Morgunblaðið - 20.10.1936, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 20.10.1936, Qupperneq 7
3>riðjudagur 20. okt. 1936. MOKGUNBLAÐItí 7 ' ■ ‘ ......... ■ -... -— ,.-r Síðasti háskólafyrir- lestur próf. Hallesby. Prófessor Hallesby hjelt sjötta og síðasta háskólafyrirlestur sinn í Nýja Bíó á föstudaginn var. Nefndi hann fyrirlesturinn „Liv- ets risiko“, áhætta lífsins. Allir menn, sagði hann, eru sammála um, að lífið er áhættu- samt. En sú hætta, sem fyrir flest- um vakir, er í því fólgin, að menn verði útundan í lífsins miklu veislu. Sjaldan hefir þessi áhætta hvílt þyngra á mönnum en einmitt nú. Síðan á hnignunardögum róm- verska ríkisins hafa t. d. sjálfs- morð aldrei verið fleiri en nú, svo að lögreglan liefir heinlínis orðið að fá bl’öðin til þess að leyna sjálfsmorðunum. Svona þungt hvílir þetta farg á mönnum. Lífið hefir sín lögmál. Þau er hægt að brjóta, en það er ekki hægt að komast hjá því að hefn- ast fyrir. Nefndi ræðumaður ýmis kunn dæmi um það, hvernig yfir- sjónir heimsækja menn dg konur með sínum ógurlegu afleiðingum. ^ En voðalegasta áhætta lífsins er ]>ó hætta mannssálnanna. Þeirra örlög eru ákveðin á vissum augna- blikum, freistingastundunum, þeg- ar fálmarar hins illa seilast eftir þeim. Arásir freistinganna koma eins og vel undirbúin herhlaup. Alt sálarlíf mannsins er undirlagt. Tilfinningalífið logar af þrá eftir hinu óleyfilega. En jafnframt sljóvgast hugsunarlífið og viljinn er eins og reyrður í bönd. Freistingin beinir hugsun mannsins inn á ,að afsaka það, sem hún fær manninn til að gera. Ef hann reiðist afsakar hann sig með umhverfi sínu eða taugaveikl- un o. s. frv. Hver er þá hjálpin ? Hún er sú ein, að guð sjálfur sigri freisting- una. í lífi Jesú Krists sjáum við þetta, og reynsla aldanna hefir sýnt, að einstaklingarnir geta not- ið þessarar guðlegu verndar. 1 Ijósinu frá honum sjá þeir bæði sig sjálfa eins og þeir eru og freistinguna eins og hún er. Það er fyrsta skilyrðið. Bn auk þess fær maðurinn kraft að ofan, bein- línis kraft frá guði til þess að sigrasf á freistingunni. Og hafi maðurinn þannig á freistingastundinni mætt Jesú, þá hefir hann mætt lífsins mestu á- hættu. Það er eins og Símon sagði er hann sá Jesúbarnið: Þessi er settur til falls og til viðreisnar. Ef honum er á bug vísað þegar hann býður hjálp sína, þá er það glötun sálarinnar. En sje hjálp hans þegin, þá er sigurinn unninn. Að fyrirlestrinum loknum mælti forseti guðfræðideildar nokkur orð, þar sem hann þakkaði pró- fessor Hallesby fyrir þessi merku erindi, en áheyrendur tóku undir með því að rísa úr sætum sínum. M. J. Síðastliðna laugardagsnótt fór frarn símkapptefii á 8 borðum milli Taflf jelags Vestmanuaeyja og Taflfjelags Keflavíkur. — IT- slit urðu þau að Taflf.jelag Vest- mannaeyja vann með 7y% vinning 4 móti V‘2- Mótstaða Litla-banda- lagsins gegn Habs- borg rjenun. Schussnigg var að sefa keis- arasinna. London í gær. FtJ. að er álitið, að Schuss nigg kanslari hafi viljað friða keisarasinna með yfirlýsingu þeirri, sem hann gaf á fundi öðurlandsfylkingarinn- ar á laugardaginn um það, að til mála gæti komið að þjóðarat- kvæðagreiðsla yrði lát- in fram fara um væntan- lega endurreisn Habs- borgarakeisaradæmis- ins. Keisarasinnar höfðu orðið fyrir mjög miklum vonbrigð- um, er Austurríki gerði sáttmálann við Þýskaland, og töldu þá að öll von myndi úti um endurreisn keisaradæmis- ins. Það var alment álitið í Aust- urríki, að þótt það ekki væri tekið fram í sáttmálanum, að keisaradæmið skyldi ekki end- urreist, þá myndi Schussnigg hafa lofað Hitler því. Blöð álfunnar ræða í gær og dag talsvert um yfirlýsingu Schussnigg. Mótstöðunnar gegn endur- reisn keisaradæmisins í Austur- ríki hefir aðallega gætt innan Litla-Bandalagsins, þ. e. Jugo- Slavíu, Rúmeníu og Tjekkó- Slóvakíu. Það virðist nú nokkrum efa bundið, hvort þau muni halda áfram mótstöðu sinni. í Rú- meníu virðist, eftir blöðum þar að dæma, sem Rumenum muni standa nokkurnveginn á sama, hvort Austurríki verður keisara dæmi, eða ekki. Tjekkó- Slóvakía mun heldur vilja keis- aradæmi í Austurríki, en eiga á hættu, að Austurríki verði að þýsku áhrifasvæði. Samkvæmt frönskum blöðum, mun Júgó- Slavía ein af löndum Litla- Bandalagsins eindregið gegn endurreisn keisaradæmisins í Austurríki. Dalafólk heitir skáldsaga sem frú Unnur Bjarklind befir nýlega gefið út. Verður bókarinnar nán- ar getið hjer síðar. SJÁLFVIRKt bVOTTAEFNI OJðrir. / mjallhvltana Aa þ«s« «0 h«AA «j« nuddiSir .« ð f bl»lkjaður. Dagbók. I.O.O.F. = O b. 1 P. = 11810208‘/* — T. E. — XX. Veðrið (mánudagskvöld kl. 5): Austanlands er hæg N-átt og veð- ur víða bjart, en vindur orðinn S- lægur vestanlands með þykkviðri og sumstaðar rigningu eða slyddu. Veldur því djúp lægð, sem er yfir V-strönd Grænlands og nær aust- ur í Grænlandshaf og hreyfist til NA. Mun hún hrátt valda SV-átt og mildara veðri hjer á landi. Hiti er nú mestur 4—5 st. við SV- strönd landsins, en á N- og A- landi er alt að 1—2 st. frost. Veðurútlit í Rvík í dag: All- hvass SV. Rigning. Sundlaugarnar verða lokaðar til laugardags vegna viðgerðar. Hjúskapur. Síðastl. laugardag voru gefin sanián í hjónaband af síra Bjarna Jónssyní, xmgfrii Margrjet Þórarinsdóttir og Lárus Jóhannsson vjelstjóri. Heimili ungu hjónanna er á Seljaveg 3. Kristniboðsvikan. Samkoma í kvöld kl. 8l/2 í dómkirkjunni. Efni: Á ekki að kristna ísland fyrst ? Jóhann Hannesson talar. Magnns Andersen syngur. Frjáls samskot til kristniboðsins á eftir samkomunni. Allir velkomnir. Hjúskapur. Gefin voru saman í hjónaband laugardaginn 17. þ. m. ungfrú Borgliildur Tómasdóttir og Runólfur Þorsteinsson bóndi á Brekku, Þykkvahæ. Síra Bjarni Jónsson gifti. Hjónaefni. Nýlega hafa opinber- að trúlofun sína ungfrú Emilía Lárusdóttir, Bjarkargötu 6, ög ívar Guðlaugsson frá Boi'írarfirði. Háskólafyrirlestrar^ á þýsku. Dr. W. Iwan flytur næsta tyrirlestur sinn í háskólanum í kvöld kl. 8.05. Efni: Erfolg und Sorgen im K0I1L enrevier. Öllum heimill aðgangur. Hjúskapur. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Valgerður Björnsdóttir Arnórs- sonar stórkaupmanns og stud. med. Snorri Ólafsson, Daníelsson- ar yfirkennara. ,,Armann“ heldur skemtifund í kvöld. Verður þar margt til skemt- unar. Konráð Gíslason, ritstjóri íþróttablaðsins, flvtur erindi um Olympíuleikana ’ í sumar. Hjúskapur. S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband af síra Friðrik Hallgrímssyni ungfrú Þóra Björnsdóttir frá Vatnsleysu í Biskupstunguin og Karl' Magn- ússon bifreiðastjóri. Heimili ungu hjónanna er á Hallveigarstíg 9. B.v. Gyllir fór á veiðar í fyrri- nótt. Lyra var væntanleg í nótt frá Bergen og Færeyjum. Markaðurinn í Grimsby í gær (mánudag): Besti sólkoli 45 shíll- ings pr. box. rauðspretta 60 sh. pr. box, stór ýsa 38 sh. pr. box, miðlungs ýsa 15 sh. pr. box, stór þorskur 42 sh. pr. ‘20 stk. (score), stór þorskur 12 sh. pr. box og smáþorskur 8 sh. pr. box. (Tilk. frá Fiskimálanefnd. — FB.). Farþegar með Gullfossi til út- landa í gærkvöldi: Rósa Her- mannsdóttir. Ragúar Kvaran, Bjarni Guðjónssön, Halldóra Sveinbjarnardóttir, Guðríður Jóns dóttir, Óskar Jónsson, Jón Björns- son. Ásm. Sveinsson, Jónas Kristj- ánsson, dr. Ben. S. Þórarinsson, Hulda Mikkelsen, Guðrún Sigur- jónsdóttir, Hulda Nordahl, Jóna Guðjónsdóttir, Sveinbjörg Eras- musdóttir, Björn Bessason, Ólafur Elíasson, Sveinn Þorsteinsson, Geir Agnar Zoega, Háraldur Gísla son, Olöf Briem, Elín Jónsdóttir, Jóna Kristófersdóttir, Svava Sig- fósdóttir. Knattspyrnuf j elagið Valur helt aðalfund sinn 18. þ. m. Stjórn fyrir' næsta starfsár skipa: Frí- mann Helgason formaður, Einar Björnsson, Andrjes Bergmann, Sigurður Ólafsson, Grímar Jóns- son, Jóhann Eyjólfsson og Her- mann Hermannsson. Undan end- urkosningu báðust þeir, Axel Þor- björnsson, Hólmgeir Jónsson og Jóhannes Bergsteinsson, en þeir bafa allir um margra ára skeið gegnt stjórnarstörfum og öðrum ábyrgðarmiklum störfum fyrir fjé- lagið. F;þlagslíf Vals er gott, og ákugi fyrir eflingu fjelagsins er mikill. Fjelagið, sem á þessu ári var 25 ára gamalt, hefir ráðist í að fá hingað skotskan knatt- knattspyrnukennara fyrir fjelags- menn, er það í fyrsta sinn sem knattspyrnufjelag hjerlendis, eitt síns liðs, ræðst í slíkt þrekvirki. Hlutaveltu er ákveðið að halda 1. nóvember n.k. til þess að standast kostnað við rekstur fjelagsins, sem óhjákvæmilega verður mikill á þessu ári. Knattspymukappleikur var háð- ur í Keflavík á milli knattspyrnu- fjel. „Hauka“ í Hafnarfirði og „Reynis“ í Sandgerði. Úr'slit urðn þau að jafntefli varð: 2 mörk gegn 2. Leikurinn var fjörugur og skemtilegur, og hafa fjelögin tekið miklum framförum frá því í fyrra. Próf. Hallesby og norsku stúd- entarnir fóru til útlanda s.l. sunnu dag. Síðustu ræðu sína hjer á landi helt próf. Hallesby í dóm- kirkjunni kl. 5 á sunnudag. Síra Eriðrik Hallgrímsson sagði nokk- ur orð áður en próf. Hallesby tal- aði, en síra Bjarni Jónsson á eftir. Stúdentarnir sungu í kirkjunni. ísfisksala. Eldborg seldi í Orimsby í gær bátafisk að austan, 1140 vættir fyrir 1426 stpd. Útvarpið: Þriðjudagur 20. október. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfr^gnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Norsk lög. 19.45 Frjettir. 20.15 Erindi: Læknisrannsóknir á miðli í dásvefni (Einar H. Kvar- an rithöf.). 20.40 Hljómplötur: Píanólög eftir Brahms. 21.05 Erindi: Tónlistardagskráin í vetur (Páll ísólfsson tón- skáld). 21.20 Symfónía í F-dúr, eftir Bramhs (plötur) (til kl. 22). Unglingspiltur rjeðist í vinnu hjá skoskum bónda. — Þú verður að sofa í hlöð- unni, sagði bóndi, og þú verður að vera kominn til vinnu kl. 4 í fyrramálið. Pilturinn svaf yfir sig og kom ekki fyr en kl. 4i/2 þangað sem bóndi var að vinna. Hann studd- ist fram á rekuna og hreytti úr sjer: — Hvað hefurðu verið að gera í allan liðlangan dag? með morgunkafíinu.1 Nýir kaapendur fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. Hringið í sírna 1600 og gerisf kaupendur. Húsfr. Gróa Jónsdóttir Kveðja. f. 1. apríl 1855 -T d. 14. sept. 1936. Þú hrein og djörf varst hefðar- kona, aldrei viMir láta; glaða glöðust varstu, gleðisnauðum kUnnir gráta. Fljótt á vori vona þiuna varð þjer lífið hart að kenna: Því hamarinn kleifst sem Helga forðum, með hjálparvana sonu tvenna. Síðar hlaustu gullnar gjafir: góða dóttur, vini, maka. Þú sóttir fram í sóla-rhafið, í sortann aldrei leist til baka. Trúin var þinn sterki stafur, stuðlaberg þitt vissan hreina. Drottinn blessar, Drottinn vakir, Drottinn aldrei ljet þig eina. Eftir langan ellivetur er nú sál þín leyst úr dróma, un þú sæl við endurfundi, árdagsglit og sólarljóma. Nanna frá Nesi. Kona ein í Buenos Ayres eign- aðist þríbura um daginn. Einn fæddist þar sem konan átti heima, annar í sjúkrabifreiðinni á leið- inni í sjúkrahúsið og sá þriðji fæddist í sjúkrahúsinu. Tækifæriskaup. Rex rafmagnsvog, rafsuðu vjel og rafmófor i Heildverslun Garðars Gíslasonar. sem hlut þinn ,hjá- þeim með

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.