Morgunblaðið - 20.10.1936, Side 3
Þriðjudagur 20. okt. 1936.
MOiiGUNBLAÐIÐ
3
Tveir merk'
ustu stjórnmála-
foringjarnir.
Atvinnumálaiáðherra beitir rang-
sleitni í flokkshagsmunaskyni.
Stórfeldum misfertum sósialista
á isafiiði stungið undir stól.
Mowinckel
forinai vinstrimanna.
Nygaarvold
foringi sósíalista.
Nýfar kosningar ef Alþýiíufylk-
ingln i Frakklandi klofnar
— segir Leon Blum.
Margir telja að óhjákvæmilegt sje að
franska alþýðufylkingin klofni inn-
an skamms. Leon Blum boðaði í
ræðu í gær, að nýjar kosningar yrðu látnar fara
fram, ef alþýðufylkingin klofnaði.
I ræðu sinni reyndi Blum að sefa radikalsósíalista flokk-
inn, sem talinn er vilja kljúfa alþýðufylkinguna hið
fyrsta. Arsþing flokksins verður haldið innan skamms
og mun Blum hafa haft þetta þing fyrir augum er hann
flutti ræðu sína.
Flísin í auga Vestmannaeyinga og
bjálkinn í augum Hatntirðinga.;
¥-^að er síst að undra, þótt virðing manna
I—/ fyrir lögum og rjetti fari þverrandi
* og rjettarmeðvitund almennings
ruglist, þegar sjálf ríkisstjórnin gerir sjer leik
að því að misbeita á herfilegasta hátt því valdi,
sem henni er fengið yfir málum borgaranna.
Síðasta dæmi slíkrar misbeitingar af hálfu ríkisstjórn-
arinnar er* meðferð hennar á kærum, sem henni bárust
um stjórn tveggja bæjarfjelaga, Isafjarðar og Vest-
mannaeyja.
Jarðskjálfti
í Italíu.
LONDON í gær, FIT.
Snarpur jarðskjálftakipp-
ur fanst í hjeraðiníi
Udine Belluno í Norður-
Ítalíu aðfaranótt sunnudags.
23—24 mann hafa farist og
mörg- hundruð hús hafa
hrunið eða skemst svo að
ekki verður í beim búið.
Skriður Iiafá fallið úr fjöllun-
um, og gert mikinn skaða á görð-
um. f Bellunó, Vittorio og San
Vito hafa hús verið rifin af ótta
við að þau myndu hrynja og ef
til vill valda manntjóni. Alls hafa
23 eða 24 mann farist.
1 dag fanst annar kippur á þess
um slóðum, en ekki eins snarpur
og sá fyrri.
NÝIR VERSLUNAR-
SAMNINGAR VIÐ BRETA
Fór hann hörðum orðum um
verksmiðjuránin, er verkamenn
settust að í verksmiðjum þeim,
sem þeir vinna í og talaði við-
vörunarorðum til kommúnista.
Pólitík Leon Blum hefir
komið harðast niður á mið-
stjettunum, sem greitt
hafa radikal-sósíalista-
fIokknum, atkvæði. Þaðan
stafar óánægjan innan
þessa flokks.
Mikilsmetinn flokksmaður í
radikal-sósíalistaflokknum hef-
ir látið svo um mælt:
„Verksmiðjuránin hafa í för
með sjer að vegur Frakklands
erlendis verður enginrf og koma
algjöru sklpulagsleysi á fram-
leiðsluna. Alþýðufylkingin mun
leysast upp, ef núverandi stjórn
leysisástandi heldur áfram“.
Norges Handels og Sjöfarts-
tidende birti í gær skeyti frá
London þess efnis, að breska
verslunarmálaráðuneytið hafi
stofnað nefnd til þess að gera
tillögur um breytingar viðkom-
andi verslunarsamningum.
Til þess að byrja með verðá
teknir til athugunar samning-
arnir við Noreg, Island, Svíþjóð,
Danmörku, Finnland, Pólland
og Lithauen. (Skv. F.Ú.).
Keflavíkurþátar. Þessir bátar
komu með síld á sunnudaginn:
Baiigsi 75 tn. og Skógarfoss 13 tn.
Á mánudag konni þessir: Ólafur
Magnússon 20 tn., Hermóður 70
tn., Freyja 20 tn., Bragi 10 tn.,
Ingólfur 120 tn. Síidin var söltuð,
liausskorin og slógdregin. Hún
veiddist grnnt í Grindavíkursjó.
Til Reykjavíkur komu í gær ,,Þor-
steinn“ og „Jón Þorláksson“ með
rúmar 100 tunnur hvor. Síldin var
söltuð.
Eimskip. Gullfoss fór til út-
landa í gærkvöldi kl. 8. Goðafoss
er á Akureyri. Brúarfoss er í
London. Dettifoss er í Hainborg.
Lagarfoss er á Akureyri. Selfoss
er á leið til útlanda.
Stungið undir stól.
Haustið 1934 sendi þáver-
andi bæjarstjóri Isafjarðar, Jón
A. Jónsson, núverandi atvinnu-
málaráðherra Haraldi Guð-
mundssyni kæru á sósíalista í
bæjarstjórn Isafjarðar og fyr-
verandi bæjarstjóra (Ingólf
Jónsson) fyrir óleyfilega og
sviksamlega meðferð á fje bæj-
arins.
Eitt af því sem sósíalistar
gerðu var það, að þeir sam-
þyktu með atkvæðamagni sínu
að taka 35 þús. kr. lán úr hafn-
arsjóði handa sínu eigin fjelagi,
sem þá átti ekki fyrir skuldum.
Ekki hirtu þeir um veð handa
hafnarsjóði, fyr en þeir voru
búnir að taka veð handa sjálf-
um sjer. Var því veð hafnar-
sjóðs ónýtt.
En sósíalistar ljetu sjer ekki
nægja að taka 35 þús. kr. þann-
ig úr hafnarsjóði handa sínu
eigin fjelagi, heldur ljetu þeir
fjelag sitt safna stórfeldum
Iskuldum við hafnarsjóð og
jnámu þær um 140 þús. kr. þeg-
ar fjelagið fór á þessu ári í
skuldáskilasjóð. Beint tap hafn-
arsjóðs nam 118 þús. kr. og
auk þess ótaidir vextir um 20
þús. kr.
Þótt meðferð sósíalista á Isa-
firði á fje hafnarsjóðs hafi
þannig verið sviksamleg, sá
Haraldur Guðmundsson ekki á-
stæðu til að láta neina rann-
sókn fram fara. <Hann stakk
kæru Jóns A. Jónssonar undir
stól.
Vestmannaeyjar.
Tvívegis hefir þessum sama at-
vinnumálaráðherra, Haraldi Guð-
mundssyni borist kæra frá Vest-
mannaeyjum yfir stjórn og með-
ferð hæjarmálanna þar.
I fyrra skiftið var kæran frá
minnihluta bæjarstjórnar. Ráð-
herrann brá skjótt við; sendi hróð-
ur sinn, Jón Guðmundsson endur-
skoðanda austur í Eyjar. Hann
framkvæmdi sína raunsókn, en
fann ekkert at.hugavert.
Þessum málalokum undu komm-
únistar í Eyjum illa og nokkru
síðar sendu þeir nýja kæru. Til
þess nú að vera öruggir um ein-
hvern árangur, báðu þeir ráðherr-
ann um ákveðinn mann til að
framkvæma rannsóknina. Þetta
átti reyndar ekki að vitnast, en
brjefið frá kommúnistum til ráð-
herrans barst, til Eyja með plögg-
um málsins og þannig komst þetta
upp. En hver var svo maðurinn
sem faiin var rannsókn eftir pönt-
un 1
Það var Ingólfur Jónsson, hinn
sami, sem lá undir fyrri ákærunni,
sem. ráðherrann stakk nndir stól.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Borgarís fyrir
Norðurlandi.
Tveir jakar á fjöl-
farinni skipaleið.
Veðurstofunni bárust í gær
fregnir frá enskum togara um
tvo borgarísjaka á siglingaleiðum
norðanlands.
AírfÚir er stór og var í gær á
norðiægri breidd 66 stig 34 mín.
og vesturlengd 21 stig 25 mín. á
140 metra dýpi, en sá staður er á
allfjölfarinni skipaleið á austan-
verðu Strandagrunni nálægt.
Reykjafjarðarál. Hinn jakinn er
minni og var í gær á norðlægri
bréidd 66 stig 12 mín. og vestur-
lengd 20 stig 16 mín. á 80 metra
dýpi, en sá staður er á fjöifarinni
skipaleið út af Skagatá skamt
undan landi. Kringum þessa jaka
eru nokkrir smájakar. (FÚ.).
- Myrti
15 konur.
I skeyti frá Briissel segir:
Belgisk tísku-saumakona,
sem grunuð er um að hafa
myrt fimtán konur með eitri,
hefir verið tekin föst hjer í
borginni.
Áður en hún byrlaði fórn-
arlömbum sínum eitrið, tók
hún alt sparif je þeirra að
láni.
Bifreiðarslys
á Siglufirði.
Bifreiðarstjóri
slasast.
SIGLIJFIRÐI í gær. FÚ.
Vörubifreiðin SI 16 í Siglufirði
valt s.l. laugardagskvöld nið-
ur afarháan, snarbrattan bakka og
hlaut bifreiðarstjórinn, Jón Ein-
arsson, allmikil meiðsl.
Bifreiðin var á leið suður Hafn-
argÖtu og mætti henni þá maður á
reiðhjóli. Vjek bifreiðin þá svo
snögt úr vegi, að henni tókst ekki
að stöðva sig á götubrúninni og
steyptist hún fram af hakkanum
og niður á Tynesuppfyllingu. Kom
hún niður á stýrishúsið og brotn-
aði það.
Jóni leið allvel eftir atvikum
er síðast frjettist.
Álftir spiila silungs-
veiði í Mývatni.
Stjórn Fiskifjelags Mývetninga
staðhæfir í viðtali við Ólaf
Sigurðsson ráðunáut, að á síðustu
árum hafi farið mjög í vöxt, áð
álftir tæti sundur riðsvæðin í Mý-
vatni og jeti hrognin, enda þótt
álftin sje grasbítur að eðlisfari,
Segja kunnugir og athugulir
menn, er stundað hafa silungsveiði
í Mývatni um langt skéið, að fyrir
nokkrum árum liafi fáeinar áiftir
byrjað á því að éæiiá' hroghum,
en síðan hafi þeim áiftum áltaf
farið fjölgandi, sem grafi upp rið-
svæðin og jeti lirogn, og virðist
svo sem hver læri það af annari.
Telja þeir að veiði í Mývatni
stafi af þessu hiii mesta hætta.
í sumar vorú svo mikil brÖgð
að því, að álftir græfu upp rið-
svæðin í vatninu, að botninn, sem
á að vera sljettur 'eftir klakið,
líktist á stóruln' 'svæðum þýfðri
mýri eftir gröft álftarinnar.
Dæmi er og til þess að úr maga
einnar álftar, er var veidd og kruf
in, kom iy2 lítri eða 20—30 þús.
hrogn.
Líta því margir svo á, að álftin^
sje orðin þar einn hinn skæðasti
veiðivargur og a,ð einhver ráð
þurfi að finna til þess að fælp
hana burtu af vatninu, því rfLni
er sem kunnugt er alfriðaður fugl.
(FÚ.). ' ' ’ . •