urbotni. Hús hvalveiðastöðvarinn- ar á Suðureyri skemdist tölu- vert. Vjelbátinn Alpha rak þar á land og eyðilagðist að mestn leyti. Hvalveiðabáturinn Estelle var við Suðureyrarbryggju og var að gera ketilhreinsun. Skemdist hann allmikið og er óvíst, hvort hann getur farið aftur á hval- veiðar á þessu ári án viðgerðar. Af hinum hvalveiðabátnum, Bus- en, hefir ekkert frjest. Tjón í Dýrafirði .urðu helst þessi (skv. FÚ): í Hvammi fuku 200 hestar heys, í Haukadal 100 hestar og í ein- um bæ í Mýrarhreppi, Fremri- Hjarðardal, 70 hestar. Auk þess sópuðust víða burt hey, er úti voru. Kristján Einarsson bóndi í Hvammi misti þak af hlöðu og það hey, sem ekki fauk, liggur undir skemdum. Ólafur bóndi á Múla hafði baðstofuhús í smíð- um. Þessi bær gerónýttist svo, að tóftin ein stendur eftir. I Haukadal var samkomuhús einnig í smíðum. Fjell húsgrindin til grunna og nokkuð af viðnnm brotnaði, en snmt faulc á sjó út. Þar fulcu og þrír bátar og hús skektust á grunni. Þak fauk af geymsluskúr og Ólafnr bóndi Há- konarson misti fjárhús sitt og þalc af hesthúsi. Við norðanverðan Breiðafjörð var í fyrrinótt aftaka sunnan rok og sjógangur. Urðu víða skemd- ir. í Króksfjarðarnesi fauk þak með öllum viðum af nýju haugs- húsi og fjósi og 3 bátar hrotnuðu allmikið. Á Reykhólum brotnaði einnig bátur. Dr. J. Charcot var eion af víðfrægustu og vin- sælustu landkönn- uðum í tieimi. Morgunblaðið hitti í gær dr. Vilhjálm Ste- fánsson og bað hann að segja frá áliti sínu í stuttu máli um dr. Char- cot. Hann komst að orði á þessa leið: Dr. Charcot var einn af fræg- ustu landkönnuðum síðari tíma, er fengist hafa við rannsóknir heimskautalanda. Hann var og einhver sá vinsælasti þeirra. — Allir, sem kyntust honum fengu hinar mestu mætur á honum. Jeg heimsótti hann í skipi hans tveim dögum áður en hann fór hjeðan. Hann var þá sem fyr, með eldheitai^ áhuga fyrir starfi sínu; bæði í sambandi við þessa síðustu rannsóknaför hans, og eins þegar hann talaði um framtíðarfyrirætlanir sínar á sviði rannsókna og visindaiðk- ana. Jeg get ímyndað mjer, að af öllum landkönnuðum heims á þessu sviði, væri einskis jafn mikið saknað og hans. Þegar jeg heimsótti hann að þessu sinni, sagði hann mjer m. a. frá síðustu ferð sinni til Grænlands á þéssu sumri. Á þeirri ferð fyrirhitti hann það sem enginn gat ímyndað sjer að komið gæti fyrir. Meðfram allri strandlengju Austur-Grænlands, þar sem hann fór, sá hann ekki einn einasta lagnaðarísjaka. Allur hafís, sem þar var, var þorg- arís frá skriðjöklum. En q,f borgarísnum var meira,, en venja er til. Hann sagði, að mikill vís- indalegur árangur hefði orðið af þessari ferð, enda vann hann af kappi, ásamt samstarfs- mönnum sínum, að því að rita um rannsóknir þessar. Dr. med. Skuli Guðjónsson hef- ir nýlega verið skipaður í al- þjóðanefnd, sem starfar að ránn- sókn ryksjiíUdóma og vörnum gegn þeim. Sýnir þetta meðal ann ars hve mikils trausts hann nýt- ur. Vatnið, sem hljóp., fram hjá Pjetursey úr ánni Rlifandi, er nú að mestu horfið og vegurinn fær. Nokkrar skemdirt hafa orðið á vegum í Mýrdal bæði við Múla- kvísl ' og Jökulsá! Eiiinig hefir Klifandabrúin laskast' lítilsháttar. Viðgerð er nú liafin á öllum þess um stöðum og verður lienni yænt anlega lokið í þessari viku, FÚ. Á Akureyri hluttist talsvérðar skemdir af ofsarólíinú, er gúisáði síðastl. miðvikudagsnótt. RÖskuð- ust reykháfar á húsum og trje brotnuðu í görðum. Vjelskipið Liv, er lá á höfninni, slitnaði upp og rak á grynningar og 3 trillu- bátar sukku., Náðist.Liv: út þegar í gærmorgun og trillubátarnir eru nú einnig liomnir á flot. FÚ. t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.