Morgunblaðið - 23.09.1936, Síða 2

Morgunblaðið - 23.09.1936, Síða 2
>?r>í! 2 MGRGUN BL4ÐIÖ Miðvikudagur 23. sept. 1936. - — JpUrgmtMaHft Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson — ábyrgttarmaTSur. Ritstjórn og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Auglýsingastj6r|: E. Hafberg. Auglýsin gaskrif stöf a í Austurstræti 17. — Sími 3700. Heimasímar: Jón Kjartansson, nr. 3742 Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. E. Hafberg, nr. 3770. Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánuði. í lausasölu: 15 aura eintakib. 25 aura meö Lesbók. Hrellingar hjegómamanns. Það getur komið fyrir bestu menn að hlaupa á sig. Ep það fyrnist furðufljótt yfir slíka at- burði, ef menn hafa næga still- ingu til að taka slysninni með karlmensku. Haraldur Guð- mundsson varð sjer til athlæg- is við Háskólasetninguna. Það va,r leiðinda atvik. En engum var um að kenna, nema honum sjálfum. Þess vegna, var ekkert annað fyrir hann að ger^, en bíta á jaxhnri og bölva í hljóði. Þá hefði alt lagast von bráðar. En Haraldur hefir verið svo óheppinn, að láta særða hje- gómagirnd sína hlaupa með sig alveg í gönur. Nú er svo komið, að hlátur- inn sýður niðri í hverjum manni — þessi meðaumkvunarblandni hlátur, sem er svo hvímleiður og értandi. ■ h Haraldur er reiður við sjálf- an sig, sem von >er. Það hefir verið honum ótrplega mikið metnaðarmál, að temja sjer ör- ugga, heimsborgaralega fram- komu. En nú varð broddborg- arinn heimsborgaranum yfir- sterkari. Því ekki er það annað en broddborgaraleg viðkvæmni fyrir eigin persónu, sem olli hinni upphaflegu slysni hans og áframhaldandi axarsköftum. Haraldur „fjell út úr rull- unni“ við Háskólasetninguna á ákaflega neyðarlegan hátt. Hann hefði getað bætt úr þessu með ýmsu móti, t.d.- með því að biðja Háskólann hreinlega af- sökunar á framhleypni sinni. En Haraldur bætir gráu of- an á svart. í gær skrifar hann Háskólarektor og Háskóláráði, með þeim ódæmá rosta, að mað- ur gæti 'hugsað, að hann væri að leika IVfússolini eða Hitler. Hann gerist sa,mkvæmt bestu einræðisfyrirmyndum í senn ákærandi og dómari. Að end- ingu krefst hann þess, ,,að Há- skólaráðið geri ráðstafanir til þess, að sóma Háskólans verði betur gætt eftirleiðis“. Það, sem gerðist við Há- skólasetninguna var ekki ann- að en það, að maður, sem ekki átti að tala þarna, heimtaði orðið með mestu frekju, og var synjað um það. Einfaldasta ráðið ,,til þess að sóma Háskólans verði betur gætt eftirleiðis“, virðist vera, að slíítur maður sýni sig ekhi oft- ar við Háskólasetningu. HAAGDÖMSTÖLUNN Á AÐ ÚRSKURÐA UM YFIRRÁÐIN í ABYSSINIU. Abyssiníumenn fá ekki sæti I Þjóðabandalaginu fyr en eftir úrskurðinn. Mussolini hefir enga fulltrúa sent. Ilalir í Gemf kallaðir lieini. Abyssiniumenn geta ekki tekið sæti sín á þingi Þjóðabandalagsins strax, heid- ur verða þeir að bíða úrskurðar al- þjóðadómstólsins í Haag, um það hvort þeim beri enn sæti á þinginu eða hvort fulltrúar Musso- lini geti mætt sem fulltrúar Abyssiniu. Ákvörð- un um að skjóta þessari deilu til alþjóðadóm- stólsins var tekin á fundi kjörbrjefanefndarinn- ar í gærmorgun. Þar til alþjóðadómstóllinn hefir kveðið upp dóm sinn, fer kjörbrjefanefndin með málefni Abyssiniu, eftir fyrirm^elum, sem nánar verða ákveðin. Mussolini er ekki ánægður með þessi málalok. Hann hefir enga fulltrúa seij»t enn á þingið. Bíða fulltrúar þeir, sem kjörnir hafa verið til þess að fara til Genf, ennþá í Róm. Opinberlega hefir ítalska stjórnin ekki látið neitt uppi um afstöðu sína. Lloyd George í Þýskalandi En í gær hættu fulltrúar ítölsku stjórnarinnar >starfi á alþjóða útvarpsmálaráð- stefnunni, sem nú stendur yfir í Genf, og tilkyntu stjórn ráðstefnunnar að þeir gætu ekki lengur tek- ið þátt í ráðstefnunni. Það er álitið, að þeir hafi fengið fyrirskipanir frá Musso- lini um að hverfa heim, og að þeir sje með þessu að lýsa óá- nægju sinni yfir því, að abyss- insku fulltrúunum skuli ekki af- dráttarlaust hafa verið neitað um að taka sæti sín á þingi Þjóðabandalagsins. í Lundúnafregn (F.tí.) seg- ir, að kjörbrjefanefndin hafi vprið á einu máii um úrskurð sinn að vísa málinu til Haag. Hefir verið skipuð lögfræðileg undirnefnd, til þess að ákveða, á hvern hátt málið skuli lagt fvrir alþjóðadómstólinn, og ennfremur til þess að ákveða að hve miklu leyti ne/ndin skuli hafa heimild til að fara með mál Abyssiniu. Lögfræðinganefndin er skip- uð þeim . Politis, fulltrúa Grikkja, Limbourg frá Hollandi og lögfræðilegum ráðunautum fulltrúanefnda Stóra-Bretlands, Fraíklands, og Sovjet-Rúss- lands; ennfremur sjerfræðing- um Þjóðabandalagsskrifs> o^- unnar um lögfræðileg mál. (Skv. einkask. og F.Ú.). Kosningarnar í Danmörku. Sósíalistar unnu hlutkestið. Stauning getur afnumið Landsþingið. Sosíalistar unnu hlut- kestið í Bornholm, en á því valt, hvort vinstriflokkarnir fengju meirihluta í Landsþing- inu. Stjórnin hefir nú 38 þingsæti gegn 37 þing- sætum stj órnarandstæð- inga. Örlög Landsþings- ins eru því ákveðin. Kosningabaráttan var háð um það hvort Landsþingið skyldi afnumíð. Stauning barð- ist fyrir afnámi þess, a. m. k. í orði -kveðnu QfjT nú fær hann vilja .sínum framgengt.. Hann getur ekki framar sef- að hina róttækari flokksmenn Mynd þessi er tekin í Múnchen, þegar Lloyd George lagði blómsveig á minnismerki fallinna hermanna þar. Pökkklæddi maðurinn, sem með honum er, er von Ribbentrop. „Verkamenn eru stórhrifnir af Hitler 44 « Lloyd George. FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KHÖFN í GÆR. H FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. itler hefir ekki í huga að fara með árásarstríð á hendur neinni þjóð, heldur hervæðist hann aðeins til þess að geta varið land sitt og þjóð“. Þannig farast breska öldungnum Lloyd George orð, í sam- tali við stórblaðið ,,News Chronicle“ í dag. Bæði Lloyd George og News Chronicle fylgja frjálslynda flokknum og lýðræðis- stjórnskipulagi að málum. Lloyd George segir ennfremur: ,,Hitler hefir afrekað mörg um stórvirkjum. Verka- menn, einkum yngri kyn- slóðin, eru stórhrifnir af Hitler“. Um samvinnu Breta og Þjóð- verja segir Lloyd George: Hægt er að koma á fullu samkomulagi milli Breta og Þjóðverja með heiðarlegum skilyrðum. Með því myndi vera hægt að tryggja friðinn í heim- inum“. Lloyd George hefir undanfar- ið verið í heimsókn í Þýska- landi og kom þá m. a. til Múnchen. Hitler hitti hann á sveitabústað hans í Bayern, og átti við hann samtal tvisvar sinnum í margar klukkustundir í hvort skiftið. Ferðaðist Lloyd George víða, til þess að kynna sjer ástandið í landinu. Heræfingar í Þýskalandi. Heræfingarnar í Vestur- Þýskalandi fara fram sam- kvæmt ströngustu hérnaðar- reglum, og með algerðri leynd. I gær stóð yfir bardagi um hæð- ir nokkrar, og er álitið að hon- um sje enn ekki lokið. Ríkisskip. Esja var á Kópaskeri kl, um 5 í gær, ög Súðin á Bíldu- dal um sama levti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.