Morgunblaðið - 20.10.1936, Qupperneq 8
9
M0RGUN3LAÐIÐ
Þjiðjudagur 20. okt. 1936-
J£aups&apM¥
Peysufatasilki. Peysufatasat-
in frá 6.75 mtr. Svartur lasc-
ingur. Upphlutasilki, sljett. —
Herrasilki, kniplingar — Bald-
éraðir borðar. Vérsl. Dyngja.
tfE’’
Kjólasatin, ljós og dökk
Marocain í mörgum litum á
4.50 mtr. Allskonar kjóla- og
Blússusilki í miklu úrvali. Versl.
} 'sÍT'ÍV .1 ‘f.f' l'T 'T;8' :í ,
Dyngja.
Ódýrir kvenbolir — Silki-
undirkjólar, hvítir og mislitir.
HTvítt efni í Nærföt. Silkisokk-
Ar frá 2.90 parið. Barnasokkar
í ódýru úrvali. Versl. Dyngja.
í fermingark jóla: Satin —
Marocain — Crepe de Chine.
Mikið úrval af efnum 1 Eftir-
kjóla. Versl. Dyngja.
Astrakan er hentugast af öll-
um efnum í Barnakápur. Fyrir-
liggjandi í Versl. Dyngja.
Svart prjónasilki fáið þið
fallegast í Verslun Ingibjargar
Johnson. Sími 3540.
Stórt úrval af rammalistum.
Innrömmun ódýrust. Verslunin
Katla, Laugaveg 27.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kaupi íslensk frímerki hæsta
verði og sel útlend. Gísli Sigur-
björnsson, Lækjartorgi 1. —
Opið 1—5.
r------------------------------------
Kaupi gull og silfur hæsta
verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn-
arstræti 4. 1 ''
Trúlofunarhringana kaupa
nenn helst hjá Árna B. Björns-
■ • ai. Lækjartorgi.
Kaupi Kreppulánasjóðsbrjef,
Veðdeildarbrjef og hlutabrjef í
Eimskipafjelaginu. Sími 3652,
kl. 11—12 og 4—6.
Kjötfars og fiskfars, heima- \
tilbúið, fæst daglega á Frí-
kirkjuvegi 3. Sími 322 7. Sent
heim.
----- ■ ■ — -
(lúlUaumur
Lokastíg 5.
Úraviðgerðir afgreiddar fljótt
og vel af úrvals fagmönnum
hjá Árna B. Björnssyni, Lækj-
artorgi.
Gluggahreinsun og loftþvott-
ur. Sími 1781.
Otto B. Arnar, löggiltur út-
varpsvirki, Hafnarstræti 19. —
Sími 2799. Uppsetning og við-
gerðir á útvarpstækjum og loft-
netum.
Sokkaviðgerðin, Tjarnargötu
10, gerir við lykkjuföll, stopp-
i ar sokka, dúka o. fl., fljótt, vel,
ódýrt. Sími 3699.
Kaupi guíl hæsta verði. Ámi
Björnsson, Lækjartorgi.
Vjelareimar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kensla í gítarspili óskast í
ýetur, á Fjólugötu 23. Sími 4844.
Saumanámskeið okkar byrjar
1. nóvember. Tökum stúlkur frá
4—6 og 8—10, eftir samkomu-
lagi. Tökum einnig allskonar
sapmaskap fyrir sanngjarnt
verð. Saumastofan, Bragagötu
38. Ólafía Hafliðadóttir og
Kristín Thorlacius.
HINN heimsfrægi rithöfund-
ur H. G. Wells á.tti nýlega
sjötugsafmæli. Ekki alls fyrir
Iöngu þom út æfisaga hans, sem
er bæði fróðleg og skemtileg af-
lestrar.
Lesendur fá glögga mynd af
heimi smáhorgarans — því um-
hverfi, sem Wells ólst upp í.
Móðir hans var herhergisþerna
og faðir hans garðyrkjumaður.
Eitt sinn, er faðir hans var at-
vinnulaus, ákvað hann að reyna
fyrir sjer á viðskiftasviðinu og
opnaði litla búð. En hann reynd-
I ist ljelegur verslunarmaður og
kona hans var ljeleg bústýra.
Heimilið varð því fátækara og fá-
tækara. Wells átti tvo hræður og
allir þrír voru þeir settir í vefn-
aðarvörubúðir. Elsti bróðirinn
gafst brátt upp á starfinu og tók
j að hjóla um landið og selja vasa-
I úr. Annar bróðirinn flutti til
Suður-Ameríku. Þriðji bróðirinn
reyndi einnig að verða hæfur
maður í starfi sínu sem fatasali,
en alt kom fyrir ekki. Hann varð
H. G. Wells.
*
Fjölskyldan var þannig vön við
mótlæti og erfiðleika. En þegar
; verst var í efni, rættist skyndi-
lega úr fyrir Wells. Skólastjóri
einn veitti því athygli, hversu góð
ar námsgáfur hann hafði, og fekk
því til leiðar komið, að Wells
fjekk smávægilegan styrk til
framhaldsnáms. Síðan komst hann
að Lundúna-háskóla.
Wells lýsir námsárum sínum á
skemtilegan hátt. Hann var vita-
skuld bláfátækur, var skinhorað-
ur og gekk í hreinustu tötrum.
Fyrir fjelögum sínum ljek hann
þá háðfugl og byltingamann.
Fyrst varð hann uppeldisfræð-
ingur. En þá vildi honum það slys
til, að annað nýrað bilaði í knatt-
spyrnu. Einníg fjekk hann
Iungnablæðing og óttaðist, að tær-
ing mundi gera skjótan enda á líf
sitt.
*
Þegar heilsan batnaði tók hann
að fást við kenslustörf. Um þær
mundir gekk hanD að eiga frænd
konu sína. Hún Ijet sig einu gilda
áhugamál hans og hugsaði um það
eitt að komast í efni. Hjónaband
þeirra varð því ekki farsælt og
skildu þau brátt. Þá komst Wells
í kynni við kvenstúdent, sem
hafði látið hrífast af hugsjónum
hans. Hún varð seinni kona hans.
*
H. G. Wells var nú orðinn rit-
höfundur og kominn á sína rjettu
hillu. Honum hafði ekki orðið
mikið ágengt sem vísindamaður,
en þegar .hann fór að færa hug-
myndaflug sitt í skáldsöguform,
fjekk hann óteljandi lesendur.
Það streymdu til hans tilboð frá
útgáfufyrirtækjum og blöðum.
Hver skáldsagan frá hans hendi
rak aðra og meðal þeirra, sem
bestar fengu viðtökurnar, má
nefna: Tímavjelina, Ósýnilega
manninn, Eyju Moreans læknis o.
fl.
Á síðari árum hefir Wells feng-
ist mikið við sagnaritun, en á þá
hlið starfsemi hans hafa verið
lagðir misjafnir dómar.
$Σ&ynningcw
Prjónagarnið er komið £
mörgum litum. Dyngja.
Conditori — Bakarí. Lauga—
veg 5. Rjómatertur. ís. Fro-
mage. Trifles. Afmæliskringlur..
Kransakökur. Kransakökuhorn^
Ó. Thorberg Jónsson. Sími 3873.
Nýir kaupendur að Morgun-
blaðinu fá blaðið ókeypis tiL
íæstkomandi mánaðamóta.
Friggbónið fína, er bæjarins
testa bón.
Hattastofa mín er flutt §
Austurstræti 17 (L. H. Miiller)
Hattar saumaðir eftir pöntun.
Hattar gamlir gerðir sem nýir.
Hattar saumaðir upp úr herra—
! höttum.
Kristín Brynjólfsdóttir.
Spirella. Þær dömur, sem
ætla að fá Spirella lífstykki
fyrir jól, ættu að koma, sem,
fyrst. Guðrún Helgadóttir, —
Bergðstaðastræti 14. Sími 4151..
Geymsla á reiðhjólum. Reið-
hjólaverkstæðið Valur, Kirkju—
stræti 2. Sími 3769.
Setustofuhúsgögn óskast til
leigu eða kaups. Sími 4844.
FÆÐI
selur
Martha Bjðrnsson
Kirkjutorgi 4).
(Fyrstu hæð fyrir ofan Hús-
gagnaverslunina við Dóm-
kirkjuna).
I
RUBY M. AYRES:
LÍFIÐ KALLAR. \\
„Heimþrá?" Táfin komu fram í augu Helenu, og
Lún leit undan. „Nei! Hvernig ætti jeg að hafa heim-
þrá! Hefi jeg nokkurntíma átt reglulegt heimili?“
Hún flýtti sjer út úr stofunni, án þess að bíða eftir
svari, og lokaði svefnherbergishurðinni á eftir sjer.
Gat hún haft heimþrá? Hún, sem hafði alla tíð ver-
ið óánægð á heimili sínu? Og ást hennar til Georgs var
dauð. En hvers vegna runnu tárin niður kinnar henn-
ar, meðan hún var að færa sig úr kjólnum?
Helena var heimavön manneskja. Til lengdar gat
hún ekki unað því að lifa sama lífi og Maisie.
Meðan hún þurkaði tárin varð henni ljóst, hvað
amaða að. Hana tók það sárt, að hafa gleymt að
festa hnappinn í frakka Georgs, þó að það væri ef til
vill smávægilegt atriði.
Þegar Helena sat við morgunborðið, daginn eftir,
kom Maisie inn í borðstofuna, í ljósrauðum silkislopp,
með miklu fasi, og tilkynti henni, að nú væri hún
búin að fá nýja „hugmynd".
„Og því verður þú að una þjer ein í dag“, sagði
hún. „Forðastu að trufla mig — og segðu Walter að
láta mig í friði með mat og slíkt. Það eina, sem jeg
vil, er að fá að vera í friði! Vertu eins og þú sjert
lieima hjá þjer, en farir þú út, langar mig til þess að
biðj^þi
rf að kaupa fyrir mig 500 tyrkneska vindlinga
meo ^ull-munnstykki. Það er fæða mín, þegar jeg
skrifa*. Hún leit um öxl. „Og berðu ekki að dyrum
bjá ' nfjér, þá geng jeg af þjer dauðri“, sagði hún
gIelhisfegá/-„Jeg er ekki til tals fyrir neinn, ekki einu
sihhi rækaílinn sjálfan! Komi gestir, verður þú að
sjá um þá“.
Maisie var horfin út úr dyrunum, áður en Helena
komst til þess að svara.
Helenu þótti afar vænt um Maisie, og dáðist að
henni, en henni var farið að finnast erfitt að fylgjast
stöðugt með henni, svo að hún var næstum fegin að
vera út af fyrir sig einn dag.
Úti var glaða sólskin, og þar eð Helena hafði ekk-
ert sjerstakt fyrir stafni, tók hún kápu sína og gekk
út. —
Áður en hún vissi af, beygði hún niður í Kensington
Street, þar sem hún hafði búið áður.
Hún hafði jafnan forðast að ganga þá götu, síðan
hún fór að heiman, en í dag var eins og hún væri
dregin þangað á móti vilja sínum. Hún horfði framan
í hverja manneskju, sem hún. mætti, dauðdrædd um,
að einhver myndi þekkja sig.
Hana langaði til þess að vita, hvað fólk hefði sagt,
þegar það frjettist, að hún hefði farið frá Georg. Hún
gat reyndar hugsað sjer, hvaða athugasemdir hefðu
verið gerðar um það. Að minsta kosti þóttist hún vita,
hvað Mrs. Lee, sem bjó á næstu hæð fyrir neðan hana,
og hafði ávalt haft horn í síðu hennar, myndi segja.
„Oft er flagð undir fögru skinni“, var hún vön að
segja. „Jeg treysti ekki kvenmanni, með svona fölt
andlit og með önnur eins augu og Helena Latimer
hefir. Það er víst, að vesalings Georg hefir orðið að
þola sitt af hverju í sambúðinni með henni!“
Heléna vissi, að fleiri voru sömu skoðunar, og það
eingöngu fyrir þær sakir, að hún áleit það fyrir neðan
virðingu sína að tala um einkamál sín við aðra.
Hún hafði aldrei kvartað yfir hinu leiðinlega lífi
sínu, aldrei minst á það einu orði, að hún væri ekki
hamingjusöm.
Hún gekk yfir á hina gangstjettina og horfði á hina
ferhyrndu og ljótu byggingu, sem var við skuggahlið
götunnar og illúðleg á að líta.
Hún leit upp í gluggann, sem hún hafði sjálf verið
úti í hið örlagaríka kvöld, en hnykti við, er hún sá,.
að gluggatjöld voru dregin niður fyrir alla gluggana.
í íbúðinni.
Hrædd og hissa gekk hún aftur yfir götuna og barði
að dyrum lijá dyraverðinum. Konan, sem kom til dyra,
rak upp undrunaróp.
„En hvað sje jeg! Eruð þjer komnar aftur, kæra;
frú? Jeg hjelt, að þjer væruð nú hinumegin á hnett-
inum!“
Helena fann, hvernig blóðið þaut fram í kinnar
hennar, og hún stamaði á svarinu.
„Nei — jeg — jeg —
„Jeg vona, að yður líði nú betur“, hjelt konan áfram.
„Mjer þótti mjög leitt að heyra, þegar Latimer sagði
mjer um veikindi yðar, og að læknirinn hefði fyrir-
skipað yður langa sjóferð“.
Nú, þetta var það, sem hann sagði fólkinu! Það •
gerði hann sjálfs sín vegna, hugsaði Helena, og enn.
einu sinni vaknaði reiði hennar í hans garð.
„Þjer hafið ef til vill gleymt einhverju í íbúðinni?",
hjelt konan áfram, og ljet dæluna ganga. „Jeg hefi
lýklana ennþá, þó búið sje að leigja út íbúðina, og
nýju leigjendurnir komi á morgun. Á jeg að koma
með yður upp, eða viljið þjer heldur fara ein?“
„Jeg vil ekki tefja yður“, flýtti Helena sjer að ■
segja. „Jeg ætla að ná í dálítið, sem jeg gleymdi“.
Konan fór og sótti lyklana.
„Hvernig gekk að fá leigjendur í íbúðina?“, spurði
Helena, þegar hún kom aftur.
„Ágætlega! Og Mr. Latimer fær góða leigu fyrir
hana!“
Hún afhenti Helenu lyklana.
„En hvað maðurinn yðar hlýtur að vera glaður yfir
að fá yður aftur heim“, bætti hún við vingjarnlega.
„Já — það er hann víst“, svaraði Helena og leit
undan. „Jeg kem og skila lyklunum, um leið og jeg-
fer“, sagði hún og fór að ganga upp stigann.
i-- ... , -v i' n.
3