Morgunblaðið - 23.09.1936, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIb
Miðvikudagur 23. sept. 1936.
BÖKMENTIR
Skemtileg ævi-
saga sjómanns.
Eftir próf. Magnús Jónsson.
Gríma.
Guðm. G. Hagalín: Virkir
dagar. Saga Sæmundar Sæ-
mundssonar skipstjóra,
skráð eftir sögu hans sjálfs.
Guðmundur Hagalín skáld hefir
hjer tekið sjer fyrir hendur verk,
sem fleiri skáldsöguhöf. ættu að
vinna, en það er að hafa sannar
sögur af þeim mönnum, sem
rosknir eru og margt muna, og
færa þær í þann búning, sem
söguskáldunum einum er gefið að
láta af hendi. Með því einu er
von um, að nýjar íslendingasög-
ur verði skráðar, ekki aðeins frá-
sagnir og fróðleikstíningur, sem
oft er góðra gjalda verður út af
fyrir sig, heldur stórbrotin lista-
verk, sanna sagan íklædd þeim
skartklæðum, sem tryggja henni
almennings athygli og varanlega
nautn.
Hjer er aðeins um „fyrra bindi“
að ræða, enda er söguhetjan, Sæ-
mundur Sæmundsson, aðeins ný-
kvæntur og enn á unga aldri þeg-
ar því lýkur. En af þessu hindi
verður ekki sjhð, að hjer sje uni
ileitt óSienj'ul'ega sögu að ræða,
heldur aðeins eina af mörgum.
Þetta er saga af bláfátæknm og
umkomulausum drenghnokka. Um
skeið verður ekki sjeð hvort hann
tnuni skrimta af, eða hvort hann
á að verða einn af þessum þús-
undum eða tugum þúsunda, sem
sultur, kuldi og kirtlaveiki hafa
látið hverfa áður en nokkrar sög-
ur fóru af. En það er töggur í
honum, bæði andlega og líkam-
lega. Skapgerðin er föst, skiln-
ingurinn hvass á sínu sviði og lík-
amsgerðin á í sjer efnið í stóran
og fílhraustan mann. Hann geng-
ur svo venjulega braut, gegnum
hungur í heimahúsum, smala-
mensku hjá vandalausum, sjó-
róðra og hákarlalegur, rjett eins
og fjöldi annara íslenskra
drengja.
En nú kemst þessi ævisaga t
hendur söguskáldi og við það
verður hun að stórmerku riti.
Sanna ságan leggur til kjarnann.
Hvað sem fyrir kemur, þá nær
það miklu fastari tökum á lesand-
anum vegna þess að hann veit, að
þetta hefir skeð, að þetta er sann-
rr þáttur af honum sjálfum, ætt-
stofninum, sem hann er kvistur á
sjálfur. Þessi ævikjör eru það,
sem hafa mótað mig og þig, þó að
viðjsitjum nú ef til vill í alt öðr-
um ’kjorum. *
En skáldið flytur lesandanum
þetta efni með penna sínum,
þessu dásámlega tæki, sem gerir
hversdagsviðburðina ;sögulega. —
„Hversdagsleg gataii verður að
leikriti, ef Shakespeare gengur
þar um“. Kjör Sæmundar í æsku,
og þeirra, sem að honum standa,
renna manni til rifja, og það ekki l
síður þó að það standi hak við,
að svona voru kjör fjöldans af
börnum þeirra tíma. Án alls
sentímentalítets lætur skáldið
lesandann vikna yfir þessari voða-
legu harinsögu. Þá er það ekki
síður vel gert, að segja allar sjó-
ferðasögurnar, sem vitanlega eru
hver annari líkar, án þess að les-
andinn þreytist. Vil jeg sjerstak-
lega nefna kaflann um sumar-
málagarðinn mikla 1887.
Bókin er full af menningar-
sögulegum fróðleik um mataræði,
húsakost, klæðnað, heimilisstörf
o. fl., en alveg er sama hvað það
er, sem höf. lýsir, honum daprast
aldrei frásögnin.
En kuldalega virðist mjer höf.
tala um alt, sem að trúmálum og
guðrækni lýtur, og er það galli á
þessari ágætu bók. Hvað sem
skoðun höf. á þessum efnum líð-
ur (og ]iær eru mjer ókunnar),
þá er hann nógu mikið skáld til
þess að hann hlýtur að skilja, hve
mikinn þátt trúartilfinningin á í
því, að þjóð vor hefir lifað allar
sínar hörmungar af. Frásögnin
um messuna á Þönglahakka fær t.
d. þann blæ, sem engri átt nær.
Og ekki er að sjá, að þessi hlið á
hinni ]iróttmiklu og sviphreinu
húsmóður á Látrum finni neinn
sldlning hjá söguhöfundinum,
heldur þvert á móti. Með þessu
hefir Hagalín glatað ómetanleg-
um þætti efnis síns og er það stór
skaði.
Eu þessi saga Sæmundar sýnir,
hvílíkur efniviður er til í nýjar
íslendingasögur, og Guðm. Haga-
lín hefir sýnt það með þessari
bók, að hami kann að skrá slík-
ar sögur svo, að þær fái líf og
kraft. Þessi bók verður mikið
Huld,
II. bindi.
Snæbjörn Jónsson hóksali hefir
valið sjer gott hlutskifti, sést í
sæti Sigurðar Kristjánssonar.
Endurprentar og útgefur alþýð-
leg rit og sagnfræði innlenda, og
varðveitir þannig frá gleymsku
og glötun kjölfestu og kjarna
þjóðlífs vors. Til þess leggur
hann fje sitt í sölur, hafinn yfir
þá síngirni, að auka efni sín á
fíflskap fjöldans og græðgi í iit-
lenda úrkastið, og innlendan ó-
sóma og átumein.
Huld II. er nú meðal síðustu
útgáfu Sn. J., en I. kom í fyrra.
Bæði bindin í vandaðri útgáfu,
með prýðilegum myndum, hæði af
fyrri útgefanda, Sig. Kr. (1890—
98) og af 5 helstu stuðnings-
mönnum ritsins, þjóðfræðaskör-
ungunum; Iíannesi Þorst., Jóni
Þork., Ólafi Davíðss., Pálma
Pálss. og Valdimar Ásm. Til við-
bótar má líka nefna alkunnu
fræðimennina Br. J., M.-Núpi og
Gísla Konráðsson, auk margra
annara. Nöfn þessara ví.sinda- og
fræðimanna, með skýringum
þeirra og greinagerð, er næg
sönnun fyrir gæðum og gildi bók-
arinnar.
f Huld eru margskonar fyrir-
burðir og draumar, vísur nokkrar
og kvæði, en að mestu leyti sagnir
og fróðleikur um merka menn og
frábrugðna almenningi að ein-
hverju leyti. Sumar sannsögulegar
að öllu leyti, eða í höfuðatriðum,
og svo sögulega ýktar í meðferð
manna á milli.
Hjer verður engri sögu eða efni
lýst, því þetta er ekki ritdómur,
heldur aðeins til þess, að minna
menn á skyldugt þakklæti við út-
gefendur, og ráðleggja öllum sem
geta, að eignast og lesa slíkar
bækur — þeim er meta meira
þjóðleg fræði og metnað og holla
dægradvöl, en útlenda reyfara og
andlega ólyfjan. V. G.
Tímarit fyrir íslensk þjóð-
leg fræði. Ritstjórar Jónas
Rafnar og Þorsteinn M.
Jónsson. Akureyri. Bóka-
verslun Þorsteins M. Jóns-
sonar.
Á árunuin 1929—1934 komu út
10 hefti af Grímu, hvert um sig
5 arkir að stærð. Eru þetta tvö
myndarleg bindi, prýðileg að frá-i
gangi. Fylgja því hvoru um sig
vandaðar efnisskrár ásamt nafila- i
skrám maniia og staða. Safnið er
því hið aðgengilegasta til allrar
notkunar, eins og góðar bækur
þurfa að vera. Sögur þær, er þar
birtust voru úr safni Odds prent-
meistara Björnssonar, en Jónas
Rafnar bjó bindin undir prentun.
Útgefandi er Þorsteinn M. Jóns-
son, bóksali á Akureyri, og eru
einnig margar af sögunum skrá-
settar af honum sjálfum. í Grímu
eru allskonar þjóðsögur og þjóð-
legur fróðleikur af ýmsu tagi, og
sjest best efni hennar af yfirliti
um þá þjóðsagnaflokka, sem tald-
ir eru í formála I. bindis, en þar
eru flokkarnir taldir svo: Sögur
um nafnkunna og einkennilega
menn, sakamannasögur, helgisög-
ur, svipa- og draugasögur, ófreski-
sögur, galdrasögur, náttúrusögur,
vatna- og sæbúasögur, huldufólks-
sögur, dvergasögur, tröllasögur,
útilegumannasögur, sjóræningja-
sögur, ævintýri og kímnisögUr,
Hjer munu allar tegundir ís-
lenskra þjóðsagna eiga sína full-
trúa, enda koma tveir flokkar til
viðbótar fram í II. bindi, kreddu-
sögur og þulur. ,
í hverju hefti um sig er fremst
þáttur af einkennilegum eða
merkilegum mönnum, sem sagnir
hafa myndast um fyrir einhverra
hluta sakir. Á meðal þeirra má
nefna þætti af Helga presti Bene-
diktssyni, Leirulækjar-Fúsa, Hall
grími Pjeturssyni, Halli sterka
á Krónustöðum, Friðrik í
Kálfagerði, Halldóri Kröyer,
Eiríki á Þursstöðum o. fl. Eru
þættir þessir sumir hverjir hinir
skemtilegustu, svo sem þátturinn
af Eiríki á Þursstöðum. Af öðrum
einstökum sögum skal ekki fleira
nefnt hjer. Flestar gerast sögurn-
ar norðanlands, en þó er nokkuð
úr öllum landshlutum.
Nú hefir útgefandi Grímu breytt
henni í tímarit um íslensk, þjóð-
leg fræði, og er hann ritstjóri þess
ásamt Jónasi lækni Rafnar, sem
virðist hafa erft þjóðfræðaáhug-
ann frá' föður sínum, hinum nafn-
kunna höfundi íslenskra þ,jóð-
hátta. Af tímaritinu Grímu er
þegar komið út eitt hefti (Gríma
XI). í hefti þessu er sýnishorn
af sem flestum tegundum sagna,
og segja ritstjórarnir, að það sýni
að nokkuru leyti, hvers konar
sögur það eru, sem Gríma óskar
helst að birta. Efni þessa lieftis
er sem hjer segir: Saga Erlends
Árnasonar, Ferð yfir Fjarðarheiði,
Eiríkur Þorsteinsson verður úti,
Viðureign við bjarndýr, Húsa-
staðir í Skriðdal, Þjófadysjar í
Eskifirði, Skildingalióll, Síra Þór-
arinn Böðvarsson og galdramenn-
irnir í Vatnsfirði, Sanda-Jón, Álf-
ur í Saurbæ og Finna á Ilóli,
Galdra-Höskuldur, Trylling liest-
anna í Kollsvík, Reimleikinn á
Kvíabekk, Frá Sigfúsi Þorláks-
syni, Sögur Þórdísar Björnsdóttur
og Frá Ólafi Erlendssyni.
Efni þessa lieftis er fjölbreytt
og skemtilegt, og er óhætt að
segja, að það sje með bestu heft-
unum, sem komið hafa af Grímu.
Fer hún því vel af stað sem tíma-
rj.t, og er ekki að efa, að hún muni
eiga vinsældum að fagna. Getur
enginn þjóðsagnavinur látið undir
höfuð leggjast að eignast Grímu.
Hún er þegar orðin stærsta ís-
lenska þjóðsagnasafnið, sem út
hefir komið, að undan skildum
Þjóðsögum Jóns Árnasonar og
sögum Sigfúsar Sigfússonar. Hvert
hefti af Grímu er sjálfstæð heíld
og kostar aðeins tvær krónur.
Þorsteinn M. Jónsson á Akur-
eyri er nú einhver athafnamesti
og stórhugaðasti bókaútgefandi
landsins. Hann hefir á undanförn-
um árum gefið út liverja merkis-
bókina á fætur annari, bæði fræði-
bækur, þjóðsögur, skáklsögur og
kveéði. Það er eftirtektarvert, að
hann hefir yfirleitt ekki gefið út
annað en góðar bækur. Slíkuin
mönnum er vert að þakka þann
skerf, sem þeir leggja til aukinn-
ar menningar í landinu. En þakk-
arskuld sína geta menn m. a.
goldið með því að kaupa og lesa
góðar bækur, velja hinar góðu en
hafna hinum illu. Mun þá þeim
bókaútgefendum fjölga, sem eklii
láta sjer sæma að bjóða annað en
góðar bækur, en hinum fækka að
sama skapi, og þá er vel.
Guðni Jónsson.
með morgunkaffinu.
Nýk kaupendui
fá blaðlð ókeypis
til nœslkomandi
mánaðamófa.
Ebingið á síma 1600
og gerisl
kaupendur.
lesin.
M. J.
Timburverslan <
P. W. Jacobsen & Sön. •
Stofnuð 1824. |
Símnefni: Granfuru - Carl-Lundsgade, Köbenhavn C. ^
Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaup- ^
mannahöfn. - Eik til skipasmíða. - Einnig heila 1
skipsfarma frá Svíþjóð. ö
Hefi verslað við ísland í meir en 80 ár.
Altaf er nú best að skifta við
Aðalotöðina,
segja beir sem reyna.
Opið dag og nótt.
Sími 1383.
J